05/08/2025 | Umsagnir, Útgáfa, Verslun, Þjónusta
SVÞ tekur þátt í sameiginlegri umsögn aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins um drög að forgangslista Íslands í samskiptum við Evrópusambandið fyrir árin 2024–2029. Þar er lögð áhersla á mikilvægi skýrrar og markvissrar stefnu stjórnvalda gagnvart ESB til að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og hámarka ávinning af þátttöku í innri markaði Evrópu.
Í umsögninni, er EES-samningurinn kallaður hornsteinn utanríkis- og efnahagsstefnu Íslands og minnt á að samningurinn kalli á stöðuga og öfluga hagsmunagæslu þar sem ný löggjöf ESB geti haft veruleg áhrif á starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja.
Sjá nánar -> Forgangslisti við hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu 2024-2029
20/05/2025 | Fréttir, Innra starf, Samtök lyfjaheildsala, Umsagnir
Samtök lyfjaheildsala, sem starfa innan SVÞ, hafa skilað umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lyfjalögum, þar sem varað er við því að frumvarpið kunni að draga úr framboði lyfja á Íslandi – þvert á yfirlýst markmið þess að tryggja lyfjaöryggi.
Í umsögninni kemur fram að frumvarpið byggi á ófullnægjandi greiningu og að það kunni að hafa í för með sér inngrip í daglega starfsemi fyrirtækja á lyfjamarkaði sem hvorki séu nauðsynleg né réttlætanleg. Sérstaklega er gagnrýnt að raska eigi þeim undanþágum sem hingað til hafa tryggt að lyf með markaðsleyfi, en ekki markaðssett, séu aðgengileg á íslenskum markaði.
SVÞ leggur áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld ræði við hagaðila áður en gerðar eru umfangsmiklar breytingar á viðkvæmum markaði – og hvetur til opins samtals um raunhæfar lausnir sem styðja við markmið um lyfjaöryggi.
Umsögnina má lesa í heild sinni hér: Umsögn frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum 2025-05-16
09/06/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Umsagnir
Morgunblaðið fjallar í dag um skiptar skoðanir á frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra flutti fyrir Alþingi 25. maí sl. samkvæmt framkomnum umsögnum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR), Félagi atvinnurekenda (FA), Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) o.fl.
Markmið frumvarpsins er að heimila þrönga undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis með því að heimila smærri áfengisframleiðendum sem uppfylla ákveðin skilyrði laganna að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað.
Frumvarp sama efnis hefur áður verið lagt fram á Alþingi en var ekki afgreitt. Núverandi frumvarp var lagt fram í aðeins breyttri mynd, m.a. vegna umsagna sem bárust við frumvarpið í fyrra.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ hefur sent inn umsögn um drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega– og flutningaskipum.
Smelltu hér til að hlaða niður PDF skjali með umsögninni: Umsögn SVÞ um drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega- og flutningaskipum
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup.
Þú getur hlaðið niður PDF skjali með umsögnininni hér: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um opinber innkaup
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum. Umsögnina má sjá hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1303
Þú getur einnig hlaðið niður PDF skjali með umsögninni með því að smella hér: Umsögn um drög að frv um breytingu á efnalögum-feb 2019