10/01/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun um skýlaus lögbrot ríkisins í kjötmálinu.
Hér má heyra viðtalið: http://www.visir.is/k/1585c218-4bb7-42bd-89cb-9725abb040b2-…
07/01/2019 | Fréttir, Verslun
Kynningarfundur á Diplómanámi í viðskiptafræði og verslunarstjórnun verður haldin þann 10. janúar kl. 14.00-14.40 í salnum á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Allar frekari upplýsingar á vef Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks hér: http://www.starfsmennt.is/is/um-sjodinn/frettir/category/2/kynningarfundur-um-diplomanam-i-vidskiptafraedi-og-verslunarstjornun
03/01/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Mikið hefur verið rætt við okkar fólk í fjölmiðlum í kringum hátíðarnar. Á aðfangadag birtist umfjöllun á mbl.is þar sem rætt var við Margréti Sanders, formann SVÞ, um jólaverslunina og samkeppnishæfni íslenskrar verslunar. Umfjöllunina má sjá hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/12/24/islensk_verslun_samkeppnishaef/
03/01/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Í samtali við mbl.is á milli jóla og nýárs, sagði Margrét Sanders, formaður SVÞ, að kaupmenn hafi fundið áhrif kjaradeilnanna snemma.
Sjá má umfjöllunina á vef mbl.is hér: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/27/finna_fyrir_ahrifum_kjaradeilna/
18/12/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Margrét Sanders, stjórnaformaður SVÞ, var í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, 18. desember þar sem hún ræddi um auglýsingar VR með Georg Bjarnfreðarson í aðalhlutverki.
Margrét segir að í auglýsingunni séu atvinnurekendur teiknaðir upp sem vonda fólkið. „Að atvinnurekendur ætli sér að fara illa fólk, að þeim þyki ekki vænt um fólkið sitt, að atvinnurekendur vilji græða sem mest og henda fólkinu út í hafsauga, þarna fara menn of langt og það er það sem okkar fólk er bara mjög reitt yfir.“
Margrét segir að það myndi eitthvað heyrast í VR ef Samtök verslunar og þjónustu færu að tala um að starfsmenn væru að stela úr verslunum. „Við erum að tala um glæpastarfsemi.“
Viðtalið í heild sinni má heyra á vef Rásar 2 hér.
18/12/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í beinni í kvöldfréttum RÚV, mánudagskvöldið 17. desember. Í viðtalinu ræðir Andrés meðal annars aukningu jólaverslunar í nóvember og verslun ferðamanna í miðbænum.
Viðtalið má sjá á vef RÚV hér.