EuroCommerce og ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman, gáfu í júní sl., út nýja skýrslu sem varpar ljósi á mikilvægi fyrirtækja í verslunar- og heildsölugreinum í að ná kolefnishlutleysi í Evrópu.
Skýrslan, sem ber heitið „Net Zero Game Changer“, leggur áherslu á áhrif greinarinnar á kolefnisútblástur og þörfina á auknu gagnsæi og samvinnu.
Meðal innihalds skýrslunnar má nefna:
Mikilvægi greinarinnar. Verslunar- og heildsölugreinin er ábyrg fyrir um 1.6 gigatonnum af CO2e útblæstri árlega, sem er um þriðjungur af heildarútblæstri Evrópu. Skýrslan undirstrikar mikilvægi þess að draga úr þessum útblæstri til að ná markmiðum Evrópusambandsins um 55% minnkun útblásturs fyrir árið 2030.
Áhersla á Scope 3 útblástur.
Um 98% af útblæstri í greininni kemur frá því sem kallast ‘Scope 3’, sem felur í sér útblástur frá aðfangakeðjum, svo sem við framleiðslu, flutning og notkun vara. Þetta gerir það að verkum að mikilvægt er að fyrirtæki í verslun og þjónustu vinni náið með birgjum og öðrum aðilum í aðfangakeðjunni til að draga úr þessum útblæstri.
Reglugerðarlegar breytingar.
Nýjar reglur, eins og tilskipun um sjálfbæra skýrslugjöf fyrirtækja [Corporate Sustainability Reporting Directive] (CSRD), munu krefjast meiri gagnsæis og skýrsluskilum varðandi kolefnisútblástur. Þetta býður fyrirtækjum upp á tækifæri til að vera leiðandi í sjálfbærni og auka traust neytenda.
Mikilvægi samræmdra mælinga.
Skýrslan leggur til að þróa samræmdar aðferðir til að mæla og skrá útblástur, til að auka áreiðanleika gagna og bæta samanburð milli fyrirtækja. Þetta mun hjálpa til við að draga úr útblæstri á skilvirkari hátt.
Neytendavitund.
Með því að veita neytendum upplýsingar um kolefnisfótspor vörur geta fyrirtæki í verslun og þjónustu stuðlað að aukinni meðvitund og hvatt til val á umhverfisvænni vörum.
Skýrslan „Net Zero Game Changer“ er mikilvægt innlegg í umræðuna um sjálfbærni og kolefnishlutleysi í verslunar- og heildsölugreininni. Hún kallar eftir samstilltu átaki allra aðila innan greinarinnar til að ná markmiðum um minni kolefnisútblástur og bætta sjálfbærni.
Ráð Evrópusambandsins hefur samþykkti nýja tilskipun sem á að stuðla að viðgerð bilaðra eða gallaðra vara, einnig þekkt sem rétturinn til viðgerðar, R2R-tilskipunin. Með henni er ætlunin að gera neytendum auðveldara um vik að óska viðgerða í stað þess að skipta út vörum, og viðgerðarþjónusta verður aðgengilegri, gegnsærri o.fl.
Tilskipunin er hluti af neytendaáætlun ESB og aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi og er viðbót við löggjöf ESB sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri neyslu.
Tilskipunin felur í sér kröfur um að söluaðilar (framleiðendur) verði að laga vörur sem er hægt að laga samkvæmt lögum ESB; stöðlun upplýsingagjafar um viðgerðarferli (tímarammar, verð o.s.frv.); stofnun evrópsks netvettvangs þar sem neytendur eiga að geta fundið viðgerðarþjónustu og framlengingu á ábyrgðartíma vara um 12 mánuði ef neytendur velja viðgerð í stað útskipta.
Tilskipunin er merkt EES-tæk og því má búast við því að innan tíðar hefjist upptökuferli hennar í EES-samninginn og í kjölfarið verði íslenskum lögum breytt til samræmis við ákvæði tilskipunarinnar.
Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi héldu Sjálfbærnidag atvinnulífsins 19.mars sl. þar sem fyrirtæki á Íslandi gafst tækifæri til að sækja sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Dagurinn var haldinn í þriðja sinn, núna í nýjum höfuðstöðvum Deloitte á Íslandi, Dalvegi 30.
Tilgangur dagsins í ár var að skoða þau viðskiptatækifæri sem felast í sjálfbærri umbreytingu á starfsemi fyrirtækja, hvernig sjálfbærni getur laðað að framtíðarviðskiptavini, gefið samkeppnisforskot, opnað dyr að auknu fjármagni og hvenær er stutt í grænþvott. Í kjölfar sameiginlegrar dagskrár var boðið upp á vinnustofu fyrir leiðtoga fjármála og sjálfbærni þar sem við heyrum reynslusögur fyrirtækja af EU Taxonomy og eigum gagnlegar samræður.
Aðalfyrirlesari dagsins var Claus Stig Pedersen, leiðtogi sjálfbærnimála á Norðurlöndunum og meðeigandi Deloitte.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, tók þátt á pallborðsumræðum um hæfniskröfur á norrænum vinnumarkaði í grænni framtíð.
Umræðan, sem fór fram í Hörpu þann 1. desember, var hluti af fjölmennum þríhliða samtali sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hélt undir yfirskriftinni „Green Transition on the Nordic Labor Market: A Tripartite Dialogue“. Samtalið var hluti af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og byggðist á viljayfirlýsingu Reykjavik Memorandum of Understanding.
Andrés sagði m.a. frá Samstarfssamningi SVÞ og VR/LÍV til að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum fram til ársins 2030, þar sem markmiðað er m.a. að 80% starfsfólks í greininni fái árlega sí og endurmenntun til ársins 2030 til að efla hæfni sína á umbreytingatímum.
Samstarfssamningurinn vakti mikla athygli á ráðstefnunni og jafnvel talinn geta orðið fyrirmynd fyrir sambærilega samninga á norrænum vinnumarkaði.
Sjá frétt um ráðstefnuna inná vef Félags-og vinnumarkaðsráðuneytisins HÉR.
Sjá frétt um Samstarfssamning SVÞ og VR/LÍV inná vef SVÞ HÉR.
Fimmtudaginn 23.nóvember s.l. tók María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri BGS þátt í sérstökum norrænu málþingi í beinni fyrir hönd SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, undir heitinu:
SKILLS NEEDED FOR THE GREEN TRANSITION FROM A NORDIC PERSPECTIVE AND EXISTING POLICIES IN THE NORDIC REGION
Aðaláherslan á þessum vef-viðburði, sem var á ensku, var að skoða hæfnisþörfina í grænum umbreytingum frá Norrænu sjónarhorni.
Í erindi Maríu Jónu kom m.a. eftirfarandi fram:
Hröð aðlögun að rafbílum á Íslandi:
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins undirstrikaði mikla breytingu í bílaiðnaði Íslands í átt að rafbílum og bílum með núllútblástur. Þá bendir hún á að 67,9% allra nýlega einkabíla keyptra á þessu ári eru rafbílar, og 99,6% af farþegabílaflota eru með núllútblástur. Þessi umbreyting krefst skjótrar þjálfunar bæði fyrir söluaðila og þjónustustarfsmenn til að aðlagast þessum nýju tækni.
Skilningur á fjórðu og fimmtu iðnbyltingunni:
Mikilvægi þess að skilja muninn á milli fjórðu (sem snýst um tækni, skilvirkni og sjálfvirkni) og fimmtu iðnbyltingarinnar (sem sameinar tækni við mannlega meðvitund og tilfinningagreind). Áhersla er lögð á þörfina fyrir leiðtoga til að vega og meta tækniframfarir með mannmiðuðum gildum til að aðlagast þessum breytingum á árangursríkan hátt.
Samstarf og samningur um hæfniþróun:
Talað var um samstarfssamning SVÞ og VR/LÍV um hæfnikröfur starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum sem gerður var í mars s.l. Þessi samningur beinist að því að auka hæfni starfsfólks í smásölu- og þjónustugeiranum allt til ársins 2030. Markmiðið er að tryggja að 80% starfsmanna í þessum geirum taki þátt í reglulegri og viðvarandi þjálfun til að aðlagast hratt breytast vinnuumhverfi.
Stuðningur við mannauðinn sem talar íslensku sem annað mál:
Í samstarfssamningi SVÞ og VR/LÍV kemur einnig fram að sérstök áhersla er lögð á að bæta færni starfsfólks í smásölu- og þjónustufyrirtækjum sem tala íslensku sem annað tungumál. Þetta er hluti af stærra markmiði um að aðlaga vinnuafl að breyttum kröfum markaðarins.
Árlegar kannanir á hæfni og færni:
María Jóna talaði einnig um skuldbindingu SVÞ og VR/LÍV til að framkvæma árlegar kannanir til að meta mikilvægustu hæfnisþætti í nútíma og framtíðar vinnumarkaði. Þessar kannanir eru ætlaðar til að skilja sjónarmið bæði atvinnurekenda og starfsmanna um nauðsynlega færni, og tryggja samræmi í þjálfun og ráðningarvenjum til að m.a. auðvelda græna umbreytingu.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Landsvirkjun en framtak ársins á sviði umhverfismála á Carbon Recycling International.
Landsvirkjun
Umhverfisfyrirtæki ársins 2023
Landsvirkjun fer með umsjón mikilvægra náttúruauðlinda landsins og gerir það á ábyrgan og auðmjúkan hátt. Lögð er áhersla á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, draga úr þeim og koma í veg fyrir frávik.
Fyrirtækið hefur verið með vottað umhverfisstjórnunarkerfi í hátt í 20 ár og hefur sýnt framsýni og forystu þegar kemur að útgáfu og birtingu umhverfisupplýsinga og aðgerða. Lögð er áhersla á að hámarka verðmæti þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er falið með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Þannig hefur fyrirtækið markvisst innleitt sjálfbæra nýtingu í starfsemi sína, hámarkað nýtni og dregið úr úrgangi og losun tengdri starfsemi sinni.
Fyrirtækið tekur hlutverk sitt og áhrif í samfélaginu alvarlega og gengur lengra en lög og reglur segja til um þegar kemur að áhrifum frá starfsemi fyrirtækisins. Landsvirkjun leggur áherslu á að styðja við alla virðiskeðju sína í loftslags vegferðinni. Fyrirtækið horfir út fyrir starfsemi sína þegar kemur að samdrætti í samfélagslosun og þeim áhrifum sem Landsvirkjun getur haft á heildarlosun Íslands. Fyrirtækið fékk fyrst íslenskra fyrirtækja hæstu einkunn fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa frá alþjóðlegu samtökunum CDP.
Landsvirkjun hefur sett sér markmið um nettó kolefnishlutleysi árið 2025 og var með fyrstu fyrirtækjum landsins að kynna markmið sín opinberlega. Fyrirtækið vinnur markvisst að því að draga úr kolefniskræfni raforkuvinnslu sinnar með metnaðarfullri aðgerðaráætlun og skýrum, tölulegum og tímasettum markmiðum sem eru aðgengileg öllum.
Þar að auki hefur Landsvirkjun nýtt sér framúrskarandi árangur í umhverfismálum til fjármögnunar með útgáfu grænna skuldabréfa fyrst íslenskra fyrirtækja. Því frumkvæði var tekið eftir, bæði erlendis og hérlendis og hafa mörg íslensk fyrirtæki fylgt í spor Landsvirkjunar með slíkum útgáfum.
Fyrirtækið er í forystu í loftslags- og umhverfismálum og má með sanni segja að aðgerðir og vinnubrögð endurspegli þann metnað og önnur fyrirtæki geti tekið sér Landsvirkjun til fyrirmyndar. Landsvirkjun ber því vel titilinn umhverfisfyrirtæki ársins 2023.
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, þakkaði verðlaunin og þá viðurkenningu sem í þeim fælist fyrir umfangsmikið starf Landsvirkjunar í umhverfis- og loftslagsmálum. „Í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman enda er ávinningurinn okkar allra og komandi kynslóða,“ sagði Jóna.
Meðfylgjandi er verðlaunamyndbandið sem sýnt var á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2023 er Guðni Th. Jóhannesson veitti Landsvirkjun verðlaunin
Carbon Recycling International
Umhverfisframtak ársins 2023
Carbon Recycling International (CRI) hefur síðastliðin 15 ár skapað sér sérstöðu sem frumkvöðull við hagnýtingu á koltvísýringi á heimsvísu. Emissions-to-liquid (ETL) tækni félagsins umbreytir koltvísýringi og vetni í metanól sem nýta má sem rafeldsneyti eða sem hráefni í efnavinnslu og hefur mun minni umhverfisáhrif en hefðbundið jarðefnaeldsneyti.
Carbon Recycling International gangsetti nýlega nýja efnaverksmiðju í Kína sem hefur þann möguleika að endurnýta 150.000 tonn af koltvísýring á ári. Íslenskt hugvit og verkfræðileg hönnun CRI mun stuðla að einni bestu orkunýtni í þessari tegund iðnaðarframleiðslu og framleiða um 100.000 tonn af sjálfbæru metanóli á ári.
Framleiðslutæknin var þróuð og sannreynd í verksmiðju félagsins í Svartsengi. Félagið var þá fyrsta fyrirtækið í heiminum til að framleiða og selja vottað rafeldsneyti. Þrautseigja og framsýni Carbon Recycling. International hefur skilað áhrifum út fyrir landsteina og framtak þeirra mun leggja til í baráttu á heimsvísu við samdrátt í losun koltvísýrings.
Meðfylgjandi er verðlaunamyndbandið sem sýnt var á Umhverfisdegi atvinnulífsins 2023 er Guðni Th. Jóhannesson veitti CRI verðlaunin:
Það er ljóst á þeim fjölda tilnefninga sem bárust inn til umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins að umhverfis- og loftslagsmál eru sífellt að verða stærri hluti af daglegum rekstri og ákvarðanatöku fyrirtækja á Íslandi. Fjölmargar umsóknir bárust og fjöldi fyrirtækja vinna ötult starf á þessu sviði.
Í dómnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sitja Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður, Elma Sif Einarsdóttir og Reynir Smári Atlason.