Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Niðurstöðuskýrsla úr svörum aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, í tengslum við könnun Menntadags atvinnulífsins sýnir m.a., að stjórnendur sjá fram á fjölgun starfsfólks á næstu fimm árum, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert af þeim 23 fyrirtækjum sem svöruðu á landsbyggðinni ætlar að fækka starfsfólki – og hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu áforma fjölgun.

Á sama tíma greina 42% fyrirtækja á landsbyggðinni frá því að skortur á starfsfólki hamli vexti þeirra – samanborið við 31% fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hömlurnar eru jafnt yfir stór og lítil fyrirtæki, sem undirstrikar víðtæk áhrif á atvinnulífið.

Mestur er skorturinn í bílgreinum og heilbrigðisþjónustu, en einnig í flutningum og verslun. Þetta endurspeglar ákveðna hæfnibresti sem þarfnast markvissra lausna, bæði innan menntakerfisins og í gegnum símenntun og starfsþróun.

Þrátt fyrir að 89% fyrirtækja sem sjá tækifæri í gervigreind ætli ekki að fækka starfsfólki, eru fá fyrirtæki langt komin í nýtingu hennar. Tækifærin eru þó til staðar – og gervigreindin talin geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stuðningsúrræði til endurmenntunar, s.s. Áttin og starfsmenntasjóðir, virðast lítið þekkt – meira en 50% stjórnenda þekkja illa eða ekki til þeirra. Þrátt fyrir það nýta 53% fyrirtækja innan SVÞ slík úrræði, sem er örlítið hærra en meðaltal atvinnulífsins (46%).

SVÞ minnir á verkefnið ‘Ræktum vitið‘, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV um hæfniaukningu starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.

Smelltu á SVÞ – Menntadagskönnun 2025 til að hlaða niður niðurstöðuskýrslu GALLUP 2025

Netverslun stórmarkaða og dagvöruverslana jókst um 37,9% frá fyrra ári!

Netverslun stórmarkaða og dagvöruverslana jókst um 37,9% frá fyrra ári!

Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei mælst hærri samkvæmt nýjustu skýrslu ágúst mánaðar frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem kom út á dögunum.

Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst hærri en í ágúst sl. og nam hún rúmum 37,9 milljörðum kr. Veltan jókst um tæp 7,3% á milli mánaða en um 56,8% á milli ára. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 30,3% í ágúst sl. sem er næstum jafnt því sem var í ágúst 2019, en sama hlutfall var þá tæp 30,6%.

Netverslun heldur áfram að aukast og þá mesti í flokki stórmarkaða og dagvöruverslana en þar jókst hún um tæp 37,9% frá fyrra ári.

SJÁ NÁNAR HÉR! 

RSV | Velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga

RSV | Velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga

Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður frá könnun um notkun íslenskra greiðslukorta í maí 2022.   Þar kemur m.a. fram að velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga.  Heildar greiðslukortavelta* í maí sl. nam tæpum 106,8 milljörðum kr. og jókst um 23,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 87,7 milljörðum kr. í maí sl. og jókst um 8,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 46,5 milljörðum kr. í maí sl. sem er 0,23% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í netverslun nam 3,3 milljörðum kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 8,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,1 milljarði kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 20% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ALLA SKÝRSLUNA

Jogging gallinn er jólagjöf ársins 2021 | Rannsóknarsetur verslunarinnar

Jogging gallinn er jólagjöf ársins 2021 | Rannsóknarsetur verslunarinnar

Verkefnið: Jólagjöf ársins endurvakið

Í ár ákváð Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) að endurvekja verkefnið Jólagjöf ársins sem legið hefur í dvala frá árinu 2015.

Verkefnið fór þannig fram að upplýsinga var aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV kom svo saman og valdi jólagjöf ársins.

Í fréttatilkynningu frá RSV segir:

Áberandi samhljómur var í umræðu rýnihóps RSV í ár og þeim hugmyndum sem fram komu um jólagjöf ársins. Greinilegt er að ástand sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan. Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega. Tíðarandinn kallar einnig greinilega á aukna umhverfisvitund en í umræðum rýnihópsins mátti líka greina samhljóm um mikilvægi meðvitaðra neysluhátta, að vörur hefðu notagildi og væri jafnvel hægt að endurnýta.

Notalegur fatnaður var það sem oftast bar á góma í umræðunum en það getur einmitt rímað við jólagjafaóskir neytenda skv. netkönnun Prósent. Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.

Jogging gallinn er vinsæll meðal neytenda, hann selst vel og fellur einstaklega vel að tíðarandanum. Jogging gallinn er bæði heimagalli en líka tískuvara. Hann er til á alla aldurshópa og öll kyn. Jogging gallinn hefur mikið notagildi, er þægilegur og kósý og fellur því einstaklega vel að tíðarandanum. Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara.

En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims.

SJÁ NÁNARI FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ RANNSÓKNARSETRI VERSLUNARINNAR

MYND FRÁ RSV

 

Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða október og nóvember mánaða

Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða október og nóvember mánaða

Net-Nóvember í verslun

Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá síðusta fréttabréfi niðurstöður frá könnun verslunar á Íslandi í nóvember 2021.

Þar kemur m.a. fram að hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða en 13,3% af innlendri kortaveltu í verslun fóru fram í gegnum netið í nóvember sl.

Þá segir einnig að heildar greiðslukorta-velta í nóvember sl. nam tæpum 90 milljörðum kr. Veltan dróst saman um 4,6% á milli mánaða en jókst um 24,2% samanborið við nóvember 2020.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST NÁNARI UPPLÝSINGAR

Hver Íslendingur ver að jafnaði tæplega 60.000 kr. til jólainnkaupa í ár!

Hver Íslendingur ver að jafnaði tæplega 60.000 kr. til jólainnkaupa í ár!

Áfram horfur á góðri jólaverslun í ár samkvæmt spá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Mikið hefur verið rætt um áhrif kóróna-veirufaraldursins á efnahagslíf í landinu undanfarið og þá ekki síst þegar kemur að verslun.

Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag skýrslu um væntanlega jólaverslun í ár. Þar segir m.a. að þrátt fyrir að spáin í ár geri ekki ráð fyrir að jólaverslun taki stökk, líkt og í fyrra, gerir hún ráð fyrir aukningu í innlendri verslun.

Það er mat RSV að horfur séu áfram á góðri jólaverslun í ár. Verðhækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum munu þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verður minni en ella.

Þá gerir spá RSV ráð fyrir því að verslun yfir jólamánuðina verði 59.715 kr. meiri á mann miðað við aðra mánuði ársins, sem gera rúmlega 238.800 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA SPÁ RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR UM JÓLAVERSLUN 2021