29/03/2017 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Haldinn í samvinnu Umhverfisstofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Félags atvinnurekenda
Staður og tími: Borgartúni 35, 5. apríl 2017, kl. 10:00-12:00
Dagskrá:
10.00-10.05 Opnun
10:05-10:15 Efnalögin og eftirlit með efnavörum – Björn Gunnlaugsson
10:15-10:25 Öryggisblöð – flæði upplýsinga í aðfangakeðjunni – Björn Gunnlaugsson
10:25-10:45 Flokkun og merking á efnavörum, ábyrgð fyrirtækja og eftirlit – Einar Oddsson
10:45-11:00 Hlé
11:00-11:20 Flokkun og merking á efnavörum, ábyrgð fyrirtækja og eftirlit frh. – Einar Oddsson
11:20-11:30 Þvingunarúrræði og viðurlög – Maríanna Said
11.30-12:00 Umræður
Fundarstjóri: Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins
28/03/2017 | Fréttir, Viðburðir
Hin hraða tækniþróun undanfarinna ára, með tilkomu netsins, snjallsíma og samfélagsmiðla hefur gjörbreytt kauphegðun viðskiptavina af aldamótakynslóðinni og þar með aukið samkeppni við hefðbundin verslunar- og þjónustufyrirtæki til muna.
Til þess að aðstoða fyrirtæki við að bregðast við þessari stöðu stendur SVÞ fyrir vinnustofu fyrir félagsmenn þar sem farið verður yfir hvernig kauphegðun viðskiptavina hefur breyst og hvernig hefðbundin verslun og stafræn verslun hafa runnið saman í eitt (s.k. „Omni Channel“ þjónusta).
Kynnt verða tól og tæki til að takast á við áskoranir og nýta tækifæri sem felast í innleiðingu „Omni Channel“ þjónustunnar. Sjá má stutta samantekt á https://eddablumenstein.com/
Stjórn vinnustofu: Edda Blumenstein, sem vinnur að doktorsrannsóknum í Omni Channel Retail Strategy við viðskiptaháskólann í Leeds.
Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, kl. 13:00 – 16:00 mánudaginn 3. apríl 2017
Oops! We could not locate your form.
24/03/2017 | Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Viðburðir
Fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 15.30
Kviku, 1. hæð, Húsi atvinnulífsins
Dagskrá:
15.15 Húsopnun – Kaffiveitingar
15.30 Málstofa – öllum opin
Hlutverk einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni
Gestur fundarins er Nichole Leigh Mosty formaður velferðarnefndar Alþingis
a. Ávarp formanns SH
b. Ávarp Nichole Leigh Mosty
c. Almennar fyrirspurnir og umræður
16.45 Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja – opinn fulltrúum meðlimafélaga
Setning fundar
Skipun fundarstjóra
Skipun ritara
Skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár
Stjórnarkjör
Kjör formanns
Kjör tveggja meðstjórnenda
Kjör tveggja varamanna
Önnur mál
Oops! We could not locate your form.
24/03/2017 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Í fjölmiðlum, Viðburðir
Fréttatilkynning send til fjölmiðla 23.3.2017
„Þrátt fyrir batnandi umhverfi er snýr að tollum og vörugjöldum þá eru vextir ógnun við íslenskt atvinnulíf. Ef horft er til OECD og BRIC ríkja þá eru raunvextir á Íslandi einna hæstir, svipar til vaxtastigs í Rússlandi – er það landið sem við viljum bera okkur saman við?,“ þetta kom fram í erindi Margrétar Sanders, formanns Samtaka verslunar og þjónustu á ársfundi samtakanna sem haldinn var í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Margrét sagði ennfremur að samkeppnin hafi aldrei verið jafn mikil, á sama tíma og verslun er að aukast þá er samkeppnin orðin harðari. „Þjónustufyrirtæki og verslunareigendur verða að varða veginn til að efla samkeppnishæfni sína og mæta þörfum nýrrar kynslóðar sem kýs að versla á netinu.“ Á fundinum var kynnt ný greining Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu verslunar og þjónustu í tengslum við ársfund SVÞ. Þar kemur meðal annars fram að einkaneysla hafi aukist í takti við aukinn kaupmátt og að það stefni í lengsta vaxtarskeið einkaneyslu hér á landi. Í greiningu bankans kemur fram að hagvöxturinn sé ekki knúinn áfram af óhóflegri skuldsetningu heldur sýna tölur það að skuldir heimila og fyrirtækja hafa farið lækkandi undanfarin ár. Álagning í smásölu hefur lítið breyst undanfarin ár en fer lækkandi í heildverslun.
Aðrir framsögumenn á fundinum voru ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kobrún R. Gylfadóttir, Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur og Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Fundarstjóri var Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra talaði um í sínu ávarpi að almennt sé ekki talið að net- og tæknibyltingin ryðji hefðbundnum verslunum alfarið úr vegi heldur muni „stafræn verslun“ og hefðbundin verslun frekar renna saman og nýta kosti hvorrar annarrar. Hún sagði ennfremur að Íslendingar þyrftu að gera sér grein fyrir þessum breytingum og taka þátt í þróuninni með því að laga sína starfsemi sem mest að nýjum og síbreytilegum þörfum neytenda.
Anna Felländer sagði í framsögu sinni að stafræna tæknivæðingin sé að gerast mjög hratt og hafi mikil áhrif bæði á hagkerfið í heild sinni, einstaklinga og fyrirtæki. „Það er að eiga sér stað hröð kerfisbreyting í sölu- og þjónustugeirum vegna áhrifa stafrænnar byltingar. Fyrirtæki þurfa að vera tilbúin að takast á við þessar stafrænu breytingar. Það sem skiptir sköpum er að klæðskerasníða stafræna þjónustu og sölu byggt á þörfum neytandans og innleiða það í alla virðiskeðjuna.“
Daníel Svavarsson, hagfræðingur sagði í erindi sínu að forsendur verslunar væru nú með besta móti. „Einkaneyslan eykst hröðum skrefum í takt við vaxandi kaupmátt og bætta stöðu heimilanna. Á sama tíma hefur kakan einnig stækkað með gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna en neysla þeirra á vörum og þjónustu var alls um 29% af heildarveltunni á síðasta ári. Arðsemi verslunarfyrirtækja hefur vaxið síðustu ár og er vel viðundandi miðað við aðra geira“. Daníel talaði um að velta um helmingi verslunargreina væru í sögulegu hámarki meðan aðrir geirar höfðu ekki að fullu náð sér á strik. Hann sagði þróunina markast meðal annars af verslun ferðamanna hér á landi en einnig af aukinni verslun Íslendinga á ferðalögum erlendis og á netinu. „Neytendur virðast vera varkárari í eyðsluútgjöldum sínum en á fyrri uppgangstímum sem endurspeglast meðal annars í því að sala á ýmsum dýrari neysluvörum svo sem bílum og fellihýsum er enn lagt frá þeim hæðum sem hún náði fyrir hrun, “ sagði Daníel ennfremur.
Á aðalfundi SVÞ sem haldinn var í morgun var Margrét Sanders endurkjörin formaður samtakanna. Núverandi stjórn SVÞ skipa ásamt formanni, Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar ehf., Gústaf B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Parka ehf. og Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. Þeir sem sitja fyrir í stjórn SVÞ eru Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Festi hf., Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf. og Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Kvosin ehf.
Anna Felländer – kynning
Greining Landsbanka Íslands um stöðu verslunar og þjónustu á Íslandi
Myndir frá ráðstefnu SVÞ 23.3.2017
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
Margrét Sanders formaður SVÞ
Sími: 863 9977
23/03/2017 | Fréttir, Viðburðir
Ný stjórn SVÞ, frá vinstri: Jón Björnsson, Árni Stefánsson, Margrét Sanders, Gústaf B. Ólafsson, Ómar Pálmason og Jón Ólafur Halldórsson. Á myndina vantar Kjartan Örn Sigurðsson.
Margrét Sanders var endurkjörin formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á aðalfundi samtakanna sem var haldinn í dag. Margrét er ráðgjafi hjá Strategíu og hefur setið sem formaður samtakanna frá árinu 2014.
Á fundinum var jafnframt lýst kjöri þriggja meðstjórnenda í stjórn SVÞ fyrir kjörtímabilið 2017-2019 en þeir eru Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar ehf., Gústaf B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Parka ehf. og Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. Þeir sem sitja fyrir í stjórn SVÞ eru Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Festi hf., Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf. og Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Kvosin ehf.
„Verslun og þjónusta á Íslandi stendur á tímamótum, samkeppnin hefur aldrei verið meiri og áskoranir hafa sjaldan verið jafn margar. Samtökin hafa löngum barist fyrir afnámi tolla og gjalda. Nú um áramótin var síðasti tollamúrinn afnuminn og telja samtökin það mikið framfaraskref fyrir neytendur og verslunareigendur. Við höfum einnig talað fyrir því að ríki og sveitarfélög úthýsi mun fleiri verkefnum til einkafyrirtækja. Það hefur jákvæð áhrif á nýsköpun og þróun og eykur jafnframt skilvirkni og dregur úr kostnaði.“ segir Margrét Sanders, formaður SVÞ.
Ársskýrslu SVÞ má nálgast hér.
13/03/2017 | Fréttir, Viðburðir
Fimmtudaginn 23. mars kl. 8.30 hefst aðalfundur SVÞ í Kviku, á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins við Borgartún 35 í Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00
8.30 Setning fundar
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar samtakanna
- Lýst kjöri formanns
- Lýst kjöri þriggja meðstjórnenda
- Ákvörðun árgjalda
- Kosning löggilts endurskoðanda
- Lýst kjöri í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
- Lagabreytingar
- Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
Tilnefningar fulltrúa SVÞ í fulltrúaráð SA.
Framboð til formanns og meðstjórnenda í stjórn SVÞ.
Vinsamlega skráið þátttöku í aðalfundi hér fyrir neðan.
Oops! We could not locate your form.
Hér má skrá þátttöku á ráðstefnuna „Bylting og breytingar í þjónustu og verslun“ sem haldin verður í tengslum við aðalfund samtakanna.