Tvær meginástæður fyrir dagvöruverðshækkanir

Tvær meginástæður fyrir dagvöruverðshækkanir

Tvær meginástæður eru fyrir því að dagvöruverðshækkanir vegna faraldursins koma fyrst fram núna að sögn SVÞ.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að það eru tvær meginástæður fyrir því að verðlagshækkanir á innfluttri mat- og dagvöru eru að koma fram fyrst núna, en verslunarmenn segjast eiga miklar hækkanir í vændum frá sínum birgjum og hafa varað við yfirvofandi holskeflu verðhækkana í kjölfarið.

„Fyrir það fyrsta tekur tíma frá því að kornið er skorið á akrinum þar til það verður að fullbúinni neysluvöru. Þetta er töluvert ferli. Að sama skapi tekur það því tíma fyrir áhrifin af hrávöruverðshækkunum að koma fram í verðlagi neytendavara. Hitt er það að tilkynningar erlendra birgja um verðbreytingar berast svo til alltaf í upphafi árs. Heildsalarnir eru að fá þessar tilkynningar mjög mikið þá. Þannig hefur það alltaf verið,“ bendir Andrés á í viðtalinu.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Fallist á að röng verðmerking vöru hafi ekki verið skuldbindandi gagnvart neytanda

Fallist á að röng verðmerking vöru hafi ekki verið skuldbindandi gagnvart neytanda

SVÞ aðstoðar í málum fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Á haustmánuðum veitti skrifstofa SVÞ aðildarfyrirtæki samtakanna aðstoð í málum fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.

Vara hafði verið boðin til sölu á tilboðsverði, bæði í netverslun og hefðbundinni smásöluverslun, en þau mistök gerð að rangt söluverð var tilgreint. Nam hið rangt tilgreinda tilboðsverð aðeins 10% af því verði sem til stóð að bjóða enda vantaði einn tölustaf í verðmerkinguna.

Nokkrir neytendur höfðu pantað vöruna í netverslun og greitt fyrir. Þegar verslunin varð mistakanna var, áður en til afhendingar kom, hafði hún samband við kaupendur, upplýsti um mistökin, endurgreiddi kaupverðið og tilkynnti að hún teldi sér ekki skylt að standa við söluna í ljósi aðstæðna.

Tveir kaupenda óskuðu úrskurða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa og kröfðust þess fyrir nefndinni að versluninni yrð gert að afhenda söluvörurnar gegn greiðslu hins rangt tilgreinda tilboðsverðs. Kærunefndin hafnaði kröfum þeirra beggja.

Í málunum reyndi á ákvæði 5. mgr. 3. gr. reglna nr. 536/2011, um verðmerkingar og einingarverð við sölu á vörum, sem er efnislega á þá leið að fyrirtækjum sé skylt að selja vöru á því verði sem verðmerkt er, einnig þótt um mistök sé að ræða, nema kaupanda megi vera mistökin ljós.  Fá dæmi eru um að reynt hafi á ákvæðið og því veitir rökstuðningur kærunefndarinnar fágæta leiðbeiningu um mat á slíkum kringumstæðum. Ber a.m.k. annar úrskurðanna það með sér að sjálf mistökin þurfi ekki í öllum tilvikum að vera neytanda ljós þegar hann tekur ákvörðun um kaup, leggur inn pöntun og greiðir kaupverð heldur geta viðbrögð verslunarinnar þegar hún áttar sig á að mistök hafi orðið haft mikið að segja. Þann lærdóm má einnig draga af úrskurðunum að verslanir verði að gæta þess sérstaklega að söluverð sé ávallt rétt merkt.

Réttur neytenda til að fá vöru afhenta gegn greiðslu merkts söluverðs er verulega ríkur og þarf mikið til að koma svo verslanir geti komist undan slíkri afhendingu. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu kærunefndarinnar en von er á að svo verði innan tíðar.

