Brennur fyrir menntamálum – viðtal við Söru Dögg
Viðtal við Söru Dögg Svanhildardóttur birtist í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 24. janúar sl. og má nú einnig sjá á vefnum hér: http://www.vb.is/frettir/brennur-fyrir-menntamalum/152266/
Viðtal við Söru Dögg Svanhildardóttur birtist í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 24. janúar sl. og má nú einnig sjá á vefnum hér: http://www.vb.is/frettir/brennur-fyrir-menntamalum/152266/
Ingvar Freyr Ingvarsson, aðalhagfræðingur SVÞ skrifar í Viðskiptablaðið 24. janúar sl.
Netverslun í heiminum eykst jafnt og þétt. Á síðasta ári má búast við að sala á netinu hafi verið um 11,9% af heildarveltu smásöluverslunar. Á sama tíma er spáð að sala í hefðbundinni verslun hafi dregist saman um 1,7% sem sýnir að markaðshlutdeild smásöluaðila á netinu eykst á kostnað hefðbundinnar smásölu. Myndin dregur þetta vel fram, hún sýnir hlutfall netverslunar í alþjóðlegri smásölu á síðastliðnum árum og spá sérfræðinga um þróunina til 2021.
Þrátt fyrir öran vöxt netverslunar fer enn stærsti hluti smásöluverslunar fram í hefðbundnum verslunum. Þá eru skilin milli net- og hefðbundnar verslunar að verða óljósari; hefðbundin verslun beitir netlausnum og netfyrirtæki beita hefðbundnum aðferðum. Sem dæmi má nefna að í nýlegri könnun um netinnkaup Íslendinga kemur fram að 61% svarenda skoða vörur fyrst á netinu áður en þær eru keyptar í hefðbundinni verslun. Samþætting hefðbundinna lausna og netlausna er lykilþáttur óháð því hvort verslunin skilgreinir sig sem netverslun eða hefðbundna verslun. Þegar horft er til þróunar í stafrænni umbyltingu verslunar, bendir margt til að ákveðin tækifæri séu til staðar að flétta saman stafræna tækni og hefðbundna verslun og nauðsynlegt er að líta á samskipti viðskiptavinarins í heild, burtséð frá því hvar þau fara fram.
Breytt neytendahegðun skapar sannarlega ný tækifæri. Með því að tengja saman nýja tækni og hefðbundna verslun er hægt sé að bjóða upp á sérsniðna þjónustu í rauntíma. Góð þjónusta hefur enn mikið um það að segja hvar fólk verslar og gæði þjónustunnar getur bætt upplifunina af viðskiptunum og virði vörunnar.
Mikill uppgangur netverslunar og breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar er að umbylta umhverfi verslunarinnar og felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu. Reglulega berast okkur fréttir af rótgrónum fyrirtækjum sem hafa lagt upp laupana m.a. vegna tregðu fyrirtækja við að setja á fót netverslun eða nýta samruna stafrænnar tækni og hefðbundinna verslunar. Verslanir verða að aðlaga virðiskeðju sína að neysluvenjum aldamótakynslóðarinnar og nýta sér kosti þessar þróunar meðan á henni stendur í stað þess að standa frammi fyrir orðnum hlut síðar.
Samkvæmt nýútkominni skýrslu Rannsóknarsetur verslunarinnar: „Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni“ voru kaup Íslendinga um netið um 2,9% af heildarveltu íslenskrar verslunar á meðan algengt er að netverslun í nágrannalöndum okkar nemi um 10% af heildarveltu. Hlutfallið er nokkuð lágt í samanburði við nágrannaþjóðir okkar en fer þó ört hækkandi, t.a.m. jókst innlenda kortavelta Íslendinga í netverslun í nóvember 2018 um 15% frá sama mánuði í fyrra en velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5% á sama tímabili.
Aukin notkun stafrænna viðskipta hefur í för með sér harðari samkeppni og lægra verð fyrir neytendur. Neytendur eru betur upplýstir bæði hvað varðar verð, eiginleika vöru og gæði og hafa meira val fyrir tilstilli netverslunar. Það að neytendur geti valið þá vöru sem fæst á hagstæðustu kjörum hvar sem verslunin er staðsett, hvort sem það sé innanlands eða í öðru landi leiðir til aukinnar samkeppni. Þegar til lengri tíma er litið munu þessi losun átthagafjötra skapa tækifæri fyrir verslanir til að lækka kostnað og auka framleiðni án þess að hækka verð m.a. vegna þess að samkeppnin við alþjóðlegar verslunarkeðjur verður áþreifanlegri og þvingar verslanafyrirtæki til að bregðast við breyttu umhverfi með því að nýta innviði betur og skynsamlegar en ella hefði orðið. Störf í verslun eru sömuleiðis fjölbreyttari í dag og vaxandi eftirspurn er eftir starfsfólki með bæði góða félagslega- og tæknilega færni svo það geti leiðbeint viðskiptavinunum í gegnum þá möguleika sem tækni býður upp á. Betur menntað starfsfólk og skilvirkari rekstur skilar betur reknum fyrirtækjum og lægra vöruverði til neytenda.
Á Norðurlöndum er umfang netverslunar einna hæst í Svíþjóð en samkvæmt nýlegri könnun PostNord hafði um 66 % sænskra neytenda verslað á netinu a.m.k. einu sinni í mánuði. Þrátt fyrir að Svíar kjósi í meira mæli að beina viðskiptum sínum að netverslun, kaupa Svíar í auknum mæli vörur af innlendum aðilum á meðan Finnar hafa hæst hlutfall viðskipta við erlenda netverslun. Ástæðan er m.a. sú að fjöldi sænskra netverslana starfa í hagstæðu og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Sænsk netverslun nær að skapa sér hagstæða stöðu á þessu sviði, aðallega á grundvelli fjölbreytts vöruúrvals og með því að bjóða upp á notendavænar vefsíður. Mikilvægt er að læra af reynslu Svía og útfæra svipaðar lausnir hér á landi m.t.t. hagsmuna neytenda.
Það er mikilvægt og nauðsynlegt að íslensk fyrirtæki nýti sér stafræna tækni áður en erlendir keppinautar stíga inn á markaðinn með betri tilboð. Aukin hnattvæðing þar sem samkeppnin um neytandan er hörð skapar jafnframt ný tækifæri. Til að mæta nýrri þróun er vaxandi þörf fyrir tæknimenntaða starfsmenn í verslun, ekki síst til að sameina vöruþekkingu og upplýsingamiðlun á stafrænu formi. Það er jafnframt mikilvægt að annað fagfólk í verslun geti aðlagast breyttum forsendum og nýtt sér tækifærin í heimi stafrænna lausna í verslun. Breytingar í rekstrarumhverfi í verslun og þjónustu kallar á breytta hugsun og breytt vinnubrögð innan menntakerfisins svo búa megi starfsfólk framtíðarinnar undir nýjan veruleika.
Eftirfarandi grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, birtist í Fréttablaðinu í dag, 25. janúar:
Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Tilefni þessarar kvörtunar var, eins og flestum ætti nú að vera kunnugt, þau höft sem lögð eru á innflutning á fersku kjöti, þar sem gert var ráð fyrir því að allt kjöt skuli vera í frosti í þrjátíu daga, áður en vogandi væri að bjóða það íslenskum neytendum.
Í október sl. fékkst loks endanleg niðurstaða í þessa löngu baráttu SVÞ, þegar Hæstiréttur Íslands kvað upp þann dóm, að umrædd höft á innflutningi á fersku kjöti hafi verið í andstöðu við ákvæði EES-samningsins og þ.a.l. falið í sér samningsbrot af hálfu hérlendra stjórnvalda. Var þessi niðurstaða staðfesting á dómi héraðsdóms í málinu, en jafnframt hafði EFTA dómstóllinn kveðið upp efnislega sambærilegan dóm í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn íslenska ríkinu. Á öllum stigum var tekið undir þær kvartanir sem SVÞ settu fram í upphafi. Framganga íslenska ríkisins í þessum málarekstri öllum er kapítuli út af fyrir sig, en þrátt fyrir að hafa eytt tugum milljóna króna í málsvörn sína, tókst því ekki að sýna fram á nein haldbær rök fyrir umræddum innflutningstakmörkunum. Framganga íslenska ríkisins í málinu getur því ekki kallast annað en hrein sneypuför.
Í umræðunni undanfarnar vikur hafa margir kosið að drepa málinu á dreif og þar með draga athyglina frá því sem er aðalatriði þessa máls, sem er hin skýra og ótvíræða dómsniðurstaða. Umræðan hefur meira snúist um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt. Sú umræða á alltaf rétt á sér, óháð umræddri dómsniðurstöðu. Stjórnvöld eiga, ekki frekar en aðrir, annan kost en að virða niðurstöðu dómstóla. Niðurstaðan í þessu dómsmáli er eins skýr og verða má og hljóta viðbrögð stjórnvalda, í formi viðeigandi lagafrumvarpa, að verða lögð fram nú þegar Alþingi kemur saman á ný.
Það er aðalatriði þessa máls.
Framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun um skýlaus lögbrot ríkisins í kjötmálinu.
Hér má heyra viðtalið: http://www.visir.is/k/1585c218-4bb7-42bd-89cb-9725abb040b2-…
Margrét Sanders, formaður SVÞ, ræddi gjafabréf og breytingar í verslun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 2. janúar sl. Viðtalið má heyra hér: http://www.visir.is/k/91b5728d-fd87-4ca7-a979-df4ad8d92dbb-1546451224192
Mikið hefur verið rætt við okkar fólk í fjölmiðlum í kringum hátíðarnar. Á aðfangadag birtist umfjöllun á mbl.is þar sem rætt var við Margréti Sanders, formann SVÞ, um jólaverslunina og samkeppnishæfni íslenskrar verslunar. Umfjöllunina má sjá hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/12/24/islensk_verslun_samkeppnishaef/