05/10/2022 | Fréttir, Umhverfismál
Útskipti framrúðu hefur í för með sér um 24.000 sinnum meiri losun en viðgerð á framrúðu.
Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í dag 5.október. Þar veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands forsvarsfólki Sjóvá verðlaun Umhverfisframtak ársins 2022.
Á mynd: Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður eignatjóna, Hjalti Þór Guðmundsson, forstöðumaður ökutækjatjóna, Friðrik Helgi Árnason, hópstjóri eignatjóna og Pálín Dögg Helgadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra.
SJÁ NÁNARI FRÉTT INNÁ SA.IS
05/10/2022 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Umhverfismál
Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær. Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.
Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.
Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.
Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is
Mynd: frá Brimborg.is
03/10/2022 | Fréttir, Innra starf, Leiðtogi SVÞ, Verslun, Þjónusta
Samtök verslunar og þjónustu kynnir leiðtoga september mánaðar!
Dagbjört Vestmann, rekstrarstjóri netverslunar Samkaupar, Nettó
En hver er Dagbjört? Fyrir hverju brennur hún og hvað er hún að gera þessi misserin?
Við byrjuðum á að forvitnast um starf rekstrarstjóra netverslunar Nettó. Segðu okkur Dagbjört, hvað einkennir starfið þitt?
Starfið mitt er mjög fjölbreytt, svarar Dagbjört, og snertir flesta fleti netverslunar. Vefumsjón og verkefnastýri þeim ólíku verkefnum sem unnin eru til að koma nýju netverslun Nettó í loftið ásamt daglegum rekstri í tiltekt á pöntunum og afhendingu.
Hvað er skemmtilegast við að vera rekstrarstjóri netverslunar hjá Samkaup?
Skemmtilegast er að vinna með þeim ólíku aðilum sem koma að netto.is. Að sjá svo verkefni vaxa frá því að vera hugmynd á teikniborðinu og verða að veruleika. Það er líka ótrúlega gaman að sjá jákvæð viðbrögð við höfum fengið við nýja vefnum og hversu margir hafa tekið þátt í notendaprófunum.
Hvernig viðheldurðu ástríðunni fyrir starfinu?
Það sem viðheldur ástríðu er þessi öra þróun sem á sér stað í netverslun og hvernig hún auðveldar fólki lífið. Matvaran er einstaklega spennandi þar sem hún er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi einstaklinga. Líka alltaf þessi vinna að gera betur í dag en í gær.
Hvernig er hinn staðlaði vinnudagur hjá þér?
Minn staðlaði vinnudagur undanfarið hefur einkennst af mörgum verkefna fundum með ólíkum samstarfsaðlum sem koma að netverslunni. Fundir tengt hönnun og viðmóti, tenginum við sölukerfi, tínslu og aksturskerfi. Allt þarf að tala saman svo kaupferlið gangi smurt fyrir sig. Svo koma inn mál á milli funda tengd daglegum rekstri sem þarf að leysa og þau eru mismunandi dag frá degi.
Hvaða vana myndir þú vilja breyta?
Það væri að hætta að drekka Monster orkudrykk, á mjög erfitt með að hætta því.
Ef þú værir bíll, hvaða bíll værir þú? Hvernig myndir þú lýsa þér?
Ég veit svo lítið um bíla og þekki ekki muninn á Benz og BMW. En myndi lýsa mér sem frekar vanaföst í persónulega lífinu en lifi og hrærist í stöðugum breytingum í vinnunni. Er nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki og hef ótrúlega gaman að því að læra og tileinka mér nýja hluti.
Hvað ertu að læra/lesa/bæta við þekkingu?
Þar sem ég hef mikinn áhuga á netverslun og stafrænni markaðssetningu þá er ég að lesa Building a Storybrand eftir Donald Miller. Á Udemy er ég að taka námskeið sem heitir Growth Hacking with Digital Marketing. Er líka með nokkur hlaðvörp tengd stafrænni markaðssetningu og netverslun sem ég hlusta á til og frá vinnu. Reyni að ná a.m.k 30 mín á dag í eitthvað fræðandi efni.
Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?
Núna er ég helst að vinna í að koma netverslun Nettó úr notendaprófunum og yfir á netto.is ásamt að fínpússa viðmótshönnun netverslunar inn í Samkaupa appinu sem er væntanleg bráðum.
Stafræn þróun, sjálfbærni og sí-og endurmenntun er mál málanna í dag. Hvernig hefur þú tæklað þessa hluti í þínu starfi?
Stafræn Þróun er orðin órjúfanlegur hluti af fyrirtækjum ásamt samfélagslegri ábyrgð að vera sjálfbær. Sí-og endurmenntun myndi ég telja mikilvægan part í þeirri árangri þeirrar vinnu. Tæknin og hvaða lausnir eru í boði er að breytast það hratt að ef þekking er ekki uppfærð reglulega með símenntun þá eiga fyrirtæki í hættu að dragast aftur úr.
____________________________________
Um Samkaup:
Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup strax. Samkaup hefur verið félagi í SVÞ frá árinu 1999.
____________________________________
SVÞ leitar eftir tilnefningum til leiðtoga mánaðarins. Hver er að gera góða hluti í kringum þig og hafa jákvæð áhrif á samfélagið?
SMELLTU HÉR til að tilnefna þinn leiðtoga.
30/09/2022 | Fréttir, Greinar, Innri, Umhverfismál
Orkukreppan sem nú gengur yfir í Evrópu, hefur þegar kveikt á aðvörunarbjöllum hjá fyrirtækjum í verslun, bæði í smásölu og heildsölu. Að mati EuroCommerce, Evrópusamtaka verslunarinnar, mun fjöldi fyrirtækja í greininni stefna í alvarlega rekstrarerfiðleika af völdum orkukreppunnar, komi ekki til opinber aðstoð í einhverri mynd. EuroCommece vekur sérstaka athygli á að í húfi sé framtíð þeirra 5 milljóna fyrirtækja sem starfandi eru í smásölu og heildsölu í álfunni. Þessi fyrirtæki hafa um 26 milljónir starfsmanna, en verslunin er sú atvinnugrein sem veitir flestu fólki vinnu í Evrópu. Um 12% vinnuafls í álfunni starfa við verslun.
Í könnun sem EuroCommerce gerði meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að orkukostnaður verslunarfyrirtækja hefur í sumum löndum fjórfaldast á stuttum tíma, eða frá því að stríð braust út í Úkraínu í febrúar s.l. Að mati samtakanna er mikilvægt að veita fyrirtækjum í verslun aðstoð á sama hátt og fyrirtækjum í ýmsum öðrum atvinnugreinum, sem þegar hefur verið veitt umtalsverð opinber aðstoð í einstökum aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Ákall EuroCommerce til framkvæmdastjórnarinnar og stjórnvalda í einstökum aðildarríkjum, er því að komið verði til móts við fyrirtæki í verslun á þessum sérstöku tímum. Samtökin leggja áherslu á að þar verði um tímabundna aðgerð að ræða, sem gangi til baka þegar orkumarkaðurinn hefur náð jafnvægi á ný. Samtökin daga sérstaklega fram mikilvægi verslunarinnar sem tengiliðarins milli framleiðenda og neytenda, þannig að ef vegið verður að rekstrargrunvelli fyrirtækja í verslun, muni slíkt hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir afkomu heimilanna.
Sú staða staða sem er uppi í orkumálum í Evrópu varpar skýru ljósi á þá öfundsverðu stöðu sem við Íslendingar erum í að þessu leyti.
Nánar má sjá umfjöllun EuroCommerce á meðfylgjandi tengli:https://www.eurocommerce.eu/2022/09/retail-and-wholesale-and-the-energy-crisis-an-urgent-need-for-support/
23/09/2022 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Auðlind vex af auðlind
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 verður haldinn miðvikudaginn 5. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10.30 undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind.
Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu.
Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Dagskrá umhverfisdagsins 5. október lýkur með afhendingu Umhverfisverðlauna atvinnulífsins og við tekur tengslamyndun og léttar veitingar fyrir fundargesti til kl. 11:00.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Venju samkvæmt afhendir forseti Íslands Umhverfisverðlaun atvinnulífsins.
Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu.
Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.
Smelltu HÉR fyrir nánari dagskrá og skráningu.
Umhverfisdagur 2022 dagskrá
16/09/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Lögfræðisvið SVÞ, Stjórnvöld
Um þessar mundir er frumvarp til fjárlaga 2023 til umfjöllunar á Alþingi. Því fylgir svokallaður bandormur sem inniheldur tillögur um breytingar á ýmsum skattalögum. Meðal þeirra atriða sem eru til umfjöllunar í bandorminum eru breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalds.
Næstu áramót taka gildi lög sem hafa það í för með sér að Evrópuskuldbindingar sem snúa að hringrásarhagkerfinu verða innleiddar í innlendan rétt. Í þeim felst m.a. að lögð verður skylda á innflytjendur og framleiðendur ýmissa vara til að fjármagna úrvinnslu úrgangs fleiri vöruflokka en áður. Jafnframt ber þessum aðilum að fjármagna sérstaka söfnun heimilisúrgangs en samhliða verða merkingar sorptunna samræmdar um allt land, þeim fjölgað, ásamt fjölgun íláta á grenndarstöðvum.
Af bandorminum leiðir að í farvatninu er umtalsverð hækkun úrvinnslugjalds sem er annars vegar er lagt á innflutning samhliða tollafgreiðslu vara og hins vegar á innlenda framleiðslu. Eru dæmi um að hækkun muni í tilviki nokkurra vöruflokka verða allt að þreföld. Grundvallast hækkunin á mati Úrvinnslusjóðs á væntum kostnaðarauka sem innleiðing hringrásarhagkerfisins hefur í för með sér.
Rétt er að taka fram að frekari breytinga er að vænta á næstunni þar sem Evrópuskuldbindingarnar fela m.a. í sér skyldu aðildarríkjanna til að aðlaga gjaldhæð úrvinnslugjalds að endurnýtingar- og endurvinnslumöguleikum vara.
Skrifstofa SVÞ hyggst á næstunni boða til félagsfundar þar sem framangreindar breytingar og forsendur þeirra verða kynntar. Meira um það síðar.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, benedikt(hjá)svth.is, s. 864-9136.