Takk

Takk

Eftirfarandi færsla var birt á Facebook síðu SVÞ eftir að ráðstefnunni Kveikjum á okkur! – ráðstefna um stafræna tækni og nýtt hugarfar, lauk þann 12. mars.

TAKK!

Á þessum fordæmalausu tímum sem við lifum á skiptir hugarfarið öllu máli. Hvort sem það er til að láta vírusa og efnahagsáhrif ekki stöðva okkur í að lifa lífinu, eða að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum, eða að taka áskorunum fagnandi sem spennandi verkefnum og leysa þau eftir bestu getu – nú eða að nýta stafræna tækni til að gera okkur kleift að gera hluti sem aldrei hefði verið hægt að gera nema með tilkomu hennar.

Með svo til engum fyrirvara ákváðum við, til að sýna ábyrgð á tímum COVD-19, að í stað þess að aflýsa árlegu ráðstefnunni okkar myndum við færa hana á netið. Það er meira en að segja það að gera svoleiðis nokkuð á innan við þremur sólarhringum. En þegar allir leggjast á árarnar og búa yfir rétta hugarfarinu þá er allt hægt!

Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem hafa gert þetta mögulegt:

Ræðumennirnir okkar sem tóku því með æðruleysi að birtast fremur á skjánum en á sviðinu:

Formaðurinn okkar, Jon Olafur Halldorsson, sem var eins og hann hefði aldrei gert annað en að halda sjónvarpsræðu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar – Atvinnuvegaráðuneyti: Iðnaður / viðskipti / ferðaþjónusta / orka – sem ekki bara talar um að við þurfum að tileinka okkur rétta hugarfarið heldur sýndi það í verki með því að aðlaga sig auðveldlega að breyttum aðstæðum – og Kristín, ritarinn hennar, sem kippti sér ekkert upp við að gera ráðstafanir fyrir allar þessar breytingar.

Þær þrjár kjarnorkukonur sem, með engum fyrirvara, tóku því af æðruleysi að stytta og aðlaga erindi sín að skjánum, eftir að hafa í marga mánuði undirbúið sig fyrir lengri erindi á sviði við annan mann – þið stóðuð ykkur frábærlega: Dagný Laxdal, Edda Blumenstein og Sesselía Birgisdóttir.

Aðalfyrirlesarinn okkar, Nick Seneca Jankel. Það þurfi einn tölvupóst og þá var hann klár í slaginn. Talandi um að láta verk fylgja orði!

Andri Heiðar Kristinsson, sem sýndi stafræna leiðtogahæfileika í verki þegar hann fór úr því að segja já við að stýra umræðum á sviði í það að verða spjallþáttastjórnandi í sjónvarpi 😊 – “watch out Gísli Marteinn!”

Teymið okkar hjá Sahara, sem vann þrekvirki við að koma þessu öllu saman á koppinn á engum tíma (og í samskiptum við markaðsstjóra sem var í sóttkví og gat því ekki verið almennilega til taks): Eva, Katla, Ágúst, Gunnar og Ísleifur hjá Sonik – og það er pottþétt einhver að gleymast. Þið fyrirgefið – takk xo – þið eruð snillingar!

ENNEMM fólkið okkar: Elvar, sem breytti og bætti við efni á núll einni, Guðrún og Jón – og Örn Úlfar fyrir upphafsinnblásturinn 😉

Starfsfólk Hilton Reykjavík Nordica sem gerði okkur kleift að breyta staðsetningu með svo til engum fyrirvara.

Stjórn SVÞ, sem greip hugmyndina strax á lofti og hvatti okkur starfsfólkið til að kýla á þetta. Það eru forréttindi að fá að vinna fyrir fólk með slíka framfarahugsun!

Fyrirtækin sem ætluðu að kynna þá spennandi hluti sem þau eru að gera í stafrænu málunum fyrir að sýna því skilning að við þurftum að aflýsa þeim hluta – en við ætlum klárlega að gera eitthvað slíkt síðar! Já hf., Pósturinn, Kringlan, KPMG á Íslandi, beomni.is, Koikoi, Intellecta – Ráðgjöf, ráðningar, rannsóknir, aha.is, Gerum betur ehf, www.gerumbetur.is, Akademias, Capacent á Íslandi, CoreMotif og TVG Xpress

Og síðast en ekki síst þátttakendur á ráðstefnunni, sem tóku þátt í þessu ævintýri með okkur og horfðu og hlustuðu á ráðstefnuna á netinu. Það er gaman að segja frá því að við rækilega slógum met fyrri ára með yfir 550 skráða þátttakendur! “Viva la digital revolution!” 😊

Enn og aftur – kærar þakkir!

#kveikjumaokkur #svth #svþ #framfarahugarfar #growthmindset #mindset #stafrænþróun #starfrænumbreyting #digitaltransformation #VUCA

 

Formaðurinn í Markaðnum: Drögumst aftur úr í stafrænni þróun

Formaðurinn í Markaðnum: Drögumst aftur úr í stafrænni þróun

Þann 11. mars sl. birtist áhugavert viðtal við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ, í Markaðnum í Fréttablaðinu.

Í viðtalinu ræðir Jón Ólafur sterkar vísbendingar um að íslenskt atvinnulíf sé að dragast aftur úr þegar kemur að stafrænni þróun og þar með að missa samkeppnishæfni sína á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræðir einnig tillögur SVÞ í málunum.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ

>> Smelltu hér til að lesa tillögur SVÞ sem kynntar voru fyrir ráðherra í febrúar

 

Stafræn tækni og nýtt hugarfar er einmitt umfjöllunarefni ráðstefnu SVÞ sem haldin verður þann 12. mars kl. 14:00 og hefur verið færð á netið vegna kórónavírussins. Allt um hana á www.svth.is/radstefna-2020

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjónustuhönnuðar hjá CoreMotif þriðjudaginn 18. febrúar sl. Í einstaklega fróðlegum fyrirlestri fór Berglind yfir helstu atriði og ferli hönnunarhugsunar (e. design thinking) og kortlagningu notendaupplifunar (e. journey mapping). Hún lagði áherslu á að hlusta á notandann og hanna út frá hennar þörfum. Hún deildi líka með okkur fjölmörgum dæmum um áhugaverð verkefni, lausnir og árangur í tengslum við efnið.

Upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér fyrir neðan:

SVÞ félagar eiga kost á að taka þátt í frírri vinnustofu þriðjudagsmorguninn 25. febrúar nk. þar sem Berglind leiðir þá í gegnum kortlagningu notendaupplifunar. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig.