Kynningarfundur: Redefining Reykjavík

Kynningarfundur: Redefining Reykjavík

SAF og SVÞ standa fyrir ZOOM félagsfundi þar sem Lína Petra, forstöðumaður markaðsmála á Höfuðborgarstofu, Elín Helga frá Hvíta húsinu og Frosti frá Birtingahúsinu kynna markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.

Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk

Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk

Hefur þú kynnt þér fagnám verslunar- og þjónustu við Verzlunarskóla Íslands fyrir þitt starfsfólk?

Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.

 

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar

Nýjar sóttvarnaraðgerðir fyrir verslun og þjónustu

Nýjar sóttvarnaraðgerðir fyrir verslun og þjónustu

Til að taka af allan vafa um fyrirkomulag sóttvarnaraðgerða í verslun og þjónustu höfum við tekið saman
eftirfarandi:

 

GRÍMUSKYLDA 

Grímuskylda er í öllum verslunar- og þjónustufyrirtækjum, fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Starfsfólki ber að fylgja því eftir.

Ef viðskiptavinir virða ekki grímuskyldu ber  meina þeim aðgang  versluninniStarfsfólk hefur  ekki heimild til valdbeitingarEf upp koma óleysanleg vandamál með viðskiptavini sem ekki virðir grímuskyldu er bent á  hringja í lögreglu eða neyðarnúmerið 112. 

Nálgast  plakat um grímuskyldu á pdf formi til útprentunar hér 

 

FJÖLDATAKMARKANIR 

Matvöru- og lyfjaverslanir: 

  • Allt að 50 viðskiptavinir í sama rými háð því að unnt sé að viðhafa 2 metra fjarlægð
  • Matvöru– og lyfjaverslanir með yfir 1.000 fermetra rými mega hleypa inn 1 viðskiptavini í viðbót fyrir hverja 10 fermetra umfram 1.000 fermetra en þó aldrei fleiri en 100 viðskiptavinum samtals. 

Aðrar verslanir: 

  • Allt að 10 viðskiptavinir í sama rými háð því að unnt sé að viðhafa 2 metra fjarlægð

ATHUGIÐ AÐ FJÖLDATAKMARKANIR GILDA EINGÖNGU UM VIÐSKIPTAVINI ÓHÁÐ FJÖLDA STARFSMANNA. 

 

BIÐRAÐIR 

Biðraðir fyrir utan verslanir eða þjónustufyrirtæki eru ekki á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis. 

 

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að hlaða niður pdf af henni: