Viðtal: Orkuskipti í landflutningum

Viðtal: Orkuskipti í landflutningum

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu ræddi við Gísla Arnarson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa um orkuskipti í landflutningum í snörpum 15 mínútna þætti.

Í þættinum er m.a. rætt um áhuga flutningafyrirtækja á orkuskiptum, óvissu sem þeim tengist, þær áskoranir sem fylgja áformum stjórnvalda um hröð orkuskipti og hverskonar skilaboð gætu e.t.v. liðkað fyrir.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið:

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Nú á dögunum fékk SVÞ til sín frambjóðendur nokkurra helstu flokka sem bjóða fram til Alþingis nú í haust. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók viðtölin og frambjóðendur voru spurðir um ýmis mál sem aðildarfyrirtæki SVÞ varðar.

Frambjóðendur fengu spurningarnar sendar fyrirfram svo þeir gætu undirbúið sig. Spurningarnar voru um eftirfarandi mál:

  • Hvað þeim fyndist um aðgerðir núverandi stjórnvalda þegar kemur að stafrænni umbreytingu og stafrænni hæfni í atvinnulífinu og á vinnumarkaði.
  • Hvort þau styddu aðkomu stjórnvalda að stafrænum hæfniklasa sem í dag standa að SVÞ, VR og Háskólinn í Reykjavík.
  • Hvað þau hyggist gera varðandi stafræna hæfni og umbreytingu atvinnulífs og vinnumarkaðar?
  • Hvernig tryggja skal að grunnmenntakerfið (grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar) og sí- og endurmenntunarkerfið geti sem best mætt þörfum atvinnulífsins.
  • Hvernig þau teldu að bæta mætti gæði opinberra innkaupa.
  • Hver afstaða þeirra væri til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
  • Hvernig þau sæu fyrir sér hlutverk sjálfstætt starfandi sérgreinalækna.
  • Hvort þau teldu að heimila ætti starfsemi fleiri sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva.
  • Hver afstaða þeirra væri til útvistunar verkefna hins opinbera til einkaaðila.
  • Hvernig þau myndu beita sér fyrir slíkri útvistun.
  • Hver þeirra afstaða væri til endurskoðunar fyrirkomulags fasteignaskatta.
  • Hvort þau teldu þörf á stuðningi við landbúnaðinn bæði í formi beinna styrkja og tollverndar eða hvort einn stuðningur ætti að nægja.
  • Hversu langt þeim finnist að stjórnvöld eigi að ganga í viðleitni sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
  • Hvaða þáttum stjórnvöld þurfi að gæta í vegferð sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
  • Hvaða vegaframkvæmdir þau vilji sjá settar á oddinn í samgönguáætlun.
  • Hvernig þau hygðust stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.

Þegar hafa svör nokkurra frambjóðenda um hin ýmsu mál verið birt á Facebook síðu SVÞ (facebook.com/samtok.vth) en verulega verður gefið í næstu daga og hver málaflokkur tekinn fyrir einn dag í einu.

ATH! Ekki eru öll svör allra frambjóðenda birt heldur er valið úr.

 

SMELLTU HÉR OG HEYRÐU HVAÐ FRAMBJÓÐENDUR HAFA AÐ SEGJA

 

Viðmælendur

Eftirfarandi frambjóðendur voru teknir tali. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera ný á vettvangi Alþingiskosninga og að vera í sætum sem gera þau nokkuð líkleg til að komast inn á þing.

  • Björn Leví Gunnarsson, Píratar – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Fjóla Hrund Björnsdóttir, Miðflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki – 1. sæti í Suðurkjördæmi
  • Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum – 1. sæti í Suðurkjördæmi
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsókn – 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Valgarður Lyngdal, Samfylkingunni – 1. sæti í Norðvesturkjördæmi

Hvenær get ég séð hvað?

Hér má sjá hvenær hver málaflokkur verður birtur*:

Þegar er búið að birta nokkur viðtöl í nokkrum málaflokkum. Á næstunni verða svo öll viðtölin birt eftir málaflokkum.

Stafræn hæfni og umbreyting – 15. september – hefur þegar verið birt
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 16. september
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 17. september
Menntakerfið – 18. september
Opinber innkaup, útvistun hins opinbera og fasteignaskattar – 19. september
Tollar og landbúnaður – 20. september
Fjölbreyttara atvinnulíf – 21. september
Forgangsmál í innviðauppbyggingu og orkuskipti í landflutningum – 22. september

*tímasetningar geta breyst

SMELLTU HÉR OG HEYRÐU HVAÐ FRAMBJÓÐENDUR HAFA AÐ SEGJA

 

 

 

Mikil þátttaka og fjölmargar spurningar um ný lagaákvæði um einnota plastvörur

Mikil þátttaka og fjölmargar spurningar um ný lagaákvæði um einnota plastvörur

3. júli 2021 tekur í gildi bann við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum ákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu. Ákvæði laganna hafa víðtæk áhrif á birgja, verslanir og matsölustaði og því mikilvægt að byrja nú þegar að skipuleggja starfssemi sína í samræmi við lögin. Dr. Gró Einarssdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunnar, fór í veffyrirlestri yfir hvað felst í lögunum, hvað verði leyfilegt og hvað ekki og hvaða lausna er hægt að leita. Fjallað var um hvað plast er, hvað einnota er, hvað er bannað að setja á markað, hvað er bannað að afhenda án endurgjalds og hvernig beri að merkja einnota plastvörur. Umhverfisstofnun sér um upplýsingagjöf og eftirlit með ákvæðunum við banninu um einnota plastvörur á markað.

Mikil þátttaka var á fundinum og fjölmargar spurningar kviknuðu í kjölfar fyrirlestursins sem sést best á því að það sem átti að vera klukkustundarlangur veffundur varð 20 mínútum lengri. Ljóst er að ýmsu er að huga í þessum málum.

Hér má hlaða niður glærum Dr. Gró úr fyrirlestrinum: Einnota plastvörur kynning fyrir SVÞ 14 april 2021

Hér á vefnum SamanGegnSoun.is má sjá leiðbeiningar um einnota plastvörur fyrir fyrirtæki: https://samangegnsoun.is/einnota-plastvorur/

Félagsfólk í SVÞ getur nú séð upptöku af fundinum á félagasvæðinu á innri vefnum. Ef þú ert ekki þegar komin/n með aðgang, þá finnurðu upplýsingar um hann hér: svth.is/fa-adgang

Dr. Gró verður aftur með okkur í næstu viku til að ræða bann við afhendingu á burðarpokum úr plasti. Ljóst er af fyrri fyrirlestrinum að þar kann að þurfa að huga að fleiri atriðum ef fólk hefur áður gert sér grein fyrir. Frekari upplýsingar og skráning á þann viðburð má finna hér.

Horfðu á upptökuna! Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði

Horfðu á upptökuna! Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði

Í tilefni af aðalfundi SVÞ var frumsýndur þátturinn Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði, fimmtudaginn 18. mars kl. 10:00.

Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf og vinnumarkaður standa frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskt samfélag í heild taki sig saman til að styðja þá umbreytingu, þar sem samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæði okkar allra eru undir. Í þættinum var fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.

Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði. Einnig var rætt við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.

Frændfólk okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í þættinum skyggndumst við inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og ræddum við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl. Viðmælendur okkar frá Norðurlöndunum  voru: Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu á vegum stjórnvalda og stjórnarmaður í SMV:Digital Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar. Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi

SVÞ fagnar nýrri Klasastefnu fyrir Ísland

SVÞ fagnar nýrri Klasastefnu fyrir Ísland

SVÞ fagna mjög Klasastefnu fyrir Ísland sem kynnt hefur verið af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Samtökin fagna ekki síst þeim tækifærum sem í stefnunni felast til að takast á við hið stóra verkefni sem stafræn umbreyting er í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði. Við höfum nú í talsverðan tíma talað fyrir samstarfi á vettvangi stafrænu málanna og þegar komið á samstarfi við VR og HR og erum að undirbúa víðtækara samstarf. Klasahugmyndafræðin hentar einstaklega vel fyrir slíkt samstarf þar sem hún er sveigjanleg og auðvelt er að laga hana að ólíkum aðstæðum og áherslum. Klasasamstarf er frábær leið til að styðja við hraða breytingastjórnun og aðlögun á stórum skala, sem er einmitt það sem stafræn umbreyting felur í sér.

Í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan, og á Facebook síðu Atvinnuvegaráðuneytsins: Iðnaður / viðskipti / ferðaþjónusta / orka, kynna ráðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og verkefnastýra stefnunnar, klasastefnuna. Þá eru flutt þrjú örerindi, og er eitt þeirra frá Þórönnu K. Jónsdóttur, verkefnastjóra – stafræn þróun hjá SVÞ, auk erinda frá Þór Sigfússyni, stofnanda og stjórnarformanni Sjávarklasans og Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Eims. Að lokum er mjög áhugavert erindi frá Héðni Unnsteinssyni, stefnumótunarsérfræðingi í forsætirsráðuneytinu um stefnu, menningu og strúktúr í stjórnarráðinu.

Ef þú hefur áhuga á starfi SVÞ á sviði stafrænnar umbreytingar og samstarfsvettvangi um þau mál, smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig á póstlista og við munum láta þig vita þegar frekari fréttir berast af þeim málum.