12/03/2020 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin, Viðburðir
Þann 11. mars sl. birtist áhugavert viðtal við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ, í Markaðnum í Fréttablaðinu.
Í viðtalinu ræðir Jón Ólafur sterkar vísbendingar um að íslenskt atvinnulíf sé að dragast aftur úr þegar kemur að stafrænni þróun og þar með að missa samkeppnishæfni sína á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræðir einnig tillögur SVÞ í málunum.
>> Smelltu hér til að lesa tillögur SVÞ sem kynntar voru fyrir ráðherra í febrúar
Stafræn tækni og nýtt hugarfar er einmitt umfjöllunarefni ráðstefnu SVÞ sem haldin verður þann 12. mars kl. 14:00 og hefur verið færð á netið vegna kórónavírussins. Allt um hana á www.svth.is/radstefna-2020
19/02/2020 | Fræðsla, Fréttir, Stafrænt-innri, Upptaka, Viðburðir, Þjónusta-innri
Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjónustuhönnuðar hjá CoreMotif þriðjudaginn 18. febrúar sl. Í einstaklega fróðlegum fyrirlestri fór Berglind yfir helstu atriði og ferli hönnunarhugsunar (e. design thinking) og kortlagningu notendaupplifunar (e. journey mapping). Hún lagði áherslu á að hlusta á notandann og hanna út frá hennar þörfum. Hún deildi líka með okkur fjölmörgum dæmum um áhugaverð verkefni, lausnir og árangur í tengslum við efnið.
Upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér fyrir neðan:
SVÞ félagar eiga kost á að taka þátt í frírri vinnustofu þriðjudagsmorguninn 25. febrúar nk. þar sem Berglind leiðir þá í gegnum kortlagningu notendaupplifunar. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig.
23/01/2020 | Fréttir, Viðburðir
Taktu daginn frá. Forskráning er hafin hér. Nánari upplýsingar bráðlega…
22/01/2020 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Þann 22. janúar var haldinn Menntamorgunn atvinnulífsins þar sem haldið var áfram að fjalla um rafræna fræðslu.
Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri Bláa Lónsins fór yfir vegferð Bláa Lónsins í stafrænni fræðslu, hvert fyrirtækið er komið, hverju það hefur breytt og þau tækifæri sem þau sjá búa í rafrænni fræðslu.
Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri Taekninám.is ræddi helstu áskoranir og lærdóm sem fyrirtækið hefur dregið af því að framleiða stafrænt námsefni síðustu tvö ár.
Og að lokum var erindi Ingu Steinunnar Björgvinsdóttur, markaðsstjóra Promennt og Bryndísar Ernstdóttur, ráðgjafa á mannauðssviði Advania þar sem fram komu hugleiðingar og hagnýt atriði í gerð rafræns fræðsluefnis.
Upptöku frá fundinum má sjá hér fyrir neðan: