22/01/2020 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Þann 22. janúar var haldinn Menntamorgunn atvinnulífsins þar sem haldið var áfram að fjalla um rafræna fræðslu.
Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri Bláa Lónsins fór yfir vegferð Bláa Lónsins í stafrænni fræðslu, hvert fyrirtækið er komið, hverju það hefur breytt og þau tækifæri sem þau sjá búa í rafrænni fræðslu.
Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri Taekninám.is ræddi helstu áskoranir og lærdóm sem fyrirtækið hefur dregið af því að framleiða stafrænt námsefni síðustu tvö ár.
Og að lokum var erindi Ingu Steinunnar Björgvinsdóttur, markaðsstjóra Promennt og Bryndísar Ernstdóttur, ráðgjafa á mannauðssviði Advania þar sem fram komu hugleiðingar og hagnýt atriði í gerð rafræns fræðsluefnis.
Upptöku frá fundinum má sjá hér fyrir neðan:
22/01/2020 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Fjölmenni var á fundi sem SVÞ hélt ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, Ferðamálastofu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu á Grand hótel í morgun undir yfirskriftinni „Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína“.
Á fundinum hélt sendiherra Kína á Íslandi erindi þar sem fram kom m.a. mikil fjölgun ferðamanna frá Kína á síðustu árum og að með vorinu munu tvö flugfélög hefja beint flug á milli Íslands og Kína.
Thea Hammerskov, forstöðumaður viðskiptaþróunar Visit Copenhagen kynnti það sem þau hafa verið að gera varðandi markaðssetningu á Kaupmannahöfn til kínverskra ferðamanna og jafnframt Chinavia fræðsluefnið til að aðstoða fyrirtæki við að mæta þörfum þeirra og væntingum. Efnið er opið á netinu og tilvalið fyrir íslensk fyrirtæki að nýta sér það: https://www.wonderfulcopenhagen.com/chinavia
Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair í Asíu hefur unnið á þessum markaði í fjölmörg ár og miðlað af reynslu sinni og þekkingu varðandi markaðssetningu í Kína.
Að lokum miðlaði Grace – Jin Liu af reynslu sinni, en Grace hefur verið leiðsögumaður fyrir kínverska ferðamenn á Íslandi um árabil.
Fundinum var streymt á Facebook síðu Ferðamálastofu og má sjá hér fyrir neðan. Þarna er mjög mikið af gagnlegum upplýsingum sem fyrirtæki í verslun og þjónustu geta nýtt sér og við hvetjum alla til að horfa.
Erindi sendiherra hefst: -2.10.32
Erindi Thea Hammerskov er í tveimur hlutum og hefst fyrri hlutinn -1:48.20 og síðar hlutinn -1:31:01
Erindi Ársæls Harðarsonar hefst: -1:04:34
Erindi Grace – Jin Liu hefst svo á -29:26 en tæknilegir örðugleikar seinkuðu því að það gæti hafist á tíma.
09/01/2020 | Fræðsla, Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Þátttakendur voru mjög áhugasamir á morgunfyrirlestri SVÞ um mótun, utanumhald og innleiðingu umhverfisstefnu, sem haldinn var nýverið. Fyrirlesturinn héldu Vilborg Einarsdóttir og Kjartan Sigurðsson frá BravoEarth en Vilborg er sérfræðingur í breytingastjórnun og Kjartan í sjálfbærni, samfélagslegri ábyrgð og viðskiptasiðferði.
Í fyrirlestrinum kom m.a. fram að fyrirtæki eru í auknum mæli að marka sér umhverfisstefnu til að minnka sóun, nýta betur auðlindir og minnka kolefnisspor. Einnig hefur sýnt sig að innleiðing umhverfisstefnu skilar sér í betri afkomu fyrirtækja, auknu stolti og ánægju starfsfólks og bættri ímynd. Umhverfisstefna snertir alla starfsemi fyrirtækja og alla starfsmenn og helsti vandinn liggur almennt í innleiðingu stefnunnar, þ.e. að samstilla aðgerðir og fá starfsmenn til breyta hegðun. Farið var yfir leiðir til þess að innleiða umhverfisstefnu á áhrifaríkan hátt og virkja starfsfólk til árangurs.
SVÞ félagar geta séð upptöku af fyrirlestrinum inni í lokaða Facebook hópnum okkar hér.
Í framhaldi af fyrirlestrinum eru fríar vinnustofur í boði fyrir SVÞ félaga þar sem þeir geta fengið aðstoð við mótun, utanumhald og innleiðingu umhverfisstefnu. KYNNTU ÞÉR VINNUSTOFURNAR HÉR!