16/01/2019 | Fréttir
Sara Dögg Svanhildardóttir hefur verið ráðin til SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu sem skrifstofustjóri og í umsjón með mennta- og fræðslumálum.
Sara Dögg hefur áralanga reynslu af stjórnun og menntamálum sem skólastjóri og við verkefnastjórnun grunnskólastarfs Hjallastefnunnar. Hún er grunnskólakennari frá KHÍ og með frekara nám í verkefnastjórnun og mannauðsstjórnun. Sara Dögg kom að uppbyggingu tveggja grunnskóla hjá Hjallastefnunni sem og stofnun og stjórnun Arnarskóla. Þess utan hefur Sara Dögg starfað sem ráðgjafi í menntamálum og haft umsjón með fræðslumálum fyrir ýmis félagasamtök.
15/01/2019 | Fréttir
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu fagna samkomulagi um nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð sem boðið verður upp á hjá Keili – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs frá næsta hausti.
Um leið og samtökin óska Keili til hamingju, lýsa þau sérstakri ánægju sinni með aðkomu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálamálaráðherra að málinu, enda brýtur námsleiðin blað í sögu framhaldsmenntunar á Íslandi. Námið er til merkis um breyttar áherslur í menntamálum og aukið samstarf menntakerfisins og atvinnulífsins.
Tölvuleikjaiðnaðurinn á heimsvísu veltir í dag meira en bæði kvikmyndaiðnaðurinn og tónlistariðnaðurinn og er spáð áframhaldandi vexti. Ísland á nú þegar öflug fyrirtæki í þessum geira, en með þessu skrefi opnum við möguleika á enn meiri þátttöku Íslands í þessum öfluga iðnaði. Námið verður að auki fjölbreytt og hagnýtt og má leiða líkum að því að það nýtist nemendum ekki bara í tölvuleikjaiðnaðinum heldur í ýmsum skapandi greinum.
Að auki ber að fagna námsframboði sem þessu sem líklegt er að höfði til hópa sem í dag virðast ekki finna sig í hefðbuna skólakerfinu. Á það sérstaklega við um drengi, en brottfall þeirra úr framhaldsnámi veldur miklum áhyggjum.
Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er aðili að Samtökum verslunar og þjónustu.
15/01/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Omni Channel stefnumörkun sem eykur samkeppnishæfni þíns fyrirtækis
Fyrirlesari: Edda Blumenstein, ráðgjafi og doktorsnemi í Organisational Change og Omni channel sölu og markaðsstefnu við Leeds University Business School (eddablumenstein.com og Linkedin).
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 29. janúar 2019, kl. 8:30-10:00
Mikil umræða hefur verið um áskoranir í nútíma verslun og þjónustu. Stóra spurningin er: Af hverju lifa sum fyrirtæki af, vaxa og dafna meðan önnur þurfa að loka sjoppunni?
Stafrænar lausnir eru á allra vörum en er innleiðing stafrænna lausna einfaldlega nóg? Rannsóknir sýna að til að vera samkeppnishæf þá er ekki nóg að innleiða bara stafrænar lausnir (svo sem netverslun, app, messenger spjall og tölvupóst) heldur þarf að huga að því hvernig allar þessar leiðir og snertifletir vinna saman með hefðbundinni verslun og þjónustu til að hámarka upplifun viðskiptavina og heildarárangur fyrirtækisins.
Er þitt fyrirtæki að nýta sér þessi tækifæri sem nútíma verslun og þjónusta hefur upp á að bjóða?
Í fyrirlestrinum verður lögð megin áhersla á 3 lykilskref til að lifa af: Skynja, Grípa, Umbreyta.
- Viðskiptavinur þinn: Þekkir þú væntingar þinna viðskiptavina og ertu að nálgast þá á réttan hátt?
- Heildar kaupferlið: Viðskiptavinir í dag nota margar mismunandi leiðir til að taka kaupákvörðun og mörg mismunandi tæki. Þekkir þú kaupferli þinna viðskiptavina?
- Samþætting kanala: Viðskiptavinir í dag krefjast sömu upplifunar hvort sem það er í raunheimum eða stafrænum heimi. Fá viðskiptavinir þínir sömu upplifun hvar sem þeir komast í snertingu við þig?
Fyrir hverja hentar þessi fyrirlestur: Verslunar- og þjónustufyrirtæki sem vilja ná samkeppnisforskoti með því að nýta sér þau tækifæri sem nútíma verslun og þjónusta hefur upp á að bjóða.
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-
Í framhaldi af fyrirlestrinum verður haldin eins dags Bootcamp vinnustofa þann 26. febrúar þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að marka sína Omni Channel stefnu undir leiðsögn Eddu.
Hvar: Reykjavík – nánari staðsetning staðfest síðar
Hvenær: Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 9:00-17:00
Nánari upplýsingar um vinnustofuna siðar.
Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 28. janúar.
Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.
15/01/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Hvernig færðu fólk til að skrá sig á póstlistann þinn?
Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og SAF
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 22. janúar kl. 8:30-10:00
Í framhaldi af námskeiði með Þórönnu sem haldið var síðastliðið haust um áhrifaríka markaðssetningu með tölvupósti, verður nú boðið upp á námskeið í því hvernig byggja má upp tölvupóstlista fyrirtækisins til notkunar í markaðssetningu. Ekki er nauðsynlegt að hafa sótt fyrra námskeiðið.
Farið verður yfir hinar ýmsu leiðir til að fá fólk til að skrá sig á listann, svo sem:
- Staðsetningar skráningarforma á vefnum
- Notkun samfélagsmiðla við að byggja upp póstlistann
- Notkun efnis til að fá fólk á listann (efnismarkaðssetning)
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-
Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 21. janúar.
Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.
10/01/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun um skýlaus lögbrot ríkisins í kjötmálinu.
Hér má heyra viðtalið: http://www.visir.is/k/1585c218-4bb7-42bd-89cb-9725abb040b2-…
07/01/2019 | Fréttir, Verslun
Kynningarfundur á Diplómanámi í viðskiptafræði og verslunarstjórnun verður haldin þann 10. janúar kl. 14.00-14.40 í salnum á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Allar frekari upplýsingar á vef Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks hér: http://www.starfsmennt.is/is/um-sjodinn/frettir/category/2/kynningarfundur-um-diplomanam-i-vidskiptafraedi-og-verslunarstjornun