14/01/2022 | Fréttir, Verslun, Þjónusta
„Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“
VÍSIR.is – Atvinnumál birtir í dag áhugavert viðtal við Herdísi Pálu Pálsdóttur, stjórnunar og stjórnendamarkþjálfi og fráfarandi framkvæmdastjóra mannauðssviðs hjá Deloitte um breytingar á kröfum einstaklinga til vinnustaða og stjórnenda.
Herdís segir þar m.a.;
„Einstaklingar eru orðnir skýrari með fyrir hverja þeir vilja starfa og við hverja þeir vilja eiga viðskipti.“
Í raun þýðir þetta að valdahlutföllin eru að breytast; Að færast frá vinnuveitendum og meira yfir til einstaklinga. Þar sem allt hefur áhrif; umhverfismálin, stuðningur við fjölbreytileika, jafnrétti kynja, gegnsæi í launasetningu, virðingu í samskiptum, stuðning við sveigjanleika og velsæld og fleira.
Hún bendir einnig á að allt haldist þetta í hendur og segir:
„Trúverðug forysta, góð stjórnun, góð þjónusta og svo framvegis er því ekki bara eitthvað sem er smart að hafa heldur algjörlega nauðsynlegt og hefur áhrif á ímynd vinnustaða, árangur í rekstri, hversu vel þeim gengur að halda í vinnuafl og viðskiptavini og hversu viljugir fjárfestar eru að fjárfesta í þeim.“
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
Herdís Pála skrifaði bókina Völundarhús tækifæranna ásamt Dr Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur en þær gáfu félagsfólki SVÞ góða innsýn inní framtíðarheim starfa á fyrirlestrinum sínum þann 17.nóvember s.l.
Þú getur nálgast fyrirlesturinn HÉR!
ATH! Þú þarft að vera skráð/ur inná innri vef SVÞ til að hafa aðgang að öllu innra efni – sjá nánari HÉR!
14/01/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Stjórnvöld, Viðburðir
Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.
Viðburðurinn fer fram á ZOOM svæði SVÞ og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
10/01/2022 | Fréttir, Greining
Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir nýjustu greininguna á innlendri kortaveltu
Greining RSV á innlendri kortaveltu með daglegri tíðni leiddi í ljós skýr merki þess að Singles day hafi verið vinsælasti afsláttadagur nóvembermánaðar sl. tvö ár. 11,4% af heildarkortaveltu á netinu í nóvember sl. fór fram á Singles day, þann 11.11.2021. Velta á netinu í nóvember sl. var næst mest á Svörtum föstudegi en 6,7% af heildarkortaveltu á netinu fór fram þann 27.11.2021.
SJÁ NÁNAR HÉR
10/01/2022 | Fréttir, Stjórnvöld, Verslun, Þjónusta
Þjónustusamningur á sviði verslunar og þjónustu undirritaður
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV), hafa undirritað þjónustusamning til tveggja ára um framlag ráðuneytisins til rannsókna á sviði verslunar og þjónustu.
Með þjónustusamningum er lögð áhersla á að auka rannsóknir og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga á sviði verslunar og þjónustugreina og að þær upplýsingar séu birtar stjórnvöldum, almenningi og fyrirtækjum á aðgengilegan hátt.
RSV mun annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslunar- og þjónustugreinar á Íslandi í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni verslunar- og þjónustufyrirtækja. Sérstök áhersla verður lögð á gagnavinnslu sem tengist neyslu ferðamanna hér á landi og mun RSV m.a. greina mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna, sundurliðað eftir útgjaldaliðum.
SJÁ FRÉTT FRÁ STJÓRNARRÁÐUNEYTINU HÉR
Mynd: Stjórnarráðið
06/01/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Stafræna umbreytingin
Félagsmenn SVÞ munu í dag fá senda könnun í tölvupósti um stafræna hæfni sem unnin er fyrir Stafræna Hæfniklasann í samstarfi við SVÞ.
Könnunin er byggð á spurningum þróuðum af Center for Digital Dannelse og byggja á DigComp módeli um stafræna hæfni sem er á vegum Evrópusambandsins.
Meginmarkmið könnunarinnar er að leggja mat á almenna stafræna hæfni stjórnenda og á hvaða sviðum er þörf á aukinni hæfni til að efla stafræna hæfni fyrirtækja og stjórnenda í verslun og þjónustu.
Þessi könnun er hluti af stærra verkefni þar sem megin markmið er að efla íslensk fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk í stafrænni hæfni og tryggja það að við séum meðal þeirra fremstu í heimi í nýtingu stafrænnar tækni til að tryggja samkeppnishæfni og lífsgæði.
Prósent sér um framkvæmd könnunar og fer eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja þar sem sérstaklega er unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Einn heppinn þátttakandi hlýtur 30.000 kr. bankagjafakort.
05/01/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Morgunblaðið birtir í dag, 4.janúar 2022, frétt um nýja Evróputilskipun vegna skoðanna ökutækja. En SVÞ er málsvari skoðanastöðvanna og gerði verulegar athugasemdir við drög að nýrri skoðanahandbók, eins og kemur fram í frétt Morgunblaðsins.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA