SVÞ og VR/LÍV undirrita tímamótasamning um aukna hæfni og þekkingu starfsfólks í verslun og þjónustu.

SVÞ og VR/LÍV undirrita tímamótasamning um aukna hæfni og þekkingu starfsfólks í verslun og þjónustu.

Formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson og formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, Jón Ólafur Halldórsson, undirrituðu í gær, fimmtudaginn 16. mars 2023 samstarfssamning um að vinna markvisst að hæfniaukningu í verslun og þjónustu til ársins 2030.

Samningurinn felur í sér þrjú meginmarkmið. Fram til ársins 2030 er stefnt að því að 80% af starfsfólki fyrirtækja í verslun og þjónustu sæki nám sem hefur að markmiði að auka hæfni og þekkingu. Námið fari fram með reglulegri sí- og endurmenntun samkvæmt nánari þarfagreiningu sem VR/LÍV og SVÞ vinna að í sameiningu hverju sinni. Markmiðið er að tryggja að starfsfólk fyrirtækja í verslun og þjónustu eigi ávallt kost á því námi sem gerir þeim kleift að takast á við þau verkefni sem vinnumarkaður í örri umbreytingu gerir kröfu um. Einnig að fyrirtæki í verslun og þjónustu hafi á hverjum tíma aðgang að hæfu starfsfólki.

Þá verður sérstök áhersla lögð á að auka þekkingu og hæfni þess stóra hóps starfsfólks í verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem hefur íslensku sem annað tungumál. Markmiðið er að 80% þessa hóps búi árið 2030 yfir hæfni B12 í íslensku samkvæmt viðmiðum Evrópska tungumálarammans (European Language Portfolio).

Í þriðja lagi er stefnt að því að verslunar- og þjónustugreinin þrói og skilgreini aðferð sem leiði af sér viðurkenningu/vottun á gefnum markmiðum samningsins. Það felur í sér að viðurkennd vottun eða fagbréf verði veitt fyrir starfsgreinar og hæfnisnám/þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu og að fyrirtæki fái viðurkenningu þegar 80% starfsmanna eru árlega í virkri sí- og endurmenntun.

Með samningnum vilja VR/LÍV og SVÞ sýna að það er sameiginlegt viðfangsefni samtaka launafólks í verslunar- og þjónustugreinum og samtaka atvinnurekenda að tryggja að menntun og hæfni starfsfólks sé í takt við þarfir eins og þær eru hverju sinni.

Smellið hér til þess að sjá samninginn í heild sinni.

Ný stjórn SVÞ 2023-2024!

Ný stjórn SVÞ 2023-2024!

Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna

Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun, fimmtudaginn 16.mars í Hyl, Húsi atvinnulífsins.

Á fundinum var kosið um sæti formanns sem og þrjú sæti meðstjórnenda. Alls bárust sjö framboð til meðstjórnenda og tvö framboð til formanns.

Réttkjörinn formaður SVÞ til næstu tveggja starfsára er Jón Ólafur Halldórsson, Marga ehf.

Réttkjörin í stjórn SVÞ til tveggja starfsára eru eftirtalin: Egill Jóhannsson, Brimborg hf., Guðrún Jóhannesdóttir, Kokku ehf., og Hinrik Örn Bjarnason, Festi hf.

Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2023-2024:
  • Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ
  • Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf
  • Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
  • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
  • Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
  • Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa
  • Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1

Nánari upplýsingar veitir:

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500

________________

SMELLIÐ HÉR FYRIR Úrslit kosninga 2023

SMELLIÐ HÉR FYRIR FULLTRÚARÁÐ SVÞ Í SA 2023-2024

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ÁRSSKÝRSLU STJÓRNAR 2022-2023

Framtíðin í verslun og þjónustu | Morgunútvarp Rásar 2

Framtíðin í verslun og þjónustu | Morgunútvarp Rásar 2

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun (15.mars 2023) þar sem farið var yfir áskoranir í verslun og þjónustu á komandi árum.  Skýrsla McKinsey um fjárfestingarþörf á þessum sviðum gerir ráð fyrir mjög háum upphæðum sem greinin þarf að standa á bakvið á þremur þáttum, þ.e.a.s. sjálfbærni, stafrænni þróun og framtíðarhæfni í greininni.

Þá sagði Andrés einnig frá fyrirhugaðri undirritun á Samstarfssamningi milli SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og VR á ráðstefnu samtakanna sem verður haldin á Hilton Nordica hóteli á morgun, 16.mars undir heitinu ‘Rýmum fyrir nýjum svörum‘.

En á ráðstefnunni verður undirritaður samstarfssamningur milli á milli SVÞ og VR þar sem samtökin skuldbinda sig til að vinna í sameiningu að því að efla hæfni og þekkingu þess stóra hóps fólks sem starfar í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Undirritun þessa samstarfssamnings er skýr vitnisburður um þá áherslu sem bæði samtök atvinnurekenda og launþega leggja á að efla menntun þeirra sem í greininni starfa.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLT VIÐTALIÐ.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM RÁÐSTEFNU SVÞ.

Verðhækkanir í pípunum | Morgunblaðið

Verðhækkanir í pípunum | Morgunblaðið

Fyrirtæki milli steins og sleggju

„Það sem við er að glíma núna ef við horf­um fyrst og fremst á mat­vöru- og dag­vöru­geir­ann, hvort sem það er heild­sala eða smá­sala, þá höf­um við aldrei fengið eins mikl­ar hækk­an­ir er­lend­is frá eins og á síðasta ári. Ástæðurn­ar eru flest­um kunn­ar. Bæðið eft­ir­mál­ar Covid-19 heims­far­ald­urs­ins og stríðið í Úkraínu leiddu af sér að heims­markaðsverð á hvers kyns hrávöru hækkaði veru­lega. Það er að stór­um hluta or­sök þeirr­ar inn­fluttu verðbólgu sem við höf­um verið að glíma við.“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í Morgunblaðinu í dag, 14. mars.

Verðhækkanir í pípunum - viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu 14.mars 2023.

Verðhækkanir í pípunum – viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu 14.mars 2023.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA FRÉTTINA INNÁ MBL.IS

Kortavelta jókst um 26,3% á milli ára á innlendum markaði

Kortavelta jókst um 26,3% á milli ára á innlendum markaði

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út í dag skýrslu um veltutölur fyrir febrúarmánuð 2023, en þar kemur m.a. fram að heildar greiðslukortavelta hérlendis í febrúar sl. nam tæpum 94 milljörðum kr. og jókst um 26,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta innlendra greiðslukorta í verslun hérlendis var 10,8% hærri í febrúar sl. en í febrúar í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Stórmarkaðir og dagvöruverslanir veltu 49,4% af heildinni en sá flokkur er viðvarandi langstærstur í veltu verslunar hérlendis.

[SJÁ NÁNAR FRÉTT FRÁ VEF RSV]

Risastórar breytingar framundan hjá verslun og þjónustu

Risastórar breytingar framundan hjá verslun og þjónustu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði m.a. frá þeim áskorunum sem verslun og þjónustugreinar standa frammi fyrir í málefnum sjálfbærnis, starfrænnar þróunar og framtíðarhæfni starfsfólks.

Talaði Andrés m.a. útfrá McKinsey & EuroCommerce skýrslunni sem kom út á haustmánuðum 2022 [Smella hér fyrir skýrsluna] en á ráðstefnu SVÞ ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ sem haldin verður á Hilton, Nordica Hóteli n.k. fimmtudag, 16.mars n.k. verður kafað nánar ofaní þessi þrjú áherslumál samtakanna.

[SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ & SKRÁNINGU Á RÁÐSTEFNU]

[SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTAL Á SPRENGISANDI]

Risastórar breytingar í verslun og þjónustu