Smáþing Litla Íslands 2018 – 1.febrúar

Smáþing Litla Íslands 2018 – 1.febrúar

Markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja verða í kastljósinu á Smáþingi Litla Íslands sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 1. febrúar kl. 15-16.30. Tölur um umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja verða einnig birtar á þinginu auk þess sem bent verður á leiðir til að bæta starfsumhverfið.

Frumkvöðlar segja reynslusögur og fram fara umræður. Netagerð fer fram að loknum fundi með tónlist og tilheyrandi.
•Hvernig á að ná í nýja viðskiptavini og halda núverandi viðskiptavinum?
•Hvað er að gerast á markaðnum?
•Hvernig nærðu árangri með markaðsstarfi?
•Hvernig er hægt að nota samfélagsmiðla með nýjum hætti?
•Hvaða áhrif hafa áhrifavaldar?

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, setur þingið en dagskrá má nálgast hér að neðan.  Smáþingsstjóri er Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS.

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA. Kynning á þjónustu samtakanna verður fyrir og eftir Smáþing.

DAGSKRÁ SMÁÞINGS 2018

Setning
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Stóra lausnin er smá!
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Hvernig ná lítil og meðalstór fyrirtæki árangri með markaðsstarfi?
Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka og stundakennari við HR

Rótgróið fyrirtæki í nýjum heimi
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður SI.

Vald áhrifavalda og nýjar leiðir við notkun samfélagsmiðla
Hlynur Þór Árnason, sölu- og markaðssérfræðingur hjá Ghostlamp

Reynslusögur & umræður

Pink Iceland
Eva María Þórarinsdóttir Lange, stofnandi og eigandi

Einstök Ölgerð
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri.

Omnom
Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri.

Eldum rétt
Hanný Inga Birschbach, þjónustustjóri

SKRÁNING

Ný löggjöf um greiðslumiðlun er handan við hornið

Ný löggjöf um greiðslumiðlun er handan við hornið

Áður óþekkt tækifæri fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki

Ný lög um greiðsluþjónustu munu taka gildi hér á landi innan skamms. Hér er um að ræða innleiðingu á s.k. Payment Service Directive 2 (PSD2) sem er Evróputilskipun um greiðsluþjónustu, sem er búin að vera í undirbúningi um árabil. Gildistaka þessarar tilskipunar er árangur af áralangri baráttu Evrópusamtaka verslunarinnar, EuroCommerce, gegn of háum þjónustugjöldum af greiðslumiðlun og of miklum samkeppnishindrunum á því sviði.

Fræðslufundur á vegum SVÞ um þetta málefni var haldinn 23. janúar s.l. þar sem frummælendur voru þeir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga og Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofnu bankanna.

Eins og fram kom í máli þeirra tveggja hefur gildistaka þessara nýju laga grundvallarbreytingar í för með sér fyrir alla greiðslumiðlun. Samkeppni á þeim markaði mun aukast að mun með tilkomu nýrra þjónustuveitenda, sem munu veita hefðbundnum greiðslumiðlunarfyrirtækjum beina samkeppni. Meðal tækifæra sem hin nýja löggjöf mun færa verslunar- og þjónstufyrirtækjum er:

a. Rauntíma uppgjör;
b. Stórfelld lækkun á þóknunum vegna færslna;
c. Minni hætta á sviksemi.

Samtök verslunar og þjónustu hvetja aðildarfyrirtæki sín til að fylgast náið með þróun þessar mála, en þessi fræðslufundur var aðeins fyrsta kynning á málinu. Samtökin munu halda áfram að upplýsa félagsmenn eftir því sem tilefni gefst til en stefnt er að því að ný lög um greiðsluþjónustu taki gildi hér á landi í byrjun næsta árs.

Meðfylgjandi eru glærur frummælenda:

Glærur Georgs Lúðvíkssonar
Glærur Friðriks Þórs Snorrasonar

Menntadagur atvinnulífsins 2018 – 15. febrúar

Menntadagur atvinnulífsins 2018 – 15. febrúar

Menntadagur atvinnulífsins 2018 verður haldinn í Hörpu – Silfurbergi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30-12. Hvað verður um starfið þitt? er yfirskrift dagsins en hægt er að skrá þátttöku HÉR.

Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samorku, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fimmta skiptið en Alcoa Fjarðaál og Keilir hlutu verðlaunin 2017.

Menntadagur atvinnulífsins 2018
Skráðu þig á Menntadag atvinnulífsins 2018 HÉR.

Forvarnaráðstefna VÍS 7. febrúar n.k.

Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 7. febrúar n.k. Formleg dagskrá hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Öryggismál – erum við að ná árangri. Dagskráin er fjölbreytt eins og endranær og á umfjöllunarefnið erindi við alla í atvinnurekstri, hagsmunasamtök og stéttarfélög í atvinnulífinu.

Hér má skoða dagskránna og skrá sig.

Allir hjartanlega velkomnir en stjórnendur og ábyrgðarmenn öryggismála eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.

TAKTU DAGINN FRÁ – AÐGANGUR ÓKEYPIS!

Er mygla í húsinu? – Fræðslufundur 31. janúar

Er mygla í húsinu? – Fræðslufundur 31. janúar

 

Samtök verslunar og þjónustu og verkfræðistofan Mannvit efna til fræðslufundar miðvikudaginn 31. janúar nk. í Háteigi, Grand Hóteli. Á fundinum verður fjallað um áhrif myglu í húsum á líðan, heilsu og réttarstöðu fólks.

 

Er mygla í húsinu 795x470 heimasiða

 

 

Oops! We could not locate your form.

Fræðslufundur 23. janúar – Stór skref í framþróun greiðsluþjónustu

greiðsluþj 1200x628 FACEBOOK réttNý löggjöf um greiðsluþjónustu mun taka gildi hér á landi innan skamms. Þessi nýja löggjöf, ásamt mjög miklum tækniframförum, mun gjörbreyta starfsemi  fjármálafyrirtækja og einkum hafa áhrif á framþróun greiðsluþjónustu og skapa ný og áður óþekkt tækifæri fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki.

Þessar miklu breytingar sem eru rétt handan við hornið verða ræddar á fræðslufundi SVÞ sem haldinn verður þriðjudaginn 23. janúar kl. 8.30, Kviku Húsi atvinnulífsins.

Framsögumenn verða:

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
Framtíð bankaþjónustu og PSD2

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Áhrif breytinga á fjármálamarkaði á verslun og þjónustu

Fundarstjóri: Margrét Sanders, formaður SVÞ

 

Oops! We could not locate your form.