03/10/2022 | Fréttir, Innra starf, Leiðtogi SVÞ, Verslun, Þjónusta
Samtök verslunar og þjónustu kynnir leiðtoga september mánaðar!
Dagbjört Vestmann, rekstrarstjóri netverslunar Samkaupar, Nettó
En hver er Dagbjört? Fyrir hverju brennur hún og hvað er hún að gera þessi misserin?
Við byrjuðum á að forvitnast um starf rekstrarstjóra netverslunar Nettó. Segðu okkur Dagbjört, hvað einkennir starfið þitt?
Starfið mitt er mjög fjölbreytt, svarar Dagbjört, og snertir flesta fleti netverslunar. Vefumsjón og verkefnastýri þeim ólíku verkefnum sem unnin eru til að koma nýju netverslun Nettó í loftið ásamt daglegum rekstri í tiltekt á pöntunum og afhendingu.
Hvað er skemmtilegast við að vera rekstrarstjóri netverslunar hjá Samkaup?
Skemmtilegast er að vinna með þeim ólíku aðilum sem koma að netto.is. Að sjá svo verkefni vaxa frá því að vera hugmynd á teikniborðinu og verða að veruleika. Það er líka ótrúlega gaman að sjá jákvæð viðbrögð við höfum fengið við nýja vefnum og hversu margir hafa tekið þátt í notendaprófunum.
Hvernig viðheldurðu ástríðunni fyrir starfinu?
Það sem viðheldur ástríðu er þessi öra þróun sem á sér stað í netverslun og hvernig hún auðveldar fólki lífið. Matvaran er einstaklega spennandi þar sem hún er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi einstaklinga. Líka alltaf þessi vinna að gera betur í dag en í gær.
Hvernig er hinn staðlaði vinnudagur hjá þér?
Minn staðlaði vinnudagur undanfarið hefur einkennst af mörgum verkefna fundum með ólíkum samstarfsaðlum sem koma að netverslunni. Fundir tengt hönnun og viðmóti, tenginum við sölukerfi, tínslu og aksturskerfi. Allt þarf að tala saman svo kaupferlið gangi smurt fyrir sig. Svo koma inn mál á milli funda tengd daglegum rekstri sem þarf að leysa og þau eru mismunandi dag frá degi.
Hvaða vana myndir þú vilja breyta?
Það væri að hætta að drekka Monster orkudrykk, á mjög erfitt með að hætta því.
Ef þú værir bíll, hvaða bíll værir þú? Hvernig myndir þú lýsa þér?
Ég veit svo lítið um bíla og þekki ekki muninn á Benz og BMW. En myndi lýsa mér sem frekar vanaföst í persónulega lífinu en lifi og hrærist í stöðugum breytingum í vinnunni. Er nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki og hef ótrúlega gaman að því að læra og tileinka mér nýja hluti.
Hvað ertu að læra/lesa/bæta við þekkingu?
Þar sem ég hef mikinn áhuga á netverslun og stafrænni markaðssetningu þá er ég að lesa Building a Storybrand eftir Donald Miller. Á Udemy er ég að taka námskeið sem heitir Growth Hacking with Digital Marketing. Er líka með nokkur hlaðvörp tengd stafrænni markaðssetningu og netverslun sem ég hlusta á til og frá vinnu. Reyni að ná a.m.k 30 mín á dag í eitthvað fræðandi efni.
Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?
Núna er ég helst að vinna í að koma netverslun Nettó úr notendaprófunum og yfir á netto.is ásamt að fínpússa viðmótshönnun netverslunar inn í Samkaupa appinu sem er væntanleg bráðum.
Stafræn þróun, sjálfbærni og sí-og endurmenntun er mál málanna í dag. Hvernig hefur þú tæklað þessa hluti í þínu starfi?
Stafræn Þróun er orðin órjúfanlegur hluti af fyrirtækjum ásamt samfélagslegri ábyrgð að vera sjálfbær. Sí-og endurmenntun myndi ég telja mikilvægan part í þeirri árangri þeirrar vinnu. Tæknin og hvaða lausnir eru í boði er að breytast það hratt að ef þekking er ekki uppfærð reglulega með símenntun þá eiga fyrirtæki í hættu að dragast aftur úr.
____________________________________
Um Samkaup:
Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup strax. Samkaup hefur verið félagi í SVÞ frá árinu 1999.
____________________________________
SVÞ leitar eftir tilnefningum til leiðtoga mánaðarins. Hver er að gera góða hluti í kringum þig og hafa jákvæð áhrif á samfélagið?
SMELLTU HÉR til að tilnefna þinn leiðtoga.
13/09/2022 | Fréttir, Greining, Greiningar, Verslun
Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei mælst hærri samkvæmt nýjustu skýrslu ágúst mánaðar frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem kom út á dögunum.
Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst hærri en í ágúst sl. og nam hún rúmum 37,9 milljörðum kr. Veltan jókst um tæp 7,3% á milli mánaða en um 56,8% á milli ára. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 30,3% í ágúst sl. sem er næstum jafnt því sem var í ágúst 2019, en sama hlutfall var þá tæp 30,6%.
Netverslun heldur áfram að aukast og þá mesti í flokki stórmarkaða og dagvöruverslana en þar jókst hún um tæp 37,9% frá fyrra ári.
SJÁ NÁNAR HÉR!
26/08/2022 | Fréttir, Innra starf, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Samtök verslunar og þjónustu keyrði haust dagskránna í gang með sérstökum opnum viðburði sem var haldinn í Húsi atvinnulífsins í gær, 25.ágúst.
Dagskráin var fjölbreytt.
Sverrir Norland höfundur bókarinnar Stríð og kliður hélt hressandi erindi um mikilvægi þess að efla hugmyndarflugið og minnti okkur á að festast ekki um of í gagnadrifnu viðhorfi.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu kynnti ‘Stærstu áskorun í verslun og þjónustu til 2030’, samkvæmt skýrslu McKinsey sem vakti mikla athygli.
Þá kynnti Rúna Magnúsdóttir, markaðs og kynningastjóri Samtaka verslunar og þjónustu haust viðburði samtakanna og fjóra nýjunga í starfi samtakanna; ‘Leiðtoga mánaðarins‘, ‘Fyrirtækjaheimsóknir SVÞ‘ þar sem félagsfólk samtakanna gefst kostur á að kynnast fyrirtækjum og stofnunum innan samtakanna, fyrirhugaðri heimsókn Samtaka verslunar og þjónustu til Akureyrar og síðast en ekki síst ‘Örstefnumót‘ samtakanna, þar sem félagsfólk gefst tækifæri á að efla tengslanetið.
Nú þegar er hægt að bóka sætið sitt á þó nokkrum viðburðum samtakanna, sjá nánar um viðburði haustsins hér!
Að síðustu hélt Dr Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá EY erindi um áskoranir fyrirtækja í dag og í framhaldi af erindi Snjólaugar voru áhugaverðar pallborðsumræður undirstjórn Jóns Ólafs Halldórssonar, formanns SVÞ.
Á pallborði voru þau Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Fundarstjóri var Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Í lok dagskrá var netagerð og léttar veitingar.
Upptaka frá viðburðinum mun verða aðgengileg félagsfólki samtakanna á innri vef SVÞ fljótlega.

12/08/2022 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag skýrslu yfir kortanotkun júlí mánaðar s.l. þar kemur m.a. fram að kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst jafn há frá upphafi mælinga.
Heildar greiðslukortavelta* í júlí sl. nam rúmum 125,1 milljörðum kr. og jókst um 15% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar kemur fram að kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 35,4 milljörðum kr. í júlí sl. og hefur hún ekki mælst hærri að nafnvirði frá upphafi mælinga árið 2012. Veltan jókst um 24,7% á milli mánaða. Að raunvirði hefur veltan einungis mælst hærri í tveimur mánuðum frá upphafi mælinga, í júlí og ágúst árið 2018. Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir 35,4% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í júlí sl. Þjóðverjar komu næstir með 7,9% og svo Frakkar með 5,2%.
Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 89,8 milljörðum kr. í júlí sl. og jókst um 4,52% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 48 milljörðum kr. í júlí sl. sem er 0,85% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 3 milljörðum kr. í júlí sl. og jókst hún um tæp 21,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,8 milljarði kr. í júlí sl. og jókst hún um rúm 9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR
29/06/2022 | Fréttir, Greining, Stafræna umbreytingin, Verslun
European e-Commerce hefur nýlega gefið út skýrslu um stöðu netverslana í Evrópu.
SMELLTU > European E-Commerce Report 2022 til að hlaða niður skýrsluna.
15/06/2022 | Fréttir, Umhverfismál, Umhverfismál-innri, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september.
Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 5. október í Hörpu.
Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum:
„Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.
Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.
Dómnefnd velur úr tilnefningum* og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:
- Umhverfisfyrirtæki ársins
- Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
- Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
- Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
- Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
- Innra umhverfi er öruggt
- Áhættumat hefur verið gert fyrir starfsemina
- Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið
- Framtak ársins
- Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
- Hefur komið fram með nýjung – vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif*Einungis er hægt að tilnefna skráða félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.
Dagskrá verður birt er nær dregur.
Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.
SMELLTU HÉR FYRIR ALLA FRÉTTINA