Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 30.mars 2023

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 30.mars 2023

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2023 og málstofa í tengslum við aðalfundinn verður haldinn fimmtudaginn 30. mars n.k. kl. 16:00 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Dagskrá:
15.50 Húsið opnar
16.00 Málstofa – öllum opin

a. Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
b. Gestur: Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
c. Almennar fyrirspurnir og umræður

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU.

Nýtt ‘vegabréf’ fyrir inn-og útflytjendur.

Nýtt ‘vegabréf’ fyrir inn-og útflytjendur.

Sjö þúsund viðskiptahindranir fyrir inn-og útflytjendur frá fjármálahruninu 2008.

Lars Karlsson, stjórnandi í ráðgjafarþjónustu um alþjóðaviðskipti og tollamálefni hjá Maersk-skipafélaginu hélt erindi í Húsi atvinnulífins 2.mars s.l. undir heitinu ‘Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á víðsjárverðum tímum.’ þar sem hann benti m.a. á að sextíu stærstu hagkerfi í heimi hefðu samtals sett á sjö þúsund viðskiptahindranir síðan í fjármálahruninu 2008.

Hægt er að horfa á upptöku frá erindi Lars inná vef SVÞSmellið hér! 

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Lars þar sem hann talar nánar um AEO vottunina en einungis 1-2 fyrirtæki á Íslandi eru komin með þessa öryggisvottun. Sjá hér fyrir neðan.

Viðskiptablað Morgunblaðsins 22.mars 2023 Lars Karlsson

Upptaka | Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.

AEO öryggisvottun er brú inn í framtíðina.

Upptaka frá viðburði 2.mars 2023
Fyrirlesari: Lars Karlsson.

Lars heldur erindi um þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars fjallar um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO).

Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.

Aðalfundur SVÞ 2023

Aðalfundur SVÞ 2023

Til aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
BOÐUN AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU

Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 16. mars 2023 kl. 08:30 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

– Ræða formanns SVÞ
– Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
– Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
– Lýst kosningu formanns SVÞ
– Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
– Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
– Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
– Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál

Rétt er að athuga að á aðalfundi SVÞ 2022 var samþykkt tillaga stjórnar samtakanna um sameiningu Bílgreinasambandsins (BGS) og SVÞ. Samhliða og til bráðabirgða var samþykkt tillaga um að einum meðstjórnanda, hinum sjöunda, skyldi bætt við stjórn samtakanna starfsárið 2022/2023 sem yrði skipaður fulltrúa BGS og var fulltrúi sambandsins lýstur meðstjórnandi í stjí stjórn SVÞ á aðalfundinum. Frá og með aðalfundi 2023 verður stjórn SVÞ að nýju skipuð formanni og sex meðstjórnendum.

Kjörnefnd SVÞ 2023 yfirfer framkomin framboð til stjórnar SVÞ og fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins.
Framboðsfrestur rennur út 23. febrúar 2023.

Berist nefndinni fleiri en eitt framboð til formanns SVÞ, fleiri en þrjú framboð til stjórnar SVÞ eða fleiri framboð til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins en sem nemur fulltrúasætum SVÞ munu kjörgögn væntanlega verða senda aðildarfyrirtækjum 24. febrúar 2023.

Kosningarnar verða rafrænar og er áætlað að þær hefjist 28. febrúar 2023 og þeim ljúki 14. mars 2023 kl. 12:00.

SKRÁNING Á AÐALFUND ER HAFIN!
SMELLIÐ HÉR! 

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær.  Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.

Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.

Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.

Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is

Mynd: frá Brimborg.is

Leiðtogi september mánaðar segist vera nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki

Leiðtogi september mánaðar segist vera nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki

Samtök verslunar og þjónustu kynnir leiðtoga september mánaðar!

Dagbjört Vestmann, rekstrarstjóri netverslunar Samkaupar, Nettó

En hver er Dagbjört? Fyrir hverju brennur hún og hvað er hún að gera þessi misserin?

Við byrjuðum á að forvitnast um starf rekstrarstjóra netverslunar Nettó.  Segðu okkur Dagbjört, hvað einkennir starfið þitt?

Starfið mitt er mjög fjölbreytt, svarar Dagbjört, og snertir flesta fleti netverslunar. Vefumsjón og verkefnastýri þeim ólíku verkefnum sem unnin eru til að koma nýju netverslun Nettó í loftið ásamt daglegum rekstri í tiltekt á pöntunum og afhendingu.

Hvað er skemmtilegast við að vera rekstrarstjóri netverslunar hjá Samkaup?

Skemmtilegast er að vinna með þeim ólíku aðilum sem koma að netto.is. Að sjá svo verkefni vaxa frá því að vera hugmynd á teikniborðinu og verða að veruleika. Það er líka ótrúlega gaman að sjá jákvæð viðbrögð við höfum fengið við nýja vefnum og hversu margir hafa tekið þátt í notendaprófunum.

Hvernig viðheldurðu ástríðunni fyrir starfinu?

Það sem viðheldur ástríðu er þessi öra þróun sem á sér stað í netverslun og hvernig hún auðveldar fólki lífið. Matvaran er einstaklega spennandi þar sem hún er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi einstaklinga. Líka alltaf þessi vinna að gera betur í dag en í gær.

Hvernig er hinn staðlaði vinnudagur hjá þér?

Minn staðlaði vinnudagur undanfarið hefur einkennst af mörgum verkefna fundum með ólíkum samstarfsaðlum sem koma að netverslunni. Fundir tengt hönnun og viðmóti, tenginum við sölukerfi, tínslu og aksturskerfi. Allt þarf að tala saman svo kaupferlið gangi smurt fyrir sig. Svo koma inn mál á milli funda tengd daglegum rekstri sem þarf að leysa og þau eru mismunandi dag frá degi.

Hvaða vana myndir þú vilja breyta?

Það væri að hætta að drekka Monster orkudrykk, á mjög erfitt með að hætta því.

Ef þú værir bíll, hvaða bíll værir þú? Hvernig myndir þú lýsa þér?

Ég veit svo lítið um bíla og þekki ekki muninn á Benz og BMW. En myndi lýsa mér sem frekar vanaföst í persónulega lífinu en lifi og hrærist í stöðugum breytingum í vinnunni. Er nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki og hef ótrúlega gaman að því að læra og tileinka mér nýja hluti.

Hvað ertu að læra/lesa/bæta við þekkingu?

Þar sem ég hef mikinn áhuga á netverslun og stafrænni markaðssetningu þá er ég að lesa Building a Storybrand eftir Donald Miller. Á Udemy er ég að taka námskeið sem heitir Growth Hacking with Digital Marketing. Er líka með nokkur hlaðvörp tengd stafrænni markaðssetningu og netverslun sem ég hlusta á til og frá vinnu. Reyni að ná a.m.k 30 mín á dag í eitthvað fræðandi efni.

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

Núna er ég helst að vinna í að koma netverslun Nettó úr notendaprófunum og yfir á netto.is ásamt að fínpússa viðmótshönnun netverslunar inn í Samkaupa appinu sem er væntanleg bráðum.

Stafræn þróun, sjálfbærni og sí-og endurmenntun er mál málanna í dag. Hvernig hefur þú tæklað þessa hluti í þínu starfi?

Stafræn Þróun er orðin órjúfanlegur hluti af fyrirtækjum ásamt samfélagslegri ábyrgð að vera sjálfbær. Sí-og endurmenntun myndi ég telja mikilvægan part í þeirri árangri þeirrar vinnu. Tæknin og hvaða lausnir eru í boði er að breytast það hratt að ef þekking er ekki uppfærð reglulega með símenntun þá eiga fyrirtæki í hættu að dragast aftur úr.

____________________________________

Um Samkaup:
Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup strax. Samkaup hefur verið félagi í SVÞ frá árinu 1999.

____________________________________

SVÞ leitar eftir tilnefningum til leiðtoga mánaðarins.  Hver er að gera góða hluti í kringum þig og hafa jákvæð áhrif á samfélagið?
SMELLTU HÉR til að tilnefna þinn leiðtoga.