Dagur einhleypra [Singles Day] stærsti kortaveltudagurinn!

Dagur einhleypra [Singles Day] stærsti kortaveltudagurinn!

Ný greining frá RSV Rannsóknasetri verslunarinnar á innlendri kortaveltu í nóvember sl., með daglegri tíðni, sýndi að Singles day er vinsælasti afsláttardagur mánaðarins í netverslun en Black Friday vinsælastur í verslun á staðnum (e. in-store).

Það sama kemur í ljós þegar dagleg velta nóvembermánaðar er skoðuð fyrir árin 2021 og 2020.

Rúmlega 4,9% af kortaveltu á staðnum í nóvember sl. fór í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þann 25.11 á Black Friday. Hlutfall kortaveltu á staðnum er að jafnaði 3,2% á meðaldegi í nóvember. Rúmlega 12,4% af kortaveltu á staðnum fóru í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttadaga mánaðarins. Það jafngildir meðalveltu upp á tæpa 3,2 milljarða kr. hvern afsláttadag á meðan meðalvelta var rúmlega 1,8 milljarður kr. aðra daga mánaðarins.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ TILKYNNINGU FRÁ RSV

Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna.

Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna.

Brú að bættum lífskjörum fyrir allt að 80.000 manns.

Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

„Samningar Samtaka atvinnulífsins við SGS annars vegar og VR, LÍV og samflot iðnaðarmanna hins vegar munu byggja undir áframhaldandi lífskjarabata og endurnýja stöðugleika. Það er tilgangurinn og það verkefni sem við höfum verið að fást við, beggja vegna samningaborðsins, síðustu vikur og mánuði,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins við undirritun samningsins.

Í frétt frá Samtökum atvinnulífsins segir m.a. að með undirritun samningsins í dag hefur SA samið við stærstu félögin á almennum vinnumarkaði sem samanstanda af meira en 80 þúsund manns, en líkt og kunnugt er náðust samningar milli SA og SGS í síðustu viku. Efling stendur ein utan sáttar og sem fyrr standa vonir til að ná samningum við þau fyrr en síðar.

Grundvöllur fyrirsjáanleika á óvissutímum

Þá segir einnig að meginviðfangsefni skammtímasamninganna er að verja þann árangur sem náðst hefur á liðnum árum og tryggja grundvöll áframhaldandi lífskjarabata á komandi misserum. Í ljósi krefjandi efnahagslegra aðstæðna, sem einkum hafa einkennst af mikilli verðbólgu og vaxtahækkunum, er mikilvægt að samningar aðila vinnumarkaðarins hafi þau skýru markmið að styðja við kaupmátt og að jafnvægi náist sem fyrst í hagkerfinu. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma er það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum – fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Þá hafa stjórnvöld gefið fyrirheit um tilteknar aðgerðir í tengslum við skammtímasamninga, ekki síst til að styrkja stöðu þeirra sem minnst hafa.

Markmið fyrrnefndra samninga er að styðja við kaupmátt launafólks og brúa bil yfir í nýjan langtímasamning í anda Lífskjarasamningsins. Þar var áhersla lögð á að tryggja efnahagslega velsæld og aukna verðmætasköpun, bæta lífskjör og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA FRÉTT Á SA.IS

Jólagjöfin 2022 eru íslenskar bækur og spil

Jólagjöfin 2022 eru íslenskar bækur og spil

Í árlegri könnun Rannsóknaseturs verslunarinnar settu 55% neytenda bækur og spil á óskalistann sinn fyrir þessu jól.

Íslenskar bækur og spil! Jólagjöf ársins í ár er vinsæl meðal neytenda, selst alltaf vel fyrir jól og fellur einstaklega vel að tíðaranda sem kallar á aukinn léttleika og skemmtun. Jólagjöf ársins í ár fær okkur til að tala saman, spila saman og lesa saman sem hjálpar okkur að hlúa betur að hvort öðru og tungumálinu okkar.

 Í frétt af vefsíðu RSV segir að eitt af árlegum verkefnum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er val á jólagjöf ársins. Tilgangur verkefnisins er að greina hluta af neysluhegðun landans í aðdraganda jóla sem og að vekja athygli á verslun í landinu.

Í fyrra var það jogging gallinn, en nú er komið að bókum og spilum.

SMELLTU HÉR til að lesa alla fréttina frá RSV

RÚV 2 | Verslun og verðbólga

RÚV 2 | Verslun og verðbólga

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun þar sem velt var upp að verðbólgan virðist ekki vera á niðurleið þrátt fyrir spár og víða heyrast þær gagnrýnisraddir að verslanir haldi verðinu uppi þrátt fyrir lækkun á heimsmarkaðsverði í ýmsum vöruflokkum.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA!

RSV spáir um jólaverslun 2022

RSV spáir um jólaverslun 2022

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag spá yfir jólaverslun landsmanna 2022.

Þar segir m.a. að mikill kraftur hefur þó verið í einkaneyslunni í ár en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar sé drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og aukinni veltu innlendra greiðslukorta erlendis. Þá hefur töluverð aukning verið í verðmæti innflutnings á varanlegum og hálf varanlegum neysluvörum það sem af er ári auk þess sem gera má ráð fyrir að aukin velta ferðamanna í innlendri verslun á árinu hafi einhver áhrif til hækkunar á jólaverslun ársins.

Þá bendir RSV á að von er á stöðugleika í jólaverslun í ár

Það er spá RSV að velta smásöluverslunar yfir jólamánuðina, nóvember og desember, aukist að nafnvirði um tæp 4,3% frá fyrra ári en sambærileg aukning var 7,1% í fyrra. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana verði um 123,7 milljarðar kr. yfir jólamánuðina í ár, rúmum 5 milljörðum hærri en í fyrra miðað við breytilegt verðlagi. Að raunvirði dragist veltan þó saman um 1,7% frá fyrra ári.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA!