20/01/2020 | Fræðsla, Fréttir, Umhverfismál
Nýlega bauðst fyrirtækjum innan SVÞ að sækja vinnustofur með þeim Vilborgu Einarsdóttur og Kjartani Sigurðssyni frá BravoEarth. Á vinnustofunum fóru þau Vilborg og Kjartan yfir helstu atriði sem snúa að mótun, utanumhaldi og innleiðingu umhverfisstefnu.
Fjölmargir aðilar hafa sett sig í samband við okkur sem hafa áhuga á vinnustofu sem þessari en höfðu ekki tök á að taka þátt þegar þær fóru fram. Ef næg þátttaka fæst eru þau Vilborg og Kjartan tilbúin að skella í eina vinnustofu í viðbót. Áhugasamir vinsamlegast smelli hér og skrái sig og við munum vera í sambandi!
Fyrirtæki um allan heim eru að móta og innleiða umhverfisstefnu með það að markmiði að minnka sóun, nýta auðlindir betur og axla þannig ábyrgð fyrir framtíðina. Umhverfisstefna snertir alla starfsemi fyrirtækisins og er því mikil áskorun fólgin bæði í mótun og innleiðingu, þ.e. að framfylgja stefnunni. Mikilvægt er að virkja starfsmenn til að geta samstillt aðgerðir og fá starfsmenn til að breyta hegðun.
Ávinningur við innleiðingu á umhverfisstefnu er m.a.:
- Betri afkoma: Minni sóun og betri nýting á auðlindum skilar sér í betri rekstrarniðurstöðum fyrir utan mikilvægi þess að vinna gegn loftslagsbreytingum.
- Aukið stolt og starfsánægja: Það veldur mörgu starfsfólki vanlíðan að horfa upp á sóun á sínum vinnustað. Minni sóun og aukin umhverfisvernd skila sér í stoltara og ánægðara starfsfólki.
- Bætt ímynd: Fólk beinir í auknum mæli viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig vel í umhverfismálum. Árangursrík innleiðing er því gríðarlega mikilvæg fyrir verslun og þjónustu.
Við hvetjum öll fyrirtæki, hvort sem er í verslun, þjónustu eða öðrum geirum, til að huga vel að þessum málum.
15/01/2020 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Stjórnvöld
Samkeppniseftirlitið leggur mat á hvort tilefni sé til rannsóknar á athöfnum einkaaðila og opinberra á markaði fyrir rafrænar sjúkraskrár og tengdar lausnir.
Hinn 12. desember sl. sendi Samkeppniseftirlitið einu einkafyrirtæki og nokkrum opinberum aðilum bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum, viðbrögðum og athugasemdum svo stofnunin gæti tekið ákvörðun um hvort ástæða sé til rannsóknar á markaði fyrir rafrænar sjúkraskrár og tengdar lausnir.
Ástæðan er erindi SVÞ til Samkeppniseftirlitsins f.h. aðildarfyrirtækis samtakanna, Skræðu ehf., þar sem vakin var athygli á hegðun Origo á markaðnum og ákvarðanatöku á vettvangi hins opinbera.
Í júlí 2011 taldi Samkeppniseftirlitið sterkar vísbendingar um að Origo væri ráðandi á markaðnum. Í því ljósi hvatti stofnunin tiltekna opinbera aðila í heilbrigðisþjónustu til að huga sérstaklega að þeirri stöðu við innkaup á þjónustu.
SVÞ telur tilefni til að vekja sérstaka athygli á að af svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá 10. þingmanni Suðurkjördæmis (þskj. nr. 1615 og 1616 á 149. löggjafarþingi) verður ráðið að verulegu opinberu fé hafi verið ráðstafað til framþróunar og viðhalds á hugbúnaðarkerfunum sem eru í eigu markaðsráðandi aðilans, Origo. Í bréfum Samkeppniseftirlitsins frá 12. desember sl. kemur jafnframt fram að sterkar líkur séu á að hvatning Landspítala til heilbrigðisfyrirtækja þess efnis að taka upp sjúkraskrárkerfið Sögu muni raska samkeppni á markaðnum.
SVÞ, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, sem starfa innan vébanda SVÞ, og fleiri samtök í heilbrigðisþjónustu hafa lýst verulegum áhyggjum af innkaupum hins opinbera á heilbrigðisþjónustu eins og fram kom í haust. SVÞ munu eftir sem áður standa við bakið á aðildarfyrirtækjum samtakanna í samskiptum við hið opinbera.
09/01/2020 | Fræðsla, Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Þátttakendur voru mjög áhugasamir á morgunfyrirlestri SVÞ um mótun, utanumhald og innleiðingu umhverfisstefnu, sem haldinn var nýverið. Fyrirlesturinn héldu Vilborg Einarsdóttir og Kjartan Sigurðsson frá BravoEarth en Vilborg er sérfræðingur í breytingastjórnun og Kjartan í sjálfbærni, samfélagslegri ábyrgð og viðskiptasiðferði.
Í fyrirlestrinum kom m.a. fram að fyrirtæki eru í auknum mæli að marka sér umhverfisstefnu til að minnka sóun, nýta betur auðlindir og minnka kolefnisspor. Einnig hefur sýnt sig að innleiðing umhverfisstefnu skilar sér í betri afkomu fyrirtækja, auknu stolti og ánægju starfsfólks og bættri ímynd. Umhverfisstefna snertir alla starfsemi fyrirtækja og alla starfsmenn og helsti vandinn liggur almennt í innleiðingu stefnunnar, þ.e. að samstilla aðgerðir og fá starfsmenn til breyta hegðun. Farið var yfir leiðir til þess að innleiða umhverfisstefnu á áhrifaríkan hátt og virkja starfsfólk til árangurs.
SVÞ félagar geta séð upptöku af fyrirlestrinum inni í lokaða Facebook hópnum okkar hér.
Í framhaldi af fyrirlestrinum eru fríar vinnustofur í boði fyrir SVÞ félaga þar sem þeir geta fengið aðstoð við mótun, utanumhald og innleiðingu umhverfisstefnu. KYNNTU ÞÉR VINNUSTOFURNAR HÉR!
08/01/2020 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ og forstjóri Olís, var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 6. janúar sl. þar sem hann ræddi áhrif lokana vega á atvinnulífið og hvort að ástæða sé til að Vegagerðin skoði málin hjá sér.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTALIÐ