Fjölmenni á málþingi um annmarka á ríkiskaupum í heilbrigðisþjónustu

Fjölmenni á málþingi um annmarka á ríkiskaupum í heilbrigðisþjónustu

Fjölmenni var á Hótel Reykjavík Natura sl. þriðjudag þar sem fjallað var um annmarka við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Að málþinginu stóðu stærstu viðsemjendur Sjúkratrygginga Íslands: Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara og Tannlæknafélag Íslands. 

Á málþinginu kynnti Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG niðurstöður greiningar fyrirtækisins á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu sem benda til mikilla brotalama í innkaupaferlum ríkisins við kaup á þessari þjónustu 

Í skýrslunni kemur m.a. eftirfarandi fram: 

  • vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr,  
  • starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt,  
  • hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr og  
  • vegna skorts á mannafla sé takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga.  


Vantrausti lý
st á gallað fyrirkomulag

Niðurstöður skýrslunnar voru ennfremur staðfestar í máli frummælenda, forsvarsmanna ofangreindra félaga auk Daggar Pálsdóttur, hæstaréttarlögmanns og lögmanns Læknafélags Íslands. Í grein sem birtist sl. mánudag höfðu fulltrúar félaganna jafnframt lýst yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup á heilbrigðisþjónustu og krafist þess að stjórnvöld gripu inn í áður en varanlegar skemmdir yrðu á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. 


V
innubrögð SÍ gagnrýnd

Í máli frummælenda kom ítrekað fram gagnrýni á vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands í viðræðum við aðila um kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu og staðfestu þar með flest af því sem kom fram í skýrslu KPMG. Þau atriði sem einkum hlutu gagnrýni voru þau að samningaferli stofnunarinnar þykir óskýrt, misræmi tí undirbúningi og gerð samninga, lítil formfesta sé við samningsgerð og vantraust ríki í samskiptum auk þess sem misræmi sé milli verðlagningar og kröfulýsingar. Af því sem hér kemur fram má ráða að flest, sem aflaga getur farið í samskiptum Sjúkratrygginga Íslands við viðsemjendur stofnunarinnar, geri það. Umræður á málþinginu endurspegluðu þessa stöðu mjög vel og sú skýlausa krafa var uppi að stofnunin tæki þegar upp ný og bætt vinnubrögð.  

Þeir sem að málþinginu stóðu hvetja stjórnvöld og stofnanir til að skoða vel þær ábendingar sem þar komu fram og beita sér fyrir því að koma á samskiptum og samningaviðræðum milli aðila sem byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu. Með því móti verði ferlið við kaup á heilbrigðisþjónustu markvissara, þannig að fjármagn nýtist sem best við að hámarka gæði og þjónustu fyrir notendurna, sem er meginmarkmið okkar allra. 

Frábær fundur um sjálfbærni

Frábær fundur um sjálfbærni

Mikil ánægja var með félagsfund sem haldinn var miðvikudaginn 13. nóvember sl. um sjálfbærni. Á fundinum héldu erindi þær Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi og eigandi Podium og Viktoría Valdimarsdóttir, ráðgjafi og eigandi Ábyrgra lausna. Að auki fengum við innsýn í þá sjálfbærnivinnu sem í gangi er hjá þremur aðildarfyrirtækjum SVÞ, með erindum frá Ásdísi Björg Jónsdóttur, deildarstjóra samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi, Sigurði Pálssyni, forstjóra Byko og Málfríði Guðný Kolbeinsdóttur, sérfræðings í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni.

Eva veitti m.a. innsýn í viðhorf aldamótakynslóðarinnar, en fólk af þeirri kynslóð leggur mikla áherslu á að skipta við ábyrg fyrirtæki. Einnig fór hún yfir rannsóknir sem sýndu mikilvægi jákvæðrar samfélagslegrar ímyndar og áhrif hennar á á viðhorf neytenda til fyrirtækja. Mikill meirihluti neytenda vilja skipta við ábyrg fyrirtæki og stór hluti þeirra myndi hætta viðskiptum við fyrirtæki verði þau uppvís að óábyrgum viðskiptaháttum. Eva fjallaði jafnframt um áhrif samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja á fjárhagslegt gengi þeirra, sölu og framtíðarhorfur og tók dæmi frá heimsþekktum fyrirtækjum á borð við Rolex, Lego og Unilever þar sem samfélagsleg ábyrgð hefur verið höfð í hávegum. Eva sýndi mjög áhugaverðar tölur um fjárhagslegan ávinning af umhverfisumbótum innlendra sem erlendra fyrirtækja.

Viktoría fjallaði um breytingar í rekstrarumhverfi fyrirtækja og upplýsingagjöf. Hún fór yfir innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins (ESB 2014/95) um ófjárhagslega þætti þar sem ákveðnum fyrirtækjum er gert skylt að greina frá viðskiptalíkani og lykilmælikvöðrum er lúta að umhverfi og samfélagi samhlið fjárhagslegum upplýsingum. Hún fór yfir hina ýmsu alþjóða staðla og viðmið sem notuð eru þegar kemur að þessum málum og lagði áherslu á traustar upplýsingar sem byggðar eru á gagnsæju umhverfis- og samfélagsbókhaldi . Einnig lagði hún áherslu á að fyrirtæki skoði öll markmið Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin, framkvæmi mikilvægisgreiningu við val á áherslumarkmiðum, forðist svokallaða kirsuberjatínslu (e. cherry picking) og greini frá jákvæðum og neikvæðum áhrifum en ekki einungis frá markmiðum sem líta vel út í skýrslu. Hún fjallaði um orðsporsáhættu og samfélagslegt rekstrarleyfi (e. social licence to oporate) sem horfið getur á einni nóttu starfi fyrirtæki ekki heiðarlega. Að lokum lagði hún áherslu á ávinning af innleiðingu við sjálfbærniskýrslugerð með traustum upplýsingum, sem getur m.a. falist í markaðsforskoti, virðisauk og lámörkun áhættu.

Það var einnig mjög áhugavert að fá innsýn í sjálfbærnivinnu Festi, Byko og Ölgerðarinnar. Fyrir áhugsama má kynna sér það sem þessi fyrirtæki eru að gera í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð á vefsíðum þeirra:

N1: https://www.n1.is/um-n1/samfelagsleg-abyrgd/

Byko: https://www.byko.is/umhverfismal

Ölgerðin: http://www.olgerdin.is/um-olgerdina/samfelagsabyrgd

Á myndinni f.v.: Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir frá Ögerðinni, Sigurður Pálsson frá Byko, Ásdís Björg Jónsdóttirfrá Festi, Viktoría Valdimarsdóttir frá Ábyrgum lausnum,  Eva Magnúsdóttir frá Podium, og Fanney Karlsdóttir, fundarstjóri og skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu

Lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu

Í grein sem birtist á Vísi í dag lýsa forsvarsmenn fimm félaga í heilbrigðisþjónustu yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna.

Í nýrri úttekt KPMG kemur fram að verulegar brotalamir eru á núverandi kerfi sem geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega. Ennfremur segja greinarhöfundar að Sjúkratryggingar Íslands valdi ekki núverandi hlutverki sínu og séu engan veginn í stakk búnar til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu, líkt og fyrirhugað er skv. núverandi heilbrigðisstefnu.

Greinina í heild sinni má lesa hér á vefnum visir.is.

Greinina skrifa:
Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands
Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur

Fagnám verslunar og þjónustu

Fagnám verslunar og þjónustu

Nýtt nám fyrir starfsfólk í verslun hefur göngu sína í janúar 2020. Námið er 90 eininga nám á framhaldsskólastigi og er blanda af fjarnámi hjá Verzlunarskóla Íslands og vinnustaðanámi sem fer fram úti í fyrirtækjunum.

Umsækjendum með viðeigandi starfsreynslu úr verslun og þjónustu stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími. Raunfærnimat er ferli þar sem ákveðin aðferðarfræði er notuð til þess að meta og staðfesta færni án tillits til þess hvar hennar hefur verið aflað. Þeir sem fara í  raunfærnimat og fá hæfni sína staðfesta á formlegan hátt, geta látið staðar numið þar og nýtt niðurstöðuna til starfsþróunar. Aðrir, sem það kjósa, geta nýtt raunfærnimatið til styttingar á Fagnámi verslunar og þjónustu.

Sjá frekari upplýsingar hér á vef Stafsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks