Fréttatilkynning: Vegna fréttaflutnings um hertar kröfur til skoðunar ökutækja

Fréttatilkynning: Vegna fréttaflutnings um hertar kröfur til skoðunar ökutækja

FRÉTTATILKYNNING

Að undanförnu hefur sú afstaða verið látin í ljós í almennri umræðu að bifreiðaskoðunarstöðvar beri ábyrgð á hertum kröfum við skoðun ökutækja. Hið rétta er að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið setur reglurnar og það er á ábyrgð Samgöngustofu að útfæra þær nánar í skoðunarhandbók, leiðbeiningarriti skoðunarmanna. Bæði ný reglugerð um skoðun ökutækja og drög að nýrri skoðunarhandbók endurspegla í grundvallaratriðum lágmarksreglur ESB um skoðun ökutækja.

Við undirbúninginn komu SVÞ athugasemdum margsinnis á framfæri, bæði við ráðuneytið og Samgöngustofu og lýstu því viðhorfi m.a. að af hálfu íslenskra stjórnvalda gætti tilhneigingar til að ganga lengra en raunverulega væri þörf á.

Telja SVÞ sig m.a. hafa komið því áleiðis að vanda verði útfærsluna og gæta þess að nýta svigrúm sem er til staðar til að milda áhrif hertra krafna.

Nánari upplýsingar veitir:
Benedikt S. Benediktsson
Lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu
Sími 864 9136

Fréttavaktin: Jólaverslun gerbreytt

Fréttavaktin: Jólaverslun gerbreytt

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var á Fréttavaktinni, Hringbraut í kvöld og talaði m.a. um að hertar samkomureglur munu ekki hafa teljandi áhrif á jólaverslun eða aðgengi í búðir breytta tíma í jólaverslun landans. Stærsta áskorun íslenskra kaupmanna eru erlendir útsöludagar og netverslanir.

SMELLTU HÉR TIL AÐ NÁLGAST VIÐTALIР

Viðtalið við Andrés hefst á 05:26 mínútu

Jogging gallinn er jólagjöf ársins 2021 | Rannsóknarsetur verslunarinnar

Jogging gallinn er jólagjöf ársins 2021 | Rannsóknarsetur verslunarinnar

Verkefnið: Jólagjöf ársins endurvakið

Í ár ákváð Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) að endurvekja verkefnið Jólagjöf ársins sem legið hefur í dvala frá árinu 2015.

Verkefnið fór þannig fram að upplýsinga var aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV kom svo saman og valdi jólagjöf ársins.

Í fréttatilkynningu frá RSV segir:

Áberandi samhljómur var í umræðu rýnihóps RSV í ár og þeim hugmyndum sem fram komu um jólagjöf ársins. Greinilegt er að ástand sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan. Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega. Tíðarandinn kallar einnig greinilega á aukna umhverfisvitund en í umræðum rýnihópsins mátti líka greina samhljóm um mikilvægi meðvitaðra neysluhátta, að vörur hefðu notagildi og væri jafnvel hægt að endurnýta.

Notalegur fatnaður var það sem oftast bar á góma í umræðunum en það getur einmitt rímað við jólagjafaóskir neytenda skv. netkönnun Prósent. Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.

Jogging gallinn er vinsæll meðal neytenda, hann selst vel og fellur einstaklega vel að tíðarandanum. Jogging gallinn er bæði heimagalli en líka tískuvara. Hann er til á alla aldurshópa og öll kyn. Jogging gallinn hefur mikið notagildi, er þægilegur og kósý og fellur því einstaklega vel að tíðarandanum. Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara.

En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims.

SJÁ NÁNARI FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ RANNSÓKNARSETRI VERSLUNARINNAR

MYND FRÁ RSV

 

Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða október og nóvember mánaða

Hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða október og nóvember mánaða

Net-Nóvember í verslun

Rannsóknasetur verslunarinnar greinir frá síðusta fréttabréfi niðurstöður frá könnun verslunar á Íslandi í nóvember 2021.

Þar kemur m.a. fram að hlutfall netverslunar af heildarveltu í verslun jókst um 6,5% á milli mánaða en 13,3% af innlendri kortaveltu í verslun fóru fram í gegnum netið í nóvember sl.

Þá segir einnig að heildar greiðslukorta-velta í nóvember sl. nam tæpum 90 milljörðum kr. Veltan dróst saman um 4,6% á milli mánaða en jókst um 24,2% samanborið við nóvember 2020.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST NÁNARI UPPLÝSINGAR

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022 – Óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022 – Óskað eftir tilnefningum

MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS 2022

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 2. febrúar 2022.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 21. desember nk. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2022, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:

  • að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
  • að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
  • að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
  • að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar

Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:

  • að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu-innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
  • samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu-innan sem utan fyrirtækja

Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf en skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta verkefni. Vinsamlega skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar.

Tilnefningar og fylgiskjöl sendist rafrænt í tölvupósti á verdlaun@sa.is – eigi síðar en þriðjudaginn 21. desember nk.
Ekki er tekið við tilnefningum eða gögnum eftir þann tíma.

Verðlaunin verða veitt á Menntadegi atvinnulífsins 2. febrúar 2022 en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.

SJÁ NÁNARI FRÉTT FRÁ SAMTÖKUM ATVINNULÍFSINS

Mynd: SA

Samtök atvinnulífsins | Betri heimur byrjar heima 8.desember n.k.

Samtök atvinnulífsins | Betri heimur byrjar heima 8.desember n.k.

Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni

Samtök atvinnulífsins heldur áfram göngu sinni með fundaröðinni: Betri heimur byrjar heima.  Næsti streymisfundur verður miðvikudaginn 8.desember undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni.

Á streymisfundinum verður farið yfir hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni og þeim gefin tæki og tól sem þau geta nýtt sér á sinni vegferð.

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG Á FUNDINN