Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða október og nóvember mánaða

Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða október og nóvember mánaða

Net-Nóvember í verslun

Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá síðusta fréttabréfi niðurstöður frá könnun verslunar á Íslandi í nóvember 2021.

Þar kemur m.a. fram að hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða en 13,3% af innlendri kortaveltu í verslun fóru fram í gegnum netið í nóvember sl.

Þá segir einnig að heildar greiðslukorta-velta í nóvember sl. nam tæpum 90 milljörðum kr. Veltan dróst saman um 4,6% á milli mánaða en jókst um 24,2% samanborið við nóvember 2020.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST NÁNARI UPPLÝSINGAR

Verslunin blómstrar skv. nýrri skýrslu RSV

Verslunin blómstrar skv. nýrri skýrslu RSV

Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur nú gefið út skýrslu um árið 2020 í verslun. Meðal helstu niðurstaðna er að íslensk verslun blómstrar og mælist 11% vöxtur milli ára, vefverslun eykst og erlend verslun dregst saman.

Sjá má frétt á vef setursins hér og þar má einnig hlaða skýrslunni niður í heild sinni.

Einnig má sjá frétt um kortaveltu í janúar 2021 hér.

Tekið var viðtal við Eddu Blumenstein, forstöðumann RSV í Speglinum á Rás 1 fimmtudaginn 18. febrúar og má hlusta á það hér.

Einnig var tekið viðtal við Eddu í Morgunútvarpi Rásar 2 og má hlusta á það hér.