Tímamót í vörubílaframboði með Volvo rafmagnsvörubílum

Tímamót í vörubílaframboði með Volvo rafmagnsvörubílum

Það voru stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, s.l. föstudag og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi voru formlega til sýnis. Á sérstökum viðburði sem haldinn var í húsakynnum Velti var boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.

Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.

Sjá hér nánari frétt á vefsíðu Brimborgar.

Þrálát verðbólga á Íslandi | Í vikulokin

Þrálát verðbólga á Íslandi | Í vikulokin

Skortur á samkeppni í verslun er ekki orsakavaldur verðbólgu.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Hallgríms Gestssonar í þættinum ‘Í vikulokin’ á RÚV 29.apríl s.l. þar sem Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ, Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og Andrés ræddu um þráláta verðbólgu á Íslandi.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLAN ÞÁTTINN.

Ný stjórn SSSK kjörin á aðalfundi samtakanna.

Ný stjórn SSSK kjörin á aðalfundi samtakanna.

Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla 2023 var haldinn í gær, þriðjudaginn 25.apríl í Húsi atvinnulífsins.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2023-2024:

  • Alma Guðmundsdóttir – formaður
  • Guðmundur Pétursson – varaformaður
  • Sigríður Stephensen – meðstjórnandi
  • Jón Örn Valsson – gjaldkeri
  • Atli Magnússon – meðstjórnandi
  • Bóas Hallgrímsson – varamaður
  • Íris Dögg Jóhannesdóttir – varamaður
  • Hildur Margrétardóttir – varamaður

Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssona

Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk var Kristrún Birgisdóttir framkvæmdarstjóri með kynningu á skólanum – Skóli í skýjunum sem er nýr félagsmaður SSSK.

Jóel Sæmundsson gamanmál um nýjar áherslur í menntamálum.

Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.

_____________

Landsmenn keyptu vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa 1,98 milljarða kr. í mars sl.

Landsmenn keyptu vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa 1,98 milljarða kr. í mars sl.

Netverslunarvísir RSV hækkar um 9,1% á milli ára

Vísitala erlendrar netverslunar, Netverslunarvísir RSV, hækkar um 8% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,1%. Landsmenn keyptu því meira frá erlendum netverslunum í mars sl. miðað við í mars í fyrra.

Mest var aukningin á milli ára í erlendri netverslun með matvöru (74,7%) og vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum (70%). Í flokki áfengisverslunar var 11,8% aukning á milli ára og erlend netverslun með fatnað í mars sl. jókst um 5,4% á milli ára.

Landsmenn keyptu vörur frá erlendum netverslunum fyrir tæpa 1,98 milljarða kr. í mars sl. Þar af voru rúmar 850 milljónir kr. vegna fataverslunar. Til samanburðar keyptu landsmenn vörur frá innlendum netverslunum fyrir rúma 3,6 milljarða kr. í mars sl. Þar af voru rúmar 250 milljónir kr. vegna fataverslunar.

Upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna í mars sl. hefur verið bætt við Netverslunarvísi RSV á Sarpi.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ALLA FRÉTTINA.

Ný skýrsla McKinsey & EuroCommerce ‘The State of Grocery Retail 2023’

Ný skýrsla McKinsey & EuroCommerce ‘The State of Grocery Retail 2023’

McKinsey og EuroCommerce birtir í dag skýrsluna ‘Living with and responding to uncertainty: The State of Grocery Retail 2023.’  Skýrslan gefur innsýn inní áskoranir matvælaverslana í Evrópu útfrá viðtölum við stjórnendur frá 50 fyrirtækjum í matvælaverslunum í Evrópu sem og könnun frá yfir 12 þúsund neytenda frá níu evrópu löndum.

Sjá fréttatilkynningu frá McKinsey & EuroCommerce – HÉR! 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR SKÝRSLU McKINSEY

Kortavelta jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Heildar greiðslukortavelta hérlendis í mars sl. nam rúmum 108 milljörðum kr. og jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildar kortavelta innlendra greiðslukorta hérlendis nam rúmum 86 milljörðum kr. og jókst um tæp 14% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 45,6 milljörðum kr. í mars sl. og jókst um rúm 13,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Framlag stórmarkaða og dagvöruverslana til ársbreytingarinnar er stærst, tæp 9,7%. Meðfylgjandi mynd sýnir ársbreytingu kortaveltu innlendra korta í verslun innanlands og framlag tegunda verslana til breytingarinnar.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR INNÁ VEF RSV HÉR!