31/03/2023 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla
Dagur: Þriðjudagurinn, 25.apríl 2023
Tími: 16:00 – 18:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð
_________
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
- Skýrsla stjórnar
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Félagsgjöld ársins
- Kosning formanns og varaformanns
- Kosning meðstjórnenda og varamanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Önnur mál
Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
SKRÁNING HÉR!
28/03/2023 | Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2023 og málstofa í tengslum við aðalfundinn verður haldinn fimmtudaginn 30. mars n.k. kl. 16:00 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Dagskrá:
15.50 Húsið opnar
16.00 Málstofa – öllum opin
a. Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
b. Gestur: Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
c. Almennar fyrirspurnir og umræður
SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU.
22/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Öryggishópur
Sjö þúsund viðskiptahindranir fyrir inn-og útflytjendur frá fjármálahruninu 2008.
Lars Karlsson, stjórnandi í ráðgjafarþjónustu um alþjóðaviðskipti og tollamálefni hjá Maersk-skipafélaginu hélt erindi í Húsi atvinnulífins 2.mars s.l. undir heitinu ‘Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á víðsjárverðum tímum.’ þar sem hann benti m.a. á að sextíu stærstu hagkerfi í heimi hefðu samtals sett á sjö þúsund viðskiptahindranir síðan í fjármálahruninu 2008.
Hægt er að horfa á upptöku frá erindi Lars inná vef SVÞ – Smellið hér!
Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Lars þar sem hann talar nánar um AEO vottunina en einungis 1-2 fyrirtæki á Íslandi eru komin með þessa öryggisvottun. Sjá hér fyrir neðan.

03/03/2023 | Flutningasvið, Fræðsla, Innra starf, Stjórnvöld, Umhverfismál-innri, Viðburðir
Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum.
AEO öryggisvottun er brú inn í framtíðina.
Upptaka frá viðburði 2.mars 2023
Fyrirlesari: Lars Karlsson.
Lars heldur erindi um þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars fjallar um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO).
Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.
20/02/2023 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Innra starf
Til aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
BOÐUN AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 16. mars 2023 kl. 08:30 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
– Ræða formanns SVÞ
– Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
– Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
– Lýst kosningu formanns SVÞ
– Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
– Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
– Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
– Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
Rétt er að athuga að á aðalfundi SVÞ 2022 var samþykkt tillaga stjórnar samtakanna um sameiningu Bílgreinasambandsins (BGS) og SVÞ. Samhliða og til bráðabirgða var samþykkt tillaga um að einum meðstjórnanda, hinum sjöunda, skyldi bætt við stjórn samtakanna starfsárið 2022/2023 sem yrði skipaður fulltrúa BGS og var fulltrúi sambandsins lýstur meðstjórnandi í stjí stjórn SVÞ á aðalfundinum. Frá og með aðalfundi 2023 verður stjórn SVÞ að nýju skipuð formanni og sex meðstjórnendum.
Kjörnefnd SVÞ 2023 yfirfer framkomin framboð til stjórnar SVÞ og fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins.
Framboðsfrestur rennur út 23. febrúar 2023.
Berist nefndinni fleiri en eitt framboð til formanns SVÞ, fleiri en þrjú framboð til stjórnar SVÞ eða fleiri framboð til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins en sem nemur fulltrúasætum SVÞ munu kjörgögn væntanlega verða senda aðildarfyrirtækjum 24. febrúar 2023.
Kosningarnar verða rafrænar og er áætlað að þær hefjist 28. febrúar 2023 og þeim ljúki 14. mars 2023 kl. 12:00.
SKRÁNING Á AÐALFUND ER HAFIN!
SMELLIÐ HÉR!
05/10/2022 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Umhverfismál
Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær. Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.
Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.
Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.
Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is
Mynd: frá Brimborg.is