01/03/2019 | Fréttir, Viðburðir
Aðalfundur SVÞ verður haldinn 14. mars nk. Í tilefni af honum verður blásið til ráðstefnu og verður aðalræðumaðurinn Greg Williams, aðalritstjóri WIRED Magazine.
Ætlar þú að vera með í að keyra framtíðina í gang eða sitja eftir?
Greg er virtur sérfræðingur þegar kemur að breytingum í tækni og viðskiptum og hvernig þær hafa áhrif á viðskiptalífið og samfélög okkar í heild. Í starfi sínu er Greg í samskiptum við frumkvöðla, hugsuði, vísindafólk, athafnafólk og skapandi fólk sem er að breyta heiminum og skrifar um fjölmörg málefni á borð við nýsköpun, tækni, viðskipti, sköpun og hugmyndir. Hann hefur einstakt lag á að setja flóknar hugmyndir fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt og undirbúa áheyrendur undir það sem koma skal.
Að auki munu halda erindi Margrét Sanders, fráfarandi formaður SVÞ, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru connect ehf.
Fundarstjóri verður Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og formaður stýrihóps um gerð nýsköpunarstefnu Íslands
Hvar: Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
Hvenær: Fimmtudaginn 14. mars kl. 14:00-16:00
SKRÁÐU ÞIG HÉR
27/02/2019 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum
Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks hefur umræða um að átt hafi verið við kílómetramæla bílaleigubíla verið í hámæli. Að minnsta kosti tvær bílaleigur hafa viðurkennt að hafa stundað slíka háttsemi. Þegar álitsgjafar hafa verið spurðir hvað sé til ráða til að tryggja að slík háttsemi eigi sér ekki stað virðast þeir allir nefna nauðsyn þess að óháðir aðilar yfirfari kílómetrastöðu og kílómetramæla bifreiðanna með reglulegum hætti. Hins vegar hefur menn greint annars vegar á um hvort eftirlitið eigi að vera í höndum skoðunarstöðva ökutækja eða einhverra annarra óskilgreindra aðila, og hins vegar hvert umfang eftirlitsins á að vera.
Afstaða SVÞ er sú að best fari á því að eftirlitið eigi sér stað við aðalskoðun bílaleigubíla og að nauðsynlegt sé að auka tíðni hennar. Frá upphafi árs 2009 hafa fólksbílar farið fyrst í aðalskoðun á fjórða ári eftir skráningu, annað hvert ár í tvö næstu skipti, og árlega eftir það. Þetta á við um alla fólksbíla nema leigubíla, sem skoðaðir eru árlega. Sterkar vísbendingar eru hins vegar um að bílaleigubílar séu eknir álíka mikið á fyrsta einu til einu og hálfu árinu og fólksbílar í eigu einstaklinga eru eknir á fyrstu þremur til fjórum árum eftir nýskráningu. Við þetta bætist að nú stendur yfir innleiðing á Evrópugerð þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að við aðalskoðun beri skoðunaraðilum að yfirfara kílómetramæla bifreiða. Þá er kveðið á um skyldu aðildarríkjanna til að beita þá refsingu sem eiga við kílómetramæla ökutækja. SVÞ telja því eðlilegt að bílaleigubílar fái aðalskoðun ár hvert eins og leigubílar.
Fölsun kílómetrastöðu er alvarlegt vandamál á alþjóðavísu. Hingað til hafa Íslendingar hins vegar lítt verið meðvitaðir um tíðni og útbreiðslu slíkrar fölsunar þó Evrópusambandið hafi talið tilefni til að bregðast sérstaklega við. Regluleg bifreiðaskoðun er framkvæmd til að treysta umferðaröryggi. Skilvirknirök mæla með því að brugðist verði við þeirri stöðu sem upp er komin með því að auka skoðunartíðni bílaleigubíla. Með slíkri aðgerð yrði traust á eftirmarkaði ökutækja endurreist og neytendum og fyrirtækjum sem eiga viðskipti á eftirmarkaði veitt nauðsynleg vernd gegn því að ökutækið sé í verra ástandi en aldur og staða kílómetramælis gefa til kynna.
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ hefur sent inn umsögn um drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega– og flutningaskipum.
Smelltu hér til að hlaða niður PDF skjali með umsögninni: Umsögn SVÞ um drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega- og flutningaskipum
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup.
Þú getur hlaðið niður PDF skjali með umsögnininni hér: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um opinber innkaup
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum. Umsögnina má sjá hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1303
Þú getur einnig hlaðið niður PDF skjali með umsögninni með því að smella hér: Umsögn um drög að frv um breytingu á efnalögum-feb 2019
25/02/2019 | Fréttir, Viðburðir
Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið efna til fundar um stöðuna í Brexit málum.
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu nálgast óðum og enn er mikil óvissa um það hvernig útgöngu þeirra verður háttað. Nást samningar fyrir 29. mars n.k. eða mun Bretland fara út án samnings? Hver verða áhrifin á viðskiptahagsmuni Íslands?
Reynt verður að varpa eins skýru ljósi og hægt er á þessi mál á fundinum.
Dagskrá:
- Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra;
- Sendiherra Bretlands á Íslandi, Michael Nevin, fjallar um málið frá sjónarhorni breskra stjórnvalda;
- Jóhanna Jónsdóttir, verkefnastjóri Brexitmála hjá utanríkisráðuneytinu, fjallar um helstu álitaefni sem uppi eru og þörf er að fá svör við.
Sérfræðingar stjórnsýslunnar í Brexit málum munu síðan sitja fyrir svörum í panel að framsöguerindum loknum.
>> Smelltu hér til að tryggja þér miða á tix.is