31/08/2023 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Morgunvakt RÚV fjallaði í morgun um Skóla í skýjunum. En Skóli í skýjum – Ásgarðsskóli – er þannig skóli hann býður grunnskólakrökkum upp á fjarnám. RÚV fjallaði um starfið og tók viðtal við Kristrúnu Lind Birgisdóttur framkvæmdastjóra.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA – (hefst á mín 1.klst 19 mín)
29/08/2023 | Fréttir, Verslun, Þjónusta
Alþjóðaefnahagsráðið (The World Economic Forum eða WEF) er sjálfstæð alþjóðastofnun sem sérhæfir sig í greiningu á framtíðarhæfni á vinnumarkaði. Stofnunin var stofnuð árið 1971 og hefur síðan þá verið leiðandi í að skoða hvernig vinnumarkaðurinn þróast og hvernig starfsferlar verða aðlagast nýjum áskorunum. WEF hefur rannsakað hvernig hæfni og færni verða að breytast í takti við fljótandi breytingar í atvinnulífinu. Stofnunin hefur miðað að því að greina þær hæfniskröfur sem vinnumarkaðurinn mætir og leggja áherslu á að þjóna almennum hagsmunum.
WEF er ekki tengd neinum sérstökum hagsmunasamtökum eða fyrirtækjum og starfar ekki í hagnaðarskyni. Í störfum sínum leggur hún áherslu á hlutlausa greiningu og byggir starfsemi sína á siðferðislegum og vitsmunalegum grundvelli. Það er því markmið stofnunarinnar að skoða markaðinn sem heild, greina þróunina og leiða af henni leiðandi hugmyndir og niðurstöður sem geta komið ágætlega að nýjum hættum og tækifærum.
WEF vinnur í samstarfi við bæði opinbera og einkageiran, með það að markmiði að greina framtíðarhæfni starfsfólks. Með því að skoða breytingar á vinnumarkaði og þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir, geta fræðsluaðilar og menntastofnanir aðlagast námsefni og framboði sínu til að uppfylla þörf og hæfni markaðarins.
WEF birtir reglulega fresti, skýrslur þar á meðal „The Future of Jobs Report„, leggja ríka mat á framtíð starfa. Í þeim skýrslum er kortlagt hvernig störf koma til með að aðlagast nýjum þörfum, hvernig tækninýjungar munu hafa áhrif og hvernig hæfniþættir breytast með tímanum.
SMELLTU HÉR til að hlaða niður ‘The Future of Jobs Report 2023’
SMELLTU HÉR til að hlaða niður ’10 mikilvægustu hæfnisþættir 2023′

15/08/2023 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin!
Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.
Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík
SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!
11/08/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Í kvöldfréttum RÚV, 10.ágúst, benti Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ á að stjórnvöld þyrftu að gæta betur að hagsmunum Ísland í sjóflutningum vegna tilskipunar Evrópusambandsins fyrir kolefnisjöfnuð skipafélaga.
„Það sem er sérstætt við þetta er að maður hefði kannski ætlað að íslensk stjórnvöld væri sá sem sérstalega myndi gæta íslenskra hagsmuna í samskiptum við alþjóðastofnanir. Okkar tilfinning hefur verið sú að það væri gert en núna má segja að það hafi að vissu leyti komið á daginn að sú hagsmunagæsla hafi verið vanbúin. Hafi hafist seint og í raun og veru ekki verið nægjanlega rík“, segir Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Sjá nánari umfjöllun á RÚV.is
Sjá nánari umfjöllun á Mbl.is
Sjá viðtal á Bylgjunni ‘Mengunarskattur á skip mun rata í vasa neitenda’ 11.ágúst 2023
Sjá umfjöllun á MBL.is ‘Óvissa um loftlagstekjur’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun í Morgunblaðinu ‘Losunarheimildir 15 þúsund á mann’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun á Mbl.is ‘Hefði viljað fá undanþágu’ 14.ágúst 2023
10/08/2023 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag upplýsingar um kortaveltu í júlí mánuði 2023.
Samkvæmt greiningu var kortavelta júlímánaðar 133,8 milljörðum króna og þar af er innlend kortavelta 92,1 milljarður króna en það er lækkun um 2,2% milli mánaða en innlenda kortaveltan eykst á milli ára um 5,4%. Netverslun Íslendinga eykst um 20% á milli ára og nemur 14,6 milljörðum króna. Erlend kortavelta eykst hinsvegar um 17% milli ára og nemur 41,75 milljörðum króna.
Nánari frétt má nálgast á vefsvæði RSV – HÉR
Nánari útlistun á kortaveltunni má nálgast í Sarpinum – HÉR
01/08/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag tölur af erlendri netverslun frá áramótum.
Þar kemur m.a. fram að erlend netverslun var á sama tíma í fyrra 11 milljarðar en er í dag 12,5 milljarðar króna. Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.
Sjá nánar hér og inná SARPNUM hjá RSV