Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi | Innherji

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi | Innherji

Fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða sé fyrir, fær vart staðist.

Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu skrifar grein í Innherja í dag þar sem hann bendir m.a. á að það geti ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði.

Þá bendir Jón Ólafur einnig á að enn á ný beinist atyglin að þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrir það fyrsta getur það ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Að fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða er fyrir, hafi svo víðtæk áhrif á þennan skattstofn fær vart staðist. En það er þó fyrst og fremst skattprósentan sem aðkallandi er að breytist.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Jóhannes Jóhannsson, staðgengill framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) bendir á í viðtali inná VISI í dag að einungis 1.599 bílar séu eftir að kvóta stjórnvalda til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum.

Í fréttinni segir m.a.

Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna.

Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA

 

Áskorun að manna fólk í verslun á komandi árstíð

Áskorun að manna fólk í verslun á komandi árstíð

Morgunblaðið birti í dag grein um fjölgun ferðamanna í gegnum Leifsstöð í mai mánuði, en vöxtur umferðar var 9% umfram spám.

Í greininni kemur fram að margt sé líkt við uppgangsár ferðaþjónustunnar.  Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef að spá stofnunarinnar haldi, þá muni atvinnuleysi halda áfram að minnka og verði 3.9% í september n.k frá 4,5% sem það var í apríl s.l.

Þá er vitnað í Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem bendir einnig á að það verði áskorun að manna fólk í verslun á komandi árstíð.

SMELLIÐ HÉR til að lesa alla fréttina. 

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Aukin innflutt verðbólga

Aukin innflutt verðbólga

Morgunblaðið birtir í dag grein um afleiðingu af bæði COVID og stöðunni í Úkraínu.  Þar er vitnað í Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu sem bendir á að allar hrávöruverðsvístölur, hvaða nafni sem þær nefnast, stefna aðeins í eina átt því miður. Þetta er fordæmalausar hækkanir, bæði á hrávörum til matvöruframleiðslu og iðnaðarframleiðslu.“ Þá bendir Andrés einnig á að glöggt megi sjá í tölum Hagstofunnar sé það ekki matvælaverð sem knýr verðbólguna áfram heldur íbúðaverð.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Umsögn SVÞ um frumvarp til laga um leyfi á netverslun með áfengi.

Umsögn SVÞ um frumvarp til laga um leyfi á netverslun með áfengi.

Morgunblaðið fjallar í dag um umsagnir SVÞ við frumvarp Hildar Sverrisdóttur og fjögurra meðflutningsmanna á Alþingi um leyfi á netverslun með áfengi.  En afar skipt­ar skoðanir eru á hvort leyfa á slíka verslun. Lagt er til í frum­varp­inu að heim­ilað verði að starf­rækja vef­versl­un með áfengi í smá­sölu til neyt­enda.

Þar segir: „Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) segja að með samþykkt frum­varps­ins yrði tekið eðli­legt skref, og aukn­ar lík­ur á að inn­lend versl­un fái að þró­ast í sam­hengi við er­lenda þróun. Eng­inn vafi ríki á um heim­ild­ir er­lendra vef­versl­ana til að selja ís­lensk­um neyt­end­um áfengi og eng­ar tak­mark­an­ir séu held­ur á heim­ild­um neyt­enda til þátt­töku í slík­um viðskipt­um. Slík net­versl­un virðist hafa dafnað á tím­um heims­far­ald­urs­ins en einka­leyfi ÁTVR feli í sér skorður á at­vinnu­frelsi og það sé „und­ir háþrýst­ingi um þess­ar mund­ir“.

SJÁ HEILDARFRÉTT INNÁ MBL