Ný­skráðir raf-fólks­bíl­ar það sem af er ári eru  40% af heild­ar­sölu fólks­bíla.

Ný­skráðir raf-fólks­bíl­ar það sem af er ári eru 40% af heild­ar­sölu fólks­bíla.

Morgunblaðið birtir í dag, 19.september 2023, viðtal við Maríu Jónu Magnússdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) þar sem m.a. kemur fram að neyt­end­ur flykkj­ast nú í bílaum­boðin til að tryggja sér raf­bíl áður en þeir hækka um ára­mót­in þegar virðis­auka­skatt­ur verður lagður á þá og hver bíll hækk­ar um 1.320.000 kr.

Í viðtalinu gagn­rýn­ir María stjórn­völd fyr­ir að hafa ekki enn sýnt á spil­in um mögu­leg­ar íviln­un­araðgerðir til mót­væg­is við álagn­ingu skatts­ins.

„Við vit­um ekki hvaða leið stjórn­völd ætla að fara,“ seg­ir María Jóna Magnús­dótt­ir. Á meðan er ekki hægt að verðleggja raf­bíla sem selja á í upp­hafi 2024 og eru jafn­vel á leiðinni til lands­ins.

Smellið hér fyrir viðtalið inná Mbl.

Morgunblaðið 19.09.2023 rafbílar rjúka út

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins, opið fyrir umsóknir.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins, opið fyrir umsóknir.

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 13. október 2023.

Verðlaunin verða veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 21. nóvember í Hörpu.

Tekið er við tilnefningum* hér á meðfylgjandi umsóknarformi.
Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.

Dómnefnd velur úr tilnefningum en til að tilnefning teljist gild þurfa fyrirtæki að uppfylla sett viðmið og rökstuðningur þarf að fylgja.

Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hverjum flokki en einnig er hægt að tilnefna fyrirtæki fyrir báða flokka.

*Einungis er hægt að tilnefna skráð aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjá nánari frétt inná SA

Matarkarfan hlutfallslega lág á Íslandi

Matarkarfan hlutfallslega lág á Íslandi

Morgunblaðið birtir í dag, 16.september 2023 grein um hlutfall matar og drykkjar af einkaneysluútgjöldum heimilanna samkvæmt tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.

Þar segir m.a. að Ísland er þar með þrettánda lægsta landið í Evrópu þegar kemur að þessum lífsnauðsynjum þegar horft er á þennan mælikvarða. Lægst er hlutfallið á Írlandi (8,3%), í Lúxemborg (9,9%) og í Sviss (10,3%). Ef horft er til nágrannaþjóða Íslands þá er hlutfallið í Danmörku 11,8%, í Finnlandi 12,2%, 12,4% í Noregi og 12,6% í Svíþjóð. Langhæsta hlutfall einkaneyslu sem fer í mat og drykk er í Albaníu, eða 42,4%, og þar á eftir fylgja löndin á Balkanskaga með ríflega 30% hlutfall.

Þessar tölur taka til útgjalda í hverju landi, óháð þjóðerni þeirra sem útgjöldin bera, þannig að mismikill fjöldi ferðamanna í löndunum getur skekkt myndina, samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Íslands.

Matarkarfan MBL. 16.09.2023

Frá Morgunblaðinu 16.september 2023.

Skýr­leiki vantar í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári

Skýr­leiki vantar í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) í tengslum við frumvarp til fjárlaga næsta árs, en þar er kveðið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða.

SMELLTU HÉR fyrir viðtal inná Mbl.is

10 Mikilvægustu hæfnisþættir á vinnumarkaði 2023

10 Mikilvægustu hæfnisþættir á vinnumarkaði 2023

Alþjóðaefnahagsráðið (The World Economic Forum eða WEF) er sjálfstæð alþjóðastofnun sem sérhæfir sig í greiningu á framtíðarhæfni á vinnumarkaði. Stofnunin var stofnuð árið 1971 og hefur síðan þá verið leiðandi í að skoða hvernig vinnumarkaðurinn þróast og hvernig starfsferlar verða aðlagast nýjum áskorunum. WEF hefur rannsakað hvernig hæfni og færni verða að breytast í takti við fljótandi breytingar í atvinnulífinu. Stofnunin hefur miðað að því að greina þær hæfniskröfur sem vinnumarkaðurinn mætir og leggja áherslu á að þjóna almennum hagsmunum.

WEF er ekki tengd neinum sérstökum hagsmunasamtökum eða fyrirtækjum og starfar ekki í hagnaðarskyni. Í störfum sínum leggur hún áherslu á hlutlausa greiningu og byggir starfsemi sína á siðferðislegum og vitsmunalegum grundvelli. Það er því markmið stofnunarinnar að skoða markaðinn sem heild, greina þróunina og leiða af henni leiðandi hugmyndir og niðurstöður sem geta komið ágætlega að nýjum hættum og tækifærum.

WEF vinnur í samstarfi við bæði opinbera og einkageiran, með það að markmiði að greina framtíðarhæfni starfsfólks. Með því að skoða breytingar á vinnumarkaði og þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir, geta fræðsluaðilar og menntastofnanir aðlagast námsefni og framboði sínu til að uppfylla þörf og hæfni markaðarins.

WEF birtir reglulega fresti, skýrslur þar á meðal „The Future of Jobs Report„, leggja ríka mat á framtíð starfa. Í þeim skýrslum er kortlagt hvernig störf koma til með að aðlagast nýjum þörfum, hvernig tækninýjungar munu hafa áhrif og hvernig hæfniþættir breytast með tímanum.

SMELLTU HÉR til að hlaða niður ‘The Future of Jobs Report 2023’

SMELLTU HÉR til að hlaða niður ’10 mikilvægustu hæfnisþættir 2023′