17/10/2025 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Umhverfismál, Verslun
Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR) tók gildi í desember 2024. Markmið hennar er að draga úr magni umbúða, auka endurvinnslu og efla hringrásarhagkerfið.
Í grein Guðrúnar Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunnni, kemur fram að reglugerðin muni leiða til aukinna krafna á framleiðendur og seljendur vöru í Evrópu — og að nauðsynlegt sé að greina sérstaklega hvernig innleiðing slíkra reglna hefur áhrif á verð, vöruúrval og atvinnulíf á Íslandi.
Sjálfbærni verður að byggja á raunhæfum lausnum sem stuðla að bæði umhverfisvernd og rekstrarhæfni fyrirtækja í landinu.
📖 Lesa má grein Guðrúnar í heild sinni á vb.is.
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 kl. 09:00 munu sérfræðingar Deloitte i samstarfi við SVÞ og SI halda fræðslufund á netinu um reglugerð PPWR.
Smelltu hér til að skrá þig til leiks.
13/10/2025 | Fréttir, Greining, Stjórnvöld, Verslun, Viðburðir
Ójafnar leikreglur í alþjóðlegri netverslun skapa aukinn samkeppnishalla fyrir íslensk og evrópsk fyrirtæki.
Ný skýrsla frá EuroCommerce – samtökum evrópskra verslunar- og þjónustufyrirtækja – varpar ljósi á hvernig stórir alþjóðlegir netmarkaðir á borð við Temu og Shein hafa skapað nýjar áskoranir í netverslun frá þriðju ríkjum.
Í skýrslunni kemur fram að innlend og evrópsk fyrirtæki, sem fylgja ströngum reglum um vöruöryggi, umhverfi og skatta, standi frammi fyrir ósanngjarnri samkeppni gagnvart seljendum utan EES sem oft sleppa við slíkar skyldur.
Þetta leiðir til verulegs samkeppnishalla, en jafnframt hættu fyrir neytendur þar sem fjöldi vara sem seldar eru beint frá þriðju ríkjum stenst ekki evrópska staðla.
Ótryggar vörur, skert öryggi – og skakkur leikvöllur
Samkvæmt EuroCommerce uppfylla allt að 80% vara sem seldar eru í gegnum netmarkaði á borð við Temu og Shein ekki öryggis- og gæðakröfur Evrópu.
Þrátt fyrir að milljarðar sendinga berist árlega inn á markaðinn bera netmarkaðstorgin sjálf enga lagalega ábyrgð á vörunum sem þau selja – ólíkt innlendum dreifingaraðilum sem þurfa að uppfylla strangar reglur.
Á Haustréttum SVÞ 7. október sl., sagði Runar Wilksnes aðalhagfræðingur VIRKE, systursamtök SVÞ í Noregi, að þar í landi kæmu á hverjum degi 30.000.- sendingar frá Temu og Shein.
Þetta veldur tvöföldu tjóni:
- Neytendur standa frammi fyrir óöruggum vörum, efnainnihaldi og rafmagnstækjum sem ekki uppfylla staðla.
- Fyrirtæki innan EES missa markaðshlutdeild vegna ólöglega lágs verðs sem byggir á því að sleppa við kostnað sem fylgir ábyrgri starfsemi.
__________
Fundur SVÞ 29. október – Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast?
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu bjóða stjórnendum í verslun og þjónustu á upplýsingafund þann 29. október þar sem farið verður yfir stöðuna á Íslandi.
Skráðu þig hér:
👉 Alþjóðlegar netverslanir… hvað er að gerast? – Upplýsingafundur SVÞ
Hlaðið niður skýrslunni
Aðildarfélög SVÞ geta nú nálgast “Minni útgáfu” af EuroCommerce-skýrslunni um netverslun frá þriðju ríkjum. Skýrslan dregur fram lykilatriði um ósanngjarna samkeppni, lagaleg glufur og tillögur til að tryggja jafnvægi á evrópskum markaði.
📄EuroCommerce Report 2025 – Light Version
08/10/2025 | Fréttir, Greining, Greiningar, Skýrslur, Útgáfa, Verslun, Þjónusta
Haustréttir SVÞ 2025 (- Tölurnar tala sínu máli).pdf
Smelltu hér til að hlaða niður á PDF formati Haustréttir SVÞ 2025 (- Tölurnar tala sínu máli)
06/10/2025 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Ný grein Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var birt á Vísi í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi verslunar- og þjónustugreina í íslensku samfélagi.
Í greininni kemur fram að um 49 þúsund manns – tæplega fjórði hver starfandi Íslendingur – starfi í verslun og þjónustu, og að greinin gegni lykilhlutverki í að skapa verðmæti, atvinnu og tækifæri fyrir ungt fólk og fólk af erlendum uppruna.
Benedikt bendir á að verslun og þjónusta sé í dag einn stærsti vettvangur framtíðarstarfa á Íslandi, þar sem margir hefja feril sinn og vinna sig áfram í ábyrgðarstöður.
„Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta.“ segir Benedikt m.a. í greininni.
Greinina má lesa í heild sinni á Vísir.is.
03/10/2025 | Fréttir, Stjórnvöld, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Þriðjudaginn 7. október verða haldnir fyrstu Haustréttir SVÞ – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu í Vinnustofu Kjarvals, Fantasía 2. hæð við Austurstræti 10, 101 Reykjavík
Rétt eins og í haustréttum landsbyggðarinnar er markmiðið að smala saman, taka stöðuna og horfa fram á veginn. Á fundinum koma fram öflugir fulltrúar atvinnulífsins, stjórnmálanna og alþjóðlegra systursamtaka. Þar verða kynnt ný gögn um stöðu greinarinnar, rætt um forystu og framtíð, og deilt reynslusögum sem varpa ljósi á möguleika íslenskra fyrirtækja á alþjóðavísu.
Markmið Haustrétta er skýrt: að skapa vettvang þar sem æðstu stjórnendur í verslun og þjónustugreinum koma saman, eiga samtal sem verður að stefnu – og stefna að aðgerðum.
Skráning er í fullum gangi og hvetjum við félagsfólk til að tryggja sér sæti.
Athugið: Viðburðurinn er einungis í boði fyrir æðstu stjórnendur aðildarfélaga SVÞ.
🔗 Skráðu þig hér á Haustrétti SVÞ 2025
29/09/2025 | Fræðsla, Fréttir, Greinar
Ég veit ekki hvort þú veist það en það eru allar líkur á að í dag, í gær eða a.m.k. í vikunni eigir þú viðskipti við fyrirtæki sem er í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu. Fyrirtækin stuðla að frjósemi, reka leikskóla, selja matvörur, föt og byggingarvörur, miðla líftryggingum, leigja fasteignir, selja og gera við bíla, reka kvikmyndahús og veita útfararþjónustu – og allt þar á milli.
SVÞ eru málsvari um 430 fyrirtækja sem fylgja þér frá getnaði til grafar.
Þetta er ekki aðeins áhugaverð staðreynd því einkennandi greinar verslunar og þjónustu hafa mikil áhrif á samfélagið:
- Um 19% verðmætasköpunar þjóðarbúsins má rekja til verslunar og þjónustu en fyrir þá fjárhæð mætti kaupa hátt í 280 milljónir brauðosta af dýrari gerðinni.
- Um 40% einkaneyslunnar fer um hendur greinanna en fyrir þá fjárhæð mætti kaupa um 130 þúsund bíla af gerðinni Suzuki Vitara.
- Um 50 þúsund manns starfa í greinunum en með þeim fjölda væri unnt að kjaftfylla Laugardalsvöllinn rúmlega fimm sinnum.
- Árlega skila greinarnar 200 milljörðum króna í opinber gjöld sem er svipað og það kostar að mennta hátt í 70 þúsund grunnskólabörn.
Án fyrirtækjanna væri lítið um útrás annarra atvinnugreina. Hvar væri sjávarútvegurinn án eldsneytis og orku, varahluta og vöruflutnings? Hvernig stæði hugverkasköpunin án tæknibúnaðar? Hvernig ætli starfsmönnum í iðnaði liði án vinnufatnaðar? Væru allir ferðamennirnir enn í Reykjanesbæ ef engir væru bílarnir? Með hverju á að hræra í pottunum ef engar eru sleifarnar?
Það er hlutverk SVÞ að minna á þetta samhengi – og skapa vettvang þar sem fólk stillir saman strengi, ræðir áskoranir og horfir til framtíðar. Hinn 7. október næstkomandi fara fram Haustréttir SVÞ – leiðtogafundur verslunar og þjónustu.
Frá getnaði til grafar og inn í framtíðina. SVÞ standa vörð um hagsmuni sem snerta alla landsmenn, á hverjum einasta degi.
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Grein á Vísi Við fylgjum þér frá getnaði til grafar – Vísir