Jóla og áramótakveðja frá Samtökum verslunar og þjónustu
Starfsfólk SVÞ sendir þér og þínum okkar óskir um gleðilega jólahátíð og farsældar á komandi ári.
Starfsfólk SVÞ sendir þér og þínum okkar óskir um gleðilega jólahátíð og farsældar á komandi ári.
Að gefnu tilefni:
Í dag hefur skrifstofa SVÞ átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið vegna samkomutakmarkana í verslunum. Ástæðan er sú að verslunum hefur þótt erfitt að átta sig á hver sé leyfilegur hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunarrými hverju sinni miðað við gildandi reglur.
Það skal upplýst að í farvatninu er reglugerðarbreyting sem sker úr um að verslunum með verslunarrými sem nemur upp að 100 fermetra flatarmáli sé heimilt að taka á móti 50 viðskiptavinum í einu. Í stærri rýmum en 100 fermetrar að flatarmáli má til viðbótar taka á móti 5 viðskiptavinum fyrir hverja 10 fermetra umfram 100 fermetra en þó aldrei fleiri en 500 viðskiptavinum í einu.
Svo dæmi sé tekið mega verslanir því taka á móti;
Áfram verður skýrt kveðið á um grímuskyldu í verslunum og að öðru leyti verður mælst til þess að þess verði gætt að 2 metra bil verði milli viðskiptavina, s.s. í biðröðum á kassasvæði.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var á Fréttavaktinni, Hringbraut í kvöld og talaði m.a. um að hertar samkomureglur munu ekki hafa teljandi áhrif á jólaverslun eða aðgengi í búðir breytta tíma í jólaverslun landans. Stærsta áskorun íslenskra kaupmanna eru erlendir útsöludagar og netverslanir.
SMELLTU HÉR TIL AÐ NÁLGAST VIÐTALIÐ
Viðtalið við Andrés hefst á 05:26 mínútu
Í ár ákváð Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) að endurvekja verkefnið Jólagjöf ársins sem legið hefur í dvala frá árinu 2015.
Verkefnið fór þannig fram að upplýsinga var aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV kom svo saman og valdi jólagjöf ársins.
Í fréttatilkynningu frá RSV segir:
Áberandi samhljómur var í umræðu rýnihóps RSV í ár og þeim hugmyndum sem fram komu um jólagjöf ársins. Greinilegt er að ástand sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan. Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega. Tíðarandinn kallar einnig greinilega á aukna umhverfisvitund en í umræðum rýnihópsins mátti líka greina samhljóm um mikilvægi meðvitaðra neysluhátta, að vörur hefðu notagildi og væri jafnvel hægt að endurnýta.
Notalegur fatnaður var það sem oftast bar á góma í umræðunum en það getur einmitt rímað við jólagjafaóskir neytenda skv. netkönnun Prósent. Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.
Jogging gallinn er vinsæll meðal neytenda, hann selst vel og fellur einstaklega vel að tíðarandanum. Jogging gallinn er bæði heimagalli en líka tískuvara. Hann er til á alla aldurshópa og öll kyn. Jogging gallinn hefur mikið notagildi, er þægilegur og kósý og fellur því einstaklega vel að tíðarandanum. Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara.
En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims.
SJÁ NÁNARI FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ RANNSÓKNARSETRI VERSLUNARINNAR
MYND FRÁ RSV
Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá síðusta fréttabréfi niðurstöður frá könnun verslunar á Íslandi í nóvember 2021.
Þar kemur m.a. fram að hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða en 13,3% af innlendri kortaveltu í verslun fóru fram í gegnum netið í nóvember sl.
Þá segir einnig að heildar greiðslukorta-velta í nóvember sl. nam tæpum 90 milljörðum kr. Veltan dróst saman um 4,6% á milli mánaða en jókst um 24,2% samanborið við nóvember 2020.
Samkvæmt Netverslunarpúlsinum versla 47 prósent þjóðarinnar á netinu á sjö daga tímabili. Hlutfallið er enn hærra þegar litið er til aldurshópsins 25 til 34 ára, eða 64 prósent, segir Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, í samtali við Fréttablaðið/Markaðinn.
Prósent heldur utan um Netverslunarpúlsinn í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og Samtök verslunar og þjónustu. 200 svörum frá fólki eldra en 18 ára er safnað í hverjum mánuði. Gagnasöfnunin hófst í mars og hefur yfir 1.900 svörum verið safnað. Mælingarnar byggja á sænskum og dönskum fyrirmyndum.