Veggspjöld á ensku og pólsku um notkun á hönskum og grímum
Embætti landlæknis og Landspítalinn hafa nú gefið út veggspjaldið „Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum“ líka á ensku á pólsku. Hlaða má veggspjöldunum niður á pdf form með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan en einnig er hægt að nálgast þau og önnur veggspjöld tengd COVID-19 hér á svth.is/holdum-afram/covid19-efni
Sértilboð til félagsmanna á þjónustunámskeið Gerum betur!
Nú í apríl og maí býður Gerum betur sértilboð til félagsmanna: 25% afslátt á þjónustunámskeiðum sem kennd eru í gegnum netið.
Þrjú námskeið eru í boði og þrjár upphafsdagsetningar fyrir hvert þeirra.
Dagsetningarnar eru 27. apríl, 11. maí og 25. maí.
Kynntu þér námskeiðin með því að smella á viðeigandi hnapp hér fyrir neðan.
Afsláttarkóðinn fyrir félagsmenn er gerumbetur
Gleðilega páska!
Við óskum félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra páska!
Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu
Félagsmönnum í SVÞ, SAF og SI bjóðast nú sérkjör, 50% afsláttur af námsbraut Markaðsakademíunnar sem kennd er á netinu: Stafræn hraðbraut – viðskipti á netinu.
Þekking og færni í stafrænni markaðssetningu er lykilatriði í að ná árangri í verslun og þjónustu. Covid-19 mun auka veltu netverslana geysilega mikið sem mun að jafnframt hafa mikil áhrif á kauphegðun að loknum hamförunum.
Öll fyrirtæki verða því að koma sér upp þekkingu og færni í sölu og markaðssetningu á netinu, tíminn til að byrja er núna!
Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu samanstendur af sex áföngum í fjarnámi sem þátttakendur hafa 12 mánuði til að klára. Þátttakendur læra í gegnum netið og þeir geta lært hvar og hvenær sem þeim hentar.
Áfangarnir eru:
- Markaðsstarf í Kreppu: Grunnatriði í markaðsstarfi á óvissutímum. Námskeiðið kennir greiningu, stefnumótun og samsetningu aðgerðaráætlunar. Þátttakendur læra að bregðast við breytingum á markaði með réttu boði, fyrir réttan hóp, á réttum tíma og á réttu verði.
- Vefverslun & Shopify: Á námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Farið er skref fyrir skref yfir það hvernig vefverslun er uppsett, og hvernig kerfið virkar.
- Auglýsingakerfi Facebook og Instagram: Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum og kostum sem auglýsingakerfi Facebook býður uppá.
- Auglýsingakerfi Google og Youtube: Námskeiðið kennir þátttakendum að ná góðum tökum á auglýsingakerfi Google: leitarorðum, vefborðum og myndbandsauglýsingum á Youtube. Ennfremur að skilja og nýta tölfræðina sem auglýsingakerfið býður uppá svo ná megi hámarks árangri.
- Myndvinnsla með Photoshop: Námskeiðið kennir þátttakendum að vinna myndir og myndvinnslu. Sérstök áhersla er á að hjálpa starfsfólki fyrirtækja að verða sjálfbært í einfaldari hönnunarverkefnum eins og fyrir vefi, samfélagsmiðla og Google og Facebook auglýsingar. Slík þekking og færni getur sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir á ári og gert fyrirtækjum kleift að setja meiri kraft í markaðssókn með fjölbreyttara markaðsefni. Þetta sparar fyrirtækjum háar fjárhæðir með því að geta gert einfalda myndvinnslu án aðkomu hönnuða.
- Tölvupóstar í markaðsstarfi: Lærðu að ná hámarksárangri í samskiptum við neytendur með tölvupóstum. Ennfremur að ná tökum á sjálfvirknivæddum tölvupóstsamskiptum til að auka sölu.
>> SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ FREKARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG
Höldum áfram – samstaðan mun fleyta okkur langt
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, skrifar í Morgunblaðið laugardaginn 4. apríl:
Eins og margoft hefur verið sagt á undanförnum vikum er það sameiginlegt viðfangsefni okkar allra að komast í gegn um þann skafl sem við blasir. Og þó að sá vetur sem brátt kveður hafi flutt til okkar fleiri óveðurslægðir en tölu verður á komið, þá var glíman við snjóskafla vetrarins barnaleikur í samanburði við þær appelsínugulu heilsufars- og efnahagslegu viðvaranir sem við nú horfumst í augu við.
Við Íslendingar höfum áður þurft að glíma við erfiðleika og oftast leyst þá með prýði. Við ætlum að gera það einnig núna, enda má segja að við séum hokin af reynslu í þeim efnum. Langflest berum við fullt traust til þess fólks sem skipar framvarðarsveitina og vísar okkur veginn, enda nálgast þau verkefni sitt af yfirvegun og hæfilegri festu. Við höfum einnig fulla ástæðu til að hafa trú á sjálfum okkur og framtíð okkar, enda höfum við aldrei verið eins vel í stakk búin til að takast á við áföll og nú.
Við þessar aðstæður skiptir miklu að allir sem eiga þess kost haldi áfram sínu daglega lífi. Þar með talið að eiga þau viðskipti við verslanir og önnur þjónustufyrirtæki sem hver og einn telur nauðsynleg. Með því móti leggjum við okkar að mörkum til að draga úr neikvæðum afleiðingum þess faraldurs sem á okkur dynur. Með því móti leggjum við einnig okkar að mörkum til að gera þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem nú glíma við mikinn vanda, auðveldara að komast í gegn um erfiðleikana. Þar er sannarlega til mikils að vinna.
Sóttkví eða aðrar ástæður sem gera fólki ómögulegt að fara út úr húsi er þarna engin hindrun. Netverslun og heimsending er mál málanna við þessar aðstæður, enda er fjöldinn allur af verslunum og öðrum þjónustuaðilum farin að bjóða upp á slíkt. Ört stækkandi hópur neytenda nýtir sér þá þjónustu og leggur þar með sitt lóð á vogaskálina við að halda hagkerfinu gangandi.
Sýnum í verki samtakamátt okkar og skiptum við íslensk fyrirtæki. Með því hjálpum við fyrirtækjunum að komast yfir erfiðasta hjallann og leggja þar með grunn að kröftugri viðspyrnu atvinnulífsins þegar aftur birtir til.