08/01/2024 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun, Þjónusta
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 14. febrúar 2024.
Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA.
Tilnefningar berist í gegnum skráningarsíðu eigi síðar en þriðjudaginn 23. janúar.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Helstu viðmið fyrir menntafyrirtækis ársins eru:
- að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
- að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
- að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
- að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar
Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:
- að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu, innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja.Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta tilnefningar.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins .
SMELLTU HÉR TIL AÐ TILNEFNA ÞITT FYRIRTÆKI!
18/12/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræna umbreytingin, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, gefur innsýn inní strauma og stefnur í jólaverslun landsins þennan desembermánuð í viðtali við Mbl.is í dag.
Þar segir Andrés m.a.„Ef maður tekur mið af síðustu mælingu Rannsóknarsetursins [RSV] sem birtist fyrir viku þá lítur þetta bara alveg ágætlega út,“ og bætir við „Í stóru myndinni, 30.000 fetunum eins og maður segir stundum, er stóra breytingin sú að stærri og stærri hluti þessarar svokölluðu jólaverslunar fer fram í nóvember, þetta dreifist yfir mun lengri tíma en áður og ástæðan er, eins og allir vita, þessir stóru alþjóðlegu viðskiptadagar þar sem tilboðin eru mjög góð og fólk nýtir sér það í æ ríkari mæli,“
Sjá allt viðtalið inná frétt hjá MBL.is – HÉR –
12/12/2023 | Fréttir, Greinar, Verslun
Kortavelta Íslendinga í nóvember fór uppí 91,64 milljarða króna, sem er hækkun um 5,6% á ári samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar [RSV].
Erlend kortavelta nemur 17,15 milljörðum króna og hækkar um 3,7% á ári.
RSV bendir einnig á í tilkynningu sinni að;
- Netverslun Íslendinga eykst um 15,1% á s.l. 12 mánuðum og er 18 milljarðar króna í nóvember mánuði.
- Kortaverslun í dagvöruverslunin blómstrar líka í nóvember á 23,2 milljörðum krónum, sem er hækkun um 17,2% á ári.
- Fataverslunin nýtir einnig vel af sér, með 4,07 milljörðum króna kortaveltu í nóvember, sem er hækka um 8,8% á ári.
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir reglulega kortaveltugögn á Veltunni, www.veltan.is.
Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
06/12/2023 | Fréttir, Greining, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.
Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.
Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)

04/12/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) spáir 0,29% samdrætti í jólaverslun 2023 miðað við fast verðlag.
Þrátt fyrir að Íslendingar hafi byrjað að versla fyrr vegna tilboðsdaga eins og Dagur einhleypra, Svartur föstudagur eða Rafrænn mánudagur, gefa hækkandi verðbólga og stýrivextir til kynna varfærnari neyslu.
Einkaneysla hefur hækkað um 12,9% á árinu, aðallega vegna hækkunar á vöruverði. Nýleg könnun RSV og Prósent sýna að Íslendingar hyggjast eyða 12.000 kr. minna í jólagjafir í ár en í fyrra, eða um 99.000 kr. á mann í stað 111.000 kr.
Lækkunin er hlutfallslega mest hjá eldri borgurum, en konur eru líklegri til að eyða meira en karlar. Jólaverslun í ár er spáð að verði 135,9 milljarðar króna, en var 126,1 milljarður króna árið áður. RSV notar gögn um kaupmátt launa, vísitölu neysluverðs, kortaveltu, einkaneyslu og virðisaukaskattsskýrslur til spár sinnar.
Sjá nánar frétt inná vef Rannsóknasetur verslunarinnar: Spá um jólaverslun 2023 (rsv.is)
*Mynd frá RSV.is
13/11/2023 | Fréttir, Verslun, Þjónusta
Þegar náttúruhamfarir stöðva starfsemi fyrirtækis, s.s. jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð eða skriðuföll, þá verður því ekki gert að efna samningsskuldbindingar sínar gagnvart starfsfólki. Byggir það á almennum reglum samningaréttar um force majeure og 3. gr. laga nr. 19/1979. Fyrirtæki í fiskvinnslu geta sótt um endurgreiðslur, haldi þau starfsfólki tímabundið á launaskrá.
Lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA veita aðildarfyrirtækjum ráðgjöf vegna álitamála sem upp kunna að koma.
Nánari umfjöllun munu bætast við inná vinnumarkaðsvef SA eftir því sem aðstæður kalla og álitamál skýrast.
Réttindi og skyldur atvinnurekenda þegar náttúruhamfarir stöðva rekstur (sa.is)