Innlend netverslun af fötum er á pari við innflutning frá Kína

Innlend netverslun af fötum er á pari við innflutning frá Kína

Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birtir í dag niðurstöður frá netverslun Íslendinga á fötum.

Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð.

Viðskiptahættir okkar eru fjölbreyttir og breytast með tímanum.

Nýjasta könnun RSV sýnir að sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, við hættum ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta.

Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun.

  • Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa.
  • Tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun.
  • Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar (eingöngu einstaklingar) flytja inn, eru föt eða skór (45,5%).
  • Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023.
  • Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun.

Fyrir frekari upplýsingar, skoðaðu Veltan.is.

Eyðsla ferðamanna dregst saman um 23,6% á milli ára

Eyðsla ferðamanna dregst saman um 23,6% á milli ára

Innlend kortavelta eykst um 0,12% á milli ára

Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.

Kortavelta innanlands nam 81,8 milljörðum króna í apríl 2024. Það er 0,12% hækkun á milli ára á breytilegu verðlagi. Kortavelta í innlendri netverslun nemur 15,025 ma.kr. og eykst um 17,4% á milli ára. Þá er samdráttur í neyslu ferðamanna á landinu í apríl en erlend kortavelta nemur 16,75 ma.kr. og dregst saman um 23,6% á milli ára.

Innlend kortavelta er tvískipt eftir þjónustu og verslun.
Þjónusta nemur 37,4 milljörðum króna og eykst um 0,8% á milli ára og verslun nemur 44,4 milljörðum króna og dregst saman um 0,5% á milli ára

Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni.

Innlend netverslun heldur áfram að vaxa

Innlend netverslun heldur áfram að vaxa

Kortavelta innanlands eykst um 7,1% á milli ára.

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag tölur um kortaveltu febrúar mánaðar.   Þar kemur m.a. fram að kortavelta Íslendinga nemur 80,3 milljörðum króna í febrúar 2024 samanborið við 75 milljarða króna í febrúar 2023 og eykst um 7,1% á milli ára á breytilegu verðlagi.

Í fréttabréfi RSV kemur einnig fram að;

  • Erlend kortavelta nemur 18,9 milljörðum króna í febrúar 2024 og stendur í stað, var það sama í febrúar 2023.
  • Innlend netverslun heldur áfram að vaxa og nemur 15,3 milljörðum króna og hækkar um 20,6% á milli ára.

Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni – SMELLA HÉR! 

Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni, www.veltan.is. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.

Innlend netverslun heldur áfram að vaxa

Erlend netverslun aldrei meiri [RSV]

Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birti í dag niðurstöðu mælinga á erlendri netverslun íslendinga.

Þar kemur fram að erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri síðan RSV hóf að safna saman gögnum.  Nýjar tölur fyrir nóvember 2023 sýna að íslendingar eyddu 3,07 milljörðum króna í erlenda netverslun.

Það er hækkun um 25.9% á milli ára.  Á sama tíma var netverslun innanlands samkvæmt kortaveltugögnum Rannsóknasetursins tæp 18 milljarða króna.

Nánari upplýsinga um erlenda netverslun íslendinga má finna undir flipanum ‘Netverslun’ fyrir áskrfendur á Veltunni -SJÁ HÉR! 

Ný skýrsla WEF varpar ljósi á mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu.

Ný skýrsla WEF varpar ljósi á mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu.

Ný skýrsla frá Alþjóðlega efnahagsráðinu [WEF], „Diversity, Equity, and Inclusion Lighthouses 2024“ dregur fram mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og aðgengis í atvinnulífinu. Skýrslan sýnir fram á hvernig fyrirtæki geta haft jákvæð áhrif á minnihlutahópa með markvissum aðgerðum.

Hún inniheldur dæmi um vel heppnaðar aðgerðir og árangur þeirra, sem geta þjónað sem fyrirmyndir fyrir önnur fyrirtæki. Skýrslan er mikilvæg heimild fyrir þau fyrirtæki sem vilja innleiða svipaðar stefnur og efla fjölbreytni og jafnrétti í eigin starfsemi.

ÞÚ GETUR HLAÐIÐ NIÐUR SKÝRSLUNNI HÉR —> WEF_Diversity_Equity_and_Inclusion_Lighthouses_2024 

Innlend netverslun heldur áfram að vaxa

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára.

Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.

Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)

Íslensk og erlend netverslun október 2023