21/01/2022 | Fréttir, Innra starf
Viltu hafa áhrif á mótun samfélagsins?
Hagsmunagæsla á tímum mikilla breytinga
Síðustu tvö ár hafa fyrirtæki í verslun og þjónustu fengist við miklar áskoranir. Heimsfaraldur og sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda kalla sífellt á ný viðfangsefni og vinnubrögð. Brestir í aðfangakeðjunni, erfiðar aðstæður á flutningamarkaði og eftirspurnarbreytingar hafa breytt rekstraraðstæðum. Fordæmalausar hækkanir hráefnisverðs og flutningskostnaðar hafa blasað við nær öllum fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Útlit er fyrir hallarekstur ríkissjóðs næstu ár en viðbúnar eru breytingar á forsendum stefnu opinberra fjármála. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Sjaldan hefur verið mikilvægara að aðildarfyrirtæki SVÞ leggi sitt af mörkum á vettvangi samtakanna.
Með setu í stjórn SVÞ gefst þér tækifæri á að hafa áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslun og þjónustu.
Ertu ekki alveg kjörin/n?
LEITAÐ ER TILLAGNA UM FJÓRA MEÐSTJÓRNENDUR Í STJÓRN SVÞ OG FULLTRÚA SVÞ Í FULLTRÚARÁÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS
Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn samtakanna.
- Þrír stjórnarmenn taka sæti til næstu tveggja starfsára og einn til eins árs.
- Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.
Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 17. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 23. febrúar. Aðalfundur verður haldinn 17. mars nk.
Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.
- Formaður SVÞ til loka næsta starfsárs, 2022/2023 er Jón Ólafur Halldórsson, Marga ehf.
Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2022/2023:
- Guðrún Jóhannesdóttir, Kokku ehf.
- Hinrik Örn Bjarnason, Festi hf.
Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár. Einn meðstjórnandi mun ganga úr stjórninni á næsta aðalfundi og í hans stað þarf að kjósa nýjan meðstjórnanda til eins árs.
Tilnefningar til formanns SVÞ, stjórnar samtakanna og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is
Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 23. febrúar 2022.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.
Kjörnefnd SVÞ
18/01/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun, Þjónusta
FRÉTTATILKYNNING
Hvatning SVÞ til leiðtoga og stjórnenda fyrirtækja
Framsýni, innsæi og hugrekki eru eiginleikar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa á að halda þegar viðhorfsumbreytingar verða í samfélaginu. Samtök verslunar og þjónustu hvetja alla leiðtoga til að taka samtalið og festa niður aðgerðaáætlun svo þeim verði ávallt fært að endurtengja gildi, samfélagslega ábyrgð og traust.
Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.
„Við lifum á miklum umbreytingatímum. Á slíkum tímum skapast tækifæri til að horfa innávið og skoða fyrir hvað við stöndum og hvernig látum við gildin okkar endurspeglast bæði í orði og athöfnum? Fyrsta skrefið til breytinga er að taka samtalið. Því vill SVÞ hvetja leiðtoga til aðgerða sem stuðla að nærandi fyrirtækjamenningu fyrir alla.“ Segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.
SVÞ býður fulltrúum aðildarfyrirtækja sinna upp á fræðslu og hvatningu næstu vikurnar undir myllumerkinu #TökumSamtalið.
Hinn 26.janúar nk. mun Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi halda fyrirlesturinn „Trúverðuleiki og traust á markaði“ þar sem varpað verður ljósi á rannsóknir og rit um traust til einstaklinga og vinnustaða og stýrir um leið samtali um virði trausts.
SKRÁNING HÉR
Hinn 2. febrúar nk. mun Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi og meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar, standa fyrir sérsniðnum viðburði þar sem þátttakendur skoða hvernig birtingarmyndir á staðalímyndum kynjanna eru ómeðvitað að stjórna aðgerðum okkar og framgangi. Skoðum hvað er til ráða og veltum upp spurningunni: Hversvegna er alveg hægt að kenna gömlum hundum að sitja?
SKRÁNING HÉR
_____
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
14/01/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Stjórnvöld
Á MIÐNÆTTI TAKA GILDI HERTAR REGLUR UM SAMKOMUTAKMARKANIR
- Í verslunum verður heimilt að taka á móti 50 manns í rými og til viðbótar fimm viðskiptavinum fyrir hverja 10 m 2 umfram 100 m 2 .
- Þó mega verslanir að hámarki taka á móti 200 viðskiptavinum í rými.
- Áfram skal leitast við að viðhafa 2 metra nálægðartakmörkun þar sem fólk staldrarvið í lengri tíma, svo sem í biðröðum á kassasvæðum.
- Áfram er óskoruð grímuskylda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.
Að öðru leyti skal á öllum vinnustöðum, s.s. á skrifstofum, og í allri starfsemi tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými.
_________________________
Fyrir stundu var birt tilkynning á vef heilbrigðisráðuneytisins með fyrirsögnina COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti. Í tilkynningunni segir m.a.:
Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.
Í tilkynningunni er að finna drög að nýrri reglugerð um takmörkum á samkomum vegna farsóttar. Gengið er út frá því að hún verði birt í dag í Stjórnartíðindum og taki gildi á miðnætti.
Af lestri reglugerðardraganna verður ráðið að þær meginreglur muni gilda að fjöldasamkomur, þar sem 10 einstaklingar eða fleiri koma saman, séu óheimilar og tryggja skuli að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
Í tilviki verslana er vikið frá meginreglunum að tvennu leyti:
- Verslunum verður heimilt að taka við 50 manns í rými og til viðbótar 5 viðskiptavinum í viðbót fyrir hverja 10 m2 umfram 100 m2.
Sú meginbreyting verður hins vegar að í stað þess að hámarksfjöldi viðskiptavina í rými nemi 500 viðskiptavinum mun hann nema 200 viðskiptavinum.
Svo dæmi sé tekið verður unnt að taka á móti 50 viðskiptavinum í 90 m2 rými, 55 viðskiptavinum í 110 m2 rými, 100 viðskiptavinum í 200 m2 rými, 150 viðskiptavinum í 300 m2 rými og 200 viðskiptavinum í 400 m2 rými eða stærra.
- Óskoruð grímuskylda mun gilda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.
SJÁ NÁNAR TILKYNNINGU FRÁ STJÓRNARRÁÐI ÍSLANDS
14/01/2022 | Fréttir, Verslun, Þjónusta
„Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“
VÍSIR.is – Atvinnumál birtir í dag áhugavert viðtal við Herdísi Pálu Pálsdóttur, stjórnunar og stjórnendamarkþjálfi og fráfarandi framkvæmdastjóra mannauðssviðs hjá Deloitte um breytingar á kröfum einstaklinga til vinnustaða og stjórnenda.
Herdís segir þar m.a.;
„Einstaklingar eru orðnir skýrari með fyrir hverja þeir vilja starfa og við hverja þeir vilja eiga viðskipti.“
Í raun þýðir þetta að valdahlutföllin eru að breytast; Að færast frá vinnuveitendum og meira yfir til einstaklinga. Þar sem allt hefur áhrif; umhverfismálin, stuðningur við fjölbreytileika, jafnrétti kynja, gegnsæi í launasetningu, virðingu í samskiptum, stuðning við sveigjanleika og velsæld og fleira.
Hún bendir einnig á að allt haldist þetta í hendur og segir:
„Trúverðug forysta, góð stjórnun, góð þjónusta og svo framvegis er því ekki bara eitthvað sem er smart að hafa heldur algjörlega nauðsynlegt og hefur áhrif á ímynd vinnustaða, árangur í rekstri, hversu vel þeim gengur að halda í vinnuafl og viðskiptavini og hversu viljugir fjárfestar eru að fjárfesta í þeim.“
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
Herdís Pála skrifaði bókina Völundarhús tækifæranna ásamt Dr Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur en þær gáfu félagsfólki SVÞ góða innsýn inní framtíðarheim starfa á fyrirlestrinum sínum þann 17.nóvember s.l.
Þú getur nálgast fyrirlesturinn HÉR!
ATH! Þú þarft að vera skráð/ur inná innri vef SVÞ til að hafa aðgang að öllu innra efni – sjá nánari HÉR!
14/01/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Stjórnvöld, Viðburðir
Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.
Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.
Viðburðurinn fer fram á ZOOM svæði SVÞ og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
10/01/2022 | Fréttir, Greining
Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir nýjustu greininguna á innlendri kortaveltu
Greining RSV á innlendri kortaveltu með daglegri tíðni leiddi í ljós skýr merki þess að Singles day hafi verið vinsælasti afsláttadagur nóvembermánaðar sl. tvö ár. 11,4% af heildarkortaveltu á netinu í nóvember sl. fór fram á Singles day, þann 11.11.2021. Velta á netinu í nóvember sl. var næst mest á Svörtum föstudegi en 6,7% af heildarkortaveltu á netinu fór fram þann 27.11.2021.
SJÁ NÁNAR HÉR