28/08/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag, 28.ágúst 2024, viðtal við Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing samtakanna en SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa lýst yfir óánægju með ummæli Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, sem fullyrti að samkeppnisaðilar á dagvörumarkaði hefðu haft með sér þögult samkomulag um að halda markaðnum óbreyttum. Tilefni ummælanna var opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís við Smáralind í Kópavogi fyrr í ágúst.
SVÞ telja að Breki hafi með þessum orðum borið fyrirtækin á markaðinum þungum sökum án rökstuðnings. Þeir benda á að afkomutölur fyrirtækjanna sýni ekki merki um slíkt samkomulag og að það sé alvarlegt að setja fram slíkar ásakanir án sannana.
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir ma., í viðtali við Morgunblaðið, að „það sé óraunhæft að saka fyrirtækin um að viðhalda stöðugleika á markaðnum þar sem afkomutölur sýni að þau hafi ekki grætt óeðlilega. Hann bendir á að verðkannanir séu eðlilegur hluti af samkeppni, bæði hér á landi og erlendis.“
Að lokum taka SVÞ fram að þau fagna aukinni samkeppni með innkomu Prís og telja að gagnrýni á markaðsaðstæður sé á misskilningi byggð.

23/08/2024 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun
Í gær lét formaður Neytendasamtakanna efnislega í ljós í viðtali að hann teldi samkeppnisaðila á dagvörumarkaði hafa haft með sér það sem hann kallaði „nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er“.
Framangreind ummæli formannsins verða ekki skilin á annan hátt en að hann telji ráðandi fyrirtæki á dagvörumarkaði hafa átt með sér ígildi samráðs eða samstilltra aðgerða sem fara í bága við bannákvæði 10. gr. samkeppnislaga.
SVÞ mótmæla framangreindum ummælum formanns Neytendasamtakanna. Formaðurinn færði hvorki nokkur rök máli sínu til stuðnings né gerði tilraun til að útskýra mál sitt nánar. Ummælin eru haldlaus. Til að mynda gefa afkomutölur fyrirtækja á dagvörumarkaði hið gagnstæða til kynna.
Í huga SVÞ er alvarlegt að formaður neytendasamtaka skuli hafa látið ummælin falla. Í þeim felst nokkuð harkaleg ásökun sem SVÞ fá ekki séð að eigi við nokkur rök að styðjast.
Aukin samkeppni er af hinu góða. Fyrirsvarsmenn fyrirtækja á dagvörumarkaði hafa í viðtölum fagnað innkomu Prís á markaðinn. SVÞ fagna innkomunni sömuleiðis. Aukin verðsamkeppni kemur neytendum ekki aðeins til góða heldur getur aukin samkeppni hvatt keppinauta á dagvörumarkaði til hagræðingar og nýsköpunar og þannig aukið skilvirkni markaðarins.
Nánari upplýsingar veitir:
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ
Sími: 864 9136
12/08/2024 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun
Samstarf og gagnsæi lykilatriði í þróun viðskiptaveltu RSV
Rekstur greiðslumiðlunarfyrirtækja hefur tekið miklum breytingum að undanförnu, sem hefur haft áhrif á gagnagrunn RSV – Rannsóknaseturs verslunarinnar.
Í frétt frá RSV – segir að mikilvægt sé að tryggja áreiðanleg gögn fyrir verslunar- og þjónustugeirann, og því er RSV í samstarfi við stjórnvöld til að bæta aðgengi að gögnum. Fjölgun nýrra fyrirtækja og hæg gagnaskil frá stærri aðilum hafa skapað áskoranir fyrir RSV sem þakkar þolinmæðina á meðan unnið er að lausnum og munum upplýsa áskrifendur um framvindu mála fljótlega.
06/08/2024 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Í nýrri skýrslu um friðhelgi einkalífs og metaverse,frá Business at OECD er lýst möguleikum og áskorunum fyrir stjórnendur. Með vaxandi notkun sýndarveruleika [metaverse] verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr að tryggja gagnavinnslu og friðhelgi viðskiptavina.
Fyrir verslun og þjónustu er mikilvægt að tryggja trúnað og öryggi við meðferð persónuupplýsinga, sérstaklega þar sem safna á og vinna úr líffræðilegum og persónulegum gögnum. Verslanir geta nýtt metaverse til að bæta viðskiptaupplifun með sýndarverslunum og persónusniðnum þjónustu, en það krefst skýrrar og öruggrar gagnavinnslu til að byggja upp traust viðskiptavina.
Þar kemur m.a. fram að stjórnendur þurfa að taka afstöðu til þess hvernig best er að innleiða nýja tækni á öruggan hátt, til að byggja upp traust og bæta viðskiptaupplifun.
Skýrslan leggur áherslu á að áhrifarík gagnaöryggi og stefnumótun verði lykillinn að velgengni í þessum nýja stafræna heimi.
Lesið nánar um áhrifin og tillögur skýrslunnar hér: Skýrsla OECD um metaverse.
02/08/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu lýsa yfir áhyggjum vegna aukinna innbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valda miklu tjóni og flest mál komast ekki til ákæru.
Í viðtali við VISI.is kallar Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, eftir aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við þessum vanda. Hann bendir á að skipulögð glæpastarfsemi frá erlendum aðilum sé vaxandi vandamál. SVÞ hefur lengi bent á þetta vandamál og biðlað til stjórnvalda að taka málið fastari tökum.
Lestu alla fréttina HÉR!
03/07/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Þjófnaður úr verslunum hefur aukist verulega á undanförnum misserum. Langstærsti hluti þjófnaða tengist skipulagðri brotastarfsemi, sem hefur valdið verslunum landsins miklu fjárhagslegu tjóni.
Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, greinir frá því í Viðskiptablaðinu 25.júní sl., að öryggishlið, myndavélar, aukinn mannskapur sem sinnir eftirliti og kærur til lögreglu séu meðal aðgerða sem Krónan hefur gripið til. „Þjófnaður í verslunum er því miður viðvarandi vandi og virðist sem þetta sé frekar að færast í aukana en hitt, þrátt fyrir öflugt og sýnilegt eftirlit,“ segir Ásta ma.í viðtalinu.
Samkvæmt sömu grein í Viðskiptablaðinu er óútskýrð rýrnun í matvöruverslunum metin á 2,5 til 3,8 milljarða króna á ári og nær þessi upphæð upp í 6 til 8 milljarða þegar öll smásala er tekin með í reikninginn . Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, bendir á að stór hluti tjónsins sé vegna skipulagðrar brotastarfsemi og kallar eftir meiri eftirfylgni ákæruvaldsins. Hann telur að lítil eftirfylgni leiði til þess að varnaðaráhrif séu lítil sem engin, og brotamenn komist upp með athæfi sitt .
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, tekur í sama streng og segir að „rýrnun vegna þjófnaðar sé hluti af rekstrarkostnaði sem endi á viðskiptavinum í formi hærra vöruverðs“. Hann bætir við að „Hagar hafi einnig aukið eftirlit og gripið til annarra mótvægisaðgerða“.
Sérstök umfjöllun á fréttatíma RÚV í gærkveldi.
Þar lýsti Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar, yfir óánægju með eftirlit lögreglu og kallar eftir hraðari og skilvirkari vinnubrögðum. Hann segir þjófa af öllum gerðum, frá börnum til eldri borgara, og telur það nauðsynlegt að lögreglan hafi betri tæki og kerfi til að takast á við þessi brot og tók Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur og næsti framkvæmdastjóri SVÞ, undir þau orð og bætti við að verslanir væru margar hverjar að innleiða nýja tækni með aðstoð gervigreindar til að stöðva þjófnað í verslunum.
SVÞ hafa unnið með lögreglunni að þróun nýs samskiptakerfis til að bæta viðbragðstíma við afbrotum í verslunum. Þetta kerfi, sem verið er að taka í notkun, mun bæta upplýsingaflæði milli verslana og lögreglu og tryggja hraðari viðbrögð .
Heimildir:
Viðskiptablaðið
Viðskiptablaðið
RÚV