Hvað er stafræn hæfni?

Hvað er stafræn hæfni?

Hvað er stafræn hæfni og hvernig getur þú fundið út hversu hæf/ur þú eða starfsfólkið þitt er?

Margir velta því fyrir sér þessi misserin hvað þarf að gera til að efla stafræna hæfi starfsmanna.

En hvað er stafræn hæfni?

Samkvæmt skilgreiningu Anders Skog inná vef VR segir:

Skilgreiningin á stafrænni hæfni:
Stafræn hæfni samanstendur af viðeigandi þekkingu, færni og viðhorfi til þess að nota tæknina til að vinna verkefni og leysa vandamál, eiga í samskiptum og samvinnu, vinna með upplýsingar, búa til efni og deila því með öðrum á skilvirkan, hagkvæman, öruggan, gagnrýninn, skapandi, sjálfstæðan og siðferðislega réttan hátt.

Sjá nánar um stafræna hæfni inná vef VR HÉR

Stafræni hæfnisklasinn, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og Háskólans í Reykjavík, heldur utanum margskonar upplýsingar sem snúa að stafrænni hæfni.
Inná vef VR má m.a. finna upplýsingar um stafræna hæfnihjólið sem er sjálfsmatspróf sem þú tekur til að kortleggja stafræna hæfni þína.

SMELLTU HÉR til að taka sjálfsmatsprófið.

SMELLTU HÉR til að nálgast vef Stafræna hæfnisklasans.

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Viðburður fyrir félagsfólk SVÞ

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Samkvæmt nýlegri könnun Prósents telja íslenskir stjórnendur netöryggi og stafræna markaðssetningu þá tvo þætti sem hérlend fyrirtæki vantar helst upp á í stafrænum málum.
Ýmsir sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu hérlendis telja að íslensk fyrirtæki séu ca. 5-7 árum eftir á löndum á borð við Norðurlöndin og hvað þá í Bandaríkin. Margir sem veita þjónustu á þessu sviði eru sammála um að almenna stórnendur skorti skilning og þekkingu á þessum málum sem verði til þess að peningar og möguleikar á samkeppnisforskoti séu skildir eftir á borðinu.

Til að stafræn markaðssetning geti nýst betur og skilað þeirri arðsemi sem hún getur þurfi að auka skilning stjórnenda og byggja upp betri þekkingu innan fyrirtækjanna, ekki síst til að geta nýtt utanaðkomandi þjónustu með betri árangri.

Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir margt það helsta sem almennir stjórnendur þurfa að vita og skilja varðandi stafræna markaðssetningu, stóru myndina, möguleikana sem hún
býður upp á og peningana sem skildir eru eftir á borðinu með því að nýta hana ekki til fulls.

Fyrirlesari: Þóranna K. Jónsdóttir,sérfræðingur í stafrænni markaðsetningu.
Dagsetning og tími: 11. maí kl. 8:30-09:30
Staður: Inná Zoom herbergi SVÞ

ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.

Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021.  Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.

Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁÐU ÞIG HÉR

Stafræni hæfnisklasinn með morgunfræðslu 5.apríl n.k.

Stafræni hæfnisklasinn með morgunfræðslu 5.apríl n.k.

Leggjum af stað í stafræna vegferð – hverju þarf að huga að?

Þriðjudagurinn 5.apríl n.k. kl. 09:00 – 10:00

Dagskrá:

Áður en fyrirtæki leggja af stað í sína stafrænu vegferð þarf að huga að ákveðnum þáttum til þess að vera viss um að réttu skrefin séu tekin á réttum tíma í rétta átt. Mikilvægt er að undirbúa slíka vegferð vel með viðkomandi teymum innan fyrirtækja eða með því að fá utanaðkomandi ráðgjöf.

Fyrirlesari:
Linda Lyngmo – ráðgjafi hjá Júní

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

__________________________________
Stafræni hæfnisklasinn er samstarfsverkefni SVÞ, HR og VR

Könnun Stafræna Hæfniklasans og SVÞ um stafræna hæfni stjórnenda og fyrirtækja

Könnun Stafræna Hæfniklasans og SVÞ um stafræna hæfni stjórnenda og fyrirtækja

Félagsmenn SVÞ munu í dag fá senda könnun í tölvupósti um stafræna hæfni sem unnin er fyrir Stafræna Hæfniklasann í samstarfi við SVÞ.

Könnunin er byggð á spurningum þróuðum af Center for Digital Dannelse og byggja á DigComp módeli um stafræna hæfni sem er á vegum Evrópusambandsins.

Meginmarkmið könnunarinnar er að leggja mat á almenna stafræna hæfni stjórnenda og á hvaða sviðum er þörf á aukinni hæfni til að efla stafræna hæfni fyrirtækja og stjórnenda í verslun og þjónustu.

Þessi könnun er hluti af stærra verkefni þar sem megin markmið er að efla íslensk fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk í stafrænni hæfni og tryggja það að við séum meðal þeirra fremstu í heimi í nýtingu stafrænnar tækni til að tryggja samkeppnishæfni og lífsgæði.

Prósent sér um framkvæmd könnunar og fer eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja þar sem sérstaklega er unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Einn heppinn þátttakandi hlýtur 30.000 kr. bankagjafakort.