Verðhækkanir í pípunum | Morgunblaðið

Verðhækkanir í pípunum | Morgunblaðið

Fyrirtæki milli steins og sleggju

„Það sem við er að glíma núna ef við horf­um fyrst og fremst á mat­vöru- og dag­vöru­geir­ann, hvort sem það er heild­sala eða smá­sala, þá höf­um við aldrei fengið eins mikl­ar hækk­an­ir er­lend­is frá eins og á síðasta ári. Ástæðurn­ar eru flest­um kunn­ar. Bæðið eft­ir­mál­ar Covid-19 heims­far­ald­urs­ins og stríðið í Úkraínu leiddu af sér að heims­markaðsverð á hvers kyns hrávöru hækkaði veru­lega. Það er að stór­um hluta or­sök þeirr­ar inn­fluttu verðbólgu sem við höf­um verið að glíma við.“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í Morgunblaðinu í dag, 14. mars.

Verðhækkanir í pípunum - viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu 14.mars 2023.

Verðhækkanir í pípunum – viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu 14.mars 2023.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA FRÉTTINA INNÁ MBL.IS

Kortavelta jókst um 26,3% á milli ára á innlendum markaði

Kortavelta jókst um 26,3% á milli ára á innlendum markaði

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út í dag skýrslu um veltutölur fyrir febrúarmánuð 2023, en þar kemur m.a. fram að heildar greiðslukortavelta hérlendis í febrúar sl. nam tæpum 94 milljörðum kr. og jókst um 26,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta innlendra greiðslukorta í verslun hérlendis var 10,8% hærri í febrúar sl. en í febrúar í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Stórmarkaðir og dagvöruverslanir veltu 49,4% af heildinni en sá flokkur er viðvarandi langstærstur í veltu verslunar hérlendis.

[SJÁ NÁNAR FRÉTT FRÁ VEF RSV]

Kynning á frambjóðendum til stjórnar SVÞ 2023

Kynning á frambjóðendum til stjórnar SVÞ 2023

Rafræn kosning formanns og meðstjórnenda í stjórn SVÞ 2023 hefst mánudaginn 27. febrúar kl. 12:00 og standi til kl 12:00 þann 14. mars nk. Félagsaðilar munu fá senda tilkynningu við upphaf kosningar en í henni munu m.a. koma fram upplýsingar um hvernig atkvæði verða greidd.

Kosið er um formann SVÞ auk þriggja meðstjórnenda til tveggja ára. Alls bárust níu framboð, þar af tvö til formanns samtakanna.

Hver félagsaðili fer með atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2022. Hverjum heilum 1.000 krónum greiddra félagsgjalda fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með greiðslu vangoldinna félagsgjalda ársins 2022.

Í framboði til formanns SVÞ 2023-2025

 

Auður Daníelsdóttir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.

Auður Daníelsdóttir tók við sem forstjóri Orkunnar IS sumarið 2022 en félagið er eitt stærsta smásölufyrirtæki landsins. Þar áður starfaði Auður sem framkvæmdastjóri hjá Sjóvá í tæp 20 ár, fyrst sem framkvæmdastjóri mannauðs- og rekstrarmála, þar á eftir sem framkvæmdastjóri tjónasviðs í 10 ár og að lokum framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar í 5 ár. Hún hefur einnig reynslu af stjórnarsetu.

Auður er fædd árið 1969 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, lauk auk þess námi í mannauðsstjórnun og stjórnendanámi við IESE skólann í Barcelona.

Það er mikilvægt fyrir hvert fyrirtæki í þjónustuveitingu að huga vel að virði vörumerkisins og hafa skýra framtíðarsýn. Hraðinn í samfélaginu kallar á mikilvægi stafrænnar þróunar og vel nýttra tæknilausna sem stuðla að meiri framleiðni. Með aukinni þekkingu, góðum gögnum og góðu upplýsingaflæði eykst starfsánægjan og þar með ánægja viðskiptavina sem skapar betri rekstur. Orkuskiptin eru stór og spennandi þáttur í okkar samfélagi sem mikilvægt er fyrir fyrirtæki og einstaklinga að huga að. Íslensk stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Metnaðarfullt markmið sem krefst þátttöku og samstillingar margra aðila.

Áherslupunktar:

  • Stafræn þróun, bættur rekstur og aukin framleiðni. Stafræn þróun ásamt þjálfun og menntun starfsmanna er mikilvægur þáttur í því að tryggja ánægju starfsmanna og þar með ánægju viðskiptavina sem aftur stuðlar að bættum rekstri. Með auknum gæðum, þróun og betri nýtingu tækninnar næst hagræðing sem er forsenda árangurs í samkeppnisumhverfi. Sköpum forskot.
  • Þátttakendur í orkuskiptum. Það þurfa allir að taka þátt og styðja við þá vegferð sem stjórnvöld hafa lagt upp með. Verum leiðandi.
  • Ánægja viðskiptavina. Notendamiðuð þjónusta tekur mið af kröfum og óskum viðskiptavina um þjónustuveitingu sem skapar gott orðspor og arðbæran rekstur. Stuðlum að ánægju.
  • Rannsóknir og þróunarstarf. Gögn eru verðmæti. Öflum gagna, rýnum vel og sköpum þar með upplýstari umræðu um málefni sem að okkur snúa. Með góðum og vel rýndum gögnum næst hlutlægari umræða. Nýtum gögnin.

Virkja samtakamáttinn. Stuðlum að faglegri umræðu um auknar og breyttar kröfur frá opinberum aðilum og það regluverk sem aðilarfélög starfa eftir og sköpum svigrúm fyrir vel upplýsta umræðu. Saman erum við sterkari.

________________

Jón Ólafur HalldórssonJón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga.

Ég býð mig  fram til l formanns Samtaka verslunar og þjónustu til næstu tveggja ára.

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi undanfarin fjögur ár að njóta trausts til að gegna mikilvægu hlutverki stjórnarformanns samtakanna og hefur það bæði verið gefandi og krefjandi á sama tíma.  Unnið hefur verið að margvíslegum hagsmunamálum fyrir aðildarfélögin á þessum tíma og má þar nefna stafræna þróun í verslun og þjónustu, aukin sjálfvirknivæðing og sí- og endurmenntun starfsfólks.  Lögð hefur verið mikil áhersla á fræðslustarf til aðildarfyrirtækja m.a. með fyrirlestrum og námskeiðahaldi og hefur starfsfólk samtakanna verið boðið og búið til ráðgjafar og þjónustu við aðildarfyrirtækin.

Einnig sit ég í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífisins og unnið þar í samhentum hópi stjórnar og stafsfólks að hagsmunum íslensks atvinnulífs undanfarin ár svo sem við gerð kjarasamninga.

Sem fyrr þá standa íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki frammi fyrir fjölda áskoranna.  Aukin alþjóðleg samkeppni kallar á að tryggja verður jafna samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja á markaði.  Við stöndum frammi fyrir auknum og síbreytilegum kröfum m.a.  á sviði neytendaverndar, persónuverndar, hollustu- og mengunarvarna og varna gegn peningaþvætti sem kallar á aðgengilegar og uppfærðar upplýsingar.  Kröfur um aukinn hraða og þjónustugæði kalla á nýtingu starfrænna lausna án þess að missa sjónar á mikilvægi persónulegrar og mannlegrar þjónustu.  Það er gríðarlega mikilvægt, og í raun lykilatriði, að ná eyrum stjórnvalda til að koma sjónarmiðum verslunar og þjónustu á framfæri og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna.  Á þetta hef ég lagt áherslu á undanfarin ár ásamt stjórn og starfsfólki samtakanna og hefur margt áunnist á þessari vegferð.

Ég hef mikla reynslu úr íslensku atvinnulífi undanfarin ár og starfaði lengst af hjá Olís, eða í 27 ár, þar af sem forstjóri um sjö ára skeið.  Undanfarin tvö ár hef ég rekið eigið fyrirtæki, Marga ehf (aðildarfyrirtæki SVÞ),  á sviði rekstrar- og stjórnunarráðgjafar ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja og gegni m.a. formennsku í Lífeyrissjóði verslunarmanna.  Ég tel mig hafa góða reynslu og grunn ásamt öflugu tengslaneti í íslensku atvinnulífi og stjórnmálum til að styðja við og leiða starf samtakanna og leita því eftir stuðningi þínum til þess.

Kveðja

Jón Ólafur

_____________________________________________________

Í framboði til stjórnar SVÞ 2023-2025 eru:

 

Árni StefánssonÁrni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar ehf.

Árni Stefánsson er forstjóri Húsasmiðjunnar sem jafnframt rekur Blómaval og rafiðnaðarverslunina Ískraft.

Árni hefur víðtæka stjórnunarreynslu og hefur starfað á smá- og heildsölumarkaði í rúm 25 ár. Árni hefur mikla reynslu af rekstri, stefnumótun, markaðsmálum, ráðgjöf, vinnu með erlendum samstarfsaðilum og skipulagningu viðburða.

Árni situr í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og hefur starfað í ýmsum stjórnum fyrirtækja og hagsmunasamtaka.

Árni hefur verið forstjóri Húsasmiðjunnar í 9 ár og leitt í gegnum miklar breytingar, en var áður meðal annars framkvæmdastjóri vöru- og rekstrarsviðs N1, framkvæmdastjóri Bílanausts og framkvæmdastjóri Ímark.

“Með því að bjóða fram krafta mína í stjórn SVÞ vil ég leggja því lið að efla samtökin enn frekar og tryggja að rödd og sjónarmið atvinnugreinarinnar heyrist sem víðast. Það þarf að vinna markvisst að hagsmunamálum greinarinnar gagnvart opinberum aðilum og á vettvangi SA. Dæmi um ýmis hagsmunamál má nefna frekara afnám verndartolla, að horft sé enn frekar til hagsmuna og aðstæðna verslunarinnar við gerð kjarasamninga og við vinnutímaskilgreiningar. Einnig þarf að vinna markvisst að því að auka menntun verslunarfólks og kynna atvinnugreinina sem spennandi starfsvettvang. Verslunin stendur á spennandi tímum og gengur í gegnum hraðar og jákvæðar breytingar á sviði sjálfbærni ásamt því að tækniframfarir eru að gjörbreyta rekstrarumhverfinu. Þar þarf íslensk verslun að standa framarlega og SVÞ hefur mörg tækifæri til að hjálpa fyrirtækjum til að kynna sér og innleiða breytingar og tækifæri til hagsbóta fyrir fyrirtækin sjálf og viðskiptavini þeirra.“ ~ Árni Stefánsson.

________________

Dr. Edda BlumensteinDr. Edda Blumenstein,framkvæmdastjóri Framþróunarsviðs verslunar og viðskiptavina BYKO.

Edda hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá BYKO frá árinu 2021. Hún situr í stjórn TTR ehf., eignarhaldsfélags Ormsson ehf. og SRX ehf., og í stjórn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Edda er einnig er stundakennari við Háskólann á Bifröst þar sem hún kennir Heildræna verslunarstjórnun (e. Omni-channel retailing). Edda stofnaði ráðgjafafyrirtækið beOmni 2017 og hefur aðstoðað fjölda íslenskra fyrirtækja við stefnumótun með áherslu á Omni-channel smásöluhæfni. Hún hefur því víðtæka reynslu af stefnumótun, markaðsmálum, kennslu, ráðgjöf og fræðslu í verslun og haldið fjölda fyrirlestra bæði innanlands sem erlendis.

Edda er með Doktorsgráðu frá Leeds University Business School þar sem hún rannsakaði Omni-channel retailing og dýnamíska umbreytingarhæfni fyrirtækja í smásölu, MA í Fashion, Enterprise and Society frá sama skóla og B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði frá HR.

„Ég er með brennandi áhuga á verslun framtíðarinnar og að efla íslenska verslun í að mæta þörfum og væntingum nútíma viðskiptavina. Kauphegðun viðskiptavina hefur gjörbreyst undanfarin ár og stendur íslensk verslun á miklum tímamótum. Ég hef trú á því að mín þekking, reynsla og brennandi áhugi á verslun muni nýtast vel í stjórn SVÞ. Ég hef áhuga á að beita mér sérstaklega fyrir þeim tækifærum er liggja í að efla háskólanám í verslun (e. retail management), efla ímynd verslunar og starfsferils innan greinarinnar meðal yngri kynslóðarinnar og efla þekkingu og nýtingu á tækifærum í verslun, þ.m.t. nýtingu gagna, tækni, réttum áherslum og hugarfari.“

________________

Egill Jóhannsson, forstjóri BrimborgarEgill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Ég býð mig fram sem meðstjórnandi í stjórn SVÞ enda hef ég mjög mikinn metnað til að leggja mitt af mörkum til að byggja á frábært starf samtakanna og hef setið í stjórn frá sameiningu við Bílgreinasambandið (BGS).

Fyrir hönd stjórnar BGS leiddi ég samningaviðræður við SVÞ um sameiningu og ljóst að hún leiddi til mikils ábata fyrir BGS, styrkti SVÞ enn frekar og hefur skapað mörg tækifæri.

Ég hef tekið mjög virkan þátt í stjórnarstarfinu, átt mjög gott samstarf við meðstjórnendur, formann, framkvæmdastjóra og starfsmenn skrifstofunnar og tel mig hafa lagt mikið af mörkum til þeirra fjölmörgu verkefna sem eru á borði SVÞ.

Samhliða hef ég setið í stjórn BGS, settist nýlega í stjórn Iðunnar, fræðsluseturs iðngreina, og valinn í hlutverk leiðtoga orkuskipta í vegasamgöngum fyrir hönd SA til að hraða orkuskiptum atvinnulífsins.

Í ljósi reynslu, menntunar og seiglu tel ég mig hafa mikið fram að færa til að framfylgja stefnu SVÞ og BGS og ekki síst í ljósi áherslna á sjálfbærni, stafræna þróun og menntun.

Ég hef starfað sem forstjóri Brimborgar frá árinu 1999, þar á undan við markaðs- og upplýsingatæknimál félagsins, er því með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sveiflukenndri bílgreininni. Ég er viðskiptafræðingur með cand.oecon gráðu frá HÍ með áherslu á markaðs- og upplýsingatæknimál og MBA gráðu frá HÍ 2017.

 

________________

Guðrún Jóhannesdóttir Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokka.

Guðrún Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Kokku ehf., en fjölskyldufyrirtækið Kokka hefur rekið verslun í miðborg Reykjavíkur frá árinu 2001. Auk þess situr hún í stjórn heildverslunarinnar Lifu ehf. sem sér um dreifingu til veitingageirans og annara smásöluverslana.

Guðrún hefur verið virk í starfi SVÞ frá árinu 2010 og hefur setið í stjórn frá árinu 2018.

Í stórum samtökum er mikilvægt að fulltrúar allrar gerðar fyrirtækja sitji við borðið. Yfir 90% íslenskra fyrirtækja eru lítil og meðalstór og langflest þeirra eru rekin af fjölskyldum sem eiga allt sitt undir. Ég tel mikilvægt að fulltrúar minni fyrirtækja fái sæti við borðið í stjórn SVÞ og hef sem varaformaður verið rödd þeirra á vettvangi samtakanna.

Mikilvægt er að styðja við þróun og framgang í verslun og þjónustu og veita bæði minni og stærri fyrirtækjum verkfærin til að stuðla að aukinni sjálfbærni í geiranum.

 

________________

Hinrik Örn BjarnasonHinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.

Hinrik hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi, sem og á erlendri grundu. Hinrik Örn hefur starfað hjá N1 um 10 ára skeið en var áður framkvæmdastjóri Eimskips í Þýskalandi, vann við alþjóðleg sjávarútvegsverkefni hjá Landsbankanum og var stjórnandi hjá Samskipum.

Hinrik Örn er fæddur 15. september 1972 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er auk þess með stjórnunargráðu (AMP) frá Viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Hinrik hefur setið í stjórn SVÞ síðastliðin 2 ár.

Gríðarlegar breytingar eru að eiga sér stað í alþjóðlegu atvinnulífi þar sem reynsla, þekking og framsýni munu gegna lykilhlutverki. Næstu skref geta skipt sköpum hvað varðar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og þar þarf að líta til allra þátta, ekki síst tækniþróunar, umhverfisvitundar, markaðsstöðu og aðlögunarhæfni.

Ég býð fram krafta mína í stjórn SVÞ með það að markmiði að efla samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og eiga þátt í að móta framtíðina á alþjóðavettvangi.

________________

Ósk Heiða Sveinsdóttir

Ósk Heiða Sveinsdóttir,forstöðumaður þjónustu -og markaða hjá Póstinum

MS alþjóðaviðskipti og markaðsfræði frá Háskóla Íslands
Opni háskólinn, Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Ég starfa sem forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum, sit í lykilstjórn fyrirtækisins. Hjá Póstinum ber ég ábyrgð á sölu- og markaðsdeild, þjónustuveri, upplifun viðskiptavina og vefmálum. Hef starfað hjá Póstinum síðan 2019, fyrst sem markaðsstjóri og síðar sem forstöðumaður þjónustu og markaða. Áður starfaði ég sem markaðsstjóri Trackwell og Krónunnar.

Ég hef verið virk í starfi SVÞ undanfarin ár sem stjórnarmeðlimur í faghópnum Stafræn viðskipti á Íslandi sem gætir hagsmuna félagsmanna SVÞ í því er tengist stafrænum málum og þróun (e. digital transformation).
Ég hef mikinn áhuga á að starfa fyrir SVÞ og tel að reynsla mín af stafrænni umbreytingu, markaðsmálum og stefnumótun geti nýst vel í þeim verkefnum sem íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir. Í þeim eru rannsóknir og nýting gagna lykilþáttur til sóknar.

Það er áhugavert að sjá hvernig markaðir munu ná nýju jafnvægi nú þegar Covid-áhrifanna gætir minna en síðustu ár og kauphegðun neytenda breytist hratt. Áfram gildir þó að gefa þarf í þegar kemur að stafrænni þróun, til að mæta nýjum raunveruleika og nýta færin sem sannarlega eru til staðar.
Ég er reynslumikill markaðsmanneskja, beiti stafrænni umbótahugsun og á auðvelt með að koma auga á tækifæri til framþróunar og sóknar. Ég bý yfir haldgóðri reynslu og þekkingu sem stjórnandi í verslun og þjónustu og vil leggja mitt af mörkum í stjórn SVÞ.

________________

Óskar Sigurðsson, Viðskiptafræðingur, M.Sc., M.Acc. Löggiltur verðbréfamiðlari Accountant ehf.

Ég hef núna setið í stjórn Samtaka verslunar- og þjónustu síðast liðið ár og það hefur mér verið mikill lærdómur og heiður að fá að vera í stjórn samtakanna. Ég hef þess vegna ákveðið að gefa kost á mér áfram til áframhaldandi stjórnarsetu því mér finnst ég geta boðið upp á mun meira en ég hef gert síðast liðið ár.

Ég sjálfur:
• Ég bý í Breiðholti í Reykjavík og er 47 ára, stunda líkamsrækt, og hef gaman af því að fara í göngur upp á fjöll með betri helmingnum þegar tími gefst til.

Reynsla í atvinnulífinu:
• Ég hef rekið skrifstofuna Accountant ehf. síðan 2012 í 100% starfi og sinnt bókhaldi og annari vinnu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
• Ég hef master í alþjóðaviðskiptum frá Kaupmannahöfn, master í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands, er löggiltur verðbréfamiðlari og kláraði B.Sc. í viðskiptfræði frá HÍ árið 2001.
• Ég hef verið í stjórnum húsfélaga og m.a. sinnt starfi formanns í nokkur ár, og fer aftur í stjórn húsfélag núna í sumar.

Baráttumál:
Ég vil leggja áherslu á baráttu lítilla og meðalstóra fyrirtækja í baráttunni við stór fyrirtækin og Ríkissjóðs í formi;

• bættra kjara er varða skatta- og styrkjamál
• hverskonar mismunun í viðskiptum
• að virkri samkeppni sé haldið uppi
• að styðja lítil- og meðastór fyrirtæki þegar kemur að sjálfsbærni

Jafnframt vii ég leiða til aukinnar fræðslu og þekkingar til fyrirtækja á sviði:

• Fjármála og bókhalds
• Tækni
• Markaðsmála
• Umhverfismála
• Lýðheilsumála
• Sjálfsbærni

Verðhækkanir í pípunum

Verðhækkanir í pípunum

Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, seg­ir í samtali við Morgunblaðið í viðtali sem birtist í dag, 11.febrúar 2023 að blik­ur á lofti í versl­un­inni sem þurfi að tak­ast á við vaxta­hækk­an­ir og verðbólgu.

„Við ótt­umst jafn­framt að verðhækk­an­ir á er­lend­um mörkuðum á síðari hluta síðasta árs séu ekki að fullu komn­ar fram, enda er hækk­andi hrávöru­verð lengi að birt­ast í vöru­verði. Þess­ar hækk­an­ir eru mikið til bein af­leiðing af stríðinu í Úkraínu og þá eru fram­leiðslu­kerf­in í heim­in­um ekki að fullu kom­in í eðli­legt ástand eft­ir heims­far­ald­ur­inn.“

Mikilvægi sjálfvirkni í versluninni.

Andrés bætir við að dýra kjara­samn­inga, lífs­kjara­samn­ing­inn 2019 og ný­af­staðinn samn­ing, þrýsta á aukna notk­un sjálf­virkni í versl­un­inni. Jafn­framt muni hækk­andi hús­næðis­kostnaður draga úr spurn eft­ir at­vinnu­rým­um.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ!

Hnuplað fyrir sex milljarða | Kveikur

Hnuplað fyrir sex milljarða | Kveikur

Skipulagðir hópar stela fyrir milljarða!

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var gestur Kveiks í kvöld þar sem sérstaklega var tekið fyrir hnupl í verslunum.  Andrés benti þar á: Að reikna megi með því að hnupl úr búðum jafngildi einu prósenti af veltu í smásölu. Heildarveltan þar er sex hundruð milljarðar króna. „Þannig að við getum reiknað með að þetta séu svona sex milljarðar sem fara í súginn með þessum hætti,“ segir Andrés.

Andrés segist hafa meiri áhyggjur af eðli starfseminnar, því hún beri þess öll merki að vera skipulögð brotastarfsemi og bætir við; „Eins og þetta horfir við okkur þá eru send hérna gengi af glæpahópum erlendis til að stunda svona starfsemi. Og eftir að það er kannski búið að taka handtaka þau tvisvar eða þrisvar fyrir brot af þessu tagi eru þau horfin á braut, koma aldrei til Íslands aftur, vonlaust að ná í þau og aðrir komnir á vaktina.“

SMELLTU HÉR til að horfa á allan þáttinn.