Stjórn SVÞ starfsárið 2020-2021

Stjórn SVÞ starfsárið 2020-2021

Það er okkur ánægja að kynna nýja stjórn SVÞ. 

Réttkjörnir í stjórn SVÞ til tveggja ára eru:

Gunnar Egill Sigurðsson,
Elín Hjálmsdóttir
Sesselía Birgisdóttir

Réttkjörinn í stjórn SVÞ til eins árs er Kjartan Örn Sigurðsson

Stjórn er því skipuð eftirafarandi aðilum starfsárið 2020-2021:

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, formaður
Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint
Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Eimskips
Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
Gunnar Egill Sigurðsson, Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa
Kjartan Örn Sigurðsson, Verslanagreining
Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaða hjá Íslandspósti

Á myndina vantar Kjartan Örn Sigurðsson

Ársskýrsla 2019 hefur einnig verið birt og má sjá hana hér:

Click to read Ársskýrsla SVÞ 2020

Á Facebook má sjá myndir frá aðalfundinum:

Formaðurinn í Markaðnum: Drögumst aftur úr í stafrænni þróun

Formaðurinn í Markaðnum: Drögumst aftur úr í stafrænni þróun

Þann 11. mars sl. birtist áhugavert viðtal við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ, í Markaðnum í Fréttablaðinu.

Í viðtalinu ræðir Jón Ólafur sterkar vísbendingar um að íslenskt atvinnulíf sé að dragast aftur úr þegar kemur að stafrænni þróun og þar með að missa samkeppnishæfni sína á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræðir einnig tillögur SVÞ í málunum.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ

>> Smelltu hér til að lesa tillögur SVÞ sem kynntar voru fyrir ráðherra í febrúar

 

Stafræn tækni og nýtt hugarfar er einmitt umfjöllunarefni ráðstefnu SVÞ sem haldin verður þann 12. mars kl. 14:00 og hefur verið færð á netið vegna kórónavírussins. Allt um hana á www.svth.is/radstefna-2020

SVÞ ráðstefna um stafræna tækni og nýtt hugarfar verður haldin á stafrænan hátt

SVÞ ráðstefna um stafræna tækni og nýtt hugarfar verður haldin á stafrænan hátt

Síðustu ár hefur SVÞ haldið opna ráðstefnu í tilefni af aðalfundi samtakanna sem hefur verið sótt um af 450 gestum, auk þess sem oft hefur bæst í áhorfandafjöldann í gegnum streymi og birtingu á upptökum. Fyrirhugað var að halda slíka ráðstefnu næstkomandi fimmtudag, 12. mars á Hilton Nordica og hafði skráning gengið mjög vel þar til í síðustu viku, og stefndi í aðsóknarmet. 

Eins og alþjóð veit hefur kórónaveiran haft gríðarleg áhrif um allan heim og ein birtingarmynd þess er að þó ekki sé búið að setja á samkomubann hérlendis hafa fjölmargir aðilar aflýst samkomum og viðburðum síðustu daga. SVÞ hefur einnig tekið þá ákvörðun að sýna ábyrgð í verki en þó ekki með því að aflýsa ráðstefnunni, heldur breyta fyrirkomulagi hennar. Það er við hæfi að ráðstefna um stafræna tækni og nýtt hugarfar sé jú haldin á stafrænan hátt – í gegnum netið. Hvernig er betra að sýna í verki hvernig stafræn tækni getur gert margt gott fyrir atvinnulífið og samfélagið okkar allt en með því að leyfa henni að gera okkur kleift að halda okkar striki og fræða íslenskt atvinnulíf og stuðla að frekari framþróun þess – lífið heldur jú áfram. 

Aðalræðumaður dagsins verður umbreytinga- og framtíðarfræðingurinn Nick Jankel. Nick hefur verið ráðgjafi m.a. hjá Hvíta húsinu og No. 10 Downing Street, auk þess að hafa unnið með fjölda stórfyrirtækja að menningar- og breytingastjórnun og markaðsmálum. Hann hefur kennt við Yale, Oxford og London Business School, haldið fyrirlestra víðsvegar og verið fjallað um hann hjá miðlum á borð við The Times, The Financial Times, The Sunday Times og The Guardian. 

Við fáum einnig innsýn í reynslu Kringlunnar, Já og Póstsins af þeim áskorunum sem felast í starfrænni umbreytingu og hvernig þau skapa fyrirtæki til framtíðar. 

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar mun opna ráðstefnuna. Andri Heiðar Kristinsson, nýr Stafrænn leiðtogi ríkisstjórnarinnar mun stýra spurningum til Nick og annarra ræðumanna. 

