30/03/2022 | Fréttir, Menntun
Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl n.k. en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.
Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent.
Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað í forrými þar sem öflugir aðilar úr atvinnulífinu kynna sig.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.
SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU
30/03/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Umhverfismál, Verslun, Þjónusta
Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?
Miðvikudaginn 6.apríl n.k. ætlar Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúa SPI á Íslandi að fræða okkur um leiðir til að mæla raunverulegan árangur á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana.
Rósbjörg mun deila sýn og segja frá hvernig aðgerðir atvinnulífsins geta raunverulega haft áhrif á samfélög og deilir með okkur;
- Hvað er Framfaravogin?
- Hvernig er hægt að nýta slíkt verkfæri?
- Hvernig finnum við okkar hlutverk í samfélaginu?
Um fyrirlesarann:
Rósbjörg Jónsdóttir er íslenski samstarfsaðili Social Progress Imperative (SPI) á Íslandi.
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
30/03/2022 | Fréttir, Innra starf, Innri, Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022 verður haldinn fimmtudaginn 31. mars n.k. kl. 16:00
Staður: Fundarsalurinn Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Skráning fer fram hér fyrir neðan:
Dagskrá:
- Kl: 15.50 Húsið opnar
- Kl: 16.00 Málstofa – öllum opin
- Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
- Gestur: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
- Almennar fyrirspurnir og umræður
- Kl: 17.00
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja opinn fulltrúum aðildarfélaga
- Setning fundar
- Skipun fundarstjóra
- Skipun ritara
- Skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár
- Stjórnarkjör:
- a) Kjör formanns
- b) Kjör tveggja meðstjórnend
- c) Kjör tveggja varamanna
- Önnur mál
SMELLTU HÉR FYRIR SKRÁNINGU
26/03/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Morgunblaðið fjallar í dag um umsagnir SVÞ við frumvarp Hildar Sverrisdóttur og fjögurra meðflutningsmanna á Alþingi um leyfi á netverslun með áfengi. En afar skiptar skoðanir eru á hvort leyfa á slíka verslun. Lagt er til í frumvarpinu að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.
Þar segir: „Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja að með samþykkt frumvarpsins yrði tekið eðlilegt skref, og auknar líkur á að innlend verslun fái að þróast í samhengi við erlenda þróun. Enginn vafi ríki á um heimildir erlendra vefverslana til að selja íslenskum neytendum áfengi og engar takmarkanir séu heldur á heimildum neytenda til þátttöku í slíkum viðskiptum. Slík netverslun virðist hafa dafnað á tímum heimsfaraldursins en einkaleyfi ÁTVR feli í sér skorður á atvinnufrelsi og það sé „undir háþrýstingi um þessar mundir“.
SJÁ HEILDARFRÉTT INNÁ MBL
23/03/2022 | Fréttir, Stjórnvöld
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá mars 2022
Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 4. mars um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 956/2020, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.
Í yfirlýsingu FATF frá því í mars kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:
Afganistan
Albanía
Alþýðulýðveldið Kórea
Bahamaeyjar
Barbados
Botsvana
Búrkína Fasó
Cayman eyjar
Filippseyjar
Ghana
Haítí
Írak
Íran
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Malí
Malta
Marokkó
Máritíus
Mjanmar/Búrma
Níkaragva
Pakistan
Panama
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Senegal
Simbabve
Suður-Súdan
Sýrland
Trinidad og Tóbagó
Tyrkland
Úganda
Vanúatú
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skulu tilkynningarskyldir aðilar gefa aðilum frá nefndum ríkjum sérstakan gaum, m.t.t. aukinnar hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018.
SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT FRÁ RÍKISSKATTSTJÓRA
17/03/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Viðskiptablaðið fjallar í dag um ræðu Jóns Ólafs Halldórssonar, formann Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), á ráðstefnu samtakanna Virkjum hugann! 360°sjálfbærni fyrr í dag og gerði eftirlitstofnunum að umræðuefni sínu.
„Eftirlit með því að lögum og reglum sé fylgt í atvinnulífinu er nauðsynlegt,“ segir Jón. Hann bætir við að ríkisstjórnin og flestir atvinnurekendur séu sammála um að hægt sé að gera skýrari reglugerðir en eru í dag og auk þess að einfalda eftirlit með því að þeim sé framfylgt á samræmdan hátt. Eftirlitsiðnaður sé þannig eins og „illviðráðanlegur frumskógur þar sem erfitt er að rata og gengur lítið að komast út úr þótt vilji sé fyrir hendi.“
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA