Viðvörun frá CERT-IS Árásarhópar reyna innbrot í gegnum rafræn skilríki

Viðvörun frá CERT-IS Árásarhópar reyna innbrot í gegnum rafræn skilríki

CERTIS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, hefur sent út viðvörun um að árásarhópar séu að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn í viðkvæm svæði. Því er brýnt fyrir öllum að staðfesta ekki rafræn skilríki nema vera viss um að hafa beðið um það.

Auk þess er mikilvægt, nú eins og alltaf, að staðfesta ekki rafrænar auðkenningabeiðnir sem viðkomandi kannast ekki við.

Þá hefur CERTIS einnig greint frá fleiri netárásum í íslenska netumdæminu. Þannig var álagsárásum beint gegn einstaka vefsíðum og hýsingaraðilum sem gerði það að verkum að margar vefsíður lágu tímabundið niðri.

CERTIS vekur einnig athygli á innbrotstilraunum í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki er útilokað fleiri árásir verða gerðar og hvetur CERTIS því rekstrar- og öryggisstjóra að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is.

Skatturinn | Tilkynning vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja

Skatturinn | Tilkynning vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja

Skatturinn vekur athygli í dag á nýrri tilkynningu embættisins vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja:
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023 | Áhættusöm ríki | Skatturinn – skattar og gjöld.

Er þessi listi að jafnaði uppfærður þrisvar á ári.

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 24. febrúar um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

Afganistan
Albanía
Alþýðulýðveldið Kórea
Barbados
Búrkína Fasó
Cayman eyjar
Filippseyjar
Gíbraltar
Haítí
Íran
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Malí
Marokkó
Mjanmar/Búrma
Mósambík
Nígería
Níkaragva
Pakistan
Panama
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Senegal
Simbabve
Suður Afríka
Suður-Súdan
Sýrland
Tansanía
Trinidad og Tóbagó
Tyrkland
Úganda
Vanúatú

SJÁ NÁNAR Á VEF RÍKISSKATTSTJÓRA

Upptaka | Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

AEO öryggisvottun er brú inn í framtíðina.

Upptaka frá viðburði 2.mars 2023
Fyrirlesari: Lars Karlsson.

Lars heldur erindi um þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars fjallar um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO).

Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá nóvember 2022

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 21. október um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

  • Afganistan
  • Albanía
  • Alþýðulýðveldið Kórea
  • Barbados
  • Búrkína Fasó
  • Cayman eyjar
  • Filippseyjar
  • Gíbraltar
  • Haítí
  • Íran
  • Jamaíka
  • Jemen
  • Jórdanía
  • Kambódía
  • Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
  • Malí
  • Marokkó
  • Mjanmar/Búrma
  • Mósambík
  • Níkaragva
  • Pakistan
  • Panama
  • Sameinuðu arabísku furstadæmin
  • Senegal
  • Simbabve
  • Suður-Súdan
  • Sýrland
  • Tansanía
  • Trinidad og Tóbagó
  • Tyrkland
  • Úganda
  • Vanúatú

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018.

SJÁ TILKYNNINGU FRÁ RÍKISSKATTSTJÓRA

Nýju hringrásarlögin – Betri heimur byrjar heima | Upptaka frá 26.10.22

Nýju hringrásarlögin – Betri heimur byrjar heima | Upptaka frá 26.10.22

Með gildistöku ákvæða laga nr. 103/2021 (EES-reglur, hringrásarhagkerfi) um næstu áramót verða töluverðar breytingar á ábyrgð framleiðenda og innflytjenda sem einkum munu koma fram í hærra og breiðara úrvinnslugjaldi en áður. Vegna ákvæða laganna munu verkefni Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunnar hf. aukast að umfangi. Til grundvallar liggur hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og er lögunum ætlað að leiða fram hegðunarbreytingar í átt til kostnaðarskilvirkni.

Á sérstökum viðburði SA þann 26.október s.l. fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ dýpra ofaní gildistöku ákveða laganna.  Eygerður Margrétardóttir fór ofaní hvað lögin þýða fyrir sveitarfélögin og Þorsteinn Víglundsson fór yfir áskoranir og tækifæri fyrirtækja.   Þá stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags og samskiptasviði SVÞ sérstökum pallborðsumræðum.

Hægt er að horfa á upptöku fundarins hér fyrir neðan.

Frá lögfræðisviði SVÞ | Hækkun úrvinnslugjalds framundan

Frá lögfræðisviði SVÞ | Hækkun úrvinnslugjalds framundan

Um þessar mundir er frumvarp til fjárlaga 2023 til umfjöllunar á Alþingi. Því fylgir svokallaður bandormur sem inniheldur tillögur um breytingar á ýmsum skattalögum. Meðal þeirra atriða sem eru til umfjöllunar í bandorminum eru breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalds.

Næstu áramót taka gildi lög sem hafa það í för með sér að Evrópuskuldbindingar sem snúa að hringrásarhagkerfinu verða innleiddar í innlendan rétt. Í þeim felst m.a. að lögð verður skylda á innflytjendur og framleiðendur ýmissa vara til að fjármagna úrvinnslu úrgangs fleiri vöruflokka en áður. Jafnframt ber þessum aðilum að fjármagna sérstaka söfnun heimilisúrgangs en samhliða verða merkingar sorptunna samræmdar um allt land, þeim fjölgað, ásamt fjölgun íláta á grenndarstöðvum.

Af bandorminum leiðir að í farvatninu er umtalsverð hækkun úrvinnslugjalds sem er annars vegar er lagt á innflutning samhliða tollafgreiðslu vara og hins vegar á innlenda framleiðslu. Eru dæmi um að hækkun muni í tilviki nokkurra vöruflokka verða allt að þreföld. Grundvallast hækkunin á mati Úrvinnslusjóðs á væntum kostnaðarauka sem innleiðing hringrásarhagkerfisins hefur í för með sér.

Rétt er að taka fram að frekari breytinga er að vænta á næstunni þar sem Evrópuskuldbindingarnar fela m.a. í sér skyldu aðildarríkjanna til að aðlaga gjaldhæð úrvinnslugjalds að endurnýtingar- og endurvinnslumöguleikum vara.

Skrifstofa SVÞ hyggst á næstunni boða til félagsfundar þar sem framangreindar breytingar og forsendur þeirra verða kynntar. Meira um það síðar.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, benedikt(hjá)svth.is, s. 864-9136.