Ráðstefnan fer fram 12. mars kl. 14:00-17:00* í tölvum, spjaldtölvum eða snjallsímum þátttakenda en skráning fer fram hér á vef SVÞ: https://svth.is/radstefna-2020/ 

*vinsamlegast athugið  verið er  aðlaga dagskrána  nýju fyrirkomulagi og líklegt er  hún muni styttast. 

Markaðsstjórinn í sóttkví og ráðstefnan færð á stafrænt form

Markaðsstjórinn í sóttkví og ráðstefnan færð á stafrænt form

Í Fréttablaðinu þann 11. mars birtist viðtal við markaðsstjóra SVÞ, Þórönnu K. Jónsdóttur, um ráðstefnu SVÞ þann 12. mars. Eins og fram hefur komið hefur ráðstefnan verið flutt á netið vegna COVID-19 en markaðsstjórinn er sjálf í sóttkví og hefur því umsjón með ráðstefnunni frá heimili sínu. Það er við hæfi að ráðstefna um stafræna tækni og nýtt hugarfar sé bæði haldin á netinu og að umsjón með henni í sé í fjarvinnu með hjálp stafrænnar tækni.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ

Tilmæli vegna COVID-19

Tilmæli vegna COVID-19

Framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og samhæfingarstöð almannavarna hafa óskað eftir því að eftirfarandi verði komið á framfæri við aðildarfyrirtæki SA og undirsamtaka:

Læknisvottorð vegna veikinda
Framkvæmdarstjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur óskað eftir að SA beini þeim tilmælum til félagsmanna sinna að þeir dragi eins og kostur er úr kröfum um læknisvottorð vegna veikinda.

„Mikið álag er á heilsugæslunni vegna COVID-19 þessar vikurnar og ljóst er að það verður eitthvað áfram. Því viljum við biðla til ykkar, að draga úr kröfum um vinnuveitendavottorð eða skólavottorð vegna stuttra veikinda sem starfsfólk ykkar eða nemendur þurfa að skila inn.“

Snertilausar lausnir í viðskiptum
Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19. Ráðleggingar landlæknis varðandi heftingu á smiti lúta meðal annars að því að huga vel að yfirborðsflötum t.d. greiðsluposum, hraðbönkum og snertiskjám.

„Okkur langar að biðla til ykkar að hjálpa okkur að koma þessum tilmælum á framfæri við ykkar viðskiptavini og hvetja þá til að nota snertilausar greiðslulausnir í sínum viðskiptum. Á þann hátt sleppa viðskiptavinir við að slá inn lykilorð.“

Nánari upplýsingar er að finna á vef embættis landlæknis

Úrelt menntun eða framtíðarsýn?

Úrelt menntun eða framtíðarsýn?

Sara Dögg Svanhildardóttir, forstöðumaður mennta- og fræðslumála Samtaka verslunar og þjónustu skrifar í Fréttablaðið þann 3. mars sl.

Þær eru fjölmargar áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að því að leggja fram menntastefnu heillar þjóðar. Ein þeirra er stafræna umbyltingin sem á sér stað út um allan heim. Við lifum á tímum þar sem umbreytingum vegna stafrænnar tækni fleygir fram á ógnarhraða. Við komumst ekki hjá að mæta þeim umbreytingum og taka þátt í þeim, enda umlykur stafræn þróun nú þegar allt samfélag okkar, hvort sem er í leik eða starfi.

Til þess að vera fær um að athafna okkur í nýju umhverfi gegnir menntun á þessu sviði mjög mikilvægu hlutverki. Hvers kyns menntun sem eykur færni í umhverfi stafrænnar tækni gerir okkur hæfari til að takast á við breytt umhverfi.

Nýverið kynnti menntamálaráðherra nýja tíma í starfs- og tækninámi í samvinnu við Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins. Afar brýnt og löngu tímabært er að blása til sóknar á þessu sviði. Menntun í stafrænu tæknilæsi á leik- og grunnskólastigi er gríðarlega mikilvægur grunnur fyrir alla tæknimenntun, en ekki síður menntun almennt. Störf munu umbreytast hröðum skrefum og krafan vaxa ört um menntað starfsfólk í stafrænni tækni til að halda uppi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Til framtíðar litið er óábyrgt að gera ráð fyrir öðru en að nemendur nútímans muni starfa í stafrænu umhverfi og þá er nánast sama hvar stigið er niður fæti í starfsvali. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að námsumhverfi dagsins í dag byggi á þeim veruleika. Menntastefna til framtíðar þarf að taka mið af því.