Sprenging í erlendri netverslun: Byggingavörur upp um 50%

Sprenging í erlendri netverslun: Byggingavörur upp um 50%

Ný gögn RSV sýna mikla aukningu í netinnkaupum Íslendinga – fatnaður og byggingavörur leiða sóknina.

Erlend netverslun Íslendinga heldur áfram að vaxa og hefur náð nýjum hæðum á fyrsta fjórðungi ársins 2025. Samkvæmt nýjustu gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) jókst byggingavöruverslun um 50,3% á tímabilinu – sem endurspeglar auknar þarfir og væntingar neytenda gagnvart hagkvæmum og fjölbreyttum innkaupamöguleikum.

Heildarvelta erlendrar netverslunar tæpum milljarði króna, sem er 22,7% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Mikil aukning mældist einnig í fataverslun (18%) og öðrum vöruflokkum (22,3%).

Þessar tölur sýna greinilega hvernig íslenskir neytendur nýta sér erlenda netverslun í auknum mæli – þróun sem kallar á vandaða greiningu og aðlögun að nýjum aðstæðum.

RSV býður upp á ítarlega skýrslu þar sem farið er í spálíkön, sundurliðaðar tölur og kaupvenjur Íslendinga á erlendum mörkuðum. Félagsfólk SVÞ fá skýrsluna með afslætti – verð er 69.900 kr.

 Pantaðu skýrsluna með því að senda póst á: rsv(hjá)rsv.is

Heimurinn verslar í sófanum – og traustið skiptir meira máli |  McKinsey

Heimurinn verslar í sófanum – og traustið skiptir meira máli | McKinsey

Neytendur treysta sínum nánustu – ekki áhrifavöldum

Ný McKinsey-grein varpar ljósi á breytta kauphegðun neytenda frá 2019.

Ný skýrsla McKinsey, State of the Consumer 2025, sýnir að kauphegðun neytenda er að breytast hratt um allan heim. Netverslun og afhendingarþjónusta halda áfram að vaxa og þjónusta sem skilar hraða, þægindum og einfaldleika hefur aldrei verið mikilvægari. Í dag eru 21% máltíða borðaðar heima með aðstoð afhendingarþjónustu – tvöföldun frá 2019.

En það sem vekur sérstaka athygli er að neytendur taka ákvarðanir byggðar á trausti – og það traust byggir ekki á áhrifavöldum eða samfélagsmiðlum, heldur fjölskyldu, vinum og persónulegum tengslum. Samfélagsmiðlar eru taldir minnsti traustvekjandi þátturinn í kaupákvörðunum.

McKinsey greinin bendir á mikilvægi á:

  • Nýja nálgun í markaðssetningu: minna af ópersónulegum skilaboðum – meira af tengslamarkaðssetningu.

  • Endurmat á þjónustuferli: hversu hratt og þægilega getum við afhent vörur og þjónustu?

  • Nýsköpun og samvinna: ný tækifæri til að þróa staðbundnar lausnir með alþjóðlegri innblástur.

Kynntu þér niðurstöður skýrslu McKinsey – State of the Consumer 2025: When disruption becomes permanent SMELLTU HÉR! 

Aukum öryggi starfsfólks í verslun – SVÞ tryggir rödd atvinnurekenda

Aukum öryggi starfsfólks í verslun – SVÞ tryggir rödd atvinnurekenda

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, VR og Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) hafa tekið höndum saman vegna vaxandi áhyggna af ofbeldi og áreitni gagnvart starfsfólki verslana.  Í dag, 16. júní var undirritað sameiginlegt minnisblað sem markar upphaf samstarfs um þetta mikilvæga samfélagsmál.

Settur verður á laggirnar vinnuhópur skipaður fulltrúum atvinnurekenda og launafólks sem er meðal annars ætlað að draga fram áskoranir og hættur m.t.t. öryggis starfsfólks verslana. SVÞ munu tryggja aðkomu atvinnurekenda að hópnum en m.a. er ætlunin að á vettvangi hópsins verði deilt reynslu, þekkingu og viðbrögðum verslunarfyrirtækja á ólíkum sviðum.

Hlutverk hópsins er að taka saman og greina viðfangsefnið og kortleggja úrræði sem fyrirtæki hafa þegar gripið til eða gætu gripið til. Standa vonir til þess að úr verði sameiginlegar hugmyndir að viðbrögðum og góðum starfsvenjum sem auka öryggi allra í verslunum.

Ætlunin er að vinnuhópurinn ljúki störfum fyrir lok október 2025 og niðurstöður hans verða nýttar til að þróa frekara samstarf og samtal við stjórnvöld.

Nýleg könnun VR sýnir að 54% félagsmanna hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi á starfsferlinum. SVÞ tekur þessar niðurstöður alvarlega og fagnar því að atvinnurekendur og launþegar sameinist um mikilvægt verkefni sem ætti styðja bæði öryggi og heilbrigt starfsumhverfi.  Sjá minnisblað HÉR! 

SVÞ, VR & LÍV undirrita samstarfssamning 16.júní 2025

Frá undirritun samstarfssamnings milli SVÞ, VR & LÍV 16. júní 2025
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR,  Eiður Stefánsson, formaður LÍV, og Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ

 

 

Vegna misvísandi upplýsinga um stofn bifreiðahlunninda

Vegna misvísandi upplýsinga um stofn bifreiðahlunninda

SVÞ og Bílgreinasambandinu bárust upplýsingar um að óljóst hefði þótt hvort draga ætti fjárhæð rafbílastyrks úr Loftslag- og orkusjóði frá kaupverði bíls við ákvörðun stofns bifreiðahlunninda. Með öðrum orðum og í dæmaskyni hvort stofn bifreiðahlunninda vegna rafbíls sem var keyptur á 9 millj. kr. nemi 9 millj. kr. eða 8,1 millj. kr., þegar fengist hefur 900 þús. kr. styrkur úr sjóðnum. Að höfðu samráði við Skattinn vilja samtökin koma því á framfæri að bifreiðahlunnindin reiknast af kaupverði að frádregnum styrknum, sé á annað borð sótt um og hann ákvarðaður.

Nánari umfjöllun um bifreiðahlunnindi má finna á vefslóðinni https://www.skatturinn.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/skattmat/.
Þá má einnig finna reiknivél bifreiðahlunninda á eftirfarandi vefsíðu: https://www.skatturinn.is/einstaklingar/reiknivelar/reiknivel-bifreidahlunninda/

Ójafnvægi í skattkerfinu: Atvinnuhúsnæði skattlagt þrefalt hærra

Ójafnvægi í skattkerfinu: Atvinnuhúsnæði skattlagt þrefalt hærra

SVÞ kallar eftir skynsamlegri skattstefnu sveitarfélaga.  

Fasteignamat fyrir árið 2026 hækkar – og með því skattbyrði fyrirtækja um tvo milljarða króna. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu birta nú umfjöllun um áhrif fasteignaskatta á atvinnulífið og greiningu úr skýrslu PWC sem dregur fram hvernig atvinnulífið stendur undir stórum hluta af skatttekjum af fasteignum. 

Þrátt fyrir að atvinnuhúsnæði telji aðeins 9% af öllum fasteignum bera fyrirtæki 53% af fasteignasköttum landsins. Álag fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði getur verið allt að þrefalt hærra en á íbúðarhúsnæði. Reykjavíkurborg, sem einn stærsti áhrifaaðilinn, er með hærri fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði en tíðkast að meðaltali á landsvísu. 

Greining SVÞ leiðir í ljós að fasteignagjöld eru einn stærsti liður í rekstrarkostnaði atvinnuhúsnæðis eða sem nemur 40% og  skýrslan PwC sýnir hvernig Ísland sker sig úr miðað við samanburðarlönd með hæstu skattbyrði fasteigna sem hlutfall af landsframleiðslu. 

Við hvetjum sveitarfélög til að fylgja fordæmi þeirra sem nú þegar hafa lýst vilja til að lækka skatthlutfall fasteignaskatts og láta lækkunina ná til atvinnuhúsnæðis. Það er sérstaklega mikilvægt að sveitarfélögin taki virkan þátt í að halda niðri rekstrarkostnaði í atvinnulífinu.“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ. 

Skoðaðu skýrsluna í heild:Fasteignamat 2026 og áhrif á atvinnulífið