RÚV | Ekkert bendir til að dragi úr verðhækkunum á næstunni

RÚV | Ekkert bendir til að dragi úr verðhækkunum á næstunni

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagði í fréttaviðtali hjá RÚV rétt í þessu að ekkert benda til þess að það dragi úr verðhækkunum næstu mánuði. Hrávöruverð á heimsmörkuðum sé í sögulegu hámarki. Seðlabankinn eigi engin tól gegn því.

Þá benti Andrés á að heimsmarkaðsverð á hrávöru, hvaða nafni sem hún nefnist, hefur hækkað fordæmalaust á einu og hálfu ári. Þar sé skýringa að leita á hækkun vöruverðs. Verðbólgudraugurinn hafi vaknað á ólíklegustu stöðum, jafnvel í Þýskalandi sem þekkt sé fyrir flest annað en verðbólgutölur. Hann segir samtökin margsinnis hafa bent á hvað væri í aðsigi og nú komi verðbólgan í andlitið á okkur.

„Við höfum ekki séð svona hækkanir á friðartímum, það er bara þannig. Allir indexar, allar vísitölur, allar hrávöruvísitölur staðfesta það. Það getur engum dottið það í hug að fyrirtæki, hvort sem þau eru stór eða smá, hvaða nafni sem þau nefnast, geti tekið þetta á sig. Það er skrifað í skýin að þegar svona miklar hækkanir verða á innkaupsverði þá hefur það áhrif á verðlag, það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum“ bætir Andrés við.

SJÁ FRÉTT Á RÚV HÉR

COVID reglur frá og með miðnætti í kvöld.

COVID reglur frá og með miðnætti í kvöld.

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra tek­ur gildi á miðnætti og fel­ur í sér eft­ir­tald­ar breyt­ing­ar:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fari úr 10 í 50 manns.
  • Nánd­ar­regla fari úr 2 metr­um í 1 metra.
  • Óbreytt grímu­skylda, sem tek­ur þó al­mennt mið af nánd­ar­reglu.
  • Sund-, baðstaðir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíðasvæði verði heim­ilt að hafa opið með 75% af­köst­um.
  • Íþrótta­keppn­ir verði áfram heim­il­ar með 50 þátt­tak­end­um og áhorf­end­ur séu leyfðir á ný.
  • Há­marks­fjöldi í versl­un­um geti mest orðið 500 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spila­stöðum og spila­köss­um verði heim­ilað að opna á ný.
  • Veit­inga­stöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heim­ilt að hleypa nýj­um viðskipta­vin­um til kl. 23.00 en gest­um verði gert að yf­ir­gefa staðina kl. 00.00.
  • Á sitj­andi viðburðum verði heim­ilt að taka á móti allt að 500 gest­um í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nánd­ar­reglu milli óskyldra aðila auk grímu­skyldu. Ekki verði þörf á hraðpróf­um.
  • Í skól­um verði óbreytt­ar tak­mark­an­ir, þó þannig að þær verði aðlagaðar fram­an­greind­um til­slök­un­um eft­ir því sem við á.
  • Reglu­gerðin gildi í tæp­ar fjór­ar vik­ur til og með 24. fe­brú­ar.

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu seg­ir að ráðherra hafi vikið lít­il­lega frá til­lög­um sótt­varna­lækn­is, þ.e. með því að láta nýju regl­urn­ar taka gildi fyrr, lengja opn­un­ar­tíma veit­ingastaða um tvær klukku­stund­ir í stað einn­ar og hækka há­marks­fjölda í versl­un­um.

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji tekur fyrir nýbirtar verðbólgutölur Hagstofunnar í morgun.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012.  Þá hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,5 prósent, sem hafði áhrif á vísitöluna til hækkunar um 0,25 prósent. Þá hækkaði einnig verð á mat og drykkjarvörum um 1,3 prósent og rafmagn og hiti um 3,7 prósent.

Á móti lækkaði verð á fötum og skóm um 8 prósent, sem má rekja til þess að vetrarútsölur eru víða í gangi, og eins verð á húsgögnum og heimilisbúnaði.

SJÁ GREIN INNHERJA HÉR