Faggilding á Íslandi | Opinn fundur 25.ágúst n.k.

Faggilding á Íslandi | Opinn fundur 25.ágúst n.k.

Faggilding á Íslandi

Menningar- og viðskiptaráðuneytið og faggildingarsvið Hugverkastofunnar í samvinnu við Samtök verslunar- og þjónustu og Samtök iðnaðarins bjóða til opins kynningarfundar um málefni faggildingar á Íslandi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10-12 á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Á fundinum mun Ulf Hammarström, forstjóri sænsku faggildingarstofunnar SWEDAC, fjalla um hlutverk faggildingar í Svíþjóð og hvernig faggilding nýtist þar í starfi sænskra stjórnvalda ásamt því að taka þátt í umræðum gesta.

  • Faggilding er formleg viðurkenning stjórnvalds á því að tiltekinn aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni varðandi samræmismat á framleiðslu vöru eða þjónustu. Með faggildingu er þannig tryggt að aðilar sem framleiða vörur eða þjónustu í samræmi við tilteknar opinberar kröfur eða tiltekna staðla geti fengið framleiðslu sína vottaða og þannig tryggingu fyrir því að framleiðslan uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hennar.
  • Í opnu nútíma hagkerfi er faggilding lykill að því að tryggja opin og frjáls alþjóðleg viðskipti með vottun á framleiðslu. Faggilding getur þannig auðveldar íslenskum framleiðslufyrirtækjum aðgang að erlendum mörkuðum. Faggilding getur einnig nýst við annað opinber eftirlit, svo sem bifreiðaskoðun, og mikil tækifæri eru til að auka notkun faggildingar við framkvæmd opinbers eftirlits.
  • Stjórnvöld hafa á undanförnum árum unnið að því að efla faggildingarstarfsemi hér á landi m.a. með því að tryggja að faggildingarsvið Hugverkastofunnar uppfylli viðeigandi kröfur í Evrópureglum með framkvæmd jafningjamats. Jafningjamat tryggir að faggildingar framkvæmdar hér á landi af faggildingarsviði Hugverkastofunnar verði viðurkenndar á EES-svæðinu. Hluti af þeirri vinnu er að endurnýja samstarfssamning milli ISAC og SWEDAC, en samningurinn verður undirritaður sama dag. Með samningnum er ISAC kleift að nálgast faglegan og tæknilegan stuðning við framkvæmd faggildingar hjá einni af stærstu faggildingarstofum í Evrópu.

Viðburðurinn er í boði Stjórnarráðs Íslands, Hugverkastofunnar, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.

Fundinum verður einnig streymt hér!

SVÞ leitar að leiðtoga mánaðarins

SVÞ leitar að leiðtoga mánaðarins

Hver er að gera góða og áhugaverða hluti í kringum þig?

Samtök verslunar og þjónustu leitar eftir að kynnast áhugaverðum leiðtogum innan samtakanna.

Hugmyndin er að gefa kastljósið á fjölbreytta flóru leiðtoga innan SVÞ með því að velja og birta viðtal við ‘Leiðtoga mánaðarins’ 

Við viljum heyra af fólki sem sýnir leiðtogahæfileika,  elskar vinnuna sína, hefur jákvæð áhrif á samfélagið sitt.

Sendu inn þínar tillögur hér fyrir neðan.

 

Hver er leiðtoginn í þínu vinnuumhverfi?

Nafn á leiðtoga(Required)
Við hvað starfar viðkomandi?
Hjá hvaða fyrirtæki/stofnun starfar viðkomandi?
Skráðu inn netfang þess sem þú tilnefnir sem Leiðtoga mánaðarins
Hvað gerir hann/hana/hán að leiðtoga að þínu mati?(Required)
Skráðu niður allt sem kemur upp í hugann.

Þá er bara þrennt eftir...

Nafnið þitt
Skráðu inn þitt nafn
Skráðu inn netfangið þitt

Aðalfundur Bílgreinasambandsins 9.júní n.k.

Aðalfundur Bílgreinasambandsins 9.júní n.k.

Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn 9.júní n.k. kl: 12:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Fundarsalur: Hylur, 1.hæð.
Boðið verður upp á léttar veitingar

Fundur er eingöngu ætlaður félagsmönnum og starfsfólki þeirra, nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf:
– Skýrsla stjórnar
– Reikningar bornir upp til samþykktar
– Kosning stjórnar og varamanna
– Lagabreytingar
– Önnur mál

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á AÐALFUNDINN

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Jóhannes Jóhannsson, staðgengill framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) bendir á í viðtali inná VISI í dag að einungis 1.599 bílar séu eftir að kvóta stjórnvalda til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum.

Í fréttinni segir m.a.

Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna.

Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA

 

Útskrift úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk úr Verslunarskóla Íslands

Útskrift úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk úr Verslunarskóla Íslands

Verslunarskóli Íslands útskrifaði þrjá nemendur á dögunum úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk en námið býður upp á raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu.

Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlan

Með þessari útskrift hefur Verslunarskóli Íslands útskrifað 12 nemendur með fagbréf í fórum sínum. Sumir nemendanna halda svo áfram og ljúka stúdentsprófi samhliða fagnáminu.

Þau fyrirtæki sem eru sem eru aðilar að þessu verkefni í dag eru Samkaup, sem dögunum tók á móti Menntaverðlaunum atvinnulífsins 2022,  Domino’s, Húsasmiðjan, Nova og Rönning.

SJÁ FRÉTT FRÁ VÍ