01/05/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir
Það voru stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, s.l. föstudag og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi voru formlega til sýnis. Á sérstökum viðburði sem haldinn var í húsakynnum Velti var boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.
Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.
Sjá hér nánari frétt á vefsíðu Brimborgar.
26/04/2023 | Fréttir, Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla 2023 var haldinn í gær, þriðjudaginn 25.apríl í Húsi atvinnulífsins.
Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2023-2024:
- Alma Guðmundsdóttir – formaður
- Guðmundur Pétursson – varaformaður
- Sigríður Stephensen – meðstjórnandi
- Jón Örn Valsson – gjaldkeri
- Atli Magnússon – meðstjórnandi
- Bóas Hallgrímsson – varamaður
- Íris Dögg Jóhannesdóttir – varamaður
- Hildur Margrétardóttir – varamaður
Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssona
Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk var Kristrún Birgisdóttir framkvæmdarstjóri með kynningu á skólanum – Skóli í skýjunum sem er nýr félagsmaður SSSK.
Jóel Sæmundsson gamanmál um nýjar áherslur í menntamálum.
Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.
_____________

31/03/2023 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla
Dagur: Þriðjudagurinn, 25.apríl 2023
Tími: 16:00 – 18:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð
_________
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
- Skýrsla stjórnar
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Félagsgjöld ársins
- Kosning formanns og varaformanns
- Kosning meðstjórnenda og varamanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Önnur mál
Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
SKRÁNING HÉR!
28/03/2023 | Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2023 og málstofa í tengslum við aðalfundinn verður haldinn fimmtudaginn 30. mars n.k. kl. 16:00 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Dagskrá:
15.50 Húsið opnar
16.00 Málstofa – öllum opin
a. Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
b. Gestur: Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
c. Almennar fyrirspurnir og umræður
SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU.
22/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Öryggishópur
Sjö þúsund viðskiptahindranir fyrir inn-og útflytjendur frá fjármálahruninu 2008.
Lars Karlsson, stjórnandi í ráðgjafarþjónustu um alþjóðaviðskipti og tollamálefni hjá Maersk-skipafélaginu hélt erindi í Húsi atvinnulífins 2.mars s.l. undir heitinu ‘Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á víðsjárverðum tímum.’ þar sem hann benti m.a. á að sextíu stærstu hagkerfi í heimi hefðu samtals sett á sjö þúsund viðskiptahindranir síðan í fjármálahruninu 2008.
Hægt er að horfa á upptöku frá erindi Lars inná vef SVÞ – Smellið hér!
Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Lars þar sem hann talar nánar um AEO vottunina en einungis 1-2 fyrirtæki á Íslandi eru komin með þessa öryggisvottun. Sjá hér fyrir neðan.

03/03/2023 | Flutningasvið, Fræðsla, Innra starf, Stjórnvöld, Umhverfismál-innri, Viðburðir
Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.
AEO öryggisvottun er brú inn í framtíðina.
Upptaka frá viðburði 2.mars 2023
Fyrirlesari: Lars Karlsson.
Lars heldur erindi um þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars fjallar um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO).
Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.