Matvöruverð til umfjöllunar

Matvöruverð til umfjöllunar

Matvöruverð verður til umfjöllunar í Pressu sem verður send út á vef Heimildarinnar í hádeginu í dag. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku, verða gestir þáttarins.  Pressa hefst klukkan 12 að hádegi í dag og er þátturinn opinn öllum áskrifendum Heimildarinnar.

Bæði er hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu og sem upptöku eftir útsendingu.

Netverslun frá Eistlandi sprengir öll met – 45% af erlendum innkaupum í september

Netverslun frá Eistlandi sprengir öll met – 45% af erlendum innkaupum í september

Nýjustu tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar sýna að erlend netverslun heldur áfram að aukast, með verulegum áhrifum á íslenska markaðinn.

Samkvæmt nýjustu netverslunarvísum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) hafa Íslendingar eytt yfir 27 milljörðum króna í erlendar netverslanir á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, sem er umtalsverð aukning frá 19 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Ef þessi þróun heldur áfram er spáð að heildarútgjöld ársins nái hátt í 44 milljörðum króna, sem nálgast upphæðina sem erlendir ferðamenn vörðu hér á landi í júlí, um 48 milljörðum króna samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.

14% aukning á erlendri netverslun á milli mánaða.

Í september einum saman námu innkaup Íslendinga í erlendum netverslunum 4,34 milljörðum króna, sem er 14% aukning frá ágúst – sem sjálfur var metmánuður. Þessi viðvarandi vöxtur endurspeglar að breytingar eru á neysluhegðun landsmanna, sérstaklega þar sem erlendar netverslanir hafa aukið aðgengi sitt með ódýrari dreifingarleiðum.

Eistland: risastór netverslunarmiðstöð Ali Express og Temu.

RSV vekur athygli á verulegri aukningu í netverslun frá Eistlandi, sem hefur rokið upp í um 2 milljarða króna í september og nam þannig yfir 45% af allri erlendri netverslun Íslendinga í þeim mánuði. Þessi þróun er meðal annars rakin til nýrra dreifingarmiðstöðva stórfyrirtækja eins og Ali Express og Temu.

Nánari greiningar fyrir fyrirtæki

Fyrir þau fyrirtæki sem vilja kafa dýpra býður RSV ítarlegri greiningar með upplýsingum úr Veltunni (veltan.is) sem flokkaðar eru eftir tollgögnum, tolllínum og sendingarlöndum.

Þetta gagnasafn nýtist vel fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja átta sig á þróun netverslunar og undirflokka sem tengjast erlendri verslun.

Smelltu HÉR fyrir allar fréttir frá RSV.

Áhrif svartsýni á fyrirtæki í verslun og þjónustu

Áhrif svartsýni á fyrirtæki í verslun og þjónustu

Fyrirtæki í verslun og þjónustu undir pressu.

Ný könnun Samtaka atvinnulífsins (SA) sýnir að stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins hafa auknar áhyggjur af rekstraraðstæðum á næstu mánuðum. Fyrirtæki í verslun og þjónustu eru meðal þeirra sem vissulega finna fyrir álaginu, þar sem hækkandi verðbólga, launakostnaður og breytt neyslumynstur hafa þrengt að mörgum rekstraraðilum.

Fjárfestingar dragast saman

Niðurstaða könnunarinnar sýnir m.a. að fjárfestingavísitalan sem vísar til breytinga í fjárfestingu á milli ára hefur ekki verið lægri í rúm þrjú ár. 34% stjórnenda gera ráð fyrir minni fjárfestingu í ár samanborið við árið áður, 21% gera ráð fyrir meiri fjárfestingu og 45% áætla að fjárfesting verði óbreytt milli ára. Fjárfestingar dragast mest saman í verslun og ýmissi sérhæfðri þjónustu en eykst mest í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu, fjármála- og tryggingastarfsemi og sjávarútvegi.

Launahækkanir helsti áhrifaþáttur verðlagsbreytinga

Sem fyrr telja stjórnendur að launahækkanir séu megin áhrifaþáttur verðhækkana hjá fyrirtækjunum sem þeir stýra. 52% stjórnenda setja launakostnað í fyrsta sæti sem verðhækkunartilefni, sem er þó lækkun um 17 prósentustig frá síðustu könnun. Hækkun aðfangaverðs er afgerandi í öðru sæti þar sem 24% stjórnenda telja að aðföng hafi mest áhrif. Aðrir þættir vega talsvert minna.

Skortur á starfsfólki fer minnkandi

Skortur á starfsfólki fer minnkandi á milli kannana en 73% stjórnenda telja sig ekki búa við skort á starfsfólki, samanborið við 69% í síðustu könnun. Skorturinn er minnstur hjá fyrirtækjum í fjármála- og tryggingastarfsemi en sem fyrr mestur í byggingariðnaði.

Smelltu hér til að lesa alla fréttina inná vef SA.is

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu

EuroCommerce e-Report 2024: Vöxtur og áskoranir netverslunar í Evrópu

Í nýútgefinni EuroCommerce e-Report 2024 kemur í ljós að evrópsk B2C netverslun óx um 3% árið 2023, en vöxtur var mismikill eftir svæðum. Vestri hluti Evrópu dróst lítillega saman, á meðan Suður- og Austur-Evrópa sýndu verulega aukningu um 14-15%. Áskoranir eins og samkeppni frá löndum utan ESB og nýjar sjálfbærnikröfur hafa áhrif á framgang greinarinnar. Spár benda þó til 8% vaxtar árið 2024.

Sjá nánar í skýrslunni hér.

Sjá upptöku af Webinar eCommerceEurope hér.

Verslanir verða fyrir barðinu á erlendum þjófagengjum

Verslanir verða fyrir barðinu á erlendum þjófagengjum

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, kom Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, fram og lýsti áhyggjum af stöðugum innbrotum í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Hann greindi frá því að erlendir glæpahópar séu nú sérstaklega virkir í að herja á íslenskar verslanir.

„Við höfum fengið upplýsingar um að þjófagengi frá útlöndum starfi hér á landi með mjög skipulegum hætti,“ sagði Benedikt ma. í viðtalinu.

„Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir  það hlutverk að ná í vörur en hinir  villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“

Samkvæmt Benedikt hafa verslanir orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessara innbrota. Hann hvatti bæði almenning og verslunareigendur til að vera á varðbergi. „Það er gríðarlega mikilvægt að verslanir efli sínar varnir, t.d. með því að endurskoða öryggismyndavélakerfi og tryggja að öryggisþjónustur séu virkar,“ sagði hann.

Benedikt minnti einnig á að lögreglan hafi ítrekað kallað eftir aðstoð almennings við að tilkynna grunsamlega hegðun.

Þjófgengi ræna af eldri konum

Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum.

Í grein Visis er vitnað í Skúla Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja.

„Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að  beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt.“

„Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ bendir Benedikt einnig á.

Hægt er að lesa alla greinina og horfa á viðtalið HÉR.

SVÞ gagnrýna ummæli Neytendasamtakanna | Viðskiptablað Morgunblaðsins

SVÞ gagnrýna ummæli Neytendasamtakanna | Viðskiptablað Morgunblaðsins

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag, 28.ágúst 2024,  viðtal við Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing samtakanna en SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa lýst yfir óánægju með ummæli Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, sem fullyrti að samkeppnisaðilar á dagvörumarkaði hefðu haft með sér þögult samkomulag um að halda markaðnum óbreyttum. Tilefni ummælanna var opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís við Smáralind í Kópavogi fyrr í ágúst.

SVÞ telja að Breki hafi með þessum orðum borið fyrirtækin á markaðinum þungum sökum án rökstuðnings. Þeir benda á að afkomutölur fyrirtækjanna sýni ekki merki um slíkt samkomulag og að það sé alvarlegt að setja fram slíkar ásakanir án sannana.

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir ma., í viðtali við Morgunblaðið, að „það sé óraunhæft að saka fyrirtækin um að viðhalda stöðugleika á markaðnum þar sem afkomutölur sýni að þau hafi ekki grætt óeðlilega. Hann bendir á að verðkannanir séu eðlilegur hluti af samkeppni, bæði hér á landi og erlendis.“

Að lokum taka SVÞ fram að þau fagna aukinni samkeppni með innkomu Prís og telja að gagnrýni á markaðsaðstæður sé á misskilningi byggð.

Viðskiptablað Morgunblaðsins 28.ágúst 2024