29/01/2020 | Fréttir, Öryggishópur, Stjórnvöld, Verslun, Þjónusta
Mjög gagnlegar umræður voru á vel sóttum fundi með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í morgun. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, kynnti innri vinnu sem hefur verið í gangi hjá lögreglunni, árangur af henni og ýmislegt sem til mun koma í framhaldinu. Mikið var rætt um mögulegar aðgerðir til að bregðast með áhrifaríkari hætti við þjófnaði í verslunum og afgreiðslu brotamála. Í framhaldi af fundinum mun öryggishópur SVÞ vera í frekara sambandi við lögreglu varðandi samstarf og mögulegar aðgerðir.
Við hvetjum fólk til að horfa á upptöku af fundinum hér fyrir neðan og félagsmenn að setja sig í samband við okkur ef þeir hafa áhuga á að koma að frekari vinnu að þessum málum. Netfangið er svth(hjá)svth.is og síminn 511 3000.
24/01/2020 | Fréttir, Stjórnvöld, Verslun
Hinn 27. nóvember sl. staðfestu Evrópuþingið og ráðið tilskipun (EU) 2019/2161 sem inniheldur breytingar á Evrópulöggjöf og á að bæta framfylgd aðildarríkjanna á ákvæðum um neytendavernd. Ákvæði tilskipunarinnar snúa m.a. að viðurlögum við brotum á evrópskri neytendalöggjöf og ýmsum þáttum sem snerta netverslun bæði innan einstakra ríkja og milli ríkja á EES-svæðinu.
Athygli vekur að í 2. gr. tilskipunarinnar er að finna ákvæði sem gæti með óbeinum hætti dregið úr svigrúmi verslunarmanna til að bjóða afslætti. Efnislega er í ákvæðinu kveðið á um þá meginreglu að í auglýsingum um tilboð eða afslætti skuli koma fram á hvaða verði varan hefur áður verið seld. Það verð sem þannig á að tilgreina sem fyrra verð er lægsta útsöluverð síðustu 30 daga.
Í Danmörku hafa fjölmiðlar og verslunarmenn velt því fyrir sér hvort slík regla muni takmarka eða jafnvel útrýma möguleikum verslunarinnar til þess að bjóða vörur á tilboði eða afsláttum í desember í ljósi sérstakra tilboðsdaga í nóvember, t.d. „Black-Friday“ eða „Singles-day“. Tilskipunin kemur til framkvæmda í ríkjum ESB hinn 28. maí 2022 en upptaka hennar í EES-samninginn er enn á skoðunarstigi á EES-EFTA ríkjunum.
24/01/2020 | Fréttir
Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu vill vekja athygli á eftirfarandi upplýsingum frá lögreglu:
Um helgina tókst nokkrum aðilum að koma nokkuð af evru seðlum í umferð. Aðferðin sem að þeir beittu var að fara með háa seðla, 100 og 200 evrur og versla lítið eitt með þeim.
Fljótt á litið eru þetta sambærilegir seðlar evrum. En þeir standast enga nánari skoðun ef vitað er hverju á að horfa eftir. Svo virðist sem það sé hægt að kaupa búnt af svona „ekki seðlum“ í Rússlandi.
Þegar seðlarnir eru skoðaðir er nauðsynlegt að horfa til eftirfarandi þátta sem eru útskýrðir nánar í skjalinu sem hlaða má niður hér fyrir neðan.
- Letur seðlanna er á rússnesku og R ið í EURO er öfugt
- Áferð seðlanna er ekki eins og venjulegir seðlar þ e pappírinn er annar
- Alla öryggisþætti vantar í seðlana
Ef vart verður við þessa seðla skal tilkynna það til lögreglu á netfangið jokull@lrh.is
>> SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SKJAL MEÐ NÁNARI UPPLÝSINGUM FRÁ LÖGREGLUNNI – Þ.Á.M. MYNDUM SEM SÝNA HVAÐ BER AÐ VARAST
23/01/2020 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Við setningu Læknadaga 2020 í Hörpu skrifuðu Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, og Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, undir uppfærðan samning um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf. Siðareglurnar byggja á nýuppfærðum reglum EFPIA – Evrópusamtaka frumlyfjaframleiðenda og Frumtaka um samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðisstofnanir og sjúklingasamtök.
Nokkur reynsla er komin á reglur sem þessar og hafa þær sannað gildi sitt í því að eyða tortryggni og taka af vafa um mörk í samskiptum framleiðenda lyfja og heilbrigðisstarfsfólks. Samkomulagið sem nú hefur verið uppfært og undirritað byggir á grunni fyrra samkomulags frá árinu 2013.
Sjá má umfjöllun um málið á Hringbraut/Fréttablaðinu hér.
23/01/2020 | Fréttir, Viðburðir
Taktu daginn frá. Forskráning er hafin hér. Nánari upplýsingar bráðlega…