Kveðjustund hjá stjórn SVÞ: Andrés Magnússon lætur af störfum 1. september nk.

Kveðjustund hjá stjórn SVÞ: Andrés Magnússon lætur af störfum 1. september nk.

15. ágúst 2024 markaði tímamót hjá Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) þegar Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók þátt í sínum síðasta stjórnarfundi með samtökunum. Eftir að hafa leitt SVÞ af miklum krafti og byggt upp samtökin með glæsibrag frá því hann hóf störf þann 1. júní 2008, kveður hann nú starfið 1. september nk.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá hluta af stjórn SVÞ að kveðja Andrés með hlýhug. Frá vinstri má sjá Jón Ólaf Halldórsson, formann stjórnar SVÞ, Andrés Magnússon, Guðrúnu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Kokku, Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips, allar stjórnarkonur í SVÞ, og Benedikt S. Benediktsson, núverandi lögfræðing SVÞ og tilvonandi framkvæmdastjóra samtakanna.

Andrés hefur á undanförnum árum átt stóran þátt í að styrkja stöðu verslunar og þjónustugreina á íslenskum markaði, og undir hans stjórn hafa samtökin eflst og vaxið, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Stjórn SVÞ þakkar Andrési fyrir hans framlag og óskar honum velfarnaðar í öllum framtíðarverkefnum.

Stjórn SVÞ kveður Andrés Magnússon ágúst 2024

Ársfundur atvinnulífsins 2024

Ársfundur atvinnulífsins 2024

Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna.

Dagsetning: 19. september nk.
Staður:  Silfurberg, Harpa
Tími:      15:00 – 17.00

Græn orka er lykill að orkuskiptum og kolefnishlutleysi Íslands. Á komandi starfsári Samtaka atvinnulífsins beinum við kastljósinu að grænni orku og grænum lausnum. Við ræsum þá vegferð á Ársfundi atvinnulífsins 19. september undir yfirskriftinni Samtaka um grænar lausnir.

Nánari dagskrá fundarins er kunngjörð síðar í ágúst.

Skráning nauðsynleg HÉR! 

Áskoranir vegna fjölgunar greiðslumiðlunarfyrirtækja hjá RSV.

Áskoranir vegna fjölgunar greiðslumiðlunarfyrirtækja hjá RSV.

Samstarf og gagnsæi lykilatriði í þróun viðskiptaveltu RSV

Rekstur greiðslumiðlunarfyrirtækja hefur tekið miklum breytingum að undanförnu, sem hefur haft áhrif á gagnagrunn RSV – Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Í frétt frá RSV – segir að mikilvægt sé að tryggja áreiðanleg gögn fyrir verslunar- og þjónustugeirann, og því er RSV í samstarfi við stjórnvöld til að bæta aðgengi að gögnum. Fjölgun nýrra fyrirtækja og hæg gagnaskil frá stærri aðilum hafa skapað áskoranir fyrir RSV sem þakkar þolinmæðina á meðan unnið er að lausnum og munum upplýsa áskrifendur um framvindu mála fljótlega.

 

Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2024

Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2024

Samtök atvinnulífsins SA og aðildarfélögin hvetja fyrirtæki til að tilnefna sig til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2024 fyrir 6. september.

Verðlaunin, sem verða veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins 6. október 2024, heiðra bæði „Umhverfisfyrirtæki ársins“ og „Framtak ársins.“

Tilnefningarnar þurfa að fylgja settum viðmiðum og rökstuðningi. Einungis aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins geta verið tilnefnd. Þetta er einstakt tækifæri til að lyfta fram fyrirtæki sem standa framarlega í umhverfismálum.

Nánari upplýsingar og tilnefningarform má finna HÉR!

Nýr forstöðumaður ráðinn hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar

Nýr forstöðumaður ráðinn hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar

Klara Símonardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknarseturs Verslunarinnar (RSV).

Klara kemur með umfangsmikla reynslu úr verslunar- og markaðsgeiranum, en hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Petmark. Hún hefur einnig víðtæka þekkingu á markaðsrannsóknum og viðskiptafræði, með BSc gráðu frá Háskólanum á Bifröst og MBA nám frá Háskólanum í Reykjavík.

“Það er fengur fyrir Rannsóknarsetrið að fá Klöru inn í hlutverk forstöðumanns en hún hefur stjórnunarreynslu úr íslenskri verslun og þekkingu á þörfum verslunarinnar á gögnum og hagnýtingu þeirra en einnig hefur hún bakgrunn úr markaðsrannsóknum og útgáfu sem kemur til með að nýtast afar vel við þróun starfseminnar”,

segir María Jóna Magnúsdóttir formaður stjórnar RSV í sérstakri fréttatilkynningu.

Ný skýrsla EuroCommerce: Mikilvægi kolefnishlutleysis í verslunar- og þjónustugreinum.

Ný skýrsla EuroCommerce: Mikilvægi kolefnishlutleysis í verslunar- og þjónustugreinum.

EuroCommerce og ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman, gáfu í júní sl., út nýja skýrslu sem varpar ljósi á mikilvægi fyrirtækja í verslunar- og heildsölugreinum í að ná kolefnishlutleysi í Evrópu.
Skýrslan, sem ber heitið „Net Zero Game Changer“, leggur áherslu á áhrif greinarinnar á kolefnisútblástur og þörfina á auknu gagnsæi og samvinnu.

Meðal innihalds skýrslunnar má nefna:

  • Mikilvægi greinarinnar.
    Verslunar- og heildsölugreinin er ábyrg fyrir um 1.6 gigatonnum af CO2e útblæstri árlega, sem er um þriðjungur af heildarútblæstri Evrópu. Skýrslan undirstrikar mikilvægi þess að draga úr þessum útblæstri til að ná markmiðum Evrópusambandsins um 55% minnkun útblásturs fyrir árið 2030.
  • Áhersla á Scope 3 útblástur.
    Um 98% af útblæstri í greininni kemur frá því sem kallast ‘Scope 3’, sem felur í sér útblástur frá aðfangakeðjum, svo sem við framleiðslu, flutning og notkun vara. Þetta gerir það að verkum að mikilvægt er að fyrirtæki í verslun og þjónustu vinni náið með birgjum og öðrum aðilum í aðfangakeðjunni til að draga úr þessum útblæstri.
  • Reglugerðarlegar breytingar.
    Nýjar reglur, eins og tilskipun um sjálfbæra skýrslugjöf fyrirtækja [Corporate Sustainability Reporting Directive] (CSRD), munu krefjast meiri gagnsæis og skýrsluskilum varðandi kolefnisútblástur. Þetta býður fyrirtækjum upp á tækifæri til að vera leiðandi í sjálfbærni og auka traust neytenda.
  • Mikilvægi samræmdra mælinga.
    Skýrslan leggur til að þróa samræmdar aðferðir til að mæla og skrá útblástur, til að auka áreiðanleika gagna og bæta samanburð milli fyrirtækja. Þetta mun hjálpa til við að draga úr útblæstri á skilvirkari hátt.
  • Neytendavitund.
    Með því að veita neytendum upplýsingar um kolefnisfótspor vörur geta fyrirtæki í verslun og þjónustu stuðlað að aukinni meðvitund og hvatt til val á umhverfisvænni vörum.

Skýrslan „Net Zero Game Changer“ er mikilvægt innlegg í umræðuna um sjálfbærni og kolefnishlutleysi í verslunar- og heildsölugreininni. Hún kallar eftir samstilltu átaki allra aðila innan greinarinnar til að ná markmiðum um minni kolefnisútblástur og bætta sjálfbærni.

Smelltu HÉR til að hlaða niður allri skýrslunni.