Hamingjuóskir! Krónan fær Umhverfisverðlaun atvinnulífsins – myndband

Hamingjuóskir! Krónan fær Umhverfisverðlaun atvinnulífsins – myndband

Í dag fengu félagsmenn okkar í Krónunni verðlaun fyrir Framtak ársins við afhendingu Umverfisverðlauna atvinnulífsins. Krónan hefur verið að vinna frábært starf í umhverfismálum og sjálfbærni síðastliðin misseri og óhætt að segja að eftir því hafi verið tekið í samfélaginu.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með verðlaunin, vonum að þau veiti öðrum fyrirtækjum innblástur til að gera vel í umhverfismálunum og hlökkum til að fylgjast með þeim áfram.

Hér má sjá áhugavert kynningarmyndband sem gefur betri innsýn í þá flottu hluti sem Krónan hefur verið að gera!