![UPPBROT: Fólk – Tækni – Samkeppni [Upptökur]](https://svth.is/wp-content/uploads/2025/03/Screenshot-2025-03-20-at-07.58.36.png)
![UPPBROT: Fólk – Tækni – Samkeppni [Upptökur]](https://svth.is/wp-content/uploads/2025/03/Screenshot-2025-03-20-at-07.58.36.png)

Afmæliskveðja til Tjarnarskóla
Sjálfstæðir skólar óska Tjarnarskóla innilega til hamingju með 40 ára afmælið!
Tjarnarskóli hefur í fjóra áratugi verið einstakur vettvangur þar sem nemendur fá að blómstra í hlýlegu og hvetjandi umhverfi. Frá stofnun skólans árið 1985 hafa Margrét Theodórsdóttir, María Solveig Héðinsdóttir og allt starfsfólk lagt metnað sinn í að skapa skólasamfélag þar sem hver og einn nemandi fær stuðning við að vaxa og dafna, bæði í námi og persónulegum þroska.
Einkunnarorð skólans, „Allir eru einstakir“ og „Lítill skóli með stórt hjarta“, endurspegla þann kærleika, virðingu og fagmennsku sem einkenna starf skólans. Áhersla á einstaklingsmiðað nám, vellíðan og uppbyggjandi samskipti hefur gert Tjarnarskóla að mikilvægu og dýrmætu samfélagi fyrir fjölda nemenda í gegnum tíðina.
Við hjá Sjálfstæðum skólum viljum nota þetta tækifæri til að þakka Tjarnarskóla fyrir ómetanlegan stuðning og framlag til skólasamfélagsins í gegnum árin.
Við óskum Tjarnarskóla, kennurum, starfsfólki, nemendum og foreldrum hjartanlega til hamingju með tímamótin og óskum þeim velfarnaðar á komandi árum.
Til hamingju með afmælið!
Sjálfstæðir skólar
______
Mynd: Frá vinstri, Lovísa Hallgrímsdóttir stofnandi Regnbogans,Margrét Theodórsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Tjarnarskóla og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Ísaksskóla

Aðalfundur SVÞ 13. mars 2025
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU
Við minnum á aðalfund SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 13. mars 2025 kl. 11:00 á Parliament Hotel Reykjavík, Gamli Kvennó – Blái salur 2. hæð, Thorvaldsen stræti 2–6, 101 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ræða formanns SVÞ
2. Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
3. Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
4. Lýst kosningu formanns SVÞ
5. Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
6. Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
7. Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
8. Breytingar á samþykktum SVÞ
9. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
RÁÐSTEFNA SVÞ 2025 – UPPBROT: FÓLK – TÆKNI – SAMKEPPNI
Einnig minnum við á ráðstefnu samtakanna sem haldin er í kjölfar aðalfundar, kl. 13:00 á Parliament Hotel Reykjavík. Ráðstefna SVÞ er stærsta ráðstefna fólks og fyrirtækja í verslunar- og þjónustugreinum.
Ráðstefnan í ár fjallar um þær umbreytingar sem móta verslun og þjónustu á Íslandi í dag, undir þremur lykilþemum: FÓLK – TÆKNI – SAMKEPPNI. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér: https://svth.is/radstefna2025
Virðingarfyllst, f.h. stjórnar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Jón Ólafur Halldórsson
Formaður SVÞ

Óbreyttir styrkir til rafbílakaupa
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og BGS benda á að orkusjóður mun áfram styrkja kaup á rafbílum með sama hætti og gert var árið 2024. Upphæðir eru óbreyttar og kaupendur geta sótt um styrk á Island.is
Sjá allar nánari upplýsingar HÉR!

Norðmenn auka hlutfall rafbíla á meðan Íslendingar minnka það
Samkvæmt frétt frá RÚV 3.janúar sl., hafa Norðmenn náð glæsilegum árangri í aukningu hlutfalls rafbíla í bílaflota sínum. Í Noregi eru rafbílar nú tæplega 90% nýskráninga, en á sama tíma hefur hlutfallið hér á landi minnkað úr um 75% árið 2022 niður í 47% árið 2023.
Í viðtali við RÚV segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins og SVÞ, að skýringar á þessari þróun megi m.a. rekja til breyttra skattareglna og ónógra innviða fyrir rafbílaeigendur á Íslandi.
„Það skiptir máli að stjórnvöld veiti stöðugan stuðning við orkuskipti, bæði með fjárhagslegum hvötum og markvissri uppbyggingu innviða,“ segir Benedikt.
Norðmenn sýni fyrirsjáanleika sem skorti hér
„Munurinn liggur kannski í grundvallaratriðum í því að Norðmenn tilkynntu það fyrir einhverjum áratug að þeir ætluðu að halda úti ívilnunarkerfi sem að myndi lifa væntanlega, ef ég man rétt, út árið 2025. Þeir hafa frá þeim tíma ekki gert grundvallarbreytingar á því kerfi og það er þá fólgið í vaskniðurfellingu, það er eftirgjöf á því sem mætti kalla ígildi vörugjalds hér og það í raun og veru hefur skilað rafbílakaupendum þar verulega hagstæðu verði.“
Kerfið í Noregi, segir Benedikt, er svipað og það var hér árið 2022 þegar ívilnanir voru hvað mestar. Eina ívilnunin hér núna er 900 þúsund króna styrkur úr Orkusjóði, á síðasta ári fyrir kaup á bíl upp að verðmæti tíu milljónir króna, en um áramótin hækkaði sú upphæð í tólf milljónir. Þá hafi hér bæst við kílómetragjald á rafbíla, sem ekki sé í Noregi og tiltölulega hátt bifreiðagjald. Breytingar sem hafi verið gerðar hafi verið óskynsamlegar, en fyrst og fremst skorti fyrirsjáanleika.
Fyrir áhugasama má sjá upphaflega frétt RÚV hér: Norðmenn auka hlutfall rafbíla.

„Það fannst mér miður en það er ákvörðun landlæknis“
Vb.is birtir þann 27. nóvember 2024:
„Það fannst mér miður en það er ákvörðun landlæknis“
Heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið landlæknir sem tók ákvörðun um að stefna heilbrigðissprotanum Köru Connect.
„illum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að það hafi verið ákvörðun landlæknis að stefna heilbrigðistæknifyrirtækinu Köru Connect vegna úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli fyrirtækisins gegn embættinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Origo og Sensa.
„Útboðsnefnd gerir athugasemdir og í þessu tilviki þá verð ég að segja að það var ákvörðun landlæknis að láta reyna á það mál fyrir dómi,“ segir Willum í samtalsþætti SVÞ fyrir kosningar.
Lestu greinina hér: vb.is/frettir/thad-fannst-mer-midur-en-thad-er-akvordun-landlaeknis
Viltu vita meira um þættina þar sem rædd eru fjölbreytt mál sem félagsfólk varðar, s.s matvörur og matvöruverslun, samgöngur og ökutæki, menntun og sjálfstæða skóla o.fl. Þú getur fengið allar upplýsingar um þá hér: svth.is/kosningar-2024