09/06/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Umsagnir
Morgunblaðið fjallar í dag um skiptar skoðanir á frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra flutti fyrir Alþingi 25. maí sl. samkvæmt framkomnum umsögnum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), Félagi atvinnurekenda (FA), Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) o.fl.
Markmið frumvarpsins er að heimila þrönga undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis með því að heimila smærri áfengisframleiðendum sem uppfylla ákveðin skilyrði laganna að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað.
Frumvarp sama efnis hefur áður verið lagt fram á Alþingi en var ekki afgreitt. Núverandi frumvarp var lagt fram í aðeins breyttri mynd, m.a. vegna umsagna sem bárust við frumvarpið í fyrra.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ hefur sent inn umsögn um drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega– og flutningaskipum.
Smelltu hér til að hlaða niður PDF skjali með umsögninni: Umsögn SVÞ um drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega- og flutningaskipum
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup.
Þú getur hlaðið niður PDF skjali með umsögnininni hér: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um opinber innkaup
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum. Umsögnina má sjá hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1303
Þú getur einnig hlaðið niður PDF skjali með umsögninni með því að smella hér: Umsögn um drög að frv um breytingu á efnalögum-feb 2019
09/04/2018 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
Í sameiginlegri umsögn SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samorku, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Viðskiptaráðs Íslands voru gerðar alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga.
Fulltrúar samtakanna fylgdu umsögninni eftir með fundi með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og embættismönnum. Á þeim fundi kom fram vilji til að koma til móts við einhverjar athugasemdir samtakanna, en hvergi nærri allar.
Þá er mjög líklegt að innleiðingu á löggjöfinni verði ekki lokið fyrir 25. maí nk., þegar hún tekur gildi í Evrópusambandinu.
Samtökin hafa varað við því að hætta gæti verið á því að einhver erlend fyrirtæki væru tregari til að ganga til samninga við íslensk fyrirtæki þar sem reynir á vernd persónuupplýsinga. Til þess að koma í veg fyrir það gæti þurft að útskýra fyrir þeim að persónuupplýsingar séu nægjanlega verndaðar hér þótt reglugerð Evrópusambandsins hafi ekki enn verið innleidd.
Samtökin lögðu áherslu á það á fundinum að ráðuneytið myndi setja upplýsingar um stöðu innleiðingarinnar á íslensku og ensku á vef sinn fyrir íslensk fyrirtæki og viðsemjendur þeirra.
Sjá nánar: