07/06/2022 | Bílgreinasambandið, Fréttir
Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn 9.júní n.k. kl: 12:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Fundarsalur: Hylur, 1.hæð.
Boðið verður upp á léttar veitingar
Fundur er eingöngu ætlaður félagsmönnum og starfsfólki þeirra, nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf:
– Skýrsla stjórnar
– Reikningar bornir upp til samþykktar
– Kosning stjórnar og varamanna
– Lagabreytingar
– Önnur mál
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á AÐALFUNDINN
02/06/2022 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Jóhannes Jóhannsson, staðgengill framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) bendir á í viðtali inná VISI í dag að einungis 1.599 bílar séu eftir að kvóta stjórnvalda til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum.
Í fréttinni segir m.a.
Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna.
Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA
30/05/2022 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Verslunarskóli Íslands útskrifaði þrjá nemendur á dögunum úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk en námið býður upp á raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu.
Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlan
Með þessari útskrift hefur Verslunarskóli Íslands útskrifað 12 nemendur með fagbréf í fórum sínum. Sumir nemendanna halda svo áfram og ljúka stúdentsprófi samhliða fagnáminu.
Þau fyrirtæki sem eru sem eru aðilar að þessu verkefni í dag eru Samkaup, sem dögunum tók á móti Menntaverðlaunum atvinnulífsins 2022, Domino’s, Húsasmiðjan, Nova og Rönning.
SJÁ FRÉTT FRÁ VÍ
25/05/2022 | Fræðsla, Menntun, Stafræn viðskipti, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Upptaka, Verslun, Þjónusta
Ertu að leita eftir aðgegnilegri fræðslu í stafrænni þróun?
SVÞ bendir á að Stafræni hæfnisklasinn er með reglulega morgunfyrirlestra sem snúa að efla þekkingarbrunn í stafrænni þróun.
Smelltu HÉR til að nálgast allar upptökurnar inná vef Stafræna hæfnisklasans
20/05/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 27. sinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hlaut verðlaunin í ár fyrir verkefnið „Vinnudagar Lækjarbotna og gróðursetning plantna á skólasetningu“.
Fram fór hátíðleg athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og mættu þau Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Eliza Reid forsetafrú til að ávarpa samkomuna og afhenda verðlaunin.
SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS
Ljósmynd: Stjórnarráðið
29/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Markaðsmál-innri, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Viðburðir
Viðburður fyrir félagsfólk SVÞ
Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja
Samkvæmt nýlegri könnun Prósents telja íslenskir stjórnendur netöryggi og stafræna markaðssetningu þá tvo þætti sem hérlend fyrirtæki vantar helst upp á í stafrænum málum.
Ýmsir sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu hérlendis telja að íslensk fyrirtæki séu ca. 5-7 árum eftir á löndum á borð við Norðurlöndin og hvað þá í Bandaríkin. Margir sem veita þjónustu á þessu sviði eru sammála um að almenna stórnendur skorti skilning og þekkingu á þessum málum sem verði til þess að peningar og möguleikar á samkeppnisforskoti séu skildir eftir á borðinu.
Til að stafræn markaðssetning geti nýst betur og skilað þeirri arðsemi sem hún getur þurfi að auka skilning stjórnenda og byggja upp betri þekkingu innan fyrirtækjanna, ekki síst til að geta nýtt utanaðkomandi þjónustu með betri árangri.
Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir margt það helsta sem almennir stjórnendur þurfa að vita og skilja varðandi stafræna markaðssetningu, stóru myndina, möguleikana sem hún
býður upp á og peningana sem skildir eru eftir á borðinu með því að nýta hana ekki til fulls.
Fyrirlesari: Þóranna K. Jónsdóttir,sérfræðingur í stafrænni markaðsetningu.
Dagsetning og tími: 11. maí kl. 8:30-09:30
Staður: Inná Zoom herbergi SVÞ
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SKRÁÐU ÞIG HÉR