Orkukreppan í Evrópu leikur fyrirtæki í verslun grátt.

Orkukreppan í Evrópu leikur fyrirtæki í verslun grátt.

Orkukreppan sem nú gengur yfir í Evrópu, hefur þegar kveikt á aðvörunarbjöllum hjá fyrirtækjum í verslun, bæði í smásölu og heildsölu. Að mati EuroCommerce, Evrópusamtaka verslunarinnar, mun fjöldi fyrirtækja í greininni stefna í alvarlega rekstrarerfiðleika af völdum orkukreppunnar, komi ekki til opinber aðstoð í einhverri mynd. EuroCommece vekur sérstaka athygli á að í húfi sé framtíð þeirra 5 milljóna fyrirtækja sem starfandi eru í smásölu og heildsölu í álfunni. Þessi fyrirtæki hafa um 26 milljónir starfsmanna, en verslunin er sú atvinnugrein sem veitir flestu fólki vinnu í Evrópu. Um 12% vinnuafls í álfunni starfa við verslun.

Í könnun sem EuroCommerce gerði meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að orkukostnaður verslunarfyrirtækja hefur í sumum löndum fjórfaldast á stuttum tíma, eða frá því að stríð braust út í Úkraínu í febrúar s.l. Að mati samtakanna er mikilvægt að veita fyrirtækjum í verslun aðstoð á sama hátt og fyrirtækjum í ýmsum öðrum atvinnugreinum, sem þegar hefur verið veitt umtalsverð opinber aðstoð í einstökum aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Ákall EuroCommerce til framkvæmdastjórnarinnar og stjórnvalda í einstökum aðildarríkjum, er því að komið verði til móts við fyrirtæki í verslun á þessum sérstöku tímum. Samtökin leggja áherslu á að þar verði um tímabundna aðgerð að ræða, sem gangi til baka þegar orkumarkaðurinn hefur náð jafnvægi á ný. Samtökin daga sérstaklega fram mikilvægi verslunarinnar sem tengiliðarins milli framleiðenda og neytenda, þannig að ef vegið verður að rekstrargrunvelli fyrirtækja í verslun, muni slíkt hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir afkomu heimilanna.

Sú staða staða sem er uppi í orkumálum í Evrópu varpar skýru ljósi á þá öfundsverðu stöðu sem við Íslendingar erum í að þessu leyti.

Nánar má sjá umfjöllun EuroCommerce á meðfylgjandi tengli:https://www.eurocommerce.eu/2022/09/retail-and-wholesale-and-the-energy-crisis-an-urgent-need-for-support/ 

SVÞ leitar að leiðtoga mánaðarins

SVÞ leitar að leiðtoga mánaðarins

Hver er að gera góða og áhugaverða hluti í kringum þig?

Samtök verslunar og þjónustu leitar eftir að kynnast áhugaverðum leiðtogum innan samtakanna.

Hugmyndin er að gefa kastljósið á fjölbreytta flóru leiðtoga innan SVÞ með því að velja og birta viðtal við ‘Leiðtoga mánaðarins’ 

Við viljum heyra af fólki sem sýnir leiðtogahæfileika,  elskar vinnuna sína, hefur jákvæð áhrif á samfélagið sitt.

Sendu inn þínar tillögur hér fyrir neðan.

 

Hver er leiðtoginn í þínu vinnuumhverfi?

Nafn á leiðtoga(Required)
Við hvað starfar viðkomandi?
Hjá hvaða fyrirtæki/stofnun starfar viðkomandi?
Skráðu inn netfang þess sem þú tilnefnir sem Leiðtoga mánaðarins
Hvað gerir hann/hana/hán að leiðtoga að þínu mati?(Required)
Skráðu niður allt sem kemur upp í hugann.

Þá er bara þrennt eftir...

Nafnið þitt
Skráðu inn þitt nafn
Skráðu inn netfangið þitt

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 haldinn 31.mars 2022

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 haldinn 31.mars 2022

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 verður haldinn fimmtudaginn 31. mars n.k. kl. 16:00

Staður: Fundarsalurinn Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Skráning fer fram hér fyrir neðan:

Dagskrá:

  • Kl: 15.50 Húsið opnar
  • Kl: 16.00 Málstofa – öllum opin
    • Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
    • Gestur: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
    • Almennar fyrirspurnir og umræður
  • Kl: 17.00
    Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja opinn fulltrúum aðildarfélaga
  1.  Setning fundar
  2. Skipun fundarstjóra
  3. Skipun ritara
  4. Skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár
  5. Stjórnarkjör:
    1. a) Kjör formanns
    2. b) Kjör tveggja meðstjórnend
    3. c) Kjör tveggja varamanna
  6. Önnur mál

    SMELLTU HÉR FYRIR SKRÁNINGU

Fallist á að röng verðmerking vöru hafi ekki verið skuldbindandi gagnvart neytanda

Fallist á að röng verðmerking vöru hafi ekki verið skuldbindandi gagnvart neytanda

SVÞ aðstoðar í málum fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Á haustmánuðum veitti skrifstofa SVÞ aðildarfyrirtæki samtakanna aðstoð í málum fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.

Vara hafði verið boðin til sölu á tilboðsverði, bæði í netverslun og hefðbundinni smásöluverslun, en þau mistök gerð að rangt söluverð var tilgreint. Nam hið rangt tilgreinda tilboðsverð aðeins 10% af því verði sem til stóð að bjóða enda vantaði einn tölustaf í verðmerkinguna.

Nokkrir neytendur höfðu pantað vöruna í netverslun og greitt fyrir. Þegar verslunin varð mistakanna var, áður en til afhendingar kom, hafði hún samband við kaupendur, upplýsti um mistökin, endurgreiddi kaupverðið og tilkynnti að hún teldi sér ekki skylt að standa við söluna í ljósi aðstæðna.

Tveir kaupenda óskuðu úrskurða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og kröfðust þess fyrir nefndinni að versluninni yrð gert að afhenda söluvörurnar gegn greiðslu hins rangt tilgreinda tilboðsverðs. Kærunefndin hafnaði kröfum þeirra beggja.

Í málunum reyndi á ákvæði 5. mgr. 3. gr. reglna nr. 536/2011, um verðmerkingar og einingarverð við sölu á vörum, sem er efnislega á þá leið að fyrirtækjum sé skylt að selja vöru á því verði sem verðmerkt er, einnig þótt um mistök sé að ræða, nema kaupanda megi vera mistökin ljós.  Fá dæmi eru um að reynt hafi á ákvæðið og því veitir rökstuðningur kærunefndarinnar fágæta leiðbeiningu um mat á slíkum kringumstæðum. Ber a.m.k. annar úrskurðanna það með sér að sjálf mistökin þurfi ekki í öllum tilvikum að vera neytanda ljós þegar hann tekur ákvörðun um kaup, leggur inn pöntun og greiðir kaupverð heldur geta viðbrögð verslunarinnar þegar hún áttar sig á að mistök hafi orðið haft mikið að segja. Þann lærdóm má einnig draga af úrskurðunum að verslanir verði að gæta þess sérstaklega að söluverð sé ávallt rétt merkt.

Réttur neytenda til að fá vöru afhenta gegn greiðslu merkts söluverðs er verulega ríkur og þarf mikið til að koma svo verslanir geti komist undan slíkri afhendingu. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu kærunefndarinnar en von er á að svo verði innan tíðar.

Höldum áfram myndböndin frá vorinu 2020!

Höldum áfram myndböndin frá vorinu 2020!

Vorið 2020 breyttist ýmislegt, eins og við öll vitum. Eftir að hafa snúið stóru ráðstefnunni okkar yfir í raunheima á 3 dögum (sjá má upptökur frá henni hér á innri vefnum) vorum við í smá limbó í nokkurn tíma varðandi fyrirkomulag á fræðslu- og viðburðadagskrá SVÞ, auk þess sem stemmningin var kannski ekki alveg þannig að fólk flykktist á viðburði fyrst um sinn – ekki einu sinni á netinu. Sem liður í að hvetja okkar fólk áfram og hjálpa til við að halda eins góðum anda og mögulegt væri átti SVÞ frumkvæðið að því að settur var upp Facebook hópur, í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins, undir yfirskriftinni Höldum áfram! Það verkefni hefur í framhaldinu færst yfir til Samtaka atvinnulífsins og áherslur þess breyst aðeins, en eitt af því sem kom út úr þessum fyrstu vikum og mánuðum í hópnum eru morgunstundir Höldum áfram! þar sem tekin voru viðtöl við fjölda öflugra einstaklinga, sem eiga ekki síður erindi við okkur í dag en þau gerðu þá.

Því ákváðum við að taka þau saman hér á einni síðu og hvetjum þig til að horfa – eða bara hlusta á meðan þú ert að bralla eitthvað annað. Njóttu!

Rannveig Grétarsdóttir: Hvernig þú getur nýtt rólegan tíma til góðra verka

Við vorum live með Rannveigu Grétarsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Eldingar!

Ingibjörg Björnsdóttir: Hvað geturðu gert til að efla fyrirtækið þitt?

Við ræddum við Ingibjörgu Björnsdóttur, rekstrarsérfræðing Litla Íslands, um hvað hægt er að gera til að efla fyrirtækið sitt.

 

Rúna Magnúsdóttir: Hvernig höldum við í gleðina á tímum COVID-19?

Í með Rúnu Magnúsdóttur markþjálfa var umræðuefnið hvernig við höldum uppi starfsandanum og hvernig við höldum í gleðina á þessum krefjandi tímum. 

 

Edda Blumenstein: Lykilatriðið til að ná til viðskiptavinanna okkar

Við Eddu Blumenstein, markaðsgúrú og Omnichannel sérfræðing, ræddum við hvað lykilatriðið er til að ná til viðskiptavinanna okkar þessa dagana.

 

Berglind Ragnarsdóttir: Þjónustuhönnun – nýtum timann til að bæta þjónustuna!

Við ræddum við Berglindi Ragnarsdóttur þjónustuhönnuð um hvernig við getum nýtt tímann til að bæta þjónustuna við viðskiptavini o.fl. því tengt! 

 

Anna Lóa Ólafsdóttir: Samskipti og styttri þræðir

Anna Lóa Ólafsdóttir er m.a. þekkt fyrir skrif sín í Hamingjuhornið en hún er einnig ráðgjafi hjá VIRK. Við ræddum samskipti og styttri þræði í spjalli dagsins. 

 

Ólafur Elínarson: Nýjustu rannsóknir um netverslun og COVID-19

Ólafur Elínarson hjá Gallup fór yfir mjög áhugaverðar upplýsingar úr nýjustu rannsóknum um netverslun – það hefur nú heldur betur mikið breyst og þróast þar á tímum COVID-19!

 

Guðmundur Arnar Guðmundsson: Markaðsstarf í kreppu

Við ræddum við Gudmund Arnar Gudmundsson, markaðsgúrú og ráðgjafa hjá Markaðsakademíu Akademias. Hann ræddi við okkur um markaðsstarf í kreppu og að hverju við þurfum að huga í þeirri stöðu.

 

Eva Magnúsdóttir: 10 ráð um samfélagslega ábyrgð eftir COVID-19

Eva Magnúsdóttir hjá Podium er ráðgjafi í stefnumótun og samfélagsábyrgð. Við ræddum um það sem við getum lært af þessum breyttu tímum og þau tækifæri sem eru að koma út úr þeim.

 

Ósk Heiða Sveinsdóttir: Rifið í handbremsuna

Ósk Heiða Sveinsdóttir hjá Póstinum ræddi við okkur um áskoranir í markaðsstarfi þegar ytri aðstæður rífa í handbremsuna, og tækifærin sem falist geta í því.

Dagbjört Vestmann: Góð ráð fyrir netverslun

Dagbjört Vestmann var gestur morgunstundarinnar en hún er vefverslunarstjóri A4 og Legobúðarinnar og var áður vefverslunarstjóri Elko. Nú þegar sífellt fleiri netverslanir opna og netverslun er að aukast almennt ætlum við að ræða eitt og annað sem nauðsynlegt er að huga að í netverslunum.

Sóley Kristjánsdóttir: Að halda í gleðina og sjá tækifærin

Í morgunstundinni var Sóley Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Gallup, en við fengum hana til okkar því við heyrðum af því að hún væri að gera svo skemmtilega hluti með starfsfólkinu hjá Gallup og Já – hún er nefnilega líka markþjálfi og að ljúka diplómanámi í jákvæðri sálfræði!

Særún Ósk Pálmadóttir: Krísustjórnun

Við ræddum við Særúnu Ósk Pálmadóttur, samskiptastjóra Haga um krísustjórnun.

Þórunn Jónsdóttir: Nýsköpun og tækifæri í henni

Við vorum með Þórunni Jónsdóttur, viðskiptaráðgjafa og sérfræðingi í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, og ræddum nýsköpun og þau tækifæri sem í henni felast!

Inga Hlín Pálsdóttir: Framtíð ferðaþjónustu í heiminum eftir COVID-19

Með okkur í síðustu morgunstundinni var Inga Hlín Pálsdóttir, alþjóðamarkaðsfræðingur með áratugareynslu í ferðaþjónustu og markaðssetningu. Inga er líklegast einna helst þekkt fyrir að hafa verið forstöðumaður hjá Íslandsstofu og lykilmanneskja í Inspired by Iceland verkefninu. Við spjölluðum saman um ferðaþjónustuna, breytta neytendahegðun, hvað talið er líklegt að muni fái fólk til að ferðast og hvaða lærdóm við getum dregið af því t.d. varðandi inntak í markaðsskilaboðunum okkar.

Upptaka af fyrirlestri um vellíðan á vinnustað

Upptaka af fyrirlestri um vellíðan á vinnustað

SVÞ og Fransk-íslenska viðskiptaráðið héldu í síðustu viku hádegisfyrirlestur með innanhússstílistanum Caroline Chéron hjá Bonjour. Fyrirlesturinn var vel sóttur og í honum fjallaði Caroline um ýmislegt varðandi hönnun vinnurýmist til að hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og viðskiptavina. Hún fór m.a. yfir uppröðun í rýmum, liti, form og fleira gagnlegt og áhugavert.

Caroline vinnur bæði fyrir heimili og fyrirtæki og hefur unnið með fjölda fyrirtækja að því að bæta vinnurými til að auka vellíðan starfsmanna og viðskiptavina.

Þú getur séð myndir frá fyrirlestrinum hér á Facebook síðu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og upptöku frá fyrirlestrinum hér fyrir neðan.