RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag upplýsingar um kortaveltu í júlí mánuði 2023.

Samkvæmt greiningu var kortavelta júlímánaðar 133,8 milljörðum króna og þar af er innlend kortavelta 92,1 milljarður króna en það er lækkun um 2,2% milli mánaða en innlenda kortaveltan eykst á milli ára um 5,4%.  Netverslun Íslendinga eykst um 20% á milli ára og nemur 14,6 milljörðum króna.  Erlend kortavelta eykst hinsvegar um 17% milli ára og nemur 41,75 milljörðum króna.

Nánari frétt má nálgast á vefsvæði  RSV – HÉR

Nánari útlistun á kortaveltunni má nálgast í Sarpinum – HÉR

RSV | Innlend kortavelta dregst saman á milli mánaða

Erlend netverslun 12,5 milljarðar frá Janúar til Júní 2023

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag tölur af erlendri netverslun frá áramótum.

Þar kemur m.a. fram að erlend netverslun var á sama tíma í fyrra 11 milljarðar en er í dag 12,5 milljarðar króna. Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.

Sjá nánar hér og inná SARPNUM hjá RSV

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Er notkun reiðufjár að verða liðin tíð?

Breytingar á kostnaði við smágreiðslumiðlun.

Í nýlegu riti Seðlabanka Íslands, Kostnaður við smágreiðslumiðlun, er að finna mat bankans á kostnaði við notkun ólíkra greiðslumiðla, þ.e. einkakostnaði og samfélagskostnaði af smágreiðslumiðlun.

Af umfjölluninni virðist leiða að töluverðar breytingar hafi orðið á greiðsluhegðun og hagkvæmni í rafrænni greiðslumiðlun hafi aukist undanfarin ár. Á móti hefur samfélagskostnaður af notkun reiðufjár aukist á sama tíma og hlutur kostnaðarins í vergri landsframleiðslu hefur minnkað.

Með öðrum orðum fer kostnaður við greiðslu, móttöku og meðhöndlun reiðufjár hækkandi. Eins fyrirtæki í verslun og þjónustu þekkja hvíla verulega íþyngjandi skyldur á þeim fyrirtækjum sem taka við reiðufjárgreiðslum sem nema hærri fjárhæðum í krónum en sem nemur 10 þúsund evrum. Það er því orðið verulegt áhorfsefni hvort og að hvaða leyti það er skynsamlegt og hagkvæmt fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu að taka við reiðufé.

Ekki er að fullu ljóst hvaða áhrif það mundi hafa fyrir íslensk fyrirtæki að stíga það skref að hafna móttöku reiðufjárgreiðslna. Ekki er víst að viðtökur allra samfélagshópa yrðu góðar. Þá þarf væntanlega einnig að huga að hlutverki reiðufjár t.d. þegar posarnir virka ekki af einhverjum sökum.

Þetta ætlum við að ræða á ráðstefnu SVÞ og SFF hinn 1. júní nk. á Grand hótel Reykjavík þar sem við fáum innsýn í reynslu sænsku verslunarinnar af minnkandi notkun reiðufjár.

Aðildarfyrirtæki SVÞ eru eindregið hvött til að senda fulltrúa á ráðstefnuna, ekki síst fjármálastjóra og aðra þá sem þurfa að þekkja til breytinga sem mögulega eru í farvatninu. Ætla má að fyrirtæki sem taka á móti greiðslum neytendum ættu að líta svo á að þar sé á ferðinni ráðstefna sem ekki sé skynsamlegt að láta fram hjá sér fara.

 

SMELLTU HÉR til að skrá þig á ráðstefnuna. 

Ráðstefna SVÞ og SFF 1.júní n.k.

Ráðstefna SVÞ og SFF 1.júní n.k.

Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu er yfirskrift ráðstefnu sem Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu standa sameiginlega.

Dagsetning: fimmtudaginn 1. júní 2023
Staður: Grand hótel Reykjavík.
Tími:     9:00 til 11:00.

Á fundinum mun Bengt Nilervall hjá Svensk Handel halda erindi um reynslu Svía á þessu sviði. Auk þess mun Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, fara yfir hvernig málið horfi við Seðlabankanum. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður rýnt í notkun reiðufjár út frá sjónarhóli fjármálastofnana, verslunar og lögregluyfirvalda.

Dagskrá:

  • Bengt Nilervall hjá Svensk Handel.
  • Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Pallborðsumræður:

  • Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi.
  • Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
  • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.

Smelltu HÉR fyrir skráningu.

Umræða um styttingu opnunartíma verslana orðin háværari.

Umræða um styttingu opnunartíma verslana orðin háværari.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um stytt­ingu opn­un­ar­tíma versl­ana komi reglu­lega upp í sam­fé­lag­inu, en að hún virðist sí­fellt meira áber­andi.

Hann seg­ir marga þætti spila inn í aukna umræðu um mál­efnið og nefn­ir sem dæmi launa­kostnað, breytt viðskipta­mynst­ur og breytta neyslu­hegðun. Þegar allt þetta komi sam­an sé þörf­in fyr­ir langa opn­un­ar­tíma minni.

Þá ítrekar Andrés að hins veg­ar að sam­tök­in sjálf taki ekki af­stöðu eða leggi nein­ar lín­ur varðandi mál­efnið vegna sam­keppn­islaga, og sé það und­ir hverju og einu fyr­ir­tæki að ákv­arða eig­in opn­un­ar­tíma.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Kortaveltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mars og apríl mánaða

Kortaveltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mars og apríl mánaða

Kortavelta dregst saman á milli mánaða.

Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í apríl sl. nam tæpum 104 milljörðum kr. Veltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mánaða en jókst um 11,8 % á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 82 milljörðum kr. en velta innlendra korta dróst saman um rúm 5,3% á milli mars og aprílmánaðar. Veltan jókst þó um rúm 4,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 21,9 milljörðum kr. Veltan dróst lítillega saman á milli mars og aprílmánaðar, um rúmt 1,5%, en jókst um 53,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í apríl sl. var 8,3% en framlag innlendra korta 3,6%.

SJÁ NÁNAR INNÁ VEF RSV HÉR!