![UPPBROT: Fólk – Tækni – Samkeppni [Upptökur]](https://svth.is/wp-content/uploads/2025/03/Screenshot-2025-03-20-at-07.58.36.png)
![UPPBROT: Fólk – Tækni – Samkeppni [Upptökur]](https://svth.is/wp-content/uploads/2025/03/Screenshot-2025-03-20-at-07.58.36.png)

Ný stjórn SVÞ 2025 – 2026
Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna 2025
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun, fimmtudaginn 13. mars, á Parliament Hótel í Reykjavík .
Á fundinum var kosið um þrjú sæti meðstjórnenda auk formanns. Alls bárust átta framboð til meðstjórnenda. Eitt framboð barst til formanns og var formaður samtakanna sjálfkjörinn.
Réttkjörin í stjórn SVÞ til tveggja starfsára eru eftirtalin: Formaður, Auður Daníelsdóttir, Orkunni. Meðstjórnendur, Dagbjört Erla Einarsdóttir, Heimum, Jónas Kári Eiríksson, Öskju bifreiðaumboði, Kristín Lára Helgadóttir, Veritas.
Stjórn er þannig skipuð starfsárið 2025-2026:
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, formaður SVÞ
Dagbjört Erla Einarsdóttir, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri innri rekstrar og yfirlögfræðingur Heima
Edda Rut Björnsdóttir, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskipafélags Íslands
Guðrún Aðalsteinsdóttir, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri Krónunnar
Jónas Kári Eiríksson, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri vörustýringar Öskju bifreiðaumboðs
Kristín Lára Helgadóttir, meðstjórnandi, yfirlögfræðingur Veritas
Pálmar Óli Magnússon, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri Daga.
Nánari upplýsingar veitir:
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ benedikt@svth.is
___________
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ÁRSSKÝRSLU STJÓRNAR SVÞ 2024-2025

Lokaútkall stjórnarkjörs SVÞ 2025
Lokaútkall til félagsfólks SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Nú leitum við að þér – já, þér!
Við leitum að:
- Formanni SVÞ.
- Þremur meðstjórnendum í stjórn SVÞ.
- Fulltrúum aðildarfyrirtækja SVÞ í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins (SA).
Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir lok miðvikudagsins 19. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út þremur vikum fyrir upphaf aðalfundar.“
Aðalfundur SVÞ verður haldinn 13. mars 2025.
Hvers vegna þú?
Við vitum að fjölbreytt sýn leiðir til sterkari forystu. Það skiptir máli að fólk úr ólíkum kynjum, aldri, bakgrunni og atvinnugreinum taki þátt og leggi sitt af mörkum. Með setu í stjórn eða fulltrúaráði gefst þér einstakt tækifæri til að hafa áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslun og þjónustu á Íslandi.
Það hefur sjaldan verið mikilvægara að leggja sitt af mörkum.
Hvað þarftu að gera?
Ef þú ert tilbúin/n til að taka þátt, sendu framboð eða tilnefningu á kosning@svth.is eða í pósti merkt „Kjörnefnd SVÞ“ á:
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartún 35, 105 Reykjavík.
Taktu skrefið – þú getur verið hluti af breytingunum sem skipta máli!
Kjörnefnd SVÞ
Samtök verslunar og þjónustu

Orkukreppan í Evrópu leikur fyrirtæki í verslun grátt.
Orkukreppan sem nú gengur yfir í Evrópu, hefur þegar kveikt á aðvörunarbjöllum hjá fyrirtækjum í verslun, bæði í smásölu og heildsölu. Að mati EuroCommerce, Evrópusamtaka verslunarinnar, mun fjöldi fyrirtækja í greininni stefna í alvarlega rekstrarerfiðleika af völdum orkukreppunnar, komi ekki til opinber aðstoð í einhverri mynd. EuroCommece vekur sérstaka athygli á að í húfi sé framtíð þeirra 5 milljóna fyrirtækja sem starfandi eru í smásölu og heildsölu í álfunni. Þessi fyrirtæki hafa um 26 milljónir starfsmanna, en verslunin er sú atvinnugrein sem veitir flestu fólki vinnu í Evrópu. Um 12% vinnuafls í álfunni starfa við verslun.
Í könnun sem EuroCommerce gerði meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að orkukostnaður verslunarfyrirtækja hefur í sumum löndum fjórfaldast á stuttum tíma, eða frá því að stríð braust út í Úkraínu í febrúar s.l. Að mati samtakanna er mikilvægt að veita fyrirtækjum í verslun aðstoð á sama hátt og fyrirtækjum í ýmsum öðrum atvinnugreinum, sem þegar hefur verið veitt umtalsverð opinber aðstoð í einstökum aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Ákall EuroCommerce til framkvæmdastjórnarinnar og stjórnvalda í einstökum aðildarríkjum, er því að komið verði til móts við fyrirtæki í verslun á þessum sérstöku tímum. Samtökin leggja áherslu á að þar verði um tímabundna aðgerð að ræða, sem gangi til baka þegar orkumarkaðurinn hefur náð jafnvægi á ný. Samtökin daga sérstaklega fram mikilvægi verslunarinnar sem tengiliðarins milli framleiðenda og neytenda, þannig að ef vegið verður að rekstrargrunvelli fyrirtækja í verslun, muni slíkt hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir afkomu heimilanna.
Sú staða staða sem er uppi í orkumálum í Evrópu varpar skýru ljósi á þá öfundsverðu stöðu sem við Íslendingar erum í að þessu leyti.
Nánar má sjá umfjöllun EuroCommerce á meðfylgjandi tengli:https://www.eurocommerce.eu/2022/09/retail-and-wholesale-and-the-energy-crisis-an-urgent-need-for-support/

SVÞ leitar að leiðtoga mánaðarins
Hver er að gera góða og áhugaverða hluti í kringum þig?
Samtök verslunar og þjónustu leitar eftir að kynnast áhugaverðum leiðtogum innan samtakanna.
Hugmyndin er að gefa kastljósið á fjölbreytta flóru leiðtoga innan SVÞ með því að velja og birta viðtal við ‘Leiðtoga mánaðarins’
Við viljum heyra af fólki sem sýnir leiðtogahæfileika, elskar vinnuna sína, hefur jákvæð áhrif á samfélagið sitt.
Sendu inn þínar tillögur hér fyrir neðan.
Hver er leiðtoginn í þínu vinnuumhverfi?

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 haldinn 31.mars 2022
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 verður haldinn fimmtudaginn 31. mars n.k. kl. 16:00
Staður: Fundarsalurinn Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Skráning fer fram hér fyrir neðan:
Dagskrá:
- Kl: 15.50 Húsið opnar
- Kl: 16.00 Málstofa – öllum opin
- Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
- Gestur: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
- Almennar fyrirspurnir og umræður
- Kl: 17.00
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja opinn fulltrúum aðildarfélaga
- Setning fundar
- Skipun fundarstjóra
- Skipun ritara
- Skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár
- Stjórnarkjör:
- a) Kjör formanns
- b) Kjör tveggja meðstjórnend
- c) Kjör tveggja varamanna
- Önnur mál