Tollastríð USA og ESB getur haft áhrif hér

Tollastríð USA og ESB getur haft áhrif hér

Í fréttum RÚV 30. október sl. var rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, um möguleg óbein áhrif tollastríðs milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins á íslenskan markaði.

„Tollastríð hafa í eðli sínu slævandi áhrif á öll viðskipti í heiminum, og þ.a.l. mun það, með einhverjum hætti hitta okkur fyrir, fyrr eða síðar,“ segir Andrés. Hann segir atvinnulífið hafa áhyggjur af málinu þar sem fáar þjóðir eru háðari alþjóðlegum viðskiptum en Íslendingar. „Svona tollastríð hafa neikvæð áhrif á viðskipt, neikvæð áhrif á efnahag ríkja og þar með efnahag almennings og ef við bara horfum á þetta út frá því hvað ferðaþjónusta er orðin afgerandi þáttur í þjóðarbúskap okkar þá getur þetta, ef þetta fer á versta veg, haft slævandi áhrif bara beinlínis á hana. Það er mjög alvarlegur hlutur.“

Fréttina má sjá á RÚV hér – smellið á 00:17:16 – Tollastríð Bandaríkjanna og ESB.

Upptaka: Mannlegi þátturinn mikilvægastur í netglæpavörnum

Upptaka: Mannlegi þátturinn mikilvægastur í netglæpavörnum

Skýrt kom fram í erindum á framhaldsfundi SVÞ um netglæpi að mannlegi þátturinn er mikilvægasta vörnin. Á fundinum, sem var beint framhald fyrri fundar SVÞ um tölvuglæpi 16. október þar sem fullt var út úr dyrum, héldu fulltrúar Íslandsbanka, Landsbankans og Deloitte erindi.

Miklu algengara er að tölvuþrótar komist inn í kerfi fyrirtækja í gegnum starfsfólk heldur en með tæknilegum leiðum í gegnum kerfin sjálf. Því er mjög mikilvægt að fyrirtæki þjálfi starfsfólk sitt í vörnum gegn netglæpum. Mörg fyrirtæki, einkum verslanir, hafa lengi þjálfað starfsfólk til varna gegn þjófnaði, en þjálfun gegn netglæpum er í raun enn mikilvægari því upphæðirnar sem um ræðir eru mun hærri. Þetta sést t.d. vel á tveimur nýlegum málum, en í haust birtust fréttir af því að Rúmfatalagerinn hafi tapað nærri 900 milljónum króna og HS Orka hátt í 400 milljónum vegna netglæpa. Upphæðir sem tapast vegna þjófnaða í verslunum fölna í samanburði við þessar tölur.

Auk þjálfunar starfsfólks kom einnig fram í erindunum að tveggja þátta auðkenning (e. two-factor authentication) væri lykilatriði til varnar netglæpum, en skv. rannsókn Deloitte eru einungis um 1/4 hluti fyrirtækja að nýta slíka auðkenningu.

Félagar í SVÞ geta nú séð upptöku af fyrirlestrunum og nálgast eintak af glærum þeirra Vilhelms Gauta Bergsveinssonar og Úlfars Andra Jónassonar frá Deloitte í lokuðum Facebook hóp SVÞ félaga hér. Athugið að til að fá aðgang þarftu að svara nokkrum spurningum svo við getum tryggt að þú sért starfsmaður aðildarfyrirtækis.

 

 

Upptaka frá upplýsingafundi um peningaþvætti

Upptaka frá upplýsingafundi um peningaþvætti

Fimmtudaginn 31. október stóðu SVÞ, SAF og SI fyrir upplýsingafundi um skyldur tilkynningaskyldra aðila innan raða samtakanna vegna stöðu Íslands á gráum lista Financial Action Task Force (FATF) vegna vegna ónógra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á fundinum héldu eftirtaldir aðilar erindi:

Eiríkur Ragnarsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra

Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra

Hér má hlaða niður glærum Eiríks og Birkis á PDF formi: RKS kynning – SVÞ 31. okt 2019

Áslaug Jósepsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis Dómsmálaráðuneytisins

Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum

Hér má hlaða niður glærum Áslaugar og Guðrúnar á PDF formi: DMR og Seðlabankinn Kynning SVÞ 31. október

Upptöku frá fundinum má nú sjá hér fyrir neðan: