24/02/2021 | Fréttir, Innra starf
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 2021 verður haldinn í fundarsalnum Hyl, Borgartúni 35, fimmtudaginn 18. mars nk. og hefst kl. 8:30
Á fundinum verður m.a. lýst kjöri formanns og meðstjórnenda í stjórn samtakanna, þar af þriggja meðstjórnenda fyrir kjörtímabilið 2020–2022 og eins meðstjórnanda fyrir það sem eftir lifir kjörtímabilsins 2019–2021. Einnig verður gerð grein fyrir kjöri fulltrúa SVÞ til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins.
Kosning fjögurra meðstjórnenda í stjórn SVÞ fer fram með rafrænum hætti. Upplýsingar um framboð til stjórnar verða kynnt á næstu dögum. Hinn 2. mars nk. færð þú sendan tölvupóst með kjörgögnum ásamt leiðbeiningum um hvernig kosningin fer fram.
24/02/2021 | COVID19, Fréttir, Upptaka, Verslun, Þjónusta
Nýlega stóðu SVÞ og SAF að félagsfundi þar sem Lína Petra, forstöðumaður markaðsmála á Höfuðborgarstofu, Elín Helga frá Hvíta húsinu og Frosti frá Birtingahúsinu kynntu markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum:
Við minnum einnig á skráninguna á VisitReykjavik.is vefinn og borginokkar.is sem fjallað var um á fundinum.
Hafa má samband í netfangið info@visitreykjavik.is ef aðstoð vantar við skráningu og ef fólk hefur frekari spurningar um herferðina má hafa samband við Línu Petru Þórarinsdóttur, forstöðumann markaðsmála Höfuðborgarstofu: lina@visitreykjavik.is
19/02/2021 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur nú gefið út skýrslu um árið 2020 í verslun. Meðal helstu niðurstaðna er að íslensk verslun blómstrar og mælist 11% vöxtur milli ára, vefverslun eykst og erlend verslun dregst saman.
Sjá má frétt á vef setursins hér og þar má einnig hlaða skýrslunni niður í heild sinni.
Einnig má sjá frétt um kortaveltu í janúar 2021 hér.
Tekið var viðtal við Eddu Blumenstein, forstöðumann RSV í Speglinum á Rás 1 fimmtudaginn 18. febrúar og má hlusta á það hér.
Einnig var tekið viðtal við Eddu í Morgunútvarpi Rásar 2 og má hlusta á það hér.
16/02/2021 | COVID19, Fréttir, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
SAF og SVÞ standa fyrir ZOOM félagsfundi þar sem Lína Petra, forstöðumaður markaðsmála á Höfuðborgarstofu, Elín Helga frá Hvíta húsinu og Frosti frá Birtingahúsinu kynna markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.