Netverslun hefur þrefaldast frá 2020

Netverslun hefur þrefaldast frá 2020

Innherji á VÍSI.is fjallar í dag um nýjustu tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar. 

Í fréttinni kemur m.a. fram að heildarkortavelta Íslendinga innanlands nam rúmum 66 milljörðum króna í janúar á þessu ári og jókst um 3,4 prósent frá sama tímabili árið áður miðað við breytilegt verðlag. Er þetta minnsti vöxturinn á milli ára frá því í október 2020.  Þá bendir Innherji einnig á að áfram er mikil aukning í kortaveltu í verslun á netinu sem jókst um 22 prósent í janúar og var samtals 11,3 milljarðar króna. Ef horft er aftur til janúar 2020 þá nemur aukningin tæplega 200 prósentum.

LESA ALLA FRÉTT HÉR

 

Tvær meginástæður fyrir dagvöruverðshækkanir

Tvær meginástæður fyrir dagvöruverðshækkanir

Tvær meginástæður eru fyrir því að dagvöruverðshækkanir vegna faraldursins koma fyrst fram núna að sögn SVÞ.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að það eru tvær meginástæður fyrir því að verðlagshækkanir á innfluttri mat- og dagvöru eru að koma fram fyrst núna, en verslunarmenn segjast eiga miklar hækkanir í vændum frá sínum birgjum og hafa varað við yfirvofandi holskeflu verðhækkana í kjölfarið.

„Fyrir það fyrsta tekur tíma frá því að kornið er skorið á akrinum þar til það verður að fullbúinni neysluvöru. Þetta er töluvert ferli. Að sama skapi tekur það því tíma fyrir áhrifin af hrávöruverðshækkunum að koma fram í verðlagi neytendavara. Hitt er það að tilkynningar erlendra birgja um verðbreytingar berast svo til alltaf í upphafi árs. Heildsalarnir eru að fá þessar tilkynningar mjög mikið þá. Þannig hefur það alltaf verið,“ bendir Andrés á í viðtalinu.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

RÚV | Ekkert bendir til að dragi úr verðhækkunum á næstunni

RÚV | Ekkert bendir til að dragi úr verðhækkunum á næstunni

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagði í fréttaviðtali hjá RÚV rétt í þessu að ekkert benda til þess að það dragi úr verðhækkunum næstu mánuði. Hrávöruverð á heimsmörkuðum sé í sögulegu hámarki. Seðlabankinn eigi engin tól gegn því.

Þá benti Andrés á að heimsmarkaðsverð á hrávöru, hvaða nafni sem hún nefnist, hefur hækkað fordæmalaust á einu og hálfu ári. Þar sé skýringa að leita á hækkun vöruverðs. Verðbólgudraugurinn hafi vaknað á ólíklegustu stöðum, jafnvel í Þýskalandi sem þekkt sé fyrir flest annað en verðbólgutölur. Hann segir samtökin margsinnis hafa bent á hvað væri í aðsigi og nú komi verðbólgan í andlitið á okkur.

„Við höfum ekki séð svona hækkanir á friðartímum, það er bara þannig. Allir indexar, allar vísitölur, allar hrávöruvísitölur staðfesta það. Það getur engum dottið það í hug að fyrirtæki, hvort sem þau eru stór eða smá, hvaða nafni sem þau nefnast, geti tekið þetta á sig. Það er skrifað í skýin að þegar svona miklar hækkanir verða á innkaupsverði þá hefur það áhrif á verðlag, það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum“ bætir Andrés við.

SJÁ FRÉTT Á RÚV HÉR

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji tekur fyrir nýbirtar verðbólgutölur Hagstofunnar í morgun.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012.  Þá hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,5 prósent, sem hafði áhrif á vísitöluna til hækkunar um 0,25 prósent. Þá hækkaði einnig verð á mat og drykkjarvörum um 1,3 prósent og rafmagn og hiti um 3,7 prósent.

Á móti lækkaði verð á fötum og skóm um 8 prósent, sem má rekja til þess að vetrarútsölur eru víða í gangi, og eins verð á húsgögnum og heimilisbúnaði.

SJÁ GREIN INNHERJA HÉR