Netverslun á Íslandi þróast hægar en í nágrannalöndunum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræddi við þá í Reykjavík síðdegis nýlega um jólaverslunina og þróun netverslunar á Íslandi sem er hægari en í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, s.s. á Norðurlöndunum.
Smelltu hér til að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Jólaverslun færist framar
Rætt er við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, á mbl.is nýverið þar sem haft er eftir honum að jólaverslun hafi færst sífellt framar síðustu ár.
„Það er jákvætt að dreifa álaginu, það er engin að kvarta yfir því, en það eru þessir stóru dagar sem spila stærstu rulluna,“ segir hann m.a.
Umfjöllunina í heild sinni má sjá á vef mbl.is hér.
Ljómandi gott hljóð í kaupmönnum í upphafi jólaverslunar
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ sagði hljóðið í kaupmönnum ljómandi gott þegar hann var spurður í fréttum RÚV í gærkvöldi. Hann sagði enga ástæðu til svartsýni í röðum kaupmanna. Aðspurður um helstu þætti sem hefðu áhrif á jólaverslun sagði Andrés „eins og staðan er hjá okkur í dag þá er nýbúið að gera kjarasamninga sem færir fólki aukinn kaupmátt, það er stöðugleiki framundan í þjóðfélaginu. Allar ytri ástæður eru þannig að það eru engar ástæður til að ætla annað en að jólaverslun fyrir þessi jól verði mjög öflug.“ Andrés segir verulega breytingu að verða á neyslumynstri og hegðun neytenda, bæði séu stórir alþjóðlegir verslunardagar afgerandi í verslun, Black Friday, Cyber Monday og fleiri dagar auk þess sem sífellt stærri hluti verslunar sé að færast á netið.
Tollastríð USA og ESB getur haft áhrif hér
Í fréttum RÚV 30. október sl. var rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, um möguleg óbein áhrif tollastríðs milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins á íslenskan markaði.
„Tollastríð hafa í eðli sínu slævandi áhrif á öll viðskipti í heiminum, og þ.a.l. mun það, með einhverjum hætti hitta okkur fyrir, fyrr eða síðar,“ segir Andrés. Hann segir atvinnulífið hafa áhyggjur af málinu þar sem fáar þjóðir eru háðari alþjóðlegum viðskiptum en Íslendingar. „Svona tollastríð hafa neikvæð áhrif á viðskipt, neikvæð áhrif á efnahag ríkja og þar með efnahag almennings og ef við bara horfum á þetta út frá því hvað ferðaþjónusta er orðin afgerandi þáttur í þjóðarbúskap okkar þá getur þetta, ef þetta fer á versta veg, haft slævandi áhrif bara beinlínis á hana. Það er mjög alvarlegur hlutur.“
Fréttina má sjá á RÚV hér – smellið á 00:17:16 – Tollastríð Bandaríkjanna og ESB.
Troðfullt hús, upptaka og RÚV fréttir af tölvuglæpaviðburði SVÞ
Það var fullt út úr dyrum á vel heppnuðum hádegisfundi SVÞ um tölvuglæpi s.l. miðvikudag, 16. október. Á fundinum sagði Orri Hlöðversson, forstjóri Frumherja, frá reynslu fyrirtækisins af því er tölvuþrjótar reyndu að stela 5 milljónum króna af fyrirtækinu en tókst ekki. Það sem varð Frumherja til bjargar var frétt sem gjaldkeri fyrirtækisins sá fyrir tilviljun og snör viðbrögð viðskiptabanka Frumherja. Ragnar Sigurðsson, heiðarlegur hakkar (e. certified ethical hacker) og framkvæmdastjóri AwareGO ræddi helstu leiðir sem tölvuþrjótar nota til að fremja glæpi sína og hvernig fyrirtæki geta varið sig.
RÚV mætti á staðinn og tók viðtal við frummælendur og má sjá fréttina með því að smella hér eða á myndina hér fyrir neðan og smella svo á 00:07:35 – Netöryggi íslenskra fyrirtækja ábótavant, undir myndbandinu á vef RÚV.
Viðburðinum var streymt í heild sinni inn á lokaðan Facebook hóp SVÞ félaga og geta félagar sem ekki komust eða sáu streymið á miðvikudaginn nú séð upptöku af honum hér inni í hópnum. Athugið að svara þarf nokkrum spurningum til að sækja um aðgang og að hópurinn er eingöngu fyrir þá sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SVÞ.
Við hvetjum alla til að vera á varðbergi gagnvart tölvuglæpum og munum halda áfram að fræða félagsmenn um þær hættur sem til staðar eru og hvernig má verjast þeim.