Framtíð starfa: Helstu niðurstöður WEF skýrslu 2025

Framtíð starfa: Helstu niðurstöður WEF skýrslu 2025

Alþjóðaefnahagsráðið (WEF) gaf í upphafi árs út nýja skýrslu um þróun vinnumarkaðarins, þar sem tækniframfarir, efnahagsáhrif og samfélagslegar breytingar eru í brennidepli.

  1. Tækniframfarir í fararbroddi:
    Stækkun aðgengis að stafrænum lausnum og þróun gervigreindar eru helstu drifkraftarnir fyrir umbreytingu fyrirtækja. Áætlað er að 60% vinnustaða muni nýta þessar lausnir til að þróa rekstur sinn.
  2. Græn umbreyting:
    Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim knýja fram ný störf, sérstaklega á sviði sjálfbærni, t.d. í endurnýjanlegri orku og vistvænum farartækjum.
  3. Breytt aldursdreifing vinnumarkaðar:
    Eldri vinnuafl í hátekjulöndum skapar aukna þörf fyrir heilsutengdar og menntatengdar greinar, á meðan ung vinnuafl í lágtekjulöndum ýtir undir menntunar- og þróunarverkefni.
  4. Ný hæfni á vinnumarkaði:
    Skapandi hugsun, leiðtogahæfni og tæknifærni eru meðal þeirra hæfileika sem verða eftirsóttir. Um 59% starfsmanna þurfa endurmenntun eða nýja hæfni fyrir árið 2030.
  5. Fjölbreytt vinnuumhverfi:
    Fyrirtæki leggja aukna áherslu á fjölbreytni og jafnvægi til að auka aðgengi að hæfu starfsfólki.

Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Alþjóðaefnahagsráðsins og HÉR!

Menntaverðlaun atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.

Tilnefningar þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar.  Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Tilnefna: https://form.123formbuilder.com/6570890/menntaverdhlaun-atvinnulifsins-2024

Á myndinni sést þegar Elko tók við verðlaunum sem Menntafyrirtæki ársins 2024

Ný stjórn Sjálfstæðra skóla kjörin á aðalfundi 23.apríl 2024

Ný stjórn Sjálfstæðra skóla kjörin á aðalfundi 23.apríl 2024

Aðalfundur Sjálfstæðra skóla 2024 var haldinn þriðjudaginn 23. apríl í Húsi atvinnulífsins.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2024-2025:

Formaður – Alma Guðmundsdóttir, Hjallastefnan
Varaformaður – Kristrún Birgisdóttir, Skóli í skýjum
Meðstjórnandi og gjaldkeri – Jón Örn Valsson, Korpukot
Meðstjórnandi – María Sigurjónsdóttir, Arnarskóli
Meðstjórnandi – Sigríður Stephensen, Félagsstofnun stúdenta
Varastjórn – Bóas Hallgrímsson, Hjallastefnan
Varastjórn – Guðmundur Pétursson, Skólar
Varastjórn – Hildur Margrétardóttir, Waldorfskóli Lækjarbotnum

Úr stjórn fara Íris Jóhannesdóttir og Atli Magnússon, nýjar inn, Kristrún Birgisdóttir og María Sigurjónsdóttir.

Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.

Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, yfir stöðuna í samningaviðræðunum við Reykjavikurborg.

Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri Tónasala, var með kynningu á skólanum fyrir félagsmenn. Tónsalir er nýr félagsmaður og fyrsti tónlistarskólinn sem gengur í samtökin.

Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.

___________________________________________________

 

Sjálfbærnisdagur atvinnulífsins 2024.

Sjálfbærnisdagur atvinnulífsins 2024.

Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi héldu Sjálfbærnidag atvinnulífsins 19.mars sl. þar sem fyrirtæki á Íslandi gafst tækifæri til að sækja sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Dagurinn var haldinn í þriðja sinn, núna í nýjum höfuðstöðvum Deloitte á Íslandi, Dalvegi 30.

Tilgangur dagsins í ár var að skoða þau viðskiptatækifæri sem felast í sjálfbærri umbreytingu á starfsemi fyrirtækja, hvernig sjálfbærni getur laðað að framtíðarviðskiptavini, gefið samkeppnisforskot, opnað dyr að auknu fjármagni og hvenær er stutt í grænþvott.  Í kjölfar sameiginlegrar dagskrár var boðið upp á vinnustofu fyrir leiðtoga fjármála og sjálfbærni þar sem við heyrum reynslusögur fyrirtækja af EU Taxonomy og eigum gagnlegar samræður.

Aðalfyrirlesari dagsins var Claus Stig Pedersen, leiðtogi sjálfbærnimála á Norðurlöndunum og meðeigandi Deloitte.

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins og Deloitte from Samtök atvinnulífsins.

Elko er Menntafyrirtæki ársins 2024

Elko er Menntafyrirtæki ársins 2024

 

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Elko er Menntafyrirtæki ársins og Bara tala hlaut Menntasprotann 2024. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í dag.

ELKO kom með krafti inn á íslenskan raftækjamarkað árið 1998 og er í dag ein stærsta raftækjaverslun landsins með þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eina á Akureyri, tvær verslanir á Keflavíkurflugvelli ásamt því að vera með vefverslun. Árið 2019 var mörkuð ný stefna hjá fyrirtækinu þar sem framtíðarsýnin var ánægðustu viðskiptavinirnir og því til stuðnings var lögð enn meiri áhersla á fræðslu og þjálfun og ánægju starfsfólks.

Í tilnefningu Elko koma fram greinargóðar upplýsingar um fræðslustarfið og þau fjölmörgu námskeið og menntaleiðir sem bjóðast starfsfólki í svokölluðum Fræðslupakka Elko . ELKO uppfyllir öll viðmið menntaverðlauna atvinnulífsins með skipulagðri og markvissri fræðslu innan fyrirtækisins þar sem þátttaka starfsfólks er góð enda hvatning til frekari þekkingaröflunar til staðar. Elko sýnir með fræðsluáætlun, skýrum mælikvörðum og mælingum að árangur fræðslustarfsins er mikill og góður.

Ljóst er að stefnumiðuð og markviss vinna í fræðslumálum starfsfólks hefur lagt grunn að mjög góðum árangri í þeirri vegferð fyrirtækisins að auka ánægju starfsfólks og fylgja stefnunni eftir um ánægðustu viðskiptavinina. Þá er eftirtektarvert að fyrirtækið hefur einnig stutt við viðskiptavini sína og sitt ytra umhverfi þegar kemur að menntun og fræðslu, til dæmis með foreldrafræðslu um raftækjanotkun barna.

Hæfniaukning starfsfólks – Samstarfssamningur SVÞ, VR/LÍV

Hæfniaukning starfsfólks – Samstarfssamningur SVÞ, VR/LÍV

Á ráðstefnu SVÞ í mars s.l. 2023 undirrituðu formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson, tímamótasamstarfssamning sem snýr að markvissri vinnu að hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu til ársins 2030.

Samningurinn felur í sér þrjú meginmarkmið sem verða í hávegum höfð með margvíslegum aðgerðum félaganna fram til ársins 2030.

Sí og endurmenntun verði fastur hluti í menningu fyrirtækja í verslun og þjónustu. Stefnt er að því að 80% af starfsfólki fyrirtækja í verslun og þjónustu sæki sér nám sem hefur að markmiði að auka hæfni og þekkingu. Horft er til þess að námið fari fram með reglulegri sí- og endurmenntun með það að markmiði að tryggja að starfsfólk fyrirtækja í verslun og þjónustu eigi ávallt kost á því námi sem gerir þeim kleift að takast á við þau verkefni sem vinnumarkaður í örri umbreytingu gerir kröfu um.

Nýbúar á Íslandi og íslensk tunga. Sérstök áhersla verður lögð á að auka þekkingu og hæfni þess stóra hóps starfsfólks í verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem hefur íslensku sem annað tungumál. Markmiðið er að árið 2030 búi 80% þessa hóps yfir hæfni B1 í íslensku samkvæmt viðmiðum Evrópska tungumálarammans (European Language Portfolio). – Sjá samantekt á íslenskukennslu möguleikum hjá Fjölmenningasetri Vinnumálastofnunar .

Vottanir og viðurkennd fagbréf. Stefnt er að því að verslunar- og þjónustugreinin þrói og skilgreini aðferð sem leiði af sér viðurkenningu/vottun á gefnum markmiðum samningsins. Það felur í sér að viðurkennd vottun eða fagbréf verði veitt fyrir starfsgreinar og hæfnisnám/þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu og að fyrirtæki fái viðurkenningu þegar 80% starfsfólks eru árlega í virkri sí- og endurmenntun. Til að framfylgja samstarfssamningi þessum var settur saman samstarfshópur á vegum SVÞ og VR/LÍV sem vinnur að aðgerðaráætlun sem styður ötullega að framgangi samningsins og bregst við með mögulegum úrbótum á vegferðinni. Tekin eru mið af þeim þremur markmiðum sem sett hafa verið fram í samningnum og hafa nú þegar verið settar niður fyrirhugaðar aðgerðir sem framkvæmdar verða á komandi vikum.

Stöðukönnun á stjórnendur innan SVÞ og félagsfólk VR í verslun og þjónustugreinum. Stöðukönnun verður á haustmánuðum send á félagsfólk og stjórnendur, þar spurt verður um aðgengi, viðhorf og þátttöku til hæfniaukningar á vinnumarkaði og verður slík könnun send út reglulega á tímabilinu. Mikilvægustu hæfniþættir nútímans og komandi ára samkvæmt WEF verða kynntir á miðlum SVÞ og VR/LÍV og nánar útlistaðir félagsfólki og stjórnendum til frekari upplýsinga.  Nánar er fjallað um hæfniþættina neðar í greininni. Upplýsingar um aðgengi og þá fjölbreytni á leiðum við að ná tökum á íslenskra tungu verða teknar saman á miðlægan grunn og þær upplýsingar öllum aðengilegar.

Sameiginlegt viðfangsefni í samfélagi fólks og fyrirtækja í verslunar-og þjónustugreinum. Með samningnum vilja VR/LÍV og SVÞ sýna að það er sameiginlegt viðfangsefni samtaka launafólks í verslunar- og þjónustugreinum og samtaka atvinnurekenda að tryggja að menntun og hæfni starfsfólks sé í takt við þarfir hverju sinni. Lesa má samstarfssamninginn í heild sinni á vef SVÞ HÉR! 

Hæfniþættir WEF 2023

World Economic Forum hefur fylgst náið með áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og gefið út 10 mikilvægustu hæfniþætti á vinnumarkaði frá árinu 2016. Nýjasta skýrsla WEF kom út 30. apríl 2023 sl. og byggir á könnun og sjónarmiði starfsfólks og stjórnenda 803 fyrirtækja sem mynda heimsþverskurð atvinnurekenda og starfa þeim tengdum. Könnunin byggir á svörum um stefnur, atvinnu- og tækniþróun og áhrif þeirra á störf, færni og vinnuafl yfir tímabilið 2023-2027. Út frá niðurstöðum skýrslunnar uppfærir WEF mikilvægustu hæfniþættina fyrir komandi tímabil. Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna fram á umbreytingu starfa og fyrirtækja og talsverð áhrif á færni launfólks þeim tengdum. Mikilvægustu framtíðarhæfniþættina 2023 má sjá á myndinni. World Economic Forum – Hæfnisþættir 2023