Vinnustofa – Nýjustu tæknimöguleikar í markaðssetningu á netinu

Samtök  verslunar og þjónustu ætla sér að vera leiðandi við innleiðingu stafrænnar tækniþróunar hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. SVÞ mun aðstoða aðildarfyrirtæki við að takast á við þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir vegna framþróunar stafrænnar tækni og skoða hvaða sóknarfæri er að finna. Með tilliti til þessa stendur SVÞ fyrir vinnustofu fyrir félagsmenn um „Nýjustu tæknimöguleikana í markaðssetningu á netinu“.

Magnús Sigurbjörnsson mun stjórna vinnustofunni en hann hefur nýlega stofnað fyrirtækið Papaya sem býður upp á sérhæfðar lausnir á samfélagsmiðlum.

Þeir þættir sem helst verða teknir til umfjöllunar eru:

– Kynning á auglýsingamöguleikum Facebook & Instagram
– Kynning og tilgangur Facebook Pixel
– Hvernig náum við betur til okkar markhóps?
– Betri stefnumótun á samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki í netverslun
– Remarketing auglýsingaherferðir á samfélagsmiðlum
– Á hvaða samfélagsmiðlum eru tækifæri?
– Verður Facebook Messenger enn mikilvægara tól fyrir þjónustufyrirtæki?
– Nýjasta tækni á samfélagsmiðlum
– Kafað enn dýpra í sérhæfða auglýsingamöguleika á samfélagsmiðlum

Stjórn vinnustofu: Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Papaya
Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, mánudaginn 29. maí kl. 08:30 – 11:30

SKRÁNING

Oops! We could not locate your form.

 

Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – frá ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl.

Á ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl. sem haldin var í tengslum við ársfund samtakanna fjallaði Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur, í sinni framsögu um  áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu og þær breytingar sem eru framundan í þeim efnum. Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu í dag. Þróunin er hröð og á sér stað um allan heim og því var afar fróðlegt að heyra í einum helsta sérfræðingi nútímans á þessu sviði miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Glærur Önnu Felländer.

 

Á ráðstefnunni kynnti Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans niðurstöður nýrrar greiningar á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Á sama tíma var  gefið út glæsilegt veftímarit um íslenska verslun.

Tímarit Landsbankans – Verslun og þjónusta

Glærur Daníels Svavarssonar.

 

Auk þess sem formaður SVÞ, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar, og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir héldu tölu á ráðstefnunni sem fór fram undir styrkri stjórn Guðmundu Óskar Kristjánsdóttur viðskiptastjóra verslunar og þjónustu hjá Landsbankanum.

Umfjöllun á mbl.is

Umfjöllun á vb.is  – Anna Felländer segir að verslunin verði að aðlagast neysluvenjum aldamótakynslóðarinnar.

Umfjöllun á vb.is – Anna Felländer segir deilihagkerfið ekki endilega vera ógn við hefðbundin verslunarfyrirtæki.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttirunspecified-2
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir_unspecified-3
Margrét Sanders_7
Guðrún Tinna Ólafsdóttir_9
Frá fundinum-14
Frá fundinum-8
Daníel Svavarsson_6
Daníel Svavarsson_5
Ársfundur SVÞ_unspecified-1
Árni Þór Þorbjörnsson 11
Anna Fellander-13
Anna Felländer-12
Anna Fellander-10

 

 

 

Frá vinnustofu SVÞ um „Omni Channel“ – innleiðing stafrænnar tækni í verslun

Í framhaldi af ársfundi SVÞ þann 23. mars sl. þar sem fjallað var um byltingu og breytingu í þjónustu og verslun stóð SVÞ fyrir vinnustofu í samvinnu við Eddu BlumensteiEBn, doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Leeds á Englandi. Á vinnustofunni var farið yfir næstu skref hvað varðar innleiðingu stafrænnar tækni í verslun. Fór Edda m.a. yfir hvernig kauphegðun notenda hefur breyst með tilkomu stafrænnar tækni, netsins, samfélagsmiðla og fleira, og í raun hvernig smásalar, verslunar- og þjónustuaðilar eru að bregðast við þeirri þróun.

Fjallað var um hvernig við höfum þróast frá „single channel“ fyrirkomulagi þar sem kaupmaðurinn á horninu veitti persónulega þjónustu til viðskiptavina, út í það að vera með margar aðkomuleiðir að viðskiptavininum. Í því samhengi var sérstaklega farið yfir Omni Channel, eða samruna stafrænnar tækni og hefðundinnar verslunar.

Til að skýra Omni Channel hugmyndafræðina nefndi Edda verslunina Mothercare í Bretlandi, en sú verslun er mjög gott dæmi, að hennar sögn, um leiðandi Omni Channel fyrirtæki.  Þ.e., verslunin er með allt samtengt, tækni og verslun. Starfsfólkið er til dæmis með spjaldtölvur og aðstoðar þig á alla lund. Það eina sem þarf að gera við þjónustuborðið er að borga.

Glærur Eddu Blumenstein: Viðbrögð verslunar- og þjónustufyrirtækja við áhrifum stafrænnar tækni á verslun og þjónustu.

Kynningarfundur um merkingar á efnavöru

Haldinn í samvinnu Umhverfisstofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Félags atvinnurekenda

Staður og tími: Borgartúni 35, 5. apríl 2017, kl. 10:00-12:00

Dagskrá:

10.00-10.05   Opnun
10:05-10:15    Efnalögin og eftirlit með efnavörum – Björn Gunnlaugsson
10:15-10:25    Öryggisblöð – flæði upplýsinga í aðfangakeðjunni – Björn Gunnlaugsson
10:25-10:45    Flokkun og merking á efnavörum, ábyrgð fyrirtækja og eftirlit – Einar Oddsson
10:45-11:00    Hlé
11:00-11:20    Flokkun og merking á efnavörum, ábyrgð fyrirtækja og eftirlit frh. – Einar Oddsson
11:20-11:30    Þvingunarúrræði og viðurlög – Maríanna Said
11.30-12:00    Umræður

Fundarstjóri: Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins

Vinnustofa um viðbrögð verslunar- og þjónustufyrirtækja við áhrifum stafrænnar tækni á kauphegðun viðskiptavina

Hin hraða tækniþróun undanfarinna ára, með tilkomu netsins, snjallsíma og samfélagsmiðla hefur gjörbreytt kauphegðun viðskiptavina af aldamótakynslóðinni og þar með aukið samkeppni við hefðbundin verslunar- og þjónustufyrirtæki til muna.

Til þess að aðstoða fyrirtæki við að bregðast við þessari stöðu stendur SVÞ fyrir vinnustofu fyrir félagsmenn þar sem farið verður yfir hvernig kauphegðun viðskiptavina hefur breyst og hvernig hefðbundin verslun og stafræn verslun hafa runnið saman í eitt (s.k. „Omni Channel“ þjónusta).

Kynnt verða tól og tæki til að takast á við áskoranir og nýta tækifæri sem felast í innleiðingu „Omni Channel“ þjónustunnar. Sjá má stutta samantekt á https://eddablumenstein.com/

Stjórn vinnustofu: Edda Blumenstein, sem vinnur að doktorsrannsóknum í Omni Channel Retail Strategy við viðskiptaháskólann í Leeds.

Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, kl. 13:00 – 16:00 mánudaginn 3. apríl 2017

Oops! We could not locate your form.

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja árið 2017

sh_stakt_300dpi_grad

Fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 15.30
Kviku, 1. hæð, Húsi atvinnulífsins

 

 
Dagskrá:

15.15 Húsopnun – Kaffiveitingar

15.30 Málstofa – öllum opin

Hlutverk einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni
Gestur fundarins er Nichole Leigh Mosty formaður velferðarnefndar Alþingis

a. Ávarp formanns SH
b. Ávarp Nichole Leigh Mosty
c. Almennar fyrirspurnir og umræður

16.45 Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja  – opinn fulltrúum meðlimafélaga

Setning fundar
Skipun fundarstjóra
Skipun ritara
Skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár
Stjórnarkjör
Kjör formanns
Kjör tveggja meðstjórnenda
Kjör tveggja varamanna
Önnur mál

Oops! We could not locate your form.