04/12/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) spáir 0,29% samdrætti í jólaverslun 2023 miðað við fast verðlag.
Þrátt fyrir að Íslendingar hafi byrjað að versla fyrr vegna tilboðsdaga eins og Dagur einhleypra, Svartur föstudagur eða Rafrænn mánudagur, gefa hækkandi verðbólga og stýrivextir til kynna varfærnari neyslu.
Einkaneysla hefur hækkað um 12,9% á árinu, aðallega vegna hækkunar á vöruverði. Nýleg könnun RSV og Prósent sýna að Íslendingar hyggjast eyða 12.000 kr. minna í jólagjafir í ár en í fyrra, eða um 99.000 kr. á mann í stað 111.000 kr.
Lækkunin er hlutfallslega mest hjá eldri borgurum, en konur eru líklegri til að eyða meira en karlar. Jólaverslun í ár er spáð að verði 135,9 milljarðar króna, en var 126,1 milljarður króna árið áður. RSV notar gögn um kaupmátt launa, vísitölu neysluverðs, kortaveltu, einkaneyslu og virðisaukaskattsskýrslur til spár sinnar.
Sjá nánar frétt inná vef Rannsóknasetur verslunarinnar: Spá um jólaverslun 2023 (rsv.is)
*Mynd frá RSV.is
04/10/2023 | Fréttir, Greining, Stjórnvöld, Umhverfismál, Verslun, Þjónusta
Umhverfisstofnun birtir á vef sínum 29.september s.l. niðurstöðu mælingum stofnunarinnar á matarsóun á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að matarsóun á Íslandi jafngildir um 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum.
Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins.
Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluti af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og sem hluta af framlagi okkar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Allar nánari upplýsingar um niðurstöður mælinga má fá inná vef Umhverfisstofnunar – sjá nánar hér.
Bendum einnig á að þann 24.október n.k. höldum við sérstaka málstofu um matarsóun og næstu skref á einstökum viðburði fyrir fólk og fyrirtæki í verslunar og þjónustugreinum innan SVÞ í samstarfi við Umhverfisstofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Viðburðurinn er opinn öllu áhugasömum um matarsóun og næstu skref.
Skráning hér!
*Mynd frá vef Umhverfisstofnunar.
27/09/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
Ný skýrsla frá eCommerce Europe og EuroCommerce um stöðu verslunar á netinu í Evrópu er komin út fyrir árið 2023.
Smellið hér fyrir fréttatilkynningu frá eCommerce Europe.
Smellið hér til að hlaða niður ‘léttri’ útgáfu af skýrslunni.
10/08/2023 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag upplýsingar um kortaveltu í júlí mánuði 2023.
Samkvæmt greiningu var kortavelta júlímánaðar 133,8 milljörðum króna og þar af er innlend kortavelta 92,1 milljarður króna en það er lækkun um 2,2% milli mánaða en innlenda kortaveltan eykst á milli ára um 5,4%. Netverslun Íslendinga eykst um 20% á milli ára og nemur 14,6 milljörðum króna. Erlend kortavelta eykst hinsvegar um 17% milli ára og nemur 41,75 milljörðum króna.
Nánari frétt má nálgast á vefsvæði RSV – HÉR
Nánari útlistun á kortaveltunni má nálgast í Sarpinum – HÉR
01/08/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag tölur af erlendri netverslun frá áramótum.
Þar kemur m.a. fram að erlend netverslun var á sama tíma í fyrra 11 milljarðar en er í dag 12,5 milljarðar króna. Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.
Sjá nánar hér og inná SARPNUM hjá RSV
16/05/2023 | Fréttir, Greining
World Economic Forum birti á dögunum skýrslu yfir hvernig framtíðarhæfni á vinnumarkaði muni þróast næstu fimm árin eða til 2028. Í þessari fjórðu útgáfu skýrslunnar birtast einnig niðurstöður rannsókna á væntingum atvinnuveitenda til að veita nýja innsýn í hvernig samfélags- og stafræn þróun og tækni munu móta vinnustaði framtíðarinnar.
SMELLIÐ HÉR til að hlaða niður skýrslunni.
Síða 3 af 18«12345...10...»Síðasta »