17/02/2025 | Fréttir, Innri, Verslun, Þjónusta
Lokaútkall til félagsfólks SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Nú leitum við að þér – já, þér!
Við leitum að:
- Formanni SVÞ.
- Þremur meðstjórnendum í stjórn SVÞ.
- Fulltrúum aðildarfyrirtækja SVÞ í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins (SA).
Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir lok miðvikudagsins 19. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út þremur vikum fyrir upphaf aðalfundar.“
Aðalfundur SVÞ verður haldinn 13. mars 2025.
Hvers vegna þú?
Við vitum að fjölbreytt sýn leiðir til sterkari forystu. Það skiptir máli að fólk úr ólíkum kynjum, aldri, bakgrunni og atvinnugreinum taki þátt og leggi sitt af mörkum. Með setu í stjórn eða fulltrúaráði gefst þér einstakt tækifæri til að hafa áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslun og þjónustu á Íslandi.
Það hefur sjaldan verið mikilvægara að leggja sitt af mörkum.
Hvað þarftu að gera?
Ef þú ert tilbúin/n til að taka þátt, sendu framboð eða tilnefningu á kosning@svth.is eða í pósti merkt „Kjörnefnd SVÞ“ á:
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartún 35, 105 Reykjavík.
Taktu skrefið – þú getur verið hluti af breytingunum sem skipta máli!
Kjörnefnd SVÞ
Samtök verslunar og þjónustu
17/02/2025 | Fréttir, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Sala aðgöngumiða á hina árlegu ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu – er komin á fullt skrið og allt bendir til þess að miðarnir seljist upp á methraða, líkt og í fyrra.
Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 13. mars 2025 á Parliament Hótel Reykjavík (Gamli Nasa) og ber yfirskriftina UPPBROT – Fólk – Tækni – Samkeppni. Þar munu helstu sérfræðingar, leiðtogar og frumkvöðlar í verslun og þjónustu ræða nýjustu strauma og tækifæri framtíðarinnar.
Sérstök áhersla verður lögð á mannauðsmál, stafrænar lausnir og samkeppnishæfni í síbreytilegu umhverfi. Þeir sem vilja tryggja sér sæti þurfa að hafa hraðar hendur, þar sem viðbúið er að ráðstefnan verði uppseld fljótlega.
Tryggðu þér miða strax!
Nánari dagskrá og miðasala fer fram hér: https://svth.is/radstefna2025
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að tengjast lykilaðilum í atvinnulífinu og fræðast um framtíð verslunar og þjónustu á Íslandi!
ATH! Félagsfólk SVÞ fær sjálfkrafa 10% afslátt við kaup á fimm eða fleiri aðgöngumiðum.
Við hlökkum til að sjá þig!
13/02/2025 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun, Þjónusta
Leitum að leiðtogum innan samfélags fólks og fyrirtækja í SVÞ sem vilja breyta samfélaginu til hins betra!
Kjörnefnd SVÞ kallar eftir þér – já, þér!
Við leitum nú að áhugasömum, framsýnum og fjölbreyttum einstaklingum til að taka sæti í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins (SA).
Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.
Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2025/2026:
- Edda Rut Björnsdóttir, Eimskipafélag Íslands hf.
- Guðrún Aðalsteinsdóttir, Festi hf.
- Pálmar Óli Magnússon, Dagar hf.
Þetta er einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslunar- og þjónustugreinum á Íslandi.
Nú er rétti tíminn til að stíga fram, taka þátt og segja: „Ég vil vera með!“
Hvað er í boði?
Við leitum eftir:
- Formanni og þremur meðstjórnendum í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára.
- Fulltrúum í fulltrúaráð SA til eins árs.
Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund, eða 12. febrúar 2023.
Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir lok miðvikudagsins 19. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út þremur vikum fyrir upphaf aðalfundar. Aðalfundur SVÞ verður haldinn 13. mars nk
Af hverju þú?
Við þurfum fólk úr öllum áttum samfélagsins – óháð kyni, uppruna, aldri eða bakgrunni. Við vitum að fjölbreytt sýn leiðir til betri ákvarðana og meiri árangurs. Með þátttöku þinni hjálpar þú til við að skapa meira jafnvægi og fjölbreytileika í forystu sem hefur raunveruleg áhrif.
Hvernig hefur þú áhrif?
Heimsfaraldur, átök á alþjóðavettvangi og umbreytingar í atvinnulífinu hafa kallað á nýjar leiðir í rekstri og stefnumótun. Fram undan eru áframhaldandi áskoranir í stafrænum lausnum, sjálfbærni, orkuskiptum og mannauðsmálum. Þetta er tíminn til að mæta áskorunum með sameiginlegri sýn og skýrum markmiðum.
Með setu í stjórn SVÞ verður þú hluti af forystu sem mótar framtíð atvinnulífsins. Þú tekur þátt í að byggja upp samfélag þar sem verslun og þjónusta blómstra í þágu allra.
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig – eða einhvern sem þú veist að er tilbúinn að hafa áhrif?
Sendu inn tilnefningu til stjórnar SVÞ og/eða fulltrúaráðs SA á netfangið kosning@svth.is eða merkt „Kjörnefnd SVÞ“ í pósti á: SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartún 35, 105 Reykjavík.
Við höfum trú á þér – nú er bara spurningin: Ertu tilbúin/n til að taka þátt í að skapa betri framtíð?
11/02/2025 | Fréttir, Menntun
Á Menntadegi atvinnulífsins, sem var haldinn hátíðlega í dag 11. febrúar 2025 á Hilton Nordica, voru veitt Menntaverðlaun atvinnulífsins til fyrirtækja sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum.
Menntafyrirtæki ársins 2025.

Arion banki hlaut titilinn Menntafyrirtæki ársins 2025 fyrir öflugt og metnaðarfullt fræðslukerfi sem nýtir fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að virkja starfsfólk sitt.
Menntasproti atvinnulífsins 2025.

Þar að auki var Alda veitt Menntasproti atvinnulífsins 2025 fyrir hugbúnaðarlausn með leikjavæddum örnámskeiðum sem efla fjölbreytileika og inngildingu á vinnustöðum.
Verðlaunin voru afhent af Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.
07/02/2025 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann þróun og stöðu notkunar reiðufjár í verslun og þjónustu.
Í viðtalinu lagði Benedikt meðal annars áherslu á mikilvægi fjölbreyttra og öruggra greiðslulausna sem auka þægindi fyrir neytendur. Hann benti á að innlendar greiðsluþjónustur geti dregið úr kostnaði bæði fyrir kaupendur og seljendur, þar sem þær byggja á staðbundnum kerfum sem vinna án milliliða utan landsteina. Slíkar lausnir auka valkosti í greiðslumátum og stuðla að tækniframförum innan verslunar- og þjónustugeirans.
Hlustaðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Sjá einnig viðtalið inná VISIR.is
23/01/2025 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun, Þjónusta
Leitum að leiðtogum innan samfélags fólks og fyrirtækja í SVÞ sem vilja breyta samfélaginu til hins betra!
Kjörnefnd SVÞ kallar eftir þér – já, þér!
Við leitum nú að áhugasömum, framsýnum og fjölbreyttum einstaklingum til að taka sæti í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins (SA).
Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.
Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2025/2026:
- Edda Rut Björnsdóttir, Eimskipafélag Íslands hf.
- Guðrún Aðalsteinsdóttir, Festi hf.
- Pálmar Óli Magnússon, Dagar hf.
Þetta er einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslunar- og þjónustugreinum á Íslandi.
Nú er rétti tíminn til að stíga fram, taka þátt og segja: „Ég vil vera með!“
Hvað er í boði?
Við leitum eftir:
- Formanni og þremur meðstjórnendum í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára.
- Fulltrúum í fulltrúaráð SA til eins árs.
Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund, eða 12. febrúar 2023.
Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir lok miðvikudagsins 19. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út þremur vikum fyrir upphaf aðalfundar. Aðalfundur SVÞ verður haldinn 13. mars nk
Af hverju þú?
Við þurfum fólk úr öllum áttum samfélagsins – óháð kyni, uppruna, aldri eða bakgrunni. Við vitum að fjölbreytt sýn leiðir til betri ákvarðana og meiri árangurs. Með þátttöku þinni hjálpar þú til við að skapa meira jafnvægi og fjölbreytileika í forystu sem hefur raunveruleg áhrif.
Hvernig hefur þú áhrif?
Heimsfaraldur, átök á alþjóðavettvangi og umbreytingar í atvinnulífinu hafa kallað á nýjar leiðir í rekstri og stefnumótun. Fram undan eru áframhaldandi áskoranir í stafrænum lausnum, sjálfbærni, orkuskiptum og mannauðsmálum. Þetta er tíminn til að mæta áskorunum með sameiginlegri sýn og skýrum markmiðum.
Með setu í stjórn SVÞ verður þú hluti af forystu sem mótar framtíð atvinnulífsins. Þú tekur þátt í að byggja upp samfélag þar sem verslun og þjónusta blómstra í þágu allra.
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig – eða einhvern sem þú veist að er tilbúinn að hafa áhrif?
Sendu inn tilnefningu til stjórnar SVÞ og/eða fulltrúaráðs SA á netfangið kosning@svth.is eða merkt „Kjörnefnd SVÞ“ í pósti á: SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartún 35, 105 Reykjavík.
Við höfum trú á þér – nú er bara spurningin: Ertu tilbúin/n til að taka þátt í að skapa betri framtíð?