Ný skýrsla um erlenda netverslun – Tækifæri til að meta áhrif á íslenska markaðinn

Ný skýrsla um erlenda netverslun – Tækifæri til að meta áhrif á íslenska markaðinn

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar hefur kynnt nýja og yfirgripsmikla skýrslu um erlenda netverslun sem gefur íslenskum verslunar- og þjónustufyrirtækjum einstakt tækifæri til að greina áhrif erlendrar netverslunar á þeirra starfsemi.

Skýrslan er sérsniðin að þörfum fyrirtækja sem vilja skilja þróun markaðarins og nýta sér innsýnina til stefnumótunar.

Skýrslan inniheldur m.a.:

  • Spálíkan um þróun innlendrar verslunar og netverslunar til ársins 2030.
  • Spálíkan um þróun erlendrar netverslunar til ársins 2030.
  • Nýjustu tölur um erlenda netverslun, brotnar niður eftir:
    • Stærstu útflutningslöndum.
    • Grófum verslunarflokkum.
    • Undirflokkum og yfirtollflokkum.

Fyrirtæki fá því nákvæma yfirsýn yfir hvað Íslendingar eru að panta á netinu og frá hvaða löndum. Auk þess eru birtar niðurstöður rannsókna frá 2020, 2021 og 2024 sem skoða meðal annars hvort íslenskar verslanir séu nýttar sem „mátunarklefar“ og hvernig neytendur kjósa að fá vörur afhentar úr netverslunum.

Til að tryggja skýra kynningu á efni skýrslunnar er boðið uppá frían persónulegan kynningafund á Teams þar sem farið er yfir helstu niðurstöður.

Verð á skýrslunni fyrir áskrifendur Veltunnar 69.900 kr. en fyrir aðra 79.900 kr.

Við hvetjum stjórnendur í verslunar- og þjónustugeiranum til að nýta þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á markaðnum og aðlaga rekstraráætlanir að þróuninni.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við forstöðumann RSV Klöru Símonardóttur á netfangið: klara(hja)rsv.is

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Niðurstöðuskýrsla úr svörum aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, í tengslum við könnun Menntadags atvinnulífsins sýnir m.a., að stjórnendur sjá fram á fjölgun starfsfólks á næstu fimm árum, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert af þeim 23 fyrirtækjum sem svöruðu á landsbyggðinni ætlar að fækka starfsfólki – og hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu áforma fjölgun.

Á sama tíma greina 42% fyrirtækja á landsbyggðinni frá því að skortur á starfsfólki hamli vexti þeirra – samanborið við 31% fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hömlurnar eru jafnt yfir stór og lítil fyrirtæki, sem undirstrikar víðtæk áhrif á atvinnulífið.

Mestur er skorturinn í bílgreinum og heilbrigðisþjónustu, en einnig í flutningum og verslun. Þetta endurspeglar ákveðna hæfnibresti sem þarfnast markvissra lausna, bæði innan menntakerfisins og í gegnum símenntun og starfsþróun.

Þrátt fyrir að 89% fyrirtækja sem sjá tækifæri í gervigreind ætli ekki að fækka starfsfólki, eru fá fyrirtæki langt komin í nýtingu hennar. Tækifærin eru þó til staðar – og gervigreindin talin geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stuðningsúrræði til endurmenntunar, s.s. Áttin og starfsmenntasjóðir, virðast lítið þekkt – meira en 50% stjórnenda þekkja illa eða ekki til þeirra. Þrátt fyrir það nýta 53% fyrirtækja innan SVÞ slík úrræði, sem er örlítið hærra en meðaltal atvinnulífsins (46%).

SVÞ minnir á verkefnið ‘Ræktum vitið‘, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV um hæfniaukningu starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.

Smelltu á SVÞ – Menntadagskönnun 2025 til að hlaða niður niðurstöðuskýrslu GALLUP 2025

Framtíð starfa: Helstu niðurstöður WEF skýrslu 2025

Framtíð starfa: Helstu niðurstöður WEF skýrslu 2025

Alþjóðaefnahagsráðið (WEF) gaf í upphafi árs út nýja skýrslu um þróun vinnumarkaðarins, þar sem tækniframfarir, efnahagsáhrif og samfélagslegar breytingar eru í brennidepli.

  1. Tækniframfarir í fararbroddi:
    Stækkun aðgengis að stafrænum lausnum og þróun gervigreindar eru helstu drifkraftarnir fyrir umbreytingu fyrirtækja. Áætlað er að 60% vinnustaða muni nýta þessar lausnir til að þróa rekstur sinn.
  2. Græn umbreyting:
    Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim knýja fram ný störf, sérstaklega á sviði sjálfbærni, t.d. í endurnýjanlegri orku og vistvænum farartækjum.
  3. Breytt aldursdreifing vinnumarkaðar:
    Eldri vinnuafl í hátekjulöndum skapar aukna þörf fyrir heilsutengdar og menntatengdar greinar, á meðan ung vinnuafl í lágtekjulöndum ýtir undir menntunar- og þróunarverkefni.
  4. Ný hæfni á vinnumarkaði:
    Skapandi hugsun, leiðtogahæfni og tæknifærni eru meðal þeirra hæfileika sem verða eftirsóttir. Um 59% starfsmanna þurfa endurmenntun eða nýja hæfni fyrir árið 2030.
  5. Fjölbreytt vinnuumhverfi:
    Fyrirtæki leggja aukna áherslu á fjölbreytni og jafnvægi til að auka aðgengi að hæfu starfsfólki.

Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Alþjóðaefnahagsráðsins og HÉR!

Netverslun frá Eistlandi sprengir öll met – 45% af erlendum innkaupum í september

Netverslun frá Eistlandi sprengir öll met – 45% af erlendum innkaupum í september

Nýjustu tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar sýna að erlend netverslun heldur áfram að aukast, með verulegum áhrifum á íslenska markaðinn.

Samkvæmt nýjustu netverslunarvísum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) hafa Íslendingar eytt yfir 27 milljörðum króna í erlendar netverslanir á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, sem er umtalsverð aukning frá 19 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Ef þessi þróun heldur áfram er spáð að heildarútgjöld ársins nái hátt í 44 milljörðum króna, sem nálgast upphæðina sem erlendir ferðamenn vörðu hér á landi í júlí, um 48 milljörðum króna samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.

14% aukning á erlendri netverslun á milli mánaða.

Í september einum saman námu innkaup Íslendinga í erlendum netverslunum 4,34 milljörðum króna, sem er 14% aukning frá ágúst – sem sjálfur var metmánuður. Þessi viðvarandi vöxtur endurspeglar að breytingar eru á neysluhegðun landsmanna, sérstaklega þar sem erlendar netverslanir hafa aukið aðgengi sitt með ódýrari dreifingarleiðum.

Eistland: risastór netverslunarmiðstöð Ali Express og Temu.

RSV vekur athygli á verulegri aukningu í netverslun frá Eistlandi, sem hefur rokið upp í um 2 milljarða króna í september og nam þannig yfir 45% af allri erlendri netverslun Íslendinga í þeim mánuði. Þessi þróun er meðal annars rakin til nýrra dreifingarmiðstöðva stórfyrirtækja eins og Ali Express og Temu.

Nánari greiningar fyrir fyrirtæki

Fyrir þau fyrirtæki sem vilja kafa dýpra býður RSV ítarlegri greiningar með upplýsingum úr Veltunni (veltan.is) sem flokkaðar eru eftir tollgögnum, tolllínum og sendingarlöndum.

Þetta gagnasafn nýtist vel fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja átta sig á þróun netverslunar og undirflokka sem tengjast erlendri verslun.

Smelltu HÉR fyrir allar fréttir frá RSV.

Áhrif svartsýni á fyrirtæki í verslun og þjónustu

Áhrif svartsýni á fyrirtæki í verslun og þjónustu

Fyrirtæki í verslun og þjónustu undir pressu.

Ný könnun Samtaka atvinnulífsins (SA) sýnir að stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins hafa auknar áhyggjur af rekstraraðstæðum á næstu mánuðum. Fyrirtæki í verslun og þjónustu eru meðal þeirra sem vissulega finna fyrir álaginu, þar sem hækkandi verðbólga, launakostnaður og breytt neyslumynstur hafa þrengt að mörgum rekstraraðilum.

Fjárfestingar dragast saman

Niðurstaða könnunarinnar sýnir m.a. að fjárfestingavísitalan sem vísar til breytinga í fjárfestingu á milli ára hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár. 34% stjórnenda gera ráð fyrir minni fjárfestingu í ár samanborið við árið áður, 21% gera ráð fyrir meiri fjárfestingu og 45% áætla að fjárfesting verði óbreytt milli ára. Fjárfestingar dragast mest saman í verslun og ýmissi sérhæfðri þjónustu en eykst mest í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu, fjármála- og tryggingastarfsemi og sjávarútvegi.

Launahækkanir helsti áhrifaþáttur verðlagsbreytinga

Sem fyrr telja stjórnendur að launahækkanir séu megin áhrifaþáttur verðhækkana hjá fyrirtækjunum sem þeir stýra. 52% stjórnenda setja launakostnað í fyrsta sæti sem verðhækkunartilefni, sem er þó lækkun um 17 prósentustig frá síðustu könnun. Hækkun aðfangaverðs er afgerandi í öðru sæti þar sem 24% stjórnenda telja að aðföng hafi mest áhrif. Aðrir þættir vega talsvert minna.

Skortur á starfsfólki fer minnkandi

Skortur á starfsfólki fer minnkandi á milli kannana en 73% stjórnenda telja sig ekki búa við skort á starfsfólki, samanborið við 69% í síðustu könnun. Skorturinn er minnstur hjá fyrirtækjum í fjármála- og tryggingastarfsemi en sem fyrr mestur í byggingariðnaði.

Smelltu hér til að lesa alla fréttina inná vef SA.is

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu

Í nýútgefinni EuroCommerce e-Report 2024 kemur í ljós að evrópsk B2C netverslun óx um 3% árið 2023, en vöxtur var mismikill eftir svæðum. Vestri hluti Evrópu dróst lítillega saman, á meðan Suður- og Austur-Evrópa sýndu verulega aukningu um 14-15%. Áskoranir eins og samkeppni frá löndum utan ESB og nýjar sjálfbærnikröfur hafa áhrif á framgang greinarinnar. Spár benda þó til 8% vaxtar árið 2024.

Sjá nánar í skýrslunni hér.

Sjá upptöku af Webinar eCommerceEurope hér.