SVÞ kallar eftir stefnubreytingu í áfengismálum

SVÞ kallar eftir stefnubreytingu í áfengismálum

Morgunblaðið fjallar í dag um skipt­ar skoðanir á frum­varpi til laga um breyt­ingu á áfeng­is­lög­um sem Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra flutti fyr­ir Alþingi 25. maí sl. sam­kvæmt fram­komn­um um­sögn­um frá Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins (ÁTVR), Fé­lagi at­vinnu­rek­enda (FA), Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) o.fl.

Mark­mið frum­varps­ins er að heim­ila þrönga und­anþágu frá einka­leyfi ÁTVR á smá­sölu áfeng­is með því að heim­ila smærri áfeng­is­fram­leiðend­um sem upp­fylla ákveðin skil­yrði lag­anna að selja áfengt öl í smá­sölu á fram­leiðslu­stað.

Frum­varp sama efn­is hef­ur áður verið lagt fram á Alþingi en var ekki af­greitt. Nú­ver­andi frum­varp var lagt fram í aðeins breyttri mynd, m.a. vegna um­sagna sem bár­ust við frum­varpið í fyrra.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Aðalfundur Bílgreinasambandsins 9.júní n.k.

Aðalfundur Bílgreinasambandsins 9.júní n.k.

Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn 9.júní n.k. kl: 12:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Fundarsalur: Hylur, 1.hæð.
Boðið verður upp á léttar veitingar

Fundur er eingöngu ætlaður félagsmönnum og starfsfólki þeirra, nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf:
– Skýrsla stjórnar
– Reikningar bornir upp til samþykktar
– Kosning stjórnar og varamanna
– Lagabreytingar
– Önnur mál

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á AÐALFUNDINN

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi | Innherji

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi | Innherji

Fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða sé fyrir, fær vart staðist.

Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu skrifar grein í Innherja í dag þar sem hann bendir m.a. á að það geti ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði.

Þá bendir Jón Ólafur einnig á að enn á ný beinist atyglin að þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrir það fyrsta getur það ekki talist eðlilegt að fasteignaskattur ráðist óheft af markaðsvirði eigna, ekki síst við það ástand sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Að fasteignabóla, sem vafasamt er hvort innistæða er fyrir, hafi svo víðtæk áhrif á þennan skattstofn fær vart staðist. En það er þó fyrst og fremst skattprósentan sem aðkallandi er að breytist.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum

Jóhannes Jóhannsson, staðgengill framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) bendir á í viðtali inná VISI í dag að einungis 1.599 bílar séu eftir að kvóta stjórnvalda til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum.

Í fréttinni segir m.a.

Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna.

Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA

 

Áskorun að manna fólk í verslun á komandi árstíð

Áskorun að manna fólk í verslun á komandi árstíð

Morgunblaðið birti í dag grein um fjölgun ferðamanna í gegnum Leifsstöð í mai mánuði, en vöxtur umferðar var 9% umfram spám.

Í greininni kemur fram að margt sé líkt við uppgangsár ferðaþjónustunnar.  Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef að spá stofnunarinnar haldi, þá muni atvinnuleysi halda áfram að minnka og verði 3.9% í september n.k frá 4,5% sem það var í apríl s.l.

Þá er vitnað í Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem bendir einnig á að það verði áskorun að manna fólk í verslun á komandi árstíð.

SMELLIÐ HÉR til að lesa alla fréttina. 

Útskrift úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk úr Verslunarskóla Íslands

Útskrift úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk úr Verslunarskóla Íslands

Verslunarskóli Íslands útskrifaði þrjá nemendur á dögunum úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk en námið býður upp á raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu.

Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlan

Með þessari útskrift hefur Verslunarskóli Íslands útskrifað 12 nemendur með fagbréf í fórum sínum. Sumir nemendanna halda svo áfram og ljúka stúdentsprófi samhliða fagnáminu.

Þau fyrirtæki sem eru sem eru aðilar að þessu verkefni í dag eru Samkaup, sem dögunum tók á móti Menntaverðlaunum atvinnulífsins 2022,  Domino’s, Húsasmiðjan, Nova og Rönning.

SJÁ FRÉTT FRÁ VÍ