Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja að landlækni hafi skort lagastoð fyrir að fresta valkvæðum skurðaðgerðum. Samtökin hafa sent heilbrigðisráðneytinu erindi og gert grein fyrir þeirri afstöðu. Virðist sem landlæknir hafa grundvallað fyrirmæli sín á lagaákvæði sem veitir slíkri frestun ekki stoð. Undir slíkum kringumstæðum verður að líta svo á að engin fyrirmæli hafi verið gefin út varðandi frestunina.

Verkefnastjóri SVÞ á Rás 2 um hvatningu til stjórnvalda í stafrænum málum

Verkefnastjóri SVÞ á Rás 2 um hvatningu til stjórnvalda í stafrænum málum

Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og jafnframt verkefnastjóri í þeim verkefnum sem snúa að stafrænni þróun, var í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 þriðjudaginn 27. október.

Í viðtalinu ræddi hún stöðu Íslands í stafrænni þróun og sameiginlega hvatningu og tillögur SVÞ og VR til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Sjá meira um það hér.

Þóranna sagði Ísland standa aftarlega í nýtingu stafrænnar tækni m.a. í atvinnulífinu og menntakerfinu, og ræddi einkum skort á stafrænni hæfni almennt, hvort sem er meðal stjórnenda, starfsfólks eða almennings. Hún sagði jafnframt nauðsynlegt að bregðast við með markvissum aðgerðum til að tryggja samkeppnishæfni Ísland og að halda uppi þeim lífsgæðum, velmegun og atvinnustigi sem við erum almennt vön hérlendis og viljum halda í.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA – VIÐTALIÐ HEFST 48 MÍNÚTUR INN Í ÞÁTTINN

Samningur SSSK og Eflingar undirritaður

Samningur SSSK og Eflingar undirritaður

Samningur á milli Samtaka sjálfstætt starfandi skóla og Eflingar stéttarfélags var undirritaður föstudaginn 23. október síðastliðinn.

Samtökin fagna samningnum sem tryggir sömu kjör og gilda um starfsmenn Eflingar í því sveitarfélagi sem starfað er í. Tryggt er í samningnum að samið verði fyrst við sveitarfélög áður en gengið er til samninga við Samtök sjálfstæðra skóla sem var forsenda Samtakanna fyrir samningi, enda framlög til sjálfstæðra skóla byggð á rekstrarkostnaði í þeim sveitarfélagi sem starfa er í. 

Öflug ný stjórn í stafræna hópnum

Öflug ný stjórn í stafræna hópnum

Aðalfundur faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi fór fram í gær, 27. október.

Á fundinum fór fráfarandi formaður, Bragi Þór Antoníusson, yfir skýrslu stjórnar, þar sem m.a. kom fram að vinna við undirbúning reglulegra netverslunarrannsóknar hefur staðið yfir um nokkurn tíma með Rannsóknarsetrið verslunarinnar, rætt var um hlutverk Tækniþróunarsjóðs, lögð var áhersla á að stafræn færni væri samofin allri menntun og rakinn var undanfari að sameiginlegri hvatningu og tillögum SVÞ og VR til stjórnvalda, sem send var út sama dag.

Því næst kynnti Þóranna K. Jónsdóttir, verkefnastjóri yfir málum tengdri stafrænni þróun innan SVÞ, hvatninguna og tillögurnar og má sjá þá kynningu í myndbandinu hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar um kynninguna, auk ítarlegrar greinargerðar sem með henni fylgir, má sjá á svth.is/hvatning-2020.

Að lokum var kjörin ný stjórn, en í henni sitja:

Edda Blumenstein, beOmni – formaður
Ósk Heiða Sveinsdóttir, Pósturinn
Hannes A. Hannesson, TVGXpress
Hanna Kristín Skaftadóttir, Poppins & Partners
Dagný Laxdal, Já
Guðmundur Arnar Þórðarson, Intellecta (varamaður)
Hörður Ellert Ólafsson, Koikoi (varamaður)

Formaðurinn í Bítinu um eflingu stafrænnar hæfni

Formaðurinn í Bítinu um eflingu stafrænnar hæfni

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, var í Bítinu hjá Heimi og Gulla í morgun þar sem hann ræddi þörfina til að efla Ísland í stafrænni þróun, ekki síst stafrænni hæfni. Ísland stendur mun aftar en mörg þau lönd sem við berum okkur saman við, s.s. Norðurlöndin og ýmis lönd í Vestur-Evrópu og þörf er á því að fara í heildstæða stefnumótun og markvissar aðgerðir til að taka á þessum málum.

SVÞ og VR munu á morgun senda hvatningu og tillögur til ríkisstjórnarinnar um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Á aðalfundi faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi, sem haldin verður í fyrramálið, verður sú hvatning og þær tillögur kynntar og verður sá hluti fundarinns í beinni útsendingu í stafrænum hóp SVÞ á Facebook hér frá 8:30 til ca. 9:30

Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